Morgunblaðið - 09.05.2003, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 09.05.2003, Qupperneq 60
KIRKJUSTARF 60 FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ DAGANA 15.–18. maí er boðið til kyrrðardaga hjóna í Skálholti og eru þetta síðustu kyrrðardagarnir á þessu vori. Þeir hefjast svo aftur með haustinu. Meðal þeirra er annast leiðsögn á þessum kyrrðardögum hjóna eru Sigurbjörn biskup Einarsson og kona hans Magnea Þorkelsdóttir sem segja frá helgihaldi á heimili sínu. Hjónin Þorvaldur Halldórsson tónlistarmaður og Margrét Schev- ing sálgæsluþjónn og Sigríður Hall- dórsdóttir prófessor og sr. Gunn- laugur Garðarsson á Akureyri og fleiri annast hugleiðingar í tali og tónum. Mikil áhersla er á andlega og lík- amlega hvíld og boðið er upp á fræðandi útivist. Kyrrðardagarnir hefjast á fimmtudagskvöld með kvöldtíðum og kvöldverði, síðan verður dag- skráin kynnt og biskupshjónin Magnea og Sigurbjörn leiða um- ræður um helgihald á heimilum. Síðar um kvöldið fellur þögnin yfir. Dagskrá næstu daga felur í sér hvíld, útivist og hugleiðingar auk hins venjubundna helgihalds stað- arins. Kyrrðardögunum lýkur með hádegisverði á sunnudag. Eins og fyrr segir eru þessir kyrrðardagar ætlaðir hjónum sem vilja eiga þá sameiginlega reynslu að fara í hvarf, draga sig í hlé frá áreiti hversdagsins. Efni hugleið- inga og íhugana beinist að sjálf- sögðu að aðstæðum þátttakenda, hjóna sem vilja gera gott hjóna- band betra og vilja efla hinn trúar- lega þátt á heimili sínu. Nánari upplýsingar og skráning er í Skálholtsskóla, sími 486 8870, netfang skoli@skalholt.is. Vorferð aldraðra í Grensáskirkju NÆSTKOMANDI miðvikudag, 14. maí, verður vorferð starfs aldraðra í Grensáskirkju. Að þessu sinni verður farið suður með sjó og skoðuð þar nokkur söfn. Um er að ræða Fræðasetrið í Sand- gerði, Björgunarminjasafn Íslands í Garðinum og Bátasafn Gríms í Reykjanesbæ. Lagt verður af stað frá Grens- áskirkju kl. 9 að morgni og heim- koma er áætluð um kl. 16. Ferðin kostar 2.000 krónur og innifalinn er hádegismatur í Vitanum í Sand- gerði. Skráning í ferðina fer fram í Grensáskirkju í síma 553 2750 og lýkur á mánudag. Morgunblaðið/Jim Smart Kyrrðardagar hjóna í Skálholti                Hallgrímskirkja. Eldriborgarastarf í dag kl. 13. Leikfimi, æfingar við allra hæfi, undir stjórn Jóhönnu Sigríðar. Súpa, kaffi og spjall. Allir velkomnir. Laugarneskirkja. Mömmumorgunn kl. 10. Kaffispjall fyrir mæður, góð upplifun fyrir börn. Gönguhópurinn Sólarmegin. Lagt af stað frá kirkjunni kl. 10.30 alla miðvikud. og föstud. næstu vikur. Allir velkomnir. (Sjá síðu 650 í Textavarpi.) Breiðholtskirkja. Mömmumorgnar kl. 10– 12. Kaffi og spjall. Af hverju koma pabbar ekki á fjölskyldumorgna? Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 8–10 ára drengi á laugardögum kl. 11. Starf fyrir 11– 12 ára drengi á laugardögum kl. 12.30. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Samkom- ur alla laugardaga kl. 11. Bænastund alla þriðjudaga kl. 20. Biblíufræðsla allan sólar- hringinn á Útvarp Boðun FM 105,5. Allir alltaf velkomnir. Fríkirkjan Kefas. Í dag er 11–13 ára starf kl. 19.30. Allir 11–13 ára eru hjartanlega velkomnir. Hvítasunnukirkjan á Akureyri. Unglinga- samkoma kl. 21. Hjálpræðisherinn á Akureyri. Flóamarkað- ur frá kl. 10–18 í dag. Kirkja sjöunda dags aðventista. Samkomur laugardag: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti 19. Biblíu- fræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Björgvin Snorrason. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnarfirði. Biblíufræðsla/guðsþjónusta kl. 11. Ræðu- maður Brynjar Ólafsson. Biblíurannsókn og bænastund á fimmtudögum kl. 20. Safnaðarheimili aðventista, Blikabraut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðs- þjónusta kl. 11. Umsjón: Unga fólkið. Biblíurannsókn og bænastund á föstudög- um kl. 19. Safnaðarheimili aðventista, Gagnheiði 40, Selfossi. Biblíufræðsla kl. 10. Guðs- þjónusta kl. 11. Ræðumaður Maxwell Ditta. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vestmanna- eyjum. Biblíufræðsla/guðsþjónusta kl. 10.30. Ræðumaður Gavin Anthony. Biblíurannsókn og bænastund á sunnu- dögum kl. 13. Safnaðarstarf FRÉTTIR RÁÐHERRA Evrópumála í slóv- ensku ríkisstjórninni, dr. Janez Pot- ocnik, verður gestafyrirlesari í Há- skóla Íslands 12. maí í tilefni Evrópudagsins. Dr. Potocnick fer með málefnasvið Evrópumála í slóv- ensku ríkisstjórninni og hefur verið í forsvari fyrir aðildarviðræður Slóveníu gagnvart ESB. Fyrirlestur hans fjallar um áhrif stækkunar ESB á smærri ríki og nefnist á ensku: „Enlargement of the EU from a small-state perspect- ive: Slovenian experience.“ „Evrópudagurinn 9 maí er rakinn til svokallaðrar Schuman-yfirlýsing- ar frá árinu 1950. Þann dag klukkan 18.00 lýsti Robert Schuman, þáver- andi utanríkisráðherra Frakklands, því yfir, að samrunaferli Evrópu væri hafið. Yfirlýsingin leiddi til undirritunar Parísarsáttmálans um kola- og stálbandalag Evrópu um það bil ári síðar,“ segir í frétta- tilkynningu. Af þessu tilefni bjóða Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB gagn- vart Íslandi og Noregi, franska sendiráðið, Háskóli Íslands, Félag stjórnmálafræðinga og Félag stjórnmálafræðinema við Háskóla Íslands til opins fyrirlestrar sem fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands mánudaginn 12. maí kl. 16.30 og er hann á ensku. Dr. Ólafur Þ. Harðarson, forseti félagsvísindadeildar, mun sjá um fundarstjórn. Félag stjórnmála- fræðinga, ásamt félagi stjórnmála- fræðinema við Háskóla Íslands, stýrir pallborðsumræðum. Allir vel- komnir. Fjallar um áhrif stækk- unar ESB á smærri ríki NÝLEGA gangsetti fyrrverandi umhverfisráðherra, Guðmundur Bjarnason, nýja jarðgerðarvél á Sólheimum. Vélin er af gerðinni Aletrumman en hún var hönnuð og framleidd af fyrirtækinu Japan Vest AB í Sví- þjóð. Tilkoma vélarinnar bætir til muna möguleika á endurvinnslu á Sólheimum. Hún getur endurunnið allar matarleifar og garðaúrgang en áður var einungis hægt að end- urvinna grænmeti og garðaúr- gang. Einnig styttir hún jarðgerð- arferlið og gerir það öruggara. Vélin hefur hlotið nafnið Frú Jarð- gerður. Moltan, en svo nefnist jarðveg- urinn sem úr vélinni fæst, er síðan notaður til lífrænnar ræktunar. Á Sólheimum er upphaf líf- rænnar ræktunar á Norð- urlöndum, í atvinnu er lögð áhersla á lífræna ræktun, vinnslu afurða úr náttúrulegum efnum og endurvinnslu, þar er allt heim- ilissorp flokkað. Allur lífrænn heimilisúrgangur er jarðgerður. Ný jarðgerðarvél á Sólheimum Samfylkingin fagnar ályktun miðstjórnar ASÍ móta sér sjálfstæðar stjórnmálaskoð- anir. Samfylkingin fagnar hverju tæki- færi til að taka þátt í málefnalegri um- ræðu um stefnumál flokksins og er tilbúin að ræða þau við fulltrúa hags- munaaðila hvar og hvenær sem er. Flokkurinn gerir hins vegar athuga- semdir við að forstjórar stórfyrir- tækja misnoti aðstöðu sína gagnvart starfsfólki til að afflytja og rangtúlka stefnumál Samfylkingarinnar. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Samfylk- ingunni: Samfylkingin fagnar ályktun mið- stjórnar ASÍ, þar sem miðstjórnin mótmælir tilraunum forsvarsmanns Útgerðarfélags Akureyringa og Brims til þess að hafa með ólögmæt- um hætti áhrif á stjórnmálaskoðanir starfsmanna sinna. Með þessum hætti stendur Alþýðusambandið mik- ilvægan vörð um rétt launafólks til að DAGANA 18. til 25. maí verður Gitte Hüttel Rasmussen, nýkrýndur Evrópumeistari í blómaskreyting- um 2003, stödd hér á landi á vegum Garðyrkjuskólans. Hún verður með þriggja daga námskeið fyrir nem- endur blómaskreytingabrautar skólans og tvo daga fyrir fagfólk í blómaskreytingum. Námskeiðið fyr- ir fagfólkið verður fimmtudaginn 22. maí og föstudaginn 23. maí frá kl. 9 til 17 báða dagana. Á þessu nám- skeiði mun hún fara yfir nýjustu strauma og stefnur í blómaskreyt- ingum í Evrópu 2003. Námskeiðið verður bæði bóklegt og verklegt. Þetta er tækifæri sem enginn fag- maður má missa af, enda ekki á hverjum degi sem við fáum jafn- reynda konu í faginu til landsins, segir í fréttatilkynnngu. Námskeið- ið fer fram í húsakynnum Garð- yrkjuskólans en vakin er athygli á því að fjöldi námskeiðsgesta tak- markast við 16. Skráningar og nán- ari upplýsingar fást á skrifstofu skólans eða á heimasíðu hans, www. reykir.is. Evrópumeist- arinn í blóma- skreytingum á leið til landsins Hveragerði. Morgunblaðið. Lýst eftir vitnum LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að ákeyrslu á kyrrstæðan fólksbíl 5. maí sl. milli kl. 14 og 14.30 við Laugaveg 114. Ekið var á hægri hliðina á rauðum Opel Vectra en tjónvaldur yfirgaf vettvang án þess að tilkynna tjónið. Því er hann eða aðrir sem geta gefið frekari upplýs- ingar beðnir að snúa sér til umferðardeildar lögreglunnar í Reykjavík. FERÐAÞJÓNUSTA bænda stefnir að því að vera í fararbroddi í um- hverfisvænni ferðaþjónustu á landsbyggðinni og að innan tveggja ára hafi allir ferðaþjón- ustubændur markað sér umhverf- isstefnu sem byggist á staðardag- skrá 21. Í fyrradag afhenti Siv Friðleifsdóttir, umhverf- isráðherra, 800.000 krónur í styrk til verkefnisins. Styrkurinn er tekinn af ráðstöfunarfé rík- isstjórnarinnar. Sævar Skaptason, fram- kvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda, segir að styrkurinn muni renna til námskeiðahalds, þjálf- unar og vinnu við að taka upp umhverfisvottun. Morgunblaðið/Kristinn Sævar Skaptason tekur við styrkn- um úr hendi Sivjar Friðleifsdóttur, umhverfisráðherra. Stefna á forystu í umhverfis- vænni ferða- mennsku ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.