Morgunblaðið - 09.05.2003, Síða 70

Morgunblaðið - 09.05.2003, Síða 70
70 FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. SVONA hljómuðu raddir okkar margra árið 1975 og árin þar í kring. Þessar raddir áttu m.a. Kvenrétt- indafélagið, Rauðsokkur, Kvennalist- inn og margir fleiri. (Ég á ennþá fast- an á spegli miðann frá KRFÍ, sem á stendur: Kjósum konur.) Við töldum þá og teljum enn að til að ná fram góðu jafnrétti og bættum kjörum allra megi þingmenn okkar og aðrir ráðamenn þjóðarinnar ekki vera einsleitur hópur eins og hann er á margan hátt enn í dag. Við þurfum enn fleiri konur á þing, í sveitar- stjórnir, í stjórnunarstöður sem víð- ast í þjóðfélaginu. Og síðast enn ekki síst engan launamun vegna kynferð- is. Við þurfum líka þingmenn á mis- munandi aldri með mismunandi bak- grunn og menntun til þess að skiln- ingur á kjörum allra nái betur inn á Alþingi. Undanfarnar vikur hafa konur og karlar úr Sjálfstæðislokknum ham- ast eins og naut í flagi gegn Ingi- björgu Sólrúnu og Samfylkingunni. Ekki kjósa konur bara af því að þær eru konur. Hafiði heyrt það áður? Það er aldrei spurt: Var hann kosinn af því hann er karl? Þeir eru nú ekki allir jafnhæfir, eða hvað! Hvers vegna létu sjálfstæðiskon- urnar á þingi (sumar bara nokkuð góðar) ýta sér til hliðar án þess að segja orð? Síðan skipuðu þær sér brosandi í kórinn sem kyrjaði svolítið hjáróma: Við kjósum eftir mannkost- um en ekki kynferði – ungu frjáls- hyggjustrákarnir eru flottir fram- bjóðendur!!! Að lokum bættu þær um betur og réðust með offorsi á konur úr öðrum flokkum sem gekk betur. Mikið lifandis skelfing fór „hundr- að kalla“ auglýsingin fyrir brjóstið á þeim. Meira að segja gamlar og baráttu- glaðar sjálfstæðiskonur frá fyrri tíð blönduðu sér í umræðuna til varnar Davíð og köllunum og með skítkasti í Ingibjörgu Sólrúnu. Mér finnst nú nærri því að eftir öll þessi ár væri hægt að kjósa konu for- sætisráðherra bara af því að vera kona, en því er nú ekki til að dreifa. Ingibjörg Sólrún er ekki bara ein- hver kona. Hún hefur áunnið sér mik- ið traust sem nær langt út fyrir alla flokka með störfum sínum sem borg- arstjóri Reykjavíkur. Allir sem vilja, vita hvernig staða jafnréttismála hef- ur gjörbreyst á þeim árum sem hún hefur verið borgarstjóri, launamunur kynja minnkað og konum fjölgað í yf- irmannsstöðum. Árið 1980 var Vigdís kjörin forseti. Var það bara af því að hún var kona? Kannski? En var hún ekki góður for- seti og okkur öllum til sóma? Ég spyr bara. Samfylkingin býður upp á fjöl- breytt val fólks, karla og kvenna, yngri sem eldri til að taka við stjórn landsins. Hún býður upp á jafnrétti, mannréttindi, bætt kjör allra þeirra sem þurfa, ekki með ölmusuhugsun- arháttinn í fyrirrúmi heldur jafnan rétt allra til mannsæmandi lífs. Gefum Sjálfstæðisflokknum frí. Kjósum konur og betra líf með Samfylkingunni. ÁSTHILDUR ÓLAFSDÓTTIR, fv. skólaritari og húsmóðir, Tjarnarbraut 13, Hafnarfirði. Áfram stelpur – kjósum konur Frá Ásthildi Ólafsdóttur: SÓKNARMARK var sett á 1978– 1984, blanda sóknarmarks og afla- marks 1984–1990 og kvótakerfinu í núverandi mynd var komið á 1990 vegna þess að menn voru sammála um að vernda þyrfti fiskistofnana og þá sérstaklega þorskinn. Vitað var að þetta kerfi hefði sína annmarka og galla en ekkert annað betra í stöðunni og það því lögfest. Það var ásetningur stjórnvalda að með tímanum og að fenginni reynslu myndu vankantar sniðnir af og kerf- ið gert eins gott og hægt væri fyrir atvinnuveginn og fyrir þjóðarbúið. Fyrst í stað gekk allt eins og í sögu þótt alltaf heyrðust gagnrýn- iraddir um kerfið. Skip og bátar voru úrelt, fiskiskipum fækkað og veiðiheimildir söfnuðust á æ færri hendur, menn gerðust „sægreifar“ og efnuðust vel. En þá kom græðgin til sögunnar og þeim var ekki nóg að „eiga“ afnotarétt af fiskistofnunum heldur vildu þessir rétthafar veið- anna fá að þinglýsa sem sinni ævar- andi eign fiskinum í hafinu umhverf- is Ísland og fá að veðsetja og versla með veiðiheimildir að eigin geð- þótta. Þetta varð til þess að æ fleiri sáu augljósa galla á þessu kerfi og að lítið hafi verið gert til að bæta úr þeim. Kvótakerfið hefur á margan hátt valdið búseturöskun fólks og þar af leiðandi m.a. skapað mikið misræmi í verðmati eigna eftir því hvar á landinu þær eru. Þetta vita allir sem vilja vita að er staðreynd. Breyta á núverandi fiskveiðikerfi en það þarf að gerast af mikilli var- færni því fyrst og fremst verður að hugsa um afkomu útgerða, sjó- manna og þjóðarbús. Ennfremur verður að taka tillit til góðrar nýt- ingar á afla og tengsla við markaði. Við sem sjáum þessi mál sem leik- menn og kannski úr fjarlægð getum ekki dæmt um rekstur og stjórnun útgerðanna né höfum þekkingu á markaðsmálum en við eigum fólk með kunnáttu, reynslu og metnað til að vinna vel að þessum málum. Það þarf að breyta núverandi fiskveiði- kerfi þar sem það skilar ekki því sem vænst var, þorskstofninum hrakar, menn tala um að útgerðin hafi aldrei verið jafnskuldsett og mikillar óánægju gætir í þjóðfélag- inu með núverandi ástand. SVAVAR GUÐNI GUNNARSSON, Borgarhrauni 21, Hveragerði. Fiskveiðar Íslendinga Frá Svavari Guðna Gunnarssyni, kennara:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.