Morgunblaðið - 09.05.2003, Side 77

Morgunblaðið - 09.05.2003, Side 77
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2003 77 S 96% fitusnau ður Mest seldiísdrykkur í USA! Kringlunni (Stjörnutorg) og Ingólfstorgi Tilboðið gildir þessa helgi. ísálfar í úrvali! ískexloka Smoothies! Hellingur af ídýfum! ferskur og nána st fitulaus! KVIKMYNDIR Háskólabíó Stutt- og heimildarmyndahátíð ÉG ER ARABI  Heimildarmynd. Höfundar: Sigurður Guð- mundsson og Ari Alexander Ergis Magn- ússon. Kvikmyndataka: Ólafur Rögn- valdsson. Klipping: Jón Yngvi Gylfason. Tónlist: Þór Eldon. Framkvæmdastjórn: Jóhanna Guðrún Gunnarsdóttir. Ergis kvikmyndagerð. Ísland 2003. HÁTT á fjórða tug nafnkunnra Íslendinga tjá hug sinn um innrás Breta og Bandaríkjamanna í Írak og afstöðu íslenskra stjórnvalda til þessa stríðs í heimildarmyndinni Ég er arabi eftir Sigurð Guðmunds- son og Ara Alexander Ergis Magn- ússon. Þeir hófu gerð hennar á fyrsta degi innrásarinnar, beita ný- stárlegum aðferðum og koma boð- skap sínum beinskeytt til skila. Hver og einn viðmælenda fékk skamman tíma til að segja skoðun sína, ekkert klippt í talað mál og hér blasir niðurstaðan við örfáum vikum eftir að tökur hófust. Ég minnist þess að annar aðstandenda Ég er arabi lýsti því yfir að allar hliðar á málinu væru sýndar og höf- undar stæðu utan allra pólitískra hreyfinga. Stríð er átakanlegt og við Íslend- ingar teljum okkur friðelskandi þjóð og höfum almennt skömm á af- arkostum einhliða hernaðaríhlutun- ar. Við viljum einnig að Sameinuðu þjóðirnar séu með í ráðum þegar til vopnaðra átaka kemur. Mönnum er heitt í hamsi, sumir fullir af heilagri reiði og það er svo að því fer fjarri að öllum hliðum sé gert jafn hátt undir höfði því Ég er arabi tekur róttæka afstöðu til stríðsaðila, eins og til var ætlast. Viðmælendur eru flestir þekktir vinstrimenn og frið- arsinnar, a.m.k. þegar það hentar stjórnmálaskoðunum þeirra. Ég er arabi getur því skoðast sem for- dæming á undarlegu stríðsbrölti, hryllilegum afleiðingum þess, um- deilanlegri íhlutun ríkisstjórnarinn- ar sem tekur ákvarðanir fyrir borg- arana og ósigur fyrir þau lýðræðislegu gildi sem við höfum að leiðarljósi. Aðrir fá fyrir brjóstið, segja að með illu skuli illt út reka, þeir sjá í henni einhliða áróður, gegnsýrðan af Bandaríkjahatri. Til allrar blessunar ríkir hér tján- ingarfrelsi og gagnrýnin á allan rétt á sér en missir trúverðugleika í eyr- um almennings þegar hún hljómar eins og halelújakór. Ég er arabi hittir í mark í yfirveguðum og skyn- samlegum málflutningi manna á borð við Þorbjörn Hlyn, Sigmund Erni, Silju Aðalsteinsdóttur, Egil Ólafsson, Gunnar Smára og Þorvald Gylfason. Þess á milli fellur hún jafnvel niður í fráhrindandi lágkúru og hrokafullar, ómálefnalegar full- yrðingar. Afleiðingar innrásarinnar í Írak eru enn óráðnar og öll kurl, sem geta varið og fordæmt átökin, hvergi nærri komin til grafar. Sæbjörn Valdimarsson Barðar pákurnar MIÐLARNIR Valgarður Ein- arsson og Þórhallur Guðmunds- son héldu skyggnilýsingarfund á undan tveimur styrktarsýningum á kvikmyndinni Hvernig á að losna við gaur á tíu dögum (How to lose a guy in 10 days) í Reykjavík og á Akureyri. Val- garður og Þórhallur gerðu vel heppnaðar tilraunir milli tveggja heima og rann ágóðinn óskiptur til Umhyggju, félags langveikra barna. Miðlað málum Frá skyggnilýsingarfundinum í Há- skólabíói. Þórhallur miðill teygir sig í áttina að öðrum heimi á meðan mannfjöldinn fylgist með. Morgunblaðið/Arnaldur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.