Morgunblaðið - 10.07.2004, Side 2

Morgunblaðið - 10.07.2004, Side 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÓLÍK LÖGFRÆÐIÁLIT Nýja fjölmiðlafrumvarpið stenst ekki stjórnskipun að mati Eiríks Tómassonar lagaprófessors þar sem gömlu lögin eru felld og ný sett sam- tímis. Davíð Þór Björgvinsson lagaprófessor er á öndverðum meiði og segir það fyllilega lögmætt. Davíð Oddsson segir engin lögfræðileg álitamál vera um hvort það hafi verið heimilt að leggja frumvarpið fyrir á þennan hátt. Múr Ísraela ólöglegur Alþjóðadómstóllinn í Haag úr- skurðaði í gær að öryggismúr sem Ísraelar reisa nú á Vesturbakkanum stangist á við alþjóðalög og brjóti rétt á Palestínumönnum. Banda- ríkjamenn segja rangt að dómstóll- inn taki afstöðu í deilum sem séu fyrst og fremst pólitískar, ekki lög- fræðilegar. Frjókornamet Magn frjókorna í Reykjavík í júní var meira en nokkru sinni. Langir biðlistar eru hjá ofnæmislæknum en hætta á að fólk fái ofnæmi eykst þegar frjó er mikið. Gagnrýna CIA Þingnefnd í Bandaríkjunum segir að leyniþjónustan CIA hafi gert of mikið úr hættunni af gereyðingar- vopnum Íraka. Upplýsingar um vopnin hafi verið ótraustar og þær mistúlkaðar. Hins vegar bendi ekk- ert til að stjórnvöld hafi hvatt CIA til að ýkja hættuna. Fjármagn tengt afköstum Deildir Landspítala – háskóla- sjúkrahúss fá nú í kringum 30% fjár- framlaga með tilliti til afkasta. Tekið hefur verið upp DRG-kerfi sem ger- ir það mögulegt að reikna út hvað stakar aðgerðir kosta spítalann. Y f i r l i t Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull- trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl                                 ! " #     $         %&' ( )***                  +   ISO 9001 gæðastaðall er okkar styrkur og þín trygging fyrir gæðavöru Allar TEKNOS vörur framleiddar skv. ISO 9001 gæðastaðli TEKNOS hágæðamálning fæst nú á öllum norðurlöndunum. TEKNOS er ein vandaðasta málningin á markaðnum í dag. M Á LN ING ARTILB O Ð frá kr. 2 98- lt r. Hágæða lakkmálning Gljástig 15, 40 og 80 Hágæða Akrýl innimálning Gljástig 3, 7 og 20 Kærir ekki gæsluvarðhald MAÐUR, sem úrskurðaður var í tveggja vikna gæsluvarðhald, grun- aður um aðild að hvarfi fyrrverandi sambýliskonu sinnar, ætlar ekki að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar en frestur til þess rann út í gær. Maðurinn heldur fram sakleysi sínu í málinu og réttargæslumaður hans segir að í þessari ákvörðun fel- ist ekki nein viðurkenning á sekt. TÓNLISTARSKÓLINN í Reykja- vík hefur lýst áhuga á að skólinn verði gerður að tónlistarframhalds- skóla, samkvæmt námskrá um tón- listarskóla. Að sögn Kjartans Ósk- arssonar, skólastjóra Tónlistar- skólans, voru hugmyndirnar kynnt- ar fyrir nokkru í menntamála- ráðuneytinu og eru þær til skoðunar þar. Kjartan segir að nemendur í fram- haldsnámi í tónlist séu frekar fáir hér á landi og eðlilegt að þeim sé gert kleift að stunda nám á sama stað, líkt og gildi um nemendur í framhalds- og menntaskólum, og að sömu lögmál eigi að gilda um tónlist- armenntun og aðra menntun. „Þetta er ekki bara spurning um að nemendur hafi listrænt atlæti við sitt hæfi heldur líka félagslegt,“ segir Kjartan. Samstarf við menntaskóla Að sögn Kjart- ans er hugmynd- in sú að nemend- ur sem komnir eru á 5. og 6. stig í tónlist geti stundað nám í framhalds- deildinni. Tónlistarskólinn verði þó áfram í samstarfi við menntaskóla sem starfræki svokallaðar tónlistar- brautir og ekki sé hugmyndin að út- skrifa fólk með hefðbundið stúdents- próf úr skólanum. Hugmyndir um fram- haldsskóla í tónlist Kjartan Óskarsson MILDI þykir að ekki fór verr þegar samband við stýri fólksbíls rofnaði á fullri ferð við Hreðavatnsskála í gærkvöld. Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi átti óhappið sér stað um hálfsjö í gærkvöld og voru tveir full- orðnir og tvö börn í bílnum. Bílinn fór þvert yfir veginn og út af honum á öfugum vegarhelmingi og hafnaði þar í hraunbakka, Baulu- megin við veginn. Enginn meiddist í óhappinu og bíllinn valt ekki við út- afaksturinn. Bíllinn var nýlegur, að sögn lögreglu, og líklegt að um fram- leiðslugalla hafi verið að ræða. Stýrið úr sambandi Í dag Úr verinu 11 Bréf 30 Viðskipti 14 Minningar 32/36 Erlent 15 Kirkjustarf 36 Höfuðborgin 19 Messur 37 Akureyri 20 Brids 37 Árborg 20 Dagbók 40 Landið 21 Víkverji 40 Suðurnes 21 Velvakandi 42 Daglegt líf 22 Staður og stund 42 Ferðalög 23 Menning 43/49 Umræðan 25/30 Ljósvakamiðlar 50 Forystugrein 26 Staksteinar 51 Viðhorf 28 Veður 51 * * * MESTA magn kókaíns, sem fundist hefur innvortis við tollleit á Kefla- víkurflugvelli, fannst á tæplega þrí- tugri konu sem kom með flugvél frá Kaupmannahöfn til Keflavíkur- flugvallar aðfaranótt fimmtudags. Að sögn Eyjólfs Kristjánssonar, fulltrúa hjá sýslumanninum á Keflavíkurflugvelli, kom við leit í tollhliði í ljós að konan var með 155 grömm af kókaíni innanklæða. Innvortis hylki komu í ljós við röntgenrannsókn „Í kjölfarið var ákveðið að senda konuna í röntgenrannsókn, og þar kom í ljós að hún var með fjölda að- skotahluta innvortis. Síðar komu fram ríflega 330 grömm af kókaíni í 35 hylkjum. Hún var úrskurðuð í gæsluvarðhald til 19. júlí. Þetta er mesta magn sem við höfum upp- götvað að flutt hafi verið innvortis,“ sagði Eyjólfur í samtali við Morg- unblaðið í gærkvöldi. Talið að málið tengist alþjóða glæpastarfsemi Efninu var mjög fagmannlega inn pakkað í hylkin. Söluverðmæti fíkniefnanna er talið milli 20 og 30 milljónir króna, að sögn Eyjólfs, en það fer nokkuð eftir styrkleika efn- isins, sem ekki liggur enn fyrir. „Það er misjafnt hve sterkt efni er um að ræða,“ útskýrir hann. Málið er nú í rannsókn, en að henni lokinni verður konan kærð og færð fyrir dóm hér á landi. Hún er frá Nígeríu, en búsett á Spáni. Mál konunnar er talið tengjast al- þjóðlegri glæpastarfsemi. „Það liggur fyrir þegar erlendir aðilar flytja inn kókaín með svo skipu- lögðum hætti að það hlýtur að tengjast einhverri alþjóðastarf- semi,“ segir Eyjólfur. Að svo stöddu er ekki hægt að segja til um hvaðan þeirri starfsemi er stjórnað, að sögn Eyjólfs, en það sé einnig til rannsóknar. Tekin með tæp 500 grömm af kókaíni Mesta magn kókaíns sem fundist hefur innvortis MAÐUR var fluttur á slysadeild eft- ir að bíll hans fór sex til átta veltur á kvartmílubrautinni sunnan Hafnar- fjarðar í gærkvöld. Hann var á spyrnuæfingu hjá Kvartmíluklúbbn- um á sérsmíðuðum bíl. Er hann var að koma inn á svokallaðan bremsu- kafla á brautinni er talið að bremsu- diskur hafi brotnað með fyrrgreind- um afleiðingum, samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins. Tveir lögreglu- bílar úr Hafnarfirði, auk sjúkrabíla og tækjabíls slökkviliðs voru kallaðir á staðinn um tíuleytið í gærkvöld. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins mun maðurinn ekki vera talinn alvarlega slasaður, en eitt- hvað hafi gefið sig í bílnum með þessum afleiðingum. Maðurinn var í fimm punkta öryggisbelti með sér- stakri grind. Að sögn læknis á slysa- deild Landspítala – háskólasjúkra- húss var maðurinn í rannsókn, og líðan hans stöðug. Morgunblaðið/Júlíus Flak kvartmílubílsins, sem fór margar veltur, á vettvangi við kvartmílubrautina í Hafnarfirði í gærkvöld. Bílvelta á kvartmílubrautinni LANDSSÍMANUM er óheimilt að kynna áskriftartilboðið „Allt saman hjá Símanum“ á nokkurn hátt, sam- kvæmt bráðabirgðaákvörðun Sam- keppnisstofnunar sem birt var í gær. Pétur Pétursson, forstöðumaður skrifstofu forstjóra Og Vodafone, segir afstöðu Samkeppnisstofnunar mjög afgerandi í málinu. „Framsetn- ing Landssímans er talin óhæfileg og villandi fyrir neytendur,“ segir Pét- ur. Eva Magnúsdóttir, upplýsinga- fulltrúi Símans, segir að í ljósi fyr- irmæla Samkeppnisstofnunar muni Síminn taka til skoðunar með hvaða hætti unnt er að bæta framsetningu og kynningu áskriftarleiðar af þessu tagi. Símanum er að mati Samkeppn- isstofnunar einnig óheimilt að veita sérstaka afslætti fyrir að vera með bæði farsíma- og ADSL-þjónustu hjá fyrirtækinu. Eva segir að Síminn sé ósammála þessari niðurstöðu og bendir á að með afsláttarkjörunum hafi fyrirtækið verið að mæta hlið- stæðum afsláttarkjörum sem tíðkast hafi um nokkurt skeið hjá helsta samkeppnisaðilanum, Og Vodafone. Síminn brýtur sam- keppnislög  Samkeppnisstofnun/14 ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.