Morgunblaðið - 10.07.2004, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 10.07.2004, Qupperneq 40
40 LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Grettir Smáfólk VEÐUR- TEPTUR SNJÓR LÆSTI MIG ÚTI ER ENGINN SEM GETUR BJARGAÐ MÉR?! MAÐUR VEIT ALDREI HVAÐ KETTIR ERU AÐ HUGSA ÞAÐ ER RÉTT. VIÐ ERUM MJÖG FLÓKNAR VERUR ÉTA. SOFA. ÉTA. SOFA. ÉTA. SOFA. ÉTA. SOFA.ÉTA ÞÚ HEFUR EITTHVAÐ BREYST ERTU BÚIN AÐ GRENNAST? AUÐVITAÐ... ÞÚ ERT TÓM!! Lalli lánlausi ©LE LOMBARD HVAÐ TEKUR HRAÐLESTINA A LANGAN TÍMA AÐ KOMAST Á STAÐ B EF HANN ER STAÐSETTUR 293,7 KÍLÓMETRA FRÁ, VITANDI AÐ VERKFALL SKALL Á ... HERRA, ÉG ER BÚINN MEÐ ÖLL SÆRÐFRÆÐIDÆMIN NÚ JÁ! GERÐU ÞAU ÞÁ BARA AFTUR TIL ÞESS AÐ VERA VISS UM AÐ ALLT SÉ RÉTT.ÉG ER UPPTEKINN LALLI FÆR LOKS AÐ HALDA FYRIRLESTUR... FJÓRFÆTLUR HAFA 4 FÆTUR. ÖÖÖ... NEMA ÞÆR SEM HAFA BARA ÞRJÁ, ÞÁ ER ÞÆR KALLAÐAR.... KENNARINN VAR EKKI Á MÓTI ÓVENJULEGRI UPPSETNINGU FYRIRLESTRARINS OG GAF LALLA ÓVENJULEGA EINKUNN... MJÖG SÆTUR FYRIRLESTUR LALLI. EKKI MIKIÐ UM TILVITNANIR EN SAMT SÆTT... ÞÚ FÆRÐ 7 GAGA ÞANNIG ENDAÐI FYRSTI SKÓLADAGURINN HJÁ ÞESSUM UNGA NEMANDA SVONA LÚÐVÍK. ÞÚ GETUR REIKNAÐ MEÐ AÐ ÉG KOMI MEÐ MÓBERG OFTAR Í SKÓLANN HVER VEIT? KANNSKI VERÐUR HANN NEMANDI ÞINN EN ÞETTA FORDÆMI HAFÐI ÁHRIF Á BEKKINN OG STRAX DAGINN EFTIR... SETJIST OG SKRIFIÐ... ÞETTA ER TIL ÞESS AÐ STYÐJA VIÐ LANDAFRÆÐI- FYRIRLESTURINN ÉG ÆTLA AÐ SEGJA FRÁ ÁHRIFUM EYTURGAS OG ÉG FRÁ LANDBÚNAÐI ÞAÐ ER AUGLJÓST AÐ ÞAÐ ER KOMIN SAMKEPPNI GÓÐAR HUGMYNDIR KOMA EKKI ALLTAF FRÁ SNILLINGUM Dagbók Í dag er laugardagur 10. júlí, 192. dagur ársins 2004 Víkverji viðurkennirþað hér og nú að stundum fer hann öf- ugum megin fram úr. Það hlýtur hann að hafa gert þegar hann stóð sjálfan sig að verki við að hallmæla eftirlætis útvarps- manni sínum í bak og fyrir, nefnilega ólík- indatólinu honum Tví- höfða. Morgunþáttur hans hóf á ný göngu sína á Skonrokki og X-inu fyrir nokkrum mán- uðum og hefur lífið og sér í lagi morgnarnir verið allt aðrir og bjartari í lífi Víkverja. Tvíhöfði er nefnilega öðrum út- varpsmönnum naskari á að finna spaugilegu hliðarnar á lífinu og at- burðum líðandi stundar. Vissulega á hann til með tilheyrandi gusugangi að hrasa með andlitin beint ofan í nöld- urfenið ægilega en það kemur fyrir bestu menn, líka Víkverja sjálfan. x x x Sé viljinn fyrir hendi og hugmynda-flugið í lagi má reyndar gera því skóna að þeir eigi reyndar allmargt sameiginlegt, Tvíhöfði og Víkverji, þótt á ólíkum aldri séu og miðli. Báðir leggja lag sitt við að leiðbeina land- anum um lífsins göngu, vísa honum á og vara við þeim urðum sem í veginum geta staðið. Og það skal Víkverji viðurkenna að hann á það stundum til að líta svolítið upp til kollega síns Tvíhöfða í þessum efnum. Hann beitir nefnilega þeirri aðferð sem vænlegust er og árangursríkust; að slá á létta strengi, gjarnan með svolítið ögrandi hætti og freistar þess að ota þannig við svefndrukknum heila- sellum okkar og steinrunnum sjón- armiðum. x x x Þá mega aðrir útvarpsmenn á hin-um „frjálsu“ stöðvum taka Tví- höfða sér til fyrirmyndar þegar kem- ur að beitingu okkar vandmeðförnu íslensku tungu. Hann er kannski eng- inn Laxness blessaður, og á það til að sletta orðum úr erlendum tungum á við þýsku og dönsku, en aldrei nokkru sinni hefur Tvíhöfði misboðið málræktarkennd Víkverja. Hann tal- ar einfaldlega á því máli sem íslenskir samtíðarmenn skilja best og kunna, mannamáli. Tvíhöfði lengi lifi! Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is     Bókmenntir |Borgarbókasafn Reykjavíkur býður borgarbúum og öðrum gestum í bókmenntagöngu á listrænum laugardegi. Safnast verður saman í Grófarhúsi, Tryggvagötu 15 kl. 14 og gengið þaðan um miðbæinn með við- komu á völdum stöðum. Síðasti viðkomustaðurinn verður Hressó í Austur- stræti og þátttakendur geta þá hvílt lúin bein að lokinni göngu. Athygli verð- ur beint að ljóðum og sögum eftir íslenskar konur og þeirri ólíku miðbæjarstemmningu, sjálfsmynd og upplifun sem lesa má í textum skáld- kvennanna. Leiðsögukonur eru þær Jónína Óskarsdóttir og Úlfhildur Dags- dóttir. Einnig munu einhverjar skáldkvennanna lesa fyrir hópinn. Gangan tekur um eina og hálfa klukkustund og karlar eru að sjálfsögðu velkomnir. Morgunblaðið/ÞÖK Bókmenntaganga MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: Þetta býð ég yður, að þér elskið hver annan. (Jh. 15, 17.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.