Morgunblaðið - 10.07.2004, Page 43

Morgunblaðið - 10.07.2004, Page 43
MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 2004 43 K ristín Bragadóttir, svið- stjóri varðveislusviðs Landsbókasafns, hélt föstudaginn 4. júní er- indi á ráðstefnunni: „The city and the book III: Marble si- lence, Florence’s „English Ceme- tery“.“ Julia Bolton Holloway, for- stöðumaður bókasafnsins Fioretta Mazzei, skipulagði ráðstefnuna, þá þriðju sem haldin er um borgina og bókina. Á fyrstu ráðstefnunni, sem haldin var í Certosa-klaustrinu frá 30. maí til 1. júní 2001, hélt Svanhildur Óskarsdóttir, doktor í miðaldafræð- um og fræðimaður hjá Stofnun Árna Magnússonar, erindi um Biblíuna á Íslandi. Ráðstefna þessi, sem stóð yfir 3. og 4. júní sl., fjallaði um samfélag Eng- lendinga í Flórens á 19. öld og graf- reiti margra þeirra í enska kirkju- garðinum í Piazzale Donatello í Flórens. Norðurljós í Flórens Erindi Kristínar Bragadóttur bar heitið: „William Morris and Daniel Willard Fiske/Northern Lights in Florence“ og fjallaði um hvers vegna þessir tveir heiðursmenn lögðu upp í ferð til Íslands, en William Morris dvaldi í Flórens árið 1873 og Willard Fiske bjó þar síðasta 21 ár ævi sinnar. Báðir höfðu þeir mikinn áhuga á mið- aldabókmenntum Íslendinga og eftir Íslandsferðir þeirra komu fram ís- lensk áhrif í verkum þeirra og gjörð- um. William Morris fæddist í Waltham- stow í Essex 24. mars 1834. Allt frá barnæsku hafði hann áhuga á nor- rænum bókmenntum. Morris var teiknari og hafði hann mikla aðdáun á Bræðralagi for-Rafaelíta, en svo nefndi sig hópur breskra listamanna, sem um miðja nítjándu öld hafnaði myndlist endurreisnarinnar og Rafa- els og leit til ítalskra forvera hans á 14. og 15. öld, sérstaklega í Flórens og Sienna. Einnig var Morris ljóð- skáld og hönnuður. Hann var mikill sósíalisti og einn af stofnendum fyr- irrennara breska Verkamannaflokks- ins. Árið 1869 kynntist Morris Eiríki Magnússyni, bókaverði í Cambridge, en kona hans Sigríður Einarsdóttir Magnússon var móðursystir lang- ömmu minnar, Bergljótar Sigurð- ardóttur, en Eiríkur og Sigríður voru barnlaus, og einkaerfingi þeirra sam- kvæmt erfðaskrá var Sigríður María Gunnarsson, langömmusystir mín, sem bjó í sjö ár í Cambridge og fékk faðir minn, Leifur Sveinsson, meðal annars í arf eftir Sigríði Maríu áritaða bók af Morris. Eiríkur Magnússon (1833–1913) fæddist í Berufirði. Á meðal þeirra verka sem hann þýddi yfir á íslensku eru: Vindar Shake- speares (1885), Ljóðið um Íslandslilju (1870) og Íslendingasögur (1864–66). Eiríkur lést í Cambridge 24. janúar 1913. Morris vildi þýða úr íslensku yf- ir á ensku með hjálp Eiríks söguna um Sigurð Völsung og átti Eiríkur að sjá um málfræðina. William Morris kom til Íslands tvisvar sinnum, árið 1871 og 1873. Hann hélt dagbækur um báðar ferðirnar. Kristín Braga- dóttir sýndi tvær skemmtilegar teikningar eftir Morris frá Íslandi, önnur sýnir Morris á hestbaki en hin Morris í fjallgöngu. Ísland rómantískasta eyðimörk í heiminum Morris vildi skoða sem flesta staði sem tengdust Íslendingasögunum. Hann sagði að Ísland væri rómantísk- asta eyðimörk í heiminum. Ísland hafði áhrif á skáldskap hans, en efni margra ljóða sinna byggði hann á efni Íslendingasagna. Á ferðum sínum um landið safnaði Morris að sér íslensku handverki og keypti hann íslenskan búning og gripi handa konu sinni og dætrum. Hann flutti meira að segja með sér íslenskan hest heim til Eng- lands. Það hafði mikil áhrif á Morris að horfa upp á fátæka bændaþjóð sem átti ekki neitt en þar sem hand- verkið var enn metið mikils. Á ferðum sínum um landið sá hann fátæk en hamingjusöm og frjáls börn að leik og í hrörlegum húskofum var að finna listgripi. Þetta fátæka fólk var ekki rænt þeirri ánægju sem fólst í að vinna með höndunum eins og í Bret- landi. Í raun og veru var það íslenskt samfélag sem hafði áhrif á hugmyndir hans um heilbrigt og gott samfélag. Samfélagið sem hann mætti á Íslandi var vissulega andstæða hins iðn- vædda verksmiðjufélags Viktoríutím- ans þar sem ójöfnuður var mikill og verkafólk vann einhæfa vinnu við hræðilegar aðstæður. Árið 1996 var haldin sýning í Þjóðarbókhlöðunni um Morris en þá var 100 ára ártíð hans. Willard Fiske (1831–1904) var mik- ill bókasafnari og voru 8.000 bindi í safni hans af íslenskum bókum. Dante-safnið var 7.000 bindi og Petr- arca-safnið 6.000 bindi. Fiske kom til Íslands árið 1879 og dvaldi á Íslandi í hátt á fjórða mánuð. Þegar hann sigldi framhjá Grímsey spurði hann hvort þessi eyja væri í byggð og var svarið játandi. Fiske var mikill skák- maður og var honum sagt að það væru góðir skákmenn á eyjunni. Fiske kom aldrei til Grímseyjar en hann gaf hverju heimili í Grímsey skákborð og taflmenn og í erfðaskrá sinni arfleiddi hann Grímsey að 12.000 dollurum, til að mennta Grímseyinga. Enn þann dag í dag er þetta stærsta peningagjöf sem Ís- lendingar hafa fengið í arf frá erlend- um einstaklingi. Fiske hélt dagbók á Íslandi og vildi hann eins og Morris sjá sem flesta staði sem tengdust Íslendinga- sögunum. Eftir Íslandsdvölina lagði hann mikið kapp á að safna íslensk- um bókum. Fiske bjó í Flórens frá 1881 þar til hann lést árið 1904. Hann arfleiddi Cornell-háskóla í Íþöku í Bandaríkjunum að bókasöfnum sín- um. Halldór Hermannsson flutti bókasafnið frá Flórens til Íþöku og var hann bókavörður við það. Ís- lenska bókasafnið í Cornell-háskóla er næststærsta íslenska bókasafnið erlendis og eru enn þann dag í dag keyptar íslenskar bækur í bókasafnið við Cornell-háskóla. Stærsta íslenska bókasafnið erlendis er þó í hinni kon- unglegu bókhlöðu í Kaupmannahöfn. Botticelli-sýningin í Strozzi-höllinni Um þessar mundir stendur yfir sýning í sömu höll og ráðstefnan fór fram á verkum Sandros Botticellis og nemanda hans Filippinos Lippis. Sýn- ingin er haldin í tilefni 500 ára ártíðar Filippinos Lippis og lýkur á morgun. Sandro Botticelli þarf vart að kynna en hann málaði meistaraverkin „Vor- ið“ og „Fæðingu Venusar“ sem eru í Uffizi-safninu í Flórens. Á sýningunni er 31 listaverk eftir Botticelli, og hafa aldrei verið sýnd jafnmörg listaverk eftir hann samtímis í heiminum. 21 verk er eftir Filippino og er þetta í fyrsta skipti sem hægt er að bera saman lærimeistarann og nemand- ann. Auk þess eru níu verk eftir flór- enska listmálara til samanburðar við verk Botticellis og Lippis. Listaverk- in eru tryggð fyrir einn milljarð evra. Strozzi-höllin er tengd Botticelli og Filippino því að Filippo Strozzi, sem lét byggja höllina í lok 15. aldar, var verndari Filippinos. Endurreist frægð forvera Rafaels Faðir Filippinos var Filippo Lippi, lærimeistari Botticellis. Listaverkin á sýningunni koma alls staðar að úr heiminum, sum þeirra hafa aldrei ver- ið sýnd áður. Botticelli (Flórens 1445– 1510) er eins og vitað er einn af fræg- ustu málurum heims. Það var ekki fyrr en á 19. öld að breskir listamenn tóku upp stíl Botticellis og kölluðu sig for-Rafaelíta en í 300 ár gleymdust verk Botticellis. Filippino (Prato um 1457 – Flórens 1504 ) var frægur á meðan hann var á lífi en eftir andlátið féll hann í gleymsku. Botticelli dvaldi alla ævi í Flórens fyrir utan að hann fór til Pisa 1474 og til Rómar árið 1481 en í Róm skreytti hann veggi Sistínsku kapellunnar í Páfagarði og dvaldi hann í Róm þangað til í maí 1482. Skýringin á því að hann dvaldi ávallt í Flórens er að á 15. öld var Me- dici-fjölskyldan þar við völd og Flór- ens höfuðstaður lista og menningar á Ítalíu. Botticelli bjó alla sína ævi með foreldrum sínum og kvæntist ekki. Fjölskyldan bjó fyrst í Borgognisanti og síðan í Via Vigna Nuova. Honum gekk ekki vel í skóla og ákvað þá faðir hans að setja hann í læri hjá vini sín- um, sem var gullsmiður. Síðan var Botticelli í læri hjá Filippo Lippi í þrjú ár en verndari Lippis var Me- dici-fjölskyldan. Lorenzo Medici, sem fékk viðurnefnið hinn stórfenglegi, varð verndari Botticellis allt til dauðadags árið 1492 og fól hann Botticelli mörg verkefni við að skreyta kirkjur, hallir og hús. Síðustu sex ár ævi sinnar gat Botticelli hvorki gengið né málað og lést hann í mars 1510. Eins og fyrr segir var Filippino Lippi sonur lærimeistara Botticellis. Filippo, faðir hans, var förumunkur og prestur en móðir hans nunna, og var hún módel fyrir Filippo, og flúðu þau þegar hún varð ófrísk. Filippino var óskilgetinn. Listahæfileikana fékk hann í vöggugjöf frá föður sínum og í lífi Filippinos var það frekar upp- hefð en smán að vera óskilgetinn son- ur Filippos Lippis. Filippino kvæntist árið 1494, þá 37 ára gamall, og eign- uðust þau hjón þrjú börn. Hann byggði sér tveggja hæða hús í Via Alfani. Lorenzo fól Filippino að gera marmaralíkneski undir jarðneskar leifar föður síns og er það í dómkirkj- unni í Spoleto. Einnig skreytti og freskuskreytti Filippino kapellu Fil- ippos Strozzis í Santa Maria Novella- kirkjunni í Flórens. Filippino lést úr hjartakveisu aðeins 47 ára að aldri, 20. apríl 1504. Meistarar orðs og mynda Kristín Bragadóttir, sviðstjóri varðveislu- sviðs Landsbóka- safns, hélt erindi á ráðstefnu í Strozzi- höllinni í Flórens um Willard Fiske og William Morris. Á sama stað hefur staðið yfir sýning á verkum Sandros Botticellis og Filippinos Lippis, lærisveins hans. Bergljót Leifsdóttir Mensuali sló tvær flugur í einu höggi. „Dulspekilega fæðingin“ eftir Botticelli er í eigu National Gallery í London og var tryggð fyrir 55 milljónir evra áður en hún var flutt til Flórens. Veggspjaldið, sem notað var til að auglýsa Botticelli-sýninguna. Morgunblaðið/Bergljót Leifsdóttir Mensuali Kristín Bragadóttir talar á ráð- stefnunni í Strozzi-höllinni. Strozzi-höllin í Flórens. www.botticellipalazzostrozzi.it

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.