Morgunblaðið - 10.07.2004, Page 32

Morgunblaðið - 10.07.2004, Page 32
MINNINGAR 32 LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Helga Ólína Ara-dóttir fæddist á Móbergi í Langadal í Austur-Húnavatns- sýslu 13. mars 1913. Hún lést á sjúkrahúsi Akraness 27. júní síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru þau Björg Halldórsdóttir f. 21.7. 1873, d. 27.3. 1943, og Ari Her- mann Erlendsson f. 4.12. 1879, d. 8.2. 1934. Þau bjuggu á Móbergi. Systir Helgu var Ósk Guð- rún, f. 27.9. 1909, d. 24.12. 1995. Helga giftist 16. maí 1937 Einari Björnssyni frá Mjóadal, f. 31.7. 1908, d. 24.2. 1992. Þau eignuðust fimm börn, þau eru: 1) Ari Her- mann trésmiður á Blönduósi, f. 22.4. 1938, hans kona er Halla Björg Bernódusdóttir leikskóla- kennari. Börn þeirra eru Einar Haukur, Helga Ólína og Anna Asp- ar og eru barnabörnin átta. 2) Björgólfur Stefán verkamaður á Akranesi, f. 1.5. 1941, hans kona er Jónína Lilja Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur. Börn þeirra eru Helga Kristín, Stefán Andri, Davíð Anton og Fríða Björg. Þau eiga eitt barnabarn. 3) Stúlka and- vana fædd, 1.5. 1941. 4) Halldór Björgvin bóndi á Móbergi, f. 20.6. 1944, hans kona er Bylgja Angantýs- dóttir húsfreyja á Móbergi. Þeirra börn eru Jóhanna Helga, Anna Aðal- heiður, Jakobína Björg, drengur and- vana fæddur, og Halldór Bjartmar. Barnabörnin eru fjórtán. 5) Björg hús- móðir á Siglufirði, f. 25.3. 1950, hennar maður er Njörður Sæberg Jó- hannsson múrari. Þeirra börn eru Eydís Heiða, Sigurlaug Sæunn og Dagbjört Ósk. Barnabörnin eru þrjú. Helga ólst upp á mannmörgu heimili á Móbergi og bjó þar allan sinn búskap. Hún stundaði nám við Kvennaskólann á Blönduósi 1934– 35. Hún starfaði í kvenfélagi Engi- hlíðarhrepps lengi vel og söng með kirkjukór Holtastaðakirkju í yfir 50 ár. Hún var mjög söngelsk, hafði gaman af ljóðum og var mjög bókhneigð og listræn í höndunum. Útför Helgu Ólínu fer fram frá Holtastaðakirkju í Langadal í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku amma á Móbergi. Ég vil minnast þín með fáeinum orðum og þakka þér fyrir samfylgd- ina. Ég vil reyndar minnast ykkar Einars afa beggja í einu, þið voruð samhent hjón í starfi og leik, og hvergi var betra að koma en til ykkar að Móbergi. Hjá ykkur voru allir jafnir og allir velkomnir. Þegar við systurnar vorum að alast upp í Fagranesi var oft hjólað og farið á hestbak, og þá var sjálf- sagt að koma við í leiðinni hjá afa og ömmu, fá mjólk og eitthvað af dásamlegu smákökunum úr kistunni uppi á lofti, brúntertur og fínerí, klapp á vangann og spjall um daginn og veginn. Afi og amma voru næst- um jafn sjálfsagður hluti af tilver- unni og pabbi og mamma, og alltaf var jafn gott að heyra þau tala um hvað foreldrar okkar væru dugleg og það væri nú gott fyrir þau að eiga svona stelpur, og að við yrðum nú að vera duglegar að hjálpa til því þau hefðu svo mikið að gera. Afi og amma fylgdust með því hvað við stækkuðum mikið, hvernig einkunn- ir við fengum í skólanum, hver áhugamálin voru, hvað vinirnir hétu og hvort skeifurnar sátu rétt undir hestunum og hvort úlpurnar væru nægilega vel renndar upp. Þau horfðu líka bara kímin í hina áttina þegar við stálumst í jarðarberin í garðinum, príluðum á grindverkinu eða eitthvað svoleiðis. Oft fékk ég leyfi til að vera hjá ömmu og afa yfir helgar þegar ég var stelpa, það voru mikil forréttindi að fá að gera bókaskrána með afa og gramsa í skúffunum hans og dútla niðri á verkstæði með honum, sauma út með ömmu og fara með þeim í fjárhúsin að gefa, leita að eggjum í steinagörðunum og finna hlýjuna sem var okkur öllum til reiðu, finna að það var tekið mark á því sem ég sagði og gerði og fá að spjalla við þau eins og maður væri fullorðinn. Ein- hvern veginn finnst mér alltaf hafa verið bjart í kringum afa og ömmu á Móbergi og mér fannst ég alltaf vera að læra eitthvað skemmtilegt og fal- legt hjá þeim, þótt þau væru ekki endilega að reyna að kenna mér neitt. Þau voru fólkið sem var alltaf til staðar, sama á hverju gekk, og ég stend mig að því að óska þess að börn nú á dögum væru meira með full- orðnu fólki en raunin er á, síðan allar mömmur, pabbar, afar og ömmur fóru að „vinna úti“ og lífsstandardinn varð annar en þegar afi og amma voru upp á sitt besta eru flestir hætt- ir að hafa þennan tíma. Það er svo gott fyrir barn að finna að það sé vel- komið, að það sé nógur tími fyrir það og að ekkert sé of vitlaust til þess að tala um það. Fyrir það og allt annað vil ég þakka af öllu hjarta, það er ómetanlegt að eiga slíkar minningar. Þegar ég varð sjálf fullorðin og fór að búa og eignast börn voru barna- barnabörnin auðvitað jafn velkomin til þeirra eins og ég var í minni bernsku, mín elstu voru þó ekki stór þegar afi dó 1992. Amma var, að hon- um gengnum, sami óhagganlegi kletturinn fyrir okkur hin. Hún prjónaði sokka og vettlinga og saum- aði fallega púða handa öllum ótal ömmu- og langömmubörnunum, börnum og barnabörnum gaf hún eitthvað fallegt í búið eða góðar bæk- ur til þess að lesa á jólum og afmæl- um og alltaf var það sama hugsunin, öllum var gert jafnhátt undir höfði, allir tilheyrðu hjarta hennar jafn- mikið. Hún var einstök ættmóðir sem ávallt setti fjölskylduna í fyrsta sætið. Minningarnar eru svo ótalmargar, allar góðar en þó er sumt sem stend- ur ofar en annað. Hún amma var skyldurækin kona og trú sínum, hún fór til altaris með okkur og börnun- um okkar á fermingardögum, hún mundi alla fæðingar-, skírnar- og giftingardaga og við hin gátum bara flett upp í hennar ótrúlega minni al- veg sama um hvað var rætt, og hún rak okkur hin á gat hvað eftir annað þegar við fórum með einhverja vit- leysu. Ein af góðu fjölskylduhefðun- um er að við gerum laufabrauðið saman fyrir jólin, hún steikti allt laufabrauðið okkar síðast, þá komin hátt á 91. aldursár. Þegar ég kveð þig á útfarardegi þínum með söknuði, þá er ég líka glöð yfir því að hafa átt svona frá- bæra ömmu sem aldrei gleymist mér eða mínu fólki. Ömmu sem allir elska og virða og vildu líkjast. Ég dáist að því að þú skyldir hafa afmæliskaffi á fæðingardegi afa, 31. júlí, öll þessi ár frá því hann fór á undan þér. Nú eruð þið aftur saman. Ég dáist að því að þú skyldir halda reisn þinni og ómældum áhuga á öllu í kringum þig fram á síðustu stund. Takk fyrir allt elsku amma mín. Takk fyrir alla hlýjuna, gleðina og húmorinn þinn og takk fyrir að horfa alltaf á eftir mér þegar ég fór úr hlaði heima á Móbergi. Takk fyrir að trúa á mig og mína og það sem okkur hefur dottið í hug að gera í gegnum árin. Fólk eins og þið afi, sem alltaf var bjart í kring- um, lifir í minningu okkar hinna og yljar okkur eins og þið væruð hér sjálf glöð, brosandi og gefandi okkur hinum að borða, drekka eða afmæl- ispakka. Það er yndislegt sumar þegar þú kveður okkur hin, það er eins og fyrstu minningarnar mínar úr garð- inum ykkar afa heima á Móbergi, við krakkarnir að hlaupa um í grasinu undir stóru trjánum þar sem andvar- inn rétt hreyfir laufin. Ég vil þakka öllum þeim sem önn- uðust ömmu síðustu vikurnar sem hún lifði, á sjúkrahúsinu á Blönduósi og svo á sjúkrahúsinu á Akranesi. Ég vil þakka foreldrum mínum sér- staklega fyrir allt sem þau gerðu fyr- ir ömmu, og að gera henni kleift að búa þar sem hún fæddist og bjó svo allt sitt líf og var hamingjusöm langa og farsæla ævi. Vertu sæl, Helga amma á Mó- bergi. Guð blessi þig. Þín elskandi sonardóttir Jóhanna Helga. Fyrstu minningarnar sem ég á um ömmu voru heimsóknir í Móberg til afa og ömmu, og alltaf var drifið á borðið eitthvert góðgæti, alltaf tekið eftir minnstu smáatriðum hvað okk- ur snerti, ný peysa, ný klipping, nýir skór. Alltaf þetta hlýja viðmót, hug- ulsemi og áhugi fyrir öllu sem við tókum okkur fyrir hendur. Ekki var ég nú mjög gömul þegar ég fékk afa til að kenna mér að spila marías og kasínu og amma sat og prjónaði eða saumaði og spjallaði við okkur á loft- inu. Þegar foreldrar mínir fluttu svo héðan frá Fagranesi og fram í Mó- berg kynntumst við ennþá betur. Minningarnar eru óteljandi og oft hlógum við að alls kyns uppákomum sem komu upp í þá daga þegar rifjað var upp seinna. Einstakt samband var milli for- eldra minna og ömmu en hún var alltaf til heimilis hjá þeim. Ómetanleg er sú samvera sem ég og mín fjölskylda höfum átt við heimilið á Móbergi, börnin mín hafa spurt að því stöðugt síðan langamma fór á sjúkrahús hvort hún fari ekki að koma heim, þó aldurinn hafi verið orðin hár var hann það samt ekki, amma var alltaf eins, með í öllu og fylgdist vel með öllu sem gerðist hvort sem það var innan fjölskyld- unnar eða sveitarinnar eða almenn dægurmál. Kærar eru minningarnar af ýmiss konar ferðum sem við fórum saman, kerlingarferðum svo kölluðum, þá fórum við – ég mamma, amma og kannski nokkrir krakkar að kaupa sumarblóm eða í kaupstaðarferðir. Og svo afmælisveislur í Fagranesi og Móbergi, matarboð, kleinubakstur, laufabrauðsgerð og sláturgerð, allt er þetta kannski frekar hverdagslegt en þetta voru skemmtilegar stundir og dýrmætar perlur í minningunni. Í erli dagsins er mikið að gera og ekki hafa foreldrar alltaf tíma fyrir börnin eins og kannski þyrfti, amma hafði alltaf tíma, mér er hugleikin mynd sem ég á í huga mínum af henni Jóhönnu dóttur minni sitjandi í fangi langömmu sinnar steinsofandi seinnipart dags nú í vetur, þetta var falleg sjón, væntumþykjan fyrir henni var svo mikil að hún vildi alls ekki að ég væri neitt að færa hana, þá mundi hún vakna. Þetta eru að- eins nokkur minningabrot. Elsku amma mín, ég vil þakka þér af öllu hjarta allt sem þú hefur gefið mér í gegnum tíðina af þínum visku- brunni, þinni ást og alúð, þín er sárt saknað. Jakobína Björg Halldórsdóttir. HELGA ÓLÍNA ARADÓTTIR www.mosaik.is LEGSTEINAR sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4 - sími: 587 1960 Guðmundur Jóhannsson f. 10. 6. 1932 d. 8. 3. 1989 Minning þín lifir Hvíl í friði Ástkær sonur okkar og barnabarn, KRISTÓFER GUÐMUNDSSON, lést á vökudeild Barnaspítala Hringsins mið- vikudaginn 30. júní. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Innilegar þakkir til starfsfólks vökudeildar fyrir stuðning og góða umönnun. Guðmundur Njáll Guðmundsson, Svala Hauksdóttir, Guðmundur Þórmundsson, Katla Kristinsdóttir, Haukur Arnarr Gíslason, Kristín Pétursdóttir og flölskyldur. ÖRN INGÓLFSSON leðursmiður, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju þriðju- daginn 13. júlí kl. 15.00. Hjördís Ingólfsdóttir, Ýr Margrét Gunnarsdóttir. Ástkær eiginkona mín, systir okkar og móður- systir, SÓLVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR þroskaþjálfi, Hjallavegi 46, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtu- daginn 8. júlí. Halldór Ásgeirsson, Guðrún Guðmundsdóttir, Guðmunda Guðmundsdóttir, Ólafur H. Guðmundsson, Unnur E. Malmquist. Ástkær fósturfaðir okkar, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ARNÞÓR ÞÓRÐARSON, lést á heimili sínu, Lindargötu 57, Reykjavík, miðvikudaginn 7. júlí. Guðrún Hupfeldt, Marínó Jóhannsson, Herdís K. Hupfeldt, Þorvaldur Finnbogason, Ásborg Ó. Arnþórsdóttir, Jón K. B. Sigfússon, Laila Margrét Arnþórsdóttir, Jose Rivera Vidal, Hlín Íris Arnþórsdóttir, Gunnar Helgason, barnabörn og barnabarnabörn. Útför móður okkar, tengdamóður ömmu og langömmu, GUÐMUNDU LILJU ÓLAFSDÓTTUR, Seljahlíð, Hjallseli 55, sem lést mánudaginn 5. júlí sl., verður gerð frá Dómkirkjunni, föstudaginn 16. júlí kl. 13:30. Helga Karlsdóttir, Gunnar Ingimarsson, Guðríður Þorsteinsdóttir, Stefán Reynir Kristinsson, Vilhelmína Þorsteinsdóttir, ömmubörn og langömmubörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, amma og systir, HAFDÍS JÓNSDÓTTIR, Rauðalæk 36, Reykjavík, andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut föstudaginn 9. júlí. Útför hennar verður auglýst síðar. Karl R. Guðfinnsson, Geir Jón Karlsson, ömmubörn og systkini.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.