Morgunblaðið - 10.07.2004, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 10.07.2004, Qupperneq 31
ÚR VESTURHEIMI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 2004 31 GÓÐ þátttaka var á Íslendingadög- unum í Spanish Fork í Utah fyrir skömmu en við það tækifæri voru tveir fyrrverandi formenn Íslend- ingafélagsins heiðraðir og nýr for- maður tók við. Að þessu sinni voru tveir sérstakir gestir frá Íslandi en ljóst er að þeir verða nokkuð fleiri að ári þegar þess verður minnst að þá verða 150 ár frá því Íslendingar settust fyrst að í Utah. Richard Johnson hætti sem for- seti Íslendingafélagsins og var Kristy Robertson kjörin í hans stað en Richard Williams var kjörinn varaforseti. Í tengslum við Íslend- ingadagana heiðrar félagið einn eða tvo félagsmenn fyrir vel unnin störf og að þessu sinni voru fyrr- verandi formenn heiðraðir, þau Vina Foster og John K. Johnson. Hálfdán Helgason og Sigrún Brynj- arsdóttir voru sérstakir gestir á há- tíðinni, sem tókst vel að vanda. Ís- lensk menningararfleifð var í hávegum höfð og meðal annars söng barnakór íslensk lög. Á næsta ári er gert ráð fyrir fjölda gesta 23. til 26. júní í tilefni þess að þá verða 150 ár frá því Ís- lendingar settust fyrst að í Utah. Í tengslum við afmælishátíðina hefur verið ákveðið að fara í umfangs- miklar breytingar á svæðinu þar sem íslenska minnismerkið er í Spanish Fork og segir David Ashby, upplýsingafulltrúi Íslend- ingafélagsins, að safna þurfi að minnsta kosti 80.000 dollurum til að standa undir áætluðum fram- kvæmdum sem á að ljúka fyrir af- mælishátíðina 2005. Fjölmenni á Íslendinga- dögum í Utah Morgunblaðið/Steinþór Bonnie og David Ashby fyrir framan íslenska minnismerkið í Spanish Fork. FRAMKVÆMDIR við kirkju- stæðið, þar sem Þingvallakirkj- an stóð í Eyford skammt frá Mountain í Norður-Dakota í Bandaríkjunum þar til hún varð eldi að bráð í fyrrasumar, ganga samkvæmt áætlun. Eftir brunann í fyrra var ákveðið að reisa minnismerki þar sem kirkjan stóð. Kirkju- stæðið var hreinsað og hrundið af stað söfnun vegna frekari framkvæmda. Fyrir skömmu var sáð í svæðið og er hug- myndin að þar verði villtar plöntur sem eru einkennandi fyrir Norður-Dakota. ,,Við vilj- um að fólk sjái þarna gróður eins og varð á vegi Íslending- anna þegar þeir fyrst fluttu til Norður-Dakota,“ segir Curtis Olafson, formaður kirkjustjórn- ar og forseti Íslendingafélagsins á svæðinu, the Icelandic Comm- unities Association. Auk ræktunarinnar er gert ráð fyrir að reisa upplýsinga- skilti um kirkjuna og fólkið sem myndaði fyrsta íslenska sam- félagið á svæðinu. Curtis segir að ýmsar hugmyndir séu í gangi og ekki verði anað að neinu. ,,Við tökum okkur þann tíma sem þarf,“ segir hann. Kirkjustæðið hreinsað Morgunblaðið/Steinþór Formaðurinn og varaformaðurinn, Curtis Olafson og Leslie Geir, fyr- ir framan kirkjugrunninn. FÓLK af íslenskum ættum má finna í nánast öllum störfum í Vesturheimi. Arnar Pálsson frá Árborg í Manitoba er flutn- ingabílstjóri en rekur uppboðsfyrirtæki í hjáverkum og hefur gert það í 11 ár. ,,Ég hef verið í akstrinum í 35 ár og uppboðin eru bara áhugamál en þegar ég hætti að keyra langar mig til að fara á fullt í sölumennskuna.“ Arnar má ekki vera að því að sjá um skipulagningu uppboð- anna en félagi hans Philip Thorkelson sér um þá hlið mála. ,,Ég gæti ekki staðið í þessu ef ég hefði ekki Philip, því hann sér um auglýsingarnar og skipuleggur uppboðin.“ Það getur verið ákveðin skemmtun fólgin í því að fylgjast með uppboðum. ,,Þau eiga að vera skemmtileg,“ segir Arnar. ,,Ég æfi mig daglega meðan á akstrinum stendur og yfirleitt stend ég mig betur einn með sjálfum mér. Aðalatriðið er að vera heiðarlegur og miklu máli skiptir að fá fólkið til að hlæja. Ég reyni að vera lifandi á uppboðspallinum og segi brandara. Ef fólkið hlær er tilganginum náð.“ Fyrsta, annað og … Arnar Pálsson á uppboðinu. Murray Kalcud að- stoðar en Íslendingurinn Daníel Axelsson er fyrir framan þá og aðstoðar við bókhaldið. Morgunblaðið/Steinþór GEIR Konráð Theodórsson og Magnús Sigurðsson eru fyrstu strák- arnir sem taka þátt í Snorraverkefn- inu í Manitoba, Kanada. Verkefnið Snorri West er nú haldið í fjórða sinn og hafa þátttakendur aldrei verið fleiri, en þeir eru átta að þessu sinni. Snorraverkefnið á Íslandi hefur verið í gangi síðan sumarið 1999 og nú eru 15 krakkar frá Bandaríkjunum og Kanada á Íslandi til að kynnast landi og þjóð. Verkefnin eru með ámóta sniði og standa yfir í sex vikur, en þau eru fyrst og fremst hugsuð fyrir ald- urshópinn 18 til 23 ára. Í fyrra tóku fimm stúlkur þátt í verkefninu í Manitoba, fjórar sumarið 2002 og tvær fyrsta sumarið. Nú eru sex stúlkur, Kristín Elísabet Gunn- arsdóttir, Anna Dóra Axelsdóttir, Linda Björk Ómarsdóttir, Fanný Rut Meldal Frostadóttir, Guðrún Mey- vantsdóttir og Sigrún Björg Aradótt- ir í hópnum auk piltanna tveggja. Krakkarnir komu til Winnipeg 25. júní og fara aftur til baka 7. ágúst. Fyrstu vikuna voru þeir í Winnipeg, þar sem línan var lögð. Um liðna helgi héldu þátttakendurnir til á Willow Island eða Víðinesi rétt sunnan við Gimli, þar sem fyrstu Íslendingarnir, sem settust að á svæðinu, komu að landi 21. október 1875 eftir siglingu norður Rauðá frá Winnipeg. Þessa vikuna hafa krakkarnir verið í River- ton en eftir það verða þeir hjá fjöl- skyldum í Riverton, Árborg og Gimli. Fyrstu strákarnir í Snorraverkefninu vestra Morgunblaðið/Steinþór Íslensku ,,Snorrarnir“ við minnismerkið á Víðinesi um fyrstu Íslendingana sem komu þar að landi 1875.Geir Konráð Theodórsson og Magnús Sigurðs- son eru fyrir fram en standandi frá vinstri eru Kristín Elísabet Gunn- arsdóttir, Anna Dóra Axelsdóttir, Linda Björk Ómarsdóttir, Fanný Rut Meldal Frostadóttir, Guðrún Meyvantsdóttir og Sigrún Björg Aradóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.