Morgunblaðið - 10.07.2004, Page 45

Morgunblaðið - 10.07.2004, Page 45
MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 2004 45 Úthlutað var í fyrsta sinn ígær styrkjum úr Styrkt-arsjóði Guðmundu Andr-ésdóttur listmálara. Sjóð- urinn var stofnaður með erfðaskrá Guðmundu, en hún lést í sept- embermánuði árið 2002, og er hann í varðveislu Listasafns Íslands. Styrktarsjóður Guðmundu Andr- ésdóttur er stærsti sjóður sinnar teg- undar á Íslandi, og nemur styrk- upphæðin nú í fyrstu úthlutun þremur milljónum króna, sem skipt- ist milli tveggja ungra myndlist- armanna. Þau sem njóta styrkja úr sjóði Guðmundu nú eru Huginn Þór Ara- son og Elín Hansdóttir. Elín fær styrkinn til framhaldsnáms við Kunsthochschule Berlin-Weissensee í Berlín og Huginn Þór fær styrkinn til framhaldsnáms við Akademie der Bildenden Künste í Vín. Oft sem hlutirnir tefjast vegna peningaleysis Huginn Þór Arason útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2002 og hefur síðustu misseri verið við fram- haldsnám í Vínarborg. „Þetta er al- veg frábært og góður styrkur. Hann er veglegur og getur skapað okkur tækifæri til að vinna að okkar verk- efnum fyrir mastersnámið. Þetta hjálpar mér í það minnsta mjög mik- ið. Í Vín var ég búinn að koma ýmsum verkefnum í gang og að fá pen- ingastyrk kemur sér vel til að geta unnið að þeim áfram. Það er ótrúlega oft sem hlutirnir geta tafist eða strandað á peningaleysi.“ Meðan Huginn var enn hér heima í námi vann hann að sýningarverkefni með tveimur skólasystrum sínum víðs vegar um landið. „Í kjölfarið fór- um við að vinna saman að verkefni í Berlín, sem við sýndum í janúar. Nú er ég að vinna að svipuðu verkefni, en með nýju fólki, bæði myndlistar- og tónlistarfólki, og það verður í New York. Við hittum gallerista þaðan, Scott að nafni, sem hefur verið að sýna verk Tuma Magnússonar ytra. Hann hefur áhuga á að sýna sem mest af íslenskri myndlist og kom í Klink og bank að leita að verkefni sem myndi spanna heilt sýningarár hjá honum. Hann skiptir galleríinu sínu í tvennt og í öðrum hlutanum ætlar hann að vera með eitthvað ís- lenskt allt árið. Við vorum svo heppin að vera með þetta verkefni nánast tilbúið fyrir hann, höfðum þegar hugsað vel um framhaldið frá því í Berlín.“ Huginn segist lítið hafa þekkt til verka Guðmundu Andrésdóttur þeg- ar hann sótti um styrkinn, þótt hann hefði vissulega þekkt nafn hennar. „Guðmunda vissi allt um það hvernig það er að vera myndlistarmaður hér heima og ég held að það skipti jafnvel meira máli fyrir mann að vita að styrkurinn kemur frá þannig mann- eskju en ef hann kæmi annars staðar frá.“ Býður upp á miklu stærri tækifæri Elín Hansdóttir er Hugin sammála um að máli skipti að styrkurinn komi í raun frá listamanni. „Mér finnst það skipta ofboðslega miklu máli útávið,“ segir Elín. „Guðmunda var mjög framsækin kona, fór til útlanda upp á eigin spýt- ur í nám. Hennar lífsstarf liggur í þessum styrk; hún lagði það allt í þetta. Gagnvart samfélaginu er hún að gefa ungum myndlistarmönnum tækifæri, en um leið að sýna fram á að það skiptir máli að einstakling- urinn geti breytt einhverju upp á eig- in spýtur. Hún gerði það í störfum sínum og með sjóðnum er hún að breyta lífi margra annarra. Mér finnst Listasafnið hafa tekið mik- ilvæga ákvörðun þegar ákveðið var að veita tvo stóra styrki frekar en marga smáa, vegna þess að þetta gef- ur okkur tækifæri til að gera stærri hluti og ljúka við hugmyndir. Lægri upphæðir eiga það til að fara í sím- reikninga og blýanta. Það getur þó líka verið gott, en þessi styrkur býður upp á miklu stærri tækifæri, sem lík- legra er að skili einhverju til baka.“ Elín ætlar að nýta styrkinn til að byggja upp sýningu sem hún verður með í Listasafni Árnesinga í ágúst og til þátttöku í Grasrótarsýningu Ný- listasafnsins í september. „Fram- haldsnámið í myndlist byggist á því að maður standi á eigin fótum sem sjálfstæður listamaður, en hafi samt áfram tengsl við prófessora, sýning- arstjóra og fleiri og geti nýtt sér þá aðstöðu sem skólinn býður upp á, eins og verkstæði. Maður lærir að taka þessi fyrstu skref með aðstoð.“ Elín segir gott að nema myndlist í Berlín, bæði vegna þess hve mikil gerjun eigi sér þar stað í allri list- sköpun, en einnig vegna sögu borg- arinnar. „Það skiptir máli þegar mað- ur er að stíga sín fyrstu skref í myndlistinni að geta verið á stað þar sem hefðin er löng.“ Elín kveðst hafa þekkt ágætlega til verka Guðmundu Andrésdóttur þeg- ar hún sótti um styrkinn. „Ég vann í Galleríi i8 og man vel eftir einkasýn- ingu hennar þar á tíunda áratugnum. Ég sat yfir sýningunni og Guðmunda hafði mikil áhrif á mig. Mér finnst verkin hennar standast tímans tönn, hún var svo mikil framúrstefnukona.“ Brautryðjandi Guðmunda Andrésdóttir tilheyrði þeirri kynslóð listamanna sem á sjötta áratug síðustu aldar ruddi ab- straktlistinni braut í íslenskri lista- sögu. Innan þess tjáningarforms þró- aði Guðmunda afar persónulegan og sterkan stíl og framlag hennar til samtímalistar á Íslandi hefur verið mikils metið. Í ávarpi sínu við styrk- veitinguna í gær sagði Ólafur Kvaran, forstöðumaður Listasafns Íslands, að Guðmunda hefði tilheyrt þeim hópi listamanna sem öðru fremur tengdist hugmyndinni um alþjóðavæðingu ís- lenskrar samtímalistar, sem hélt því á lofti að myndmálið væri alþjóðlegt þrátt fyrir ólík menningarleg skilyrði. „Mér finnst þessi hugsun, að sjá ís- lenska menningu í alþjóðlegu sam- hengi, endurspeglast meðal annars í þeim mikilvæga tilgangi sjóðsins að styrkja og hvetja unga og efnilega myndlistarmenn til náms. Um það fjallar meðal annars samhengi ís- lenskrar samtímalistar og getur skapað ný listræn viðmið fyrir starf- andi listamenn. Þess vegna er Styrkt- arsjóður Guðmundu Andrésdóttur mikilvægur fyrir framtíð íslenskrar myndlistar.“ Myndlist | Fyrsta úthlutun úr sjóði Guðmundu Andrésdóttur Mikilvægur fyrir framtíð íslenskrar myndlistar Morgunblaðið/ÞÖK Tveir ungir myndlistarmenn, Elín Hansdóttir og Huginn Þór Arason, fengu fyrstu styrkina sem úthlutað er úr styrktarsjóði Guðmundu Andrésdóttur. „UNDANFARIN ár hefur mikið verið rætt um mörk milli listsköpunar og hönnunar. Hönnuðir koma oft fram með hluti sem eru einstakir, einskonar skúlptúrar með tak- markað notagildi, og á móti gera myndlist- armenn oft á tíðum nánast fjöldaframleidda list – stílhreina hluti sem virðist vera hægt að nota. Þá veltir maður fyrir sér gráa svæð- inu þarna á milli, eru ákveðin mörk þar sem hlutur hættir að vera nytjahlutur og verður myndlistarhlutur? Mig langaði til að varpa þessari spurningu fram,“ segir Aðalsteinn Ingólfsson, sem stýrir hönnunarsýningunni Hagvirkni sem opnuð verður í Listasafni Ak- ureyrar í dag. Sýningin var áður sýnd í Hönnunarsafni Íslands í smærri mynd, en er nú viðameiri og með auknum akureyrskum viðbótum. Á sýningunni gefur að líta húsbúnað eftir íslenska myndlistarmenn gerðan á síðustu hundrað árum, 1904-2004. „Þarna eru teknir til skoðunar allskonar brúkshlutir sem eru gerðir af öllu mögulegu tilefni, bæði hreint og klárt til eigin nota vegna þess að viðkom- andi hafði ekki efni á að kaupa þá, og svo hlutir þar sem brúkshlutum er breytt í skúlptúra af ásettu ráði. Við setjum saman alla flóruna og sjáum hvort það svarar að einhverju leyti þessari spurningu,“ segir Að- alsteinn. Yfir þrjátíu listamenn eiga heiðurinn af hlutum á sýningunni, og má nefna sem dæmi skáp teiknaðan af Ásgrími Jónssyni sem skorinn er út af Stefáni Eiríkssyni mynd- skera eftir fyrirmælum Ásgríms. „Skápurinn er sennilega elsta verkið á sýningunni, en það yngsta er kollur eftir Daníel Magnússon sem var gerður fyrir tveimur mánuðum síð- an,“ segir Aðalsteinn, sem segist ekki greina áberandi þróun í verkunum á sýningunni. „Hins vegar er til staðar greinileg end- urspeglun frá ýmsu í samtímanum. Þessar tilraunir með hluti eru bein afurð af umræðu sem á sér stað í myndlistar- og hönn- unarheiminum á hverjum tíma, sérstaklega nú í seinni tíð um þessa hluti sem eru hvorki né, eða bæði og.“ Sýningin stendur til 22. ágúst. Hönnun | Sýning á húsbúnaði eftir íslenska listamenn á Akureyri Mörk nytja og lista könnuð Gráa svæðið milli hönnunar og listar er tekið til skoðunar á sýningunni Hagvirkni, sem opnuð verður í Listasafninu á Akureyri í dag. Skápur teiknaður af Ásgrími Jónssyni elsta verkið á sýningunni „MYNDIN Svanir, frá 1935, er tvímælalaust eitt af öndveg- isverkum Jóns Stefánssonar og jafnframt eitt stærsta verkið hans. Okkur gefst tækifæri til að skoða list Jóns í öðru sam- hengi, þegar við getum sýnt þetta höfuðverk hans,“ sagði Ólafur Kvaran, forstöðumaður Listasafns Íslands, í gær, í til- efni af því að danska konungs- fjölskyldan hefur ákveðið að færa safninu málverkið að gjöf, en það var brúðargjöf íslenska ríkisins til Friðriks krónprins Danmerkur og Ingiríðar prins- essu þegar þau giftu sig árið 1935. „Fyrir Listasafn Íslands er þessi gjöf mikið fagnaðarefni og það mun skipa mikilvægan sess í listaverkaeign safnsins.“ Verkið verður sýnt á sum- arsýningu safnsins sem ber yf- irskriftina Umhverfi og náttúra, sem verður opnuð í dag. Jón Stefánsson (1881–1962) var einn af frumherjum ís- lenskrar myndlistar í byrjun 20. aldar. Hann fæddist á Sauð- árkróki og stundaði myndlist- arnám í Kaupmanahöfn og við einkaskóla Henris Matisse í París. Jón bjó lengi í Danmörku og tók virkan þátt í dönsku listalífi en reisti sér heimili og vinnustofu í Reykjavík árið 1929. Árið 1989 var haldin stór yfirlitssýning á verkum Jóns í Listasafni Íslands. Sendiherra Danmerkur á Ís- landi, Lasse Reimann, afhenti verkið við athöfn í Listasafninu í gær. Hann segir að danska konungsfjölskyldan hafi lengi hugsað sér að þetta merka verk Jóns Stefánssonar hyrfi aftur heim til Íslands og kæmist í eigu íslensku þjóðarinnar. „Það vildi svo heppilega til, að í Gerðarsafni í Kópavogi var ný- lega sett upp sýning á íslensk- um málverkum í einkaeigu í Danmörku. Svanirnir voru þar á meðal. Þegar sýningunni lauk í júní var málverkunum pakkað saman og þau send aftur til Danmerkur, en þá vildi kon- ungsfjölskyldan nýta tækifærið nú að Svanirnir yrðu eftir á Ís- landi.“ Lasse Reimann segist telja að konungsfjölskyldunni hafi þótt það bæði viðeigandi og sjálfsagt að Íslendingar fengju aftur svo stórkostlegt verk sem stæði þeim svo nærri og væri svo þýðingarmikið í þeirra lista- sögu. „Það skipti þau vafalaust miklu að verkið yrði hér, þar sem Jón Stefánson starfaði, og yrði sýnt í samhengi við önnur verk hans og í samhengi við verk annarra listamanna þess tíma. Þetta er falleg hugsun og sýnir að Danir og Íslendingar hugsa ætíð vel hvorir til ann- arra. Tækifærið var komið til að afhenda verkið, Svanirnir flogn- ir heim, og það gleður okkur.“ Myndlist | Öndvegisverk eftir Jón Stefánsson gefið Íslendingum Lasse Reimann afhendir Ólafi Kvaran Svanina. Morgunblaðið/Þorkell Svanirnir flognir heim

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.