Morgunblaðið - 10.07.2004, Page 44

Morgunblaðið - 10.07.2004, Page 44
MENNING 44 LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Í erli dagsins hættir manni tilað taka lífinu sem sjálfsögðumhlut. Auðvitað er það hugs- unarleysi og vanþakklæti að kunna ekki almennilega að meta heilsuna, fjölskylduna, hreina loftið, íslenska náttúru og David Bowie. David Bowie hefur verið fastur punktur í tilveru vestrænnar menningar síðustu fjörutíu ár eða svo, hvaða skoðun svo sem fólk hefur á list- sköpun hans. Einhvern veg- inn hefur það alltaf verið þarna einhvers staðar, kameljónið, gerandi eitthvað spennandi eða óspennandi. Syngjandi eitthvað al- veg nýtt, með þessari heillandi og lagvissu rödd, sem allir kannast við. Þessi rödd hefur sungið lög sem haft hafa gríðarleg áhrif á langflesta núlifandi popptónlist- armenn, hvort sem þeir gera sér grein fyrir því eða ekki. Ef laga- höfundur „stelur“ ekki frá Bowie er hann að öllum líkindum að stela frá einhverjum sem stal frá honum.    En David Bowie er ekki sjálf-gefinn. Hann er dauðlegur, eins og við hin. Bowie fékk krans- æðastíflu, sem er annað orð yfir hjartaáfall. Hann var nær dauða en lífi. Þessi maður, sem maður hafði á tilfinningunni að ekkert fengi haggað, barðist fyrir lífi sínu eins og hver annar dauðlegur maður. Þegar maður hugsar aðeins mál- ið er augljóst að þetta hefði ekki átt að koma mikið á óvart. Bowie er orðinn 57 ára og reykti eins og reykofn í hátt í fjörutíu ár; til- tölulega nýhættur, enda óðs manns æði að stunda slíka sjálfseyðing- ariðju miðað við þá lækn- isfræðilegu þekkingu sem við bú- um yfir. Betra seint en aldrei, en greinilega aðeins of seint. Vonandi verður honum þó ekki varanlega meint af.    Bowie var staddur í þýska bæn-um Scheessel við tónleika- hald, þegar hann fékk stingandi axlarverk, sem hann taldi vera vegna klemmdrar taugar. Við læknisskoðun kom hins vegar í ljós að kransæð var nærri algjörlega stífluð. Hann var því umsvifalaust drifinn í neyðaruppskurð, sem bjargaði lífi hans.    Talsmaður Bowies segir að Her-toginn, eins og hann hefur stundum verið kallaður, vonist til þess að snúa aftur til vinnu í næsta mánuði. Haft er eftir honum: „Ég get ekki beðið eftir því að ná mér að fullu og komast aftur af stað. Ég get hins vegar sagt ykkur að þetta er lífsreynsla sem ég mun ekki semja lag um.“ Endrum og sinnum fáum við svona áminningu, sem ætti að vekja okkur til umhugsunar. Eng- inn er ódauðlegur, ekki einu sinni David Bowie. Goð riðar ’David Bowie er ekkisjálfgefinn. Hann er dauðlegur, eins og við hin. Bowie fékk krans- æðastíflu, sem er annað orð yfir hjartaáfall.‘ AF LISTUM Ívar Páll Jónsson ivarpall@mbl.is GRAFARÞÖGN eftir Arnald Indriðason, sem kom út í Svíþjóð fyrir rétt um mánuði síðan, er nú í 11. sæti sænska met- sölulistans. Mýrin er í 20. sæti kiljulistans en hún var gefin út inn- bundin í fyrrahaust og kom út í kilju nú í vor. Báðar þessar bækur hafa fengið Glerlyk- ilinn, norrænu glæpa- sagnaverðlaunin, og Mýrin var tilnefnd sem besta þýdda glæpasagan í Svíþjóð árið 2003. Sænskir fjölmiðlar hafa fjallað talsvert um Grafarþögn eftir að hún kom út. Gagn- rýnandi Tidningen, Leif Åhman, segir að besti glæpasagnahöfundur Norð- urlanda sé nú Íslendingur – Arn- aldur Indriðason. Hann segir jafn- framt að bókin sé mjög spennandi og erfitt sé að leggja hana frá sér frá fyrstu setningu. Gagnrýnandi Bokus, Therese Johansson, segir: „Arnaldur Indr- iðason er meistari í að skapa sál- fræðilega spennu og persónulýs- ingar; í Grafarþögn er hann á algjörum heimavelli því bókin er allt í senn, æðisleg, sorgleg og taugatrekkjandi. Betri glæpasögur finnast ekki.“ Gagnrýnandi Dala- Demokraten, Gerth Ekstrand, segir í sinni grein: „Graf- arþögn er – rétt eins og Mýrin – frábær glæpasaga, vel upp byggð og spennandi.“ Bodil Juggas í Arbeterbladed segir: „Grafarþögn stendur fyllilega undir kjöri sem besta norræna glæpasagan, frásögn Arnaldar er bæði spennandi, grípandi og áleitin.“ „Arnaldur Indriðason fléttar saman tvær ólíkar sögur á vanda- saman og gríðarlega vel gerðan hátt. Þú nýtur þess til fulls að fylgja söguþræði þessarar bókar,“ segir Andres Merelaid í Eskil- stuna-Kuriren. Loks segir Sydsvenskan: „Evr- ópska glæpasagan eins og hún gerist best.“ Bækur | Grafarþögn vel tekið í Svíþjóð Arnaldur Indriðason „Betri glæpasög- ur finnast ekki“ UMHVERFI og náttúra nefnist sumarsýning Listasafns Íslands sem opnuð verður í dag. Á sýning- unni eru verk sem vísa til náttúru landsins og umhverfis í víðum skilningi allt frá aldamótunum 1900 og fram á 21. öldina. „Stillt er saman verkum frá mis- munandi tímabilum í listasögunni til að skapa samtal og umræðu á milli þeirra fagurfræðilegu hug- mynda og viðhorfa til myndlist- arinnar sem mótað hafa sýn okkar á náttúruna og okkur sjálf,“ segir í fréttatilkynningu. Ennfremur segir: „Ný viðhorf til myndlist- arinnar á ólíkum tímum kallast á, allt frá náttúrurómantík til hug- myndalistar. Endurskoðun list- hugtaksins og jafnframt breytt hlutverks listamannsins leiddi af sér nýja nálgun þar sem frelsi hans til að velja sér túlkunarleið hefur verið víkkað út. Á sýning- unni er þessum ólíku túlk- unarleiðum teflt saman til að skapa nýja samræðu milli verka frá ólíkum tíma og vekja upp spurningar um stöðu okkar í um- hverfinu og náttúrunni.“ Á sýning- unni eru um 90 verk öll í eigu Listasafns Íslands, en alls eru sýnd verk eftir 36 íslenska listamenn. Sýningarstjórar eru dr. Ólafur Kvaran safnstjóri og Rakel Péturs- dóttir safnfræðingur. Sýningin stendur til 29. ágúst. Á morgun verður leiðsögn um sýninguna kl. 15. Aðgangur að safninu er þá opin í tilefni Íslenska safnadagsins. Rakel Pétursdóttir verður með leiðsögnina. Myndlist | Sumarsýning Listasafns Íslands Náttúra og umhverfi Hlynur Hallsson er meðal listamanna sem eiga verk á sumarsýningunni. Rússland og Rússar eftir Árna Berg- mann. Bókinni er ætlað að svara al- gengustu spurningum um rússneska þjóð, rússneska sögu og menn- ingu og sérstöðu Rússa í heim- inum. Útgefandi er Mál og menning. Kilja. 126 síður. Verð: 1.599 kr. Leikræn tjáning er eftir Elfar Loga Hannesson, leik- ara og leikstjóra. Bókin inniheldur fjölmargar æfingar í leikrænni tján- ingu og spannar breitt svið list- arinnar allt frá leikjum til leikhúss- lagsmála. Útgefandi er Kómedíuleikhúsið á Ísafirði. Bókin er 87 bls. Verð: 1.890. kr. Bókina er hægt að panta í síma 891 7025 eða á netfanginu langimangi@snerpa.is. Raddir að handan – þekktur miðill segir frá reynslu sinni Charlotte Kehler skráir sögu miðilsins Marion Dampier-Jeans. Þýðandi er Orri Harðarson. PP Forlag gefur út. Kilja, 216 bls. Verð: 2.240 kr. Vinsældir og áhrif eftir Dale Carn- egie er komin út í nýrri þýðingu Þóru Sigríðar Ingólfsdóttur. Bókin kom fyrst út á íslensku árið 1943. JPV gefur út. 255 bls., verð 3.980 kr.. Um hjartað liggur leið – Leiðsögn um fyrirheit og hættur andlegs lífs er eftir Jack Kornfield. Sigurður Skúlason hefur íslenskað valda kafla úr tveimur þekktustu bókum Jacks Kornfield. Salka. 297 bls., Verð: 3.490 kr. Hljóðbækur Engill í vesturbænum eftir Kristínu Steinsdóttur. Verðlaunabókin sem nú hefur verið tilnefnd til Vestnorrænu barna- bókaverð- launanna. Snuðra og Tuðra eftir Iðunni Steinsdóttur 12 sögur af þeim systrum Snuðru og Tuðru. Þetta eru fyrstu sögur Iðunnar sem koma út á hljóðbók. Blóð og hunang eftir Aðalstein Ás- berg Sigurðsson. Fjórar smásögur Töfrataflið, Blóð og hunang, Skógar- ævintýri og Út í bláa nóttina þar sem úr verður blanda krydduð norrænni goðafræði og íslenskri þjóðtrú. Útgefandi bókanna er Dimma ehf. Höfundar sjá um lesturinn sem tek- ur á bilinu 74–77 mín. Verð: 1.695 kr. Nýjar bækur HÓPUR íslenskra listamanna tekur þátt í samsýningu í Dhondt- Dhaenens listasafninu í Belgíu sem verður opnuð um helgina. Sýningin er tileinkuð ungum íslenskum lista- mönnum búsettum hérlendis og er- lendis og munu gjörningar, dans og tónlistarflutningur einnig setja svip sinn á sýninguna og gera hana að einskonar „sumarhátíð ungrar ís- lenskrar nútímamyndlistar“ eins og segir í kynningu um sýninguna. Þátttakendur eru Ásmundur Ás- mundsson, Benedikt Hermann Her- mannsson eða Bennihemmhemm, Dez Mona, Gabríela Friðriksdóttir, Gjörningaklúbburinn, Guðný Rósa Ingimarsdóttir, Haraldur Jónsson, Libia Perez og Ólafur Árni Ólafsson, Hrafnkell Sigurðsson, Magnús Sig- urðarson, Ragnar Kjartansson, Steingrímur Eyfjörð og Poni, sem er hópur dansara og tónlistarmanna í Brussel, en meðal Poni-liða eru Erna Ómarsdóttir og Guðni Gunnarsson. Sýningarstjóri er Edith Doove. Ung íslensk nútíma- myndlist í Brussel 10. júlí kl. 12.00: Christian Schmitt orgel 11. júlí kl. 20.00: Þýski orgelsnillingurinn Christian Schmitt leikur verk m.a. eftir Bach, Jón Ásgeirsson og Lizst. Sumarkvöld við orgelið í Hallgrímskirkju Lau 10 .07 20 :00 UPPSELT F im . 15 .07 20 :00 ÖRFÁ SÆTI Fös . 16 .07 20 :00 LAUS SÆTI Lau . 17 .07 20 :00 LAUS SÆTI ATHUGIÐ ! SÝNINGIN ER EKKI V IÐ HÆFI BARNA á Kringlukránni í kvöld Rokksveit Rúnars Júlíussonar Sumardansleikur ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA MIÐASALAN er opin á fame.is, á þjónustuborði Smáralindar og í síma 528 8008. lau. 10. júli kl. 17.00 upps. fim. 15. júli kl. 19.30 fá sæti fim. 22. júli kl. 19.30 laus sæti Yfir 9000 miðar seldir lau. 10. júli kl 19.30 upps. fös. 16. júli kl.19.30 fá sæti fös. 23. júli kl. 19.30 laus sæti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.