Morgunblaðið - 10.07.2004, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 10.07.2004, Qupperneq 46
46 LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ KÓNGULÓARMAÐURINN (Spid- er-Man), er ein örfárra sem standa upp úr óstöðvandi myndaflóði byggð- um á hasarblaðahetjum. Hún sló að- sóknarmet og framhaldið lá í loftinu frá fyrsta degi. Nú er það komið fram á sjónarsviðið og liggur ljóst fyrir að Kóngulóarmaðurinn 2 er frummynd- inni að flestu leyti betri. Hún var frumsýnd í ótölulegum fjölda kvik- myndahúsa vestan hafs um síðustu helgi, toppaði öll kunn aðsóknarmet og má mikið vera ef K-2 verður ekki vinsælasta mynd ársins. Auk met- fjölda sýningarstaða hefur hún alla burði til þess. Sem fyrr fer Tobey Maguire með tvöfalt aðalhlutverkið; Peter Parker, námsmanninn góða sem getur á hinn bóginn tæpast hnýtt skóþveng sinn hjálparlaust. því síður tjáð tilfinn- ingar sínar eða staðið sig sem pitsu- sendill. Á kvöldin halda honum engin bönd, þá fer hann í loftköstum sem hinn ósigrandi Kóngulóarmaður sem fullnægir réttlætinu ef níðst er á minni máttar í New York borg. K-2 leggur mun meiri áherslu á tvískipt- an persónuleika söguhetjunnar og verður fyrir bragðið áhugaverðari og mannlegri. Samkvæmt reglunni lendir Kóngulóarmaður í útistöðum við erkióvin, Dr. Otto Octavius (Alfred Molina), færan og hæglátan vísinda- mann sem er að hanna nýjan ofur- orkugjafa og jafnframt vélrænan kol- krabba sem hann stjórnar með líkama sínum. Tilraunirnar eru kost- aðar af Harry Osborn (James Franco), fyrrum vini Kónguló- armannsins og kom við sögu í fyrstu myndinni. Þegar Dr. Otto hefur tengt sig við kolkrabbaskrímslið fer allt úr- skeiðis. Vísindamaðurinn umturnast og lætur stjórnast af illsku og hatri og verður handbendi Osborns sem skipar honum að drepa Kónguló- armanninn í hefndarskyni. Myndin er annað og meira en inn- antóm brellumynd því Parker er jarðbundinn eins og við hin og á í endalausu basli í einkalífinu. Loforðið sem hann gaf Parker fóstra sínum (Cliff Robertson), að standa vörð um samborgarana í dulargervi Kónguló- armannsins, verður Parker æ meiri fjötur um fót, ekki síst í samskiptum við kærustuna, Mary Jane (Kirsten Dunst). Parker óttast að tengsl henn- ar við Kóngulóarmanninn leiði ógæfu yfir stúlkuna Kóngulóarmaðurinn berst því ekki aðeins við ofurúrþvættið Otto Octav- ius heldur sjálfan sig og umhverfi Parkers, kennarana, kærustuna og fóstruna Mary Parker, (sem fyrr leikin af hinni aðsópsmiklu Rosemary Harris sem gefur myndinni auka- vídd). Útistöðurnar við J. Jonah Jameson (J.K. Simmons), ritstjórann og vaktstjórana á pitsustaðnum, eru kryddaðar nauðsynlegri gamansemi, sem jafnan er skammt undan. Framleiðendurnir hafa ráðið Alvin Sargent, roskinn og virtan handrits- höfund hádramatískra verka líkt og Ordinary People (’80), til að flétta mannlegum þræði í vef brellumeist- ara og hæfileikar hans og reynsla nýtast K-2 afskaplega vel. Sam Raimi, sem fyrrum gerði athygl- isverðar B-hrollvekjur, sannar enn á ný að hann er manna færastur í að skapa andrúmsloft myrkrar vís- indaskáldsögu um ofurhetju. Með því að blanda því saman við sögu af með- aljóni verður úr tignarleg brellu- mynd, skínandi gamanmynd, hlaðin spennu og rómantík. Afþreying- armyndir gerast ekki betri. Hinn mjúki Maguire verður æ við- kunnanlegri. Dunst og Harris koma með reisnina og Molina og Franco eru skæðir skálkar. Kóngulóarmað- urinn situr fastur í sínum gullna vef í orðsins fyllstu merkingu, best að áhorfendur sjái með eigin augum hvað við er átt en við fáum alla vega að njóta einnar myndar enn í þessum frábæra félagsskap. Fastur í gullnum vefnum „Afþreyingarmyndir gerast ekki betri,“ fullyrðir Sæbjörn Valdimarsson í fimm stjörnu dómi sínum um Kóngulóarmanninn 2. KVIKMYNDIR Smárabíó, Regnboginn, Laug- arásbíó, Borgarbíó Akureyri. Leikstjóri: Sam Raimi. Aðalleikendur: Tobey Maguire, Kirsten Dunst, James Franco, Alfred Molina. 127 mínútur. Bandaríkin. 2004. KÓNGULÓARMAÐURINN 2 / SPIDER-MAN 2  Sæbjörn Valdimarsson SÖNGKONAN Ragnheiður Gröndal er þessa dagana á tónleikaferðalagi um landið með hljómsveitinn Black coffee sem er mönnuð þeim Sigurði Þór Rögnvaldssyni gítarleikara, Pétri Sigurðssyni bassaleikara og trommu- leikaranum Kristni Snæ Agnarssyni. Í ferðinni, sem hófst síðastliðinn fimmtudag, ætla þau að leika á níu stöðum á landsbyggðinni á tíu dög- um. Ragnheiður segir það kærkomna tilbreytingu að spila úti á landi. „Maður getur ekki endalaust spilað í bænum,“ segir hún. „Svo er líka svo gaman að ferðast og alltaf skemmtilegt að koma út á land.“ Ragnheiður segir Black coffee leika alls kyns tónlist. „Við spilum djass, blús og popplög en einnig frumsamið efni. Já, eig- inlega bara öll flott lög sem við finn- um,“ segir hún. Það er nóg að gera hjá Ragnheiði í sumar en eftir nústandandi tónleika- ferð tekur önnur við sem hún leggur upp í með bróður sínum, Hauki Grön- dal. „Við ætlum að leika á svipuðum stöðum og við gerum núna en bara með allt aðra tónlist,“ segir Ragn- heiður en það er svokölluð klezmer- tónlist sem um er rætt. Einnig standa yfir upptökur á ann- arri breiðskífu Ske sem Ragnheiður syngur inn á. „Platan á að koma út í október og verið er að leggja lokahönd á upptök- urnar þessa dagana,“ segir Ragn- heiður að lokum. Morgunblaðið/Sverrir Það er nóg að gera hjá Ragnheiði Gröndal. Tónlist | Ragnheiður Gröndal og Black coffee á leið um landið Ragnheiður og kaffið 10. júlí: Hótel Reynihlíð, Mývatni 11. júlí: Kaffi Nielsen, Egilsstöðum 12. júlí: Hótel Aldan, Seyðisfirði 14. júlí: Gamlibaukur, Húsavík 15. júlí: Kaffi Krókur, Sauðárkróki 16. júlí: Búðarklettur, Borgarnesi 17. júlí: Café 67, Akranesi HUGSAÐU STÓRTMiðasala opnar kl. 11.30 EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Kl. 10.15. B.i. 16.Kl. 6, 8, 10 og 12. Bi 16. Sýnd kl. 1.50 og 3.50. Íslenskt tal www .borgarb io. is  SV Mbl Kl. 5.50 og 8.  SV Mbl Sýnd kl. 12 og 3. Sýnd kl. 12, 2, 3, 5, 6, 8, 9 og POWERSÝNING KL. 11 OG 12 Á MIÐNÆTTI.Sýnd kl. 2, 3.30, 5, 6.30, 8, 9.30, 11 og POWERSÝNING KL. 12.30 EFTIR MIÐNÆTTI kl. 2.30, 5.30, 8.30 og 11.30 Powers ýning kl. 12.3 0 Power-sýningar kl. 11 og 12 ámiðnætti ÓÖH DV „Tvímælalaust besta sumarmyndin...“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.