Morgunblaðið - 10.07.2004, Side 20

Morgunblaðið - 10.07.2004, Side 20
MINNSTAÐUR 20 LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÁRBORGARSVÆÐIÐ Selfoss | „Það eru engir miðar, en þú getur keypt þetta á sextíu og svo þessa hérna á þrjátíu,“ sagði Guðrún Eik Sveinsdóttir, 6 ára, sem stýrði hlutaveltu á gangstéttinni á Birkivöll- unum á Selfossi fyrr í vikunni. Með henni voru Arnór Jónsson, 7 ára, og Sandra Jónsdóttir, 4 ára. Slíkir við- burðir eru algengir yfir sumartímann og framtakssemi barnanna mjög skemmtileg. Þau ganga í hús og kanna hvort fólk vill leggja þeim lið með hluti og alltaf tekst að ná saman góðu safni hluta til að setja á hlutaveltuborðin sem sett eru fram á gangstétt ef þannig viðrar en í rigningu eru bílskúrar gjarnan notaðir. Það sýnir svo auðvitað hug barnanna að þau vilja verja innkom- unni til góðra málefna. Krakkarnir á Birkivöllunum ætluðu að láta krabba- meinssjúk börn njóta afrakstursins og sjálf nutu þau þess að sjá eigið fram- tak verða að veruleika. Það þurfti ekki að fylgjast lengi með framtaki barnanna til þess að sjá viðskiptavini koma við og kaupa sér hluti. Ýmist valdi fólk sér undirskál, litla styttu, leikfang eða liggjandi grís. „Sko, hann er búinn til úr hveiti,“ sagði Guðrún Eik og lagði áherslu á orðin. Sandra tók að sér að gæta borð- anna þegar þau eldri brugðu sér frá til leikja eða annarra erinda. Blómleg viðskipti á sumarhlutaveltu barna á Birkivöllunum á Selfossi „Þetta er á sextíu og þessi á þrjátíu“ Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Hlutavelta: Guðrún Eik Sveinsdóttir, Arnór Jónsson og Sandra Jónsdóttir voru með verslun á Birkivöllunum. AKUREYRI BÆJARRÁÐ Akureyrar samþykkti á fundi á fimmtudagsmorgun að greiða nokkrum íþróttafélögum sam- tals 176,5 milljónir króna, á tímabilinu 2005 til 2008, í uppbyggingarstyrki. „Stórkostlegt“ „Þetta hefur lengi verið í farvatn- inu og það er stórkostlegt að búið sé að taka ákvörðun. Þetta verður algjör bylting fyrir fimleikafólk á Akureyri,“ sagði Fríða Pétursdóttir, formaður Fimleikaráðs Akureyrar, í samtali við Morgunblaðið í framhaldi af ákvörð- un bæjarráðs, en 67 milljónum króna verður varið „vegna endurbættrar æfingaaðstöðu í íþróttahúsi Glerár- skóla, breytinga í Íþróttahöllinni fyrir keppnis- og sýningaraðstöðu og tækjakaupa“, eins og segir í fundar- gerð. „Íþrótta- og tómstundaráð hefur unnið mjög vel með okkur og ég er mjög sátt við starf þess. Þeir sem sitja í ráðinu kynntu sér vel hvað er í gangi í fimleikaheiminum.“ Fríða segir Fimleikaráðið ekki hafa annað eftirspurn síðustu ár. „Við erum með 300 iðkendur, sem er mjög mikið á akureyrskan mælikvarða, en samt eru alltaf biðlistar.“ Hún sagði að með tilkomu íþróttahúss við Síðu- skóla fengi fimleikafólk meiri æfinga- tíma en áður í íþróttahúsi Glerárskóla „og ég vona að næsta vetur getum við tekið á móti öllum sem vilja stunda fimleika“. Fimleikafólk hefur æft í íþrótta- húsi Glerárskóla og hugmyndin er sú að stækka það til suðurs og í nýju plássi verði fimleikagryfja og keppn- isgólf þar sem áhöld verði uppistand- andi. „Þar með verðum við komin með sambærilega æfingaaðstöðu og fimleikafélögin fyrir sunnan,“ segir Fríða. Hingað til hefur talsverður tími farið í að setja upp æfingatækin og setja þau aftur á sinn stað, við upphaf og lok æfinga. „Við höfum blessunar- lega sloppið við slys í fimleikunum, það er helst að krakkarnir meiði sig við að flytja tækin við að missa þau of- an á tærnar á sér. Öryggisins vegna er ekkert vit í því að litlir krakkar séu að bera svona tæki,“ sagði Fríða Pét- ursdóttir. Bæjarráð samþykkti einnig sam- komulag við Hestamannafélagið Létti að upphæð 60 milljónir króna vegna byggingar reiðhallar sem rísa mun í Hlíðarholti í Lögmannshlíðinni, þar sem er annað tveggja hestahverfa bæjarins. „Ástæða til að flagga“ „Tuttugu ára bið er nú loksins á enda og ég óska hestamönnum, bæj- arstjórn og reyndar Akureyringum öllum til hamingju með þessa ákvörð- un bæjarráðs. Þetta er mikill gleði- dagur og sannarlega ástæða til að flagga,“ sagði Sigfús Helgason í sam- tali við Morgunblaðið í gær, en hann er stjórnarmaður í Landssambandi hestamannafélaga og fyrrverandi for- maður hestamannafélagsins Léttis. „Reiðhöll er nokkuð sem hesta- menn hér hefur sárvantað og mun gjörbreyta öllu starfi.“ Að auki samþykkti bæjarráð samn- ing við Bílaklúbb Akureyrar að upp- hæð 3 milljónir króna vegna upp- byggingar akstursíþróttasvæðis. Þá samþykkti ráðið samning við KKA akstursíþróttafélag að upphæð 1,5 milljónir króna vegna uppbyggingar akstursíþróttasvæðis. Ráðið sam- þykkti og samning við Siglingaklúbb- inn Nökkva að upphæð 5 milljónir króna vegna gerðar varnargarða fyr- ir smábátahöfn og samning við Golf- klúbb Akureyrar að upphæð 30 millj- ónir króna vegna endurbóta á klúbbhúsi og golfvelli. Bæjarráð samþykkti einnig samn- ing við Knattspyrnufélag Akureyrar (KA) að upphæð 10 milljónir króna vegna endurbóta á útisvæðum félags- ins. 180 milljónir í uppbyggingu Aðstaða fimleikafólks og hestamanna gjörbreytist á næstu fjórum árum ÓHÆTT er að segja að í auglýsingunni, sem konan á myndinni stóð and- spænis í vikunni í göngugötunni á Akureyri, sé komið beint að efninu. Eng- ar vífilengjur; varan ekki beint dásömuð eða reynt að lauma því inn hjá fólki að það lifi daginn hreinlega ekki af öðru vísi en að fara eftir auglýs- ingunni, heldur er fólki einfaldlega sagt að fá sér ís! Og slík fyrirmæli er ómögulegt að misskilja. Enda fékk hún sér ís … Auglýst í boðhætti Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Safnadagur | Á morgun, sunnu- dag, er íslenski safnadagurinn. Af því tilefni efna söfnin í Aðalstræti á Akureyri, Minjasafnið og Nonnahús, til fjölskylduskemmtunar. Frá kl. 14 til 17 verður líflegt á safnasvæðinu og margt áhugavert í boði jafnt utan sem innan dyra. Í Sigurhæðum – húsi skáldsins verð- ur boðið upp á kaffi og vöfflur við ljóðalestur milli 14 og 16. Í gamla bænum í Laufási verður einnig haldið upp á íslenska safna- daginn. Þar verður ýmislegt um að vera og bærinn er opinn kl. 9–18. Tónleikar | Guðrún Jóhanna Ólafs- dóttir mezzósópran verður með tón- leika í Akureyrarkirkju á morgun, sunnudag, kl. 17 ásamt Birgi Stein- ari Sólbergssyni orgelleikara. Á efn- isskránni: verk eftir Bach, Mozart, Rossini og Sigvalda Kaldalóns. JÓN Birgir Gunnlaugsson verkefn- isstjóri umhverfismála hjá Akureyr- arbæ segir hugsanlegt að álftin á andapollinum og ungar hennar verði fjarlægð af staðnum, þótt hann gæli við að a.m.k. einhverjar álftir geti verið þar áfram. Álftapar hefur verið á andapollin- um síðustu ár en eftir að þau höfðu drepið alla andarungana þar nema einn var karlinn aflífaður í fyrradag. „Það er óvenjumikið af ungum á andapollinum í ár og ljóst að svæðið ber ekki svo marga.“ Starfsmenn sundlaugarinnar hafa undanfarin ár ungað út eggjum anda af pollinum í sérstökum kössum og sleppt þeim svo út á svæðið en Jón Birgir segir að það gangi ekki lengur. „Þeir verða að hætta því, hið snarasta. Mein- dýraeyðirinn okkar hefur einmitt verið að fetta fingur út í það að þeir séu að unga út andarungum og hleypa á svæðið,“ sagði Jón Birgir við Morgunblaðið í gær. Hann segir að seinna í sumar verði álftarungarnir fjórir, sem nú eru á svæðinu, kyngreindir og þá komi í ljós hvort einhverjir þeirra verði þarna áfram. „Við eigum eftir að ráð- færa okkur við sérfræðinga um þetta.“ Hann sagði það ekkert laun- ungarmál að sér þættu álftirnar fal- legar og þær hefðu aðdráttarafl. Lagfæringar nauðsynlegar Jón Birgir segir andapollinn og svæðið þar í kring þarfnast veru- legra endurbóta. Svo hafi verið í nokkur ár og raunar séu fram- kvæmdir þar komnar inn á þriggja ára framkvæmdaáætlun. „Það þarf að endurhanna svæðið því margt er að. Girðingin í kringum svæðið er til dæmis ónýt og það verður að segjast að það er engin prýði af andapoll- inum eins og hann er í dag. Ég er sannfærður um að bæjarbúum þykir vænt um þennan stað og vilja hafa hann fallegan.“ Jón Birgir segir það sína skoðun að taka hefði átt andapollinn í gegn um leið og gagngerar endurbætar voru gerðar á sundlaugarsvæðinu, sem nýlega er lokið, því í raun og veru væri um sama svæðið að ræða. Svæðið ber ekki svona marga unga   

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.