Morgunblaðið - 10.07.2004, Síða 10

Morgunblaðið - 10.07.2004, Síða 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ FYRSTI varaforseti kínverska þingsins, Wang Zhaoguo, kom í opinbera heimsókn til landsins í gær og byrjaði á því að eiga fund með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Ís- lands, á Bessastöðum. Með varaforsetanum í för eru fjórir þingmenn og þrettán starfs- menn kínverska þingsins og kínverska utan- ríkisráðuneytisins. Zhaoguo mun í dag eiga fund með Halldóri Blöndal, forseta Alþingis, og Sólveig Péturs- dóttir, formaður utanríkismálanefndar, mun hitta varaformann utanríkisnefndar kín- verska þingsins að máli. Þá munu kínversku þingmennirnir hitta fulltrúa þingflokkanna á Alþingi. Kínverski hópurinn fer um helgina í skoð- unarferðir um Reykjavík og Suðurland og heimsækir m.a. Þingvelli og Nesjavelli. Á mánudag á Zhaoguo svo fund með Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra og lýkur þar með Íslandsheimsókninni. Morgunblaðið/Árni Torfason Ólafur Ragnar Grímsson tekur á móti Wang Zhaoguo og túlki hans á Bessastöðum í gær. Varaforseti kínverska þingsins í heimsókn DAVÍÐ Oddsson forsætisráð- herra segir engin lögfræðileg álitamál um hvort heimilt hafi ver- ið að leggja fram nýtt frumvarp um fjölmiðla fyrir Alþingi með þeim hætti sem ríkisstjórnin gerði sl. mánudag. „Það er nú orðið þannig að það má ekki einu sinni heilsa mönnum án þess að einhver komi og segi að það geti farið í bága við stjórn- arskrána. Þetta er orðið svo furðulegt allt saman,“ sagði Davíð í gær þegar bornar voru undir hann þær fréttir að Eiríkur Tóm- asson lagaprófessor teldi að rík- isstjórnin bryti gegn stjórnar- skránni með því að leggja fram nýtt fjölmiðlafrumvarp um leið og fjölmiðlalögin eru felld úr gildi en Eiríkur kom fyrir allsherjarnefnd Alþingis í gær. Forsætisráðherra sagðist ekki hafa séð þetta álit Eiríks, ein- göngu hafa heyrt af því í fréttum. „Ég veit ekki einu sinni hvort þetta er skriflegt álit og efast nú um það, vegna þess að þær fréttir sem maður hefur af þessu eru þannig að þetta virðist frekar vera eitthvert trúaratriði en lögfræði eins og þessu er lýst,“ segir Davíð. Pólitísk sjónarmið manna sem skreyta sig með fræðititlum „Reyndar er það svo að á undanförnum vik- um og mánuðum hafa ýmsir þeir sem maður hefur haft álit á sem lögfræðilegir fræði- menn farið þannig fram að hlutfall lýð- skrums annars vegar og lögfræði hins vegar hefur verið afskaplega óhagstætt, svo ekki verði meira sagt. Þetta er orðið eins og eitthvert fyrirbæri í tilver- unni þessi svokölluðu lögfræði- legu sjónarmið sem eru einhver persónuleg, pólitísk sjónarmið manna sem skreyta sig með fræði- titlum. Þetta er orðið mjög vont. Ég man ekki eftir þessu áður í þessum mæli. Ég er ekki að tala um það í sambandi við þetta álit Eiríks, því það hef ég ekki séð. Ég hef bara heyrt um það í fréttum og af þeim að dæma virðist þetta frekar vera trúaratriði en lög- fræði. Ef það er svo að hann telur að það sé hægt með lögum að fella þessi lög úr gildi en ekki að setja ný lög eða breyta lögum, þá er lögfræðin farin að taka á sig nýjar víddir og það sannar þá að vegir hennar eru að minnsta kosti órannsakanlegir ef hún er túlkuð svona. En það er eiginlega ekkert farið að vekja manni undrun lengur af því sem haft er eftir lögfræðileg- um fræðimönnum að undanförnu því miður og hafa nú ýmsir verið verri en Eiríkur í því efni,“ segir Davíð. Að sögn forsætisráðherra voru engin lögfræðileg álitamál uppi þegar ákveðið var að leggja laga- frumvarpið fram um að það kynni að brjóta í bága við stjórnarskrá. Frumvarpið var yfirfarið af lögræðingum til öryggis „Það datt ekki nokkrum manni í hug og reyndar var farið yfir þetta til öryggis með lögfræðingum. Það sá enginn nein annmarka á því,“ segir Davíð og bendir á að margoft sé lagt til í lagafrumvörp- um að lög séu felld úr gildi um leið og önnur lög eru sett í einu og sama frumvarpinu. „Það er aldrei gert öðruvísi. Ég man aldrei til þess að það hafi ver- ið haft sérstakt frumvarp um að fella lög úr gildi og annað um eitt- hvað annað. Eins og þessu er lýst virðist þarna vera á ferðinni einhvers konar bjargföst trú frekar en lög- fræði. Menn eru að kalla til sín lögfræðinga sem lögfræðinga en ekki sem pólitíska trúboða. Það er nóg af þeim í þinginu.“ Viðbrögð forsætisráðherra við fregnum af lögfræðiáliti Eiríks Tómassonar Virðist frekar vera einhver bjargföst trú en lögfræði Davíð Oddsson ÞAÐ STENST ekki stjórnskipun að Al- þingi geri hvort tveggja í senn að fella lögin úr gildi og breyta ákvæðum fjöl- miðlalaganna svoköll- uðu. Þessa skoðun lét Eiríkur Tómasson, prófessor við laga- deild Háskóla Ís- lands, í ljós á fundi með allsherjarnefnd í gærmorgun. „Ég vitnaði til Ólafs Jóhannessonar sem heldur því fram í riti sínu um stjórnskipun Íslands að þegar Alþingi hefur afgreitt laga- frumvarp frá sér fari það til stað- festingar hjá forseta og þar með sé málið úr höndum Alþingis og Al- þingi geti ekki afturkallað frum- varpið. Ef forseti, eins og segir í 26. grein stjórnarskrárinnar, staðfest- ir öðlast frumvarpið gildi sem lög og einnig ef hann synj- ar en þá skal, eins og segir í greininni, bera það undir atkvæði allra kosningabærra manna til samþykktar eða synjunar. Ég lít svo á í ljósi þessa og þar sem það er ekki gert ráð fyrir því í stjórnarskránni að málið komi aftur til Al- þingis, öfugt við það sem er t.d. í finnsku stjórnarskránni, að al- mennt sé ekki gert ráð fyrir neinum afskipt- um Alþingis af málinu fyrr en að afstaðinni þjóðarat- kvæðagreiðslu. Ef svo færi að lög- unum yrði synjað er komin upp sú staða að þá raknar við fyrra rétt- arástand og þá getur Alþingi látið málið til sín taka að nýju.“ Eiríkur segist vera þeirrar skoð- unar að það sé sennilega mögulegt þótt hann telji það vafasamt að einu afskiptin sem þingið geti haft af málinu á þessu stigi séu þau að fella lögin úr gildi eins og færi ef þeim yrði synjað í þjóðaratkvæða- greiðslu. Alþingi getur sennilega fellt lög úr gildi „Ég held að þingið geti ekki gengið lengra, við þessar aðstæður sem nú eru, en að fella lögin úr gildi. Síðan þegar þingið hefur gert þetta má hver þingmaður sem er leggja fram frumvarp að nýju.“ Eiríkur segir að menn verði í þessum efnum að hafa í huga að vald þingsins til lagasetningar tak- markist af því að það sé annar handhafi löggjafarvaldsins sem venjulega láti ekki til sín taka. Eiríkur segir að Ólafur Jóhann- esson virðist ekki gera ráð fyrir því að Alþingi geti haft nein afskipti af málinu við þessar aðstæður. „Mér finnst mega færa fyrir því rök að Alþingi geti fellt lögin úr gildi vegna þess að það er Alþingi sem setur lögin upphaflega og kemur atburðarásinni af stað og það má segja að það séu eðlisrök sem mæli með því að Alþingi geti komið til móts við synjun forseta með því að fella lögin úr gildi og koma þannig í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og þær ýfingar sem slík atkvæða- greiðsla hlýtur að valda í þjóðfélag- inu.“ Eiríkur segir að ef þingið geti breytt lögum sem verið hafi í þess- ari meðferð sé það að ganga lengra en þjóðin geti gert, hún geti bara synjað eða staðfest lögin. Ef menn játi þinginu meira valdi sé það að ganga á rétt forseta til þess að synja og þá einnig rétt þjóðarinnar til þess að greiða atkvæði um lögin. „Þá kemur upp sú staða, við skulum segja að forseti synji lögum aftur, Alþingi breytir lögunum að nýju og hefur þannig alltaf síðasta orðið og getur alltaf gert ákvörðun forsetans óvirka. Það er að sjálf- sögðu algerlega óviðunandi niður- staða,“ segir Eiríkur. Stenst ekki stjórnskipun Eiríkur Tómasson Eiríkur Tómasson telur þó Alþingi geta fellt fjölmiðlalögin úr gildi LÖGFRÆÐINGARNIR Eiríkur Tómasson og Davíð Þór Björgvinsson komu á fund allsherjarnefndar í gær og sögðu sitt álit á því hvort það stæðist stjórnskipun að fella fjölmiðlalögin svoköll- uðu úr gildi og leggja fram nýtt frumvarp eins og ríkis- stjórnin hefur nú gert. Þá mættu fulltrúar Þjóðar- hreyfingarinnar á fund alls- herjarnefndar og lýstu sínum sjónarmiðum. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundaði í gærdag og að sögn Sigríður Önnu Þórðardóttur, varaformanns þingflokksins, var farið yfir stöðu mála á fundinum. „Þetta var mjög góður fundur og mikil eindrægni á honum,“ segir Sigríður. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjar- nefndar, segir álit lögfræðinganna tveggja, þ.e. þeirra Eiríks og Davíðs Þórs, um málið hafi ver- ið býsna ólík. Aðeins Eiríkur sem mælir gegn því að fella lögin á brott „Aðalaatriðið í mínum huga er þó það að það er samhljómur meðal meirihluta þeirra sem komið hafa á fund allsherjarnefndar – því við höfum líka rætt við Andra Árnason og Karl Ax- elsson – um að þinginu sé heimilt þrátt fyrir synjun forsetans að fella í brott fjölmiðlalögin, þ.e. að það standist stjórnskipunarlega. Síðan hafa ekki komið fram nein sjónarmið sem mæla gegn því að farin verði sú leið sem farin er í þessu frumvarpi nema þá frá Eiríki [Tómas- syni].“ Aðspurður segir Bjarni að stefnt sé að því að allsherherjarnefnd muni ræða við þá Sigurður Líndal og Pál Hreinsson á mánudagsmorgun en auk þess verði leitað álits hjá fleiri lögfræðing- um en nefndarmenn í allsherjarnefnd hafi verið sammála um að leita víða fanga að því er varðar lögfræðiálit. „Við munum á mánudaginn halda áfram að funda með þessum aðilum og hugs- anlega funda með einhverjum umsagnaraðilum á þriðjudaginn o.s.frv.“ Bjarni tekur fram að það sé athyglisvert í þeirri umræðu sem fram hafi farið að stjórn- arandstaðan hafi lýst því sérstaklega yfir að hún hafi ekki áhuga að ræða efnislega um frumvarp- ið fyrr en lögfræðiálit liggi fyrir. „Það er ljóst að það verður eitthvað deilt um þessa þætti málsins en við munum að sjálfsögðu leggja áherslu á það í nefndinni, í því starfi sem er framundan, að fara efnislega ofan í hið nýja frumvarp og þýð- ingu þess að menn auka nú við heimildir mark- aðsráðandi fyrirtækja til að fara með eignarhlut í fjölmiðlafyrirtækjum og eins þýðingu þess að aðlögunarfresturinn í frumvarpinu hefur verið lengdur,“ segir Bjarni. Leita víða fanga um lögfræðiálit Samhljómur í máli álits- gjafa, segir formaður allsherjarnefndar Bjarni Benediktsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.