Morgunblaðið - 10.07.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.07.2004, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ MEISTARAVERKIÐ VERNON G. LITTLE EFTIR DBC PIERRE GEGNSÝRÐ AF KOLSVÖRTUM HÚMOR OG NÍSTANDI KALD- HÆÐNI. EN BIRTIR JAFNFRAMT NÝSTÁRLEGA SÝN Á VERULEIKA ALMENNINGS Á VESTURLÖNDUM BJARTUR BOOKER-VERÐLAUNIN ÁRIÐ 2003 KOMIN ÚT Á ÍSLENSKU! FLEIRI frjókorn mældust í Reykjavík í júnímánuði síðastliðnum en nokkru sinni áður, eða 1.086 frjó á rúmmetra, samkvæmt mælingum Náttúrufræði- stofnunar Íslands. Fyrra met var sett í júní í fyrra. Framundan er aðalfrjótími grasa hér á landi og verði skilyrði til frjódreifingar góð á þeim tíma, þurrviðra- samt og einhver gola, þá býst Náttúrufræðistofnun Íslands við háum frjótölum, einkum á stöðum þar sem gras fær að vaxa. Í tilkynningu frá Náttúrufræðistofnun segir að hagstætt vor og gróðrar- tíð hafi haft þau áhrif á allan gróður að ýmsar tegundir hafi blómg- ast mun fyrr en í venjulegu árferði. Kemur það fram í miklum fjölda frjókorna annarra tegunda en þeirra sem tíundaðar eru vegna ofnæmisáhrifa á fólk. Í hópi annarra frjótegunda bar mest í ár á furu-, reyni-, stara- og yllifrjóum og frjóum af ertublómaætt. Til hennar teljast bæði lúpína og gullregn. Að sögn dr. Margrétar Hallsdóttur hjá Náttúrufræðistofnun Ís- lands var frjótími birkis í Reykjavík að mestu liðinn þegar júní gekk í garð. Stóð hann yfir í rúmar tvær vikur. Heildarfjöldi birkifrjóa reyndist vera vel yfir meðallagi í ár, 625 frjó á rúmmetra. Sjálf frjótalan fór einu sinni yfir 100, varð hæst 114 í lok maí, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Frjókorn á Akureyri yfir meðallagi Á Akureyri varð heildarfjöldi frjókorna í júnímánuði 508 á rúm- metra, sem er yfir meðaltali mælinga frá því að þær hófust nyrðra fyrir sjö árum en svipað og í fyrra. Þar mældust birkifrjó samfellt frá 20. maí til 14. júní sl. Er þetta rétt um meðallengd birkitímans á Akureyri. Grasfrjó hafa mælst samfellt síðan 5. júní og urðu þau fleiri en í meðalári, 106 á rúmmetra, sem er þó heldur færra en metárið í fyrrasumar. Fleiri frjókorn í júní en nokkru sinni áður                                STJÓRNIR Kvenréttindafélags Íslands og Kvenfélagasambands Íslands skora á for- svarsmenn ríkisstjórnarflokkanna að jafna hlut kynjanna við fyrirhugaðar breytingar á ríkisstjórn í haust. Segir í áskorun frá stjórn- unum að við síðustu þingkosningar hafi hlut- ur kvenna á Alþingi minnkað verulega og það hlutfall kvenna, sem nú sé á Alþingi og í ríkis- stjórn, sé óviðunandi til lengdar. Vilja jafna hlut kynjanna í ríkisstjórn í haust BORGARRÁÐ hefur samþykkt afmörkun á nýjum svæðum þar sem gilda reglur um 30 kílómetra hámarkshraða og koma til fram- kvæmda á þessu ári. Áætlaður kostnaður vegna framkvæmdanna er tæplega 60 millj- ónir króna. Hverfin sem um ræðir eru: Norðurmýri, sem afmarkast af Grettisgötu og Skipholti í norðri, Nóatúni í austri, Flókagötu og Miklu- braut í suðri og Snorrabraut í vestri og er þá átt við götur sem eru innan þessa svæðis. Há- markshraði verður þó óbreyttur á Háteigs- vegi og Rauðarárstíg frá Flókagötu. Önnur svæði sem breytingin nær til er íbúahverfi norðan Háaleitisbrautar, Ofanleiti, Sunnu- vegur, Stjörnugróf og Blesugróf og í Hamra- hverfi í Grafarvogi. Morgunblaðið/Árni Sæberg 30 kílómetra hámarks- hraði í fleiri hverfum MAGNI R. Magnússon, kaupmaður og mynt- safnari, á Laugaveginum er kominn með ís- lensku evrurnar sem greint var frá í Morgun- blaðinu nýlega að svissneskt fyrirtæki hefði gefið út. Íslendingar hafa sem kunnugt er ekki tekið upp evruna og því hafa myntsafn- arar tekið forskot á sæluna. Myntpeningarnir eru í vönduðum umbúðum, þar sem með fylgir texti á íslensku og þýsku um land og þjóð, auk mynda af gömlum myntum og seðl- um sem Seðlabankinn hefur gefið út í gegn- um tíðina. Að sögn Magna hafa albúm sem þessi verið vinsæl meðal ferðamanna og hefur hann þeg- ar pantað fleiri eintök frá Sviss. Morgunblaðið/Árni Sæberg Magni myntsafnari kominn með evrurnar SKIPVERJI féll sex metra niður um lestarop og lenti á löndunardælu á Vopnafirði í gær- dag. Högg kom á barka sem notaður er við dælinguna og missti maðurinn jafnvægið af þeim sökum. Maðurinn var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur og kvartaði undan sársauka í mjöðm og mjóbaki. Vinnuslys á Vopnafirði BJÖRN Rúnar Lúðvíksson, sér- fræðingur í ónæmis- og ofnæmis- fræðum, segir langa biðlista vera meðal sinna starfsbræðra af fólki sem þjáist af ofnæmi fyrir frjó- kornum hvers konar. Mikil ásókn sé í þjón- ustu sérfræðinga, ekki síst á þess- um árstíma. „Mín tilfinning er sú að fólk sé fyrr í vandræðum núna en áður,“ segir Björn Rúnar sem telur að vænta hafi mátt auk- innar tíðni birkiofnæmis, sér í lagi eftir síðasta sumar þegar magn frjó- korna var óvenju hátt. Við slíkar að- stæður aukist hættan á að fólk fái of- næmi. Erfitt sé þó að mæla aukna tíðni nema með sérstökum rann- sóknum. „Frjókornatölur eru hærri núna en á sama tíma í fyrra. Miðað við hvernig tíðarfarið er og hefur verið, með hækkandi hita og aukinni gras- sprettu, þá horfum við fram á slæma tíma framundan fyrir þá sem eru með frjókornaofnæmi, sérstaklega fyrir grasinu,“ segir Björn Rúnar. Finni fólk fyrir einkennum eins og kláða og sviða í augum og koki, nef- rennsli, hnerra og asma ráðleggur Björn Rúnar því að leita læknis og fá greiningu á því hvaða frjókornum það hefur ofnæmi fyrir. Meðferðin sé mismunandi eftir einkennum og al- varleika þeirra. Sé fólk með viðvar- andi einkenni segir Björn Rúnar al- gengara að notuð séu fyrirbyggjandi lyf, s.s. töflur og nefúði. Sé ekkert að gert geti einkennin endað með sýk- ingu og öðru verra. Virki ekki hefð- bundin meðferð er fólk sent í bólu- setningu gegn ofnæmi. Langur biðlisti fólks hjá ofnæmislæknum Með auknu frjómagni eykst hættan á að fólk fái ofnæmi Morgunblaðið/Þorkell Sláttur er eitur í beinum þeirra sem þjást af gróðurofnæmi. Sérfræð- ingar í ofnæmisfræðum hafa ekki undan ásókn í þeirra lækningar. Björn Rúnar Lúðvíksson HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur tekið fyrir mál fyrrverandi skólastjóra Rafiðnaðar- skólans en hann er sakaður um að hafa dreg- ið sér um 27 milljónir af endurmenntunar- gjaldi skólans. Skólastjórinn neitaði sök fyrir héraðsdómi í gær. Í einkamáli í fyrravor dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur manninn til að greiða Endur- menntunarsjóði rafeindavirkja tæplega 32 milljónir sem dómurinn taldi að hann hefði tekið sér af reikningi sjóðsins í heimildarleysi á árunum 1994 til 2001. Fram kom í dóm- skjölum að eftir að skólastjóranum var sagt upp störfum hefði hann afsalað bæði fasteign sinni og bifreið til einkahlutafélags. Sakaður um hátt í 30 milljóna kr. fjárdrátt FYRIR þá sem þjást af gróður- og frjókornaofnæmi koma hér nokkur hollráð frá Birni Rúnari.  Ætli menn í útilegu eða sumarbústað er gott að taka ofnæmislyf meðan á dvöl stendur.  Betra er að hafa bílglugga ekki opna á ferð.  Sofið ekki með opna glugga á herbergjunum, ekki síst þegar er þurrt og vindasamt.  Látið þvott ekki þorna úti á snúrum, svo hann safni ekki í sig frjókornum.  Fyrir þá sem eru með mjög slæmt ofnæmi, og hafa verið úti allan daginn, borgar sig að fara í sturtu þegar inn er komið og skipta um föt. Nokkur hollráð BIFREIÐ valt á Bústaðavegarbrú við gatnamót Hringbrautar og Bú- staðavegar um hádegisbil í gær. Slysið varð með þeim hætti að öku- maður á leið suður Bústaðaveg ók utan í steypublokkir sem eru á Bú- staðavegarbrúnni vegna vegafram- kvæmda við færslu Hringbrautar, með þeim afleiðingum að bílnum hvolfdi. Kvartaði ökumaður undan verkj- um í fótum og baki, að sögn lögregl- unnar í Reykjavík. Var hann fluttur með sjúkrabíl á slysadeild Landspít- ala-háskólasjúkrahúss til skoðunar. Vegna færslu Hringbrautar eru miklar framkvæmdir hafnar við Bú- staðaveg og ástæða til að benda öku- mönnum á að sýna fyllstu varkárni. Bifreið valt í miðri borg Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.