Morgunblaðið - 10.07.2004, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 10.07.2004, Qupperneq 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ SENDIBÍLL og fólksbíll rákust harkalega saman í aftanákeyrslu við rætur Esjunnar um sexleytið í gær- kvöld. Slysið átti sér stað við bíla- stæði á Vesturlandsvegi í Kollafirði. Engin slys urðu á fólki. Átti lögregla, slökkvilið og tækjabílar erfitt með að komast úr borginni vegna umferðar. Bílarnir eru báðir stórskemmdir og þurfti að draga þá á brott. Aftanákeyrsla í Kollafirði ÚTLIT er fyrir að tollur muni lækka að minnsta kosti úr 10–13% í 3% á þær vörur sem Ísland hefur lagt mesta áherslu á í tvíhliða viðræðum við Rússland um tollamál, þ.e. sjáv- arafurðir og hátæknibúnað til mat- vælavinnslu. Þetta kemur fram í Stiklum, vefriti viðskiptastofu utan- ríkisráðuneytisins, þar sem fram kemur að viðræðurnar eigi sér stað í tengslum við umsókn Rússlands um aðild að Alþjóðaviðskiptastofnun- inni, WTO. Örn Viðar Skúlason, aðstoðarfor- stjóri SÍF, segir að hugsanleg tolla- lækkun sé mjög jákvæð fyrir SÍF sem flytji mikið af síld og loðnu til Rússlands. „Útflutningur okkar til Austur-Evrópu hefur verið mjög vaxandi og tollalækkun mun án efa stuðla að frekari framþróun á því sviði,“ segir Örn Viðar. Hann segir útflutning SÍF til Austur Evrópu vera um 10% af heildarútflutningi félagsins. Teitur Gylfason, deildarstjóri uppsjávardeildar SÍF, tekur undir með Erni og segir að gríðarlegir möguleikar séu fyrir íslenskan fisk í Rússlandi. „Það er góð eftirspurn eftir sjávarfangi í Rússlandi og tolla- lækkun myndi tvímælalaust hafa já- kvæð áhrif á okkar útflutning þang- að.“ Í Stiklum er haft eftir Grétari Má Sigurðssyni sendiherra, sem fer fyr- ir samninganefnd Íslands í viðræð- unum við Rússland, að tollalækkun- in geti skipt höfuðmáli í viðskiptum við Rússland og bættur aðgangur að þessum gríðarstóra markaði sé mik- ið hagsmunamál. Lægri tollur á íslenskar vörur inn í Rússland „ÞAÐ er alvarleg bilun í einu tækjanna, “ segir David Taylor og bætir við hlæjandi að það sé candyfloss-vélin og það sé unnið hörð- um höndum að viðgerðum. David og kona hans Linda Taylor eru bresk hjón sem reka tívolíið Fun Land við Smáralind í Kópavogi ásamt börnum sínum. Þegar blaðamann Morgunblaðsins bar að garði á sólríkum föstudegi höfðu allir í nógu að snúast við að yfirfara tækin, öryggisatriði, ljósaperur og allt sem viðkemur tívolírekstri. David bendir á að nauðsynlegt sé að hafa perurnar í lagi vegna þess að það sé stór og mikilvægur hluti af tívolístemningunni, ann- ars sæi fólk bara einhver stór járnflykki sem væru ekki eins spennandi ásýndar. David segist vera sjötta kynslóð í tívolí- rekstri og að allt hans líf hafi snúist um það og einnig barna hans, sem einnig vinna við tívolíið. „Við fáum frí á morgnana,“ segja synir Davids og Lindu hlæjandi, þegar þeir eru spurðir hvort þeir eigi einhvern tíma aflögu, en tívolíið er opið frá 13–23 daglega. Þeir segjast þó geta skroppið í Bláa lónið og gert sér ýmislegt til dundurs á meðan þeir eru á Íslandi. Fjölskyldan býr í hjólhýsum við tívolíið og ferðast víða árlega og þykir það skemmti- legt. Hún hefur m.a. farið til Sádi-Arabíu, Karabíska hafsins og Afríku auk þess að ferðast víðsvegar um Evrópu. David og synir hans segja að þeim þyki gaman að ferðast enda snúist líf þeirra um tívolíið. Þau fara frá Íslandi um miðjan ágúst og halda þá til Eng- lands þar sem þau eiga heimili og yngstu börnin fara í skóla í haust. David og Linda ætla þó ekki að sitja auð- um höndum í haust heldur ferðast með tívolí- ið um England. David segist vonast til að geta haldið áfram að koma til Íslands en tívolíið hefur komið hingað frá árinu 1991. Hann bendir á að yngsti sonur þeirra hjónanna sé 13 ára gamall og hann hafi eytt júlímánuði á Íslandi frá því hann fæddist. „Hann hefur að hluta til alist hérna upp og á vini hérna,“ segir David. Rík tívolíhefð í fjölskyldu Davids Taylor sem rekur tívolíið í Smáralind David Taylor við stolt tívolísins, parísarhjólið, sem hann rekur ásamt eiginkonu sinni. Yngsti sonur Davids og Lindu Taylor hafði í nógu að snúast við að skipta um perur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Það er oft líf og fjör hjá starfsfólkinu í tívolíinu en flestir starfsmennirnir tilheyra sömu fjölskyldu. Hér bregða bræður og frændur á leik. Lífið snýst um tívolí BLAÐAMENN og ljósmyndari frá dagblaðinu Guardian í London voru nýverið á ferð á Snæfellsnesi. Til- gangur ferðarinnar var að skrifa um Jules Verne og tengingu hans við Snæfellsjökul því í ár eru liðin 140 ár frá því að bók hans Journey to the Centre of the Earth eða Leyndar- dómar Snæfellsjökuls kom út. Snæfellsnes var nokkurs konar lokapunktur ferðalagsins, því þau höfðu gert tilraun til að fylgja leið- arlýsingu bókarinnar frá Reykjavík og vestur að Jökli. Þau Claire Smith, Geoff Langan og Francesca Bourne gerðu auk þess víða annars staðar stuttan stans og stúlkurnar fóru meðal annars í nokkurra daga hestaferð á Mýrunum. Að auki dvöldu ferðalangarnir á Hótel Búð- um og Gistiheimilinu Brekkubæ á Hellnum, könnuðu Sönghelli og aðra hella á Jökulhálsinum, fóru á jökul- inn sjálfan með Tryggva á Snjófelli og komu við í Fjöruhúsinu á Helln- um. Voru þau afar heppin með veð- ur og töldu sig hafa aflað efnis sem duga myndi í margar fleiri greinar fyrir The Guardian, en þá sem fjalla ætti um Jules Verne. Morgunblaðið/Guðrún Bergmann Claire Smith, Geoff Langan og Francesca Bourne við Brekkubæ. 140 ár frá útkomu bókar Vernes um Snæfellsjökul Hellnum. Morgunblaðið.♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.