Morgunblaðið - 10.07.2004, Síða 11

Morgunblaðið - 10.07.2004, Síða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 2004 11 ÚR VERINU ENGIN niðurstaða fékkst á fundi strandríkja við Norðaustur-Atlants- haf um skiptingu kolmunnakvóta á fundi sem lauk í Brussel í gær. Við- ræður stranda sem fyrr á kröfum Evrópusambandsins, sem krefst hátt í 60% kvóta úr stofninum. Að sögn Kolbeins Árnasonar, lög- fræðings sjávarútvegsráðuneytisins, þokaðist lítt á fundinum í Brussel. Fulltrúar ESB hafi þó gefið í skyn að þeir væru tilbúnir að slá af kröfum sínum en viðræður hafi aldrei komist á það stig að nefndar væru tölur í því sambandi. „Staðan er í raun enn sú sama. Evrópusambandið verður að slá af kröfum sínum áður en hægt er að ræða um kröfur annarra samn- ingsaðila. Það er deginum ljósara að þegar sambandið krefst tæplega 60% heildarkvótans en veiðir á sama tíma aðeins 12% heildaraflans, þá munu aðrir samningsaðilar ekki hreyfa við sínum kröfum fyrr en sambandið slær verulega af sínum kröfum. Þó að sambandið hafi á fundinum sýnt ákveðinn vilja til að hreyfa við kröfum sínum, var það ekki nóg að okkar mati til að koma viðræðum af stað í þetta skipti.“ Kolbeinn á allt eins von á því að boðað verði til frekari viðræðna á þessu ári. Viðræður um skiptingu kolmunnakvótans Allt í sama farinu VERULEGT magn seiða frá til- raunaeldisstöð Hafrannsóknastofn- unar að Stað við Grindavík er nú í eldi víða um land, en nýlega voru tæplega 30 þúsund 200 gramma þorskseiði seld frá tilraunaeldisstöð- inni og frá eldisstöð Stofnfisks í Höfnum til Hjaltlandseyja. Er það í fyrsta skipti sem þorskseiði hafa verið seld úr landi. „Með sölunni hefur tekist mik- ilvægt samstarf sem vonast er til að flýtt geti árangri í kynbótum á eld- isþorski þannig að unnt verði sem fyrst að útvega íslenskum eldisað- ilum sem bestan efnivið til eldis í at- vinnuskyni. Með þessari seiðasölu verður hægt að bera saman árangur af eldi við ólíkar aðstæður þar sem unnt verður að greina áhrif erfða frá umhverfisáhrifum og þar með velja rétta fiskinn til undaneldis,“ segir meðal annars um seiðaeldið á heimasíðu Hafrannsóknastofnunar. Stofnunin hefur um árabil stund- að tilraunir með klak seiða úr þorski sem safnað hefur verið víða á hrygningarslóð við landið, einkum suðvestanlands. Tilgangur tilraun- anna, sem farið hafa fram í Til- raunaeldisstöð stofnunarinnar að Stað við Grindavík, hefur verið að rannsaka lífsmöguleika þorskung- viðis úr mismunandi hrygningar- fiski á mismunandi svæðum og tíma árs. Undanfarin ár hefur Hafrann- sóknastofnunin lagt aukna áherslu á þróun þorskeldis, m.a. hvað varðar seiðaframleiðslu, val á klakfiski frá mismunandi svæðum við landið og kynbætur í samvinnu við einkafyr- irtæki. Stofnað hefur verið rekstr- arfélag um seiðaframleiðslu og kyn- bætur, ICECOD, með þátttöku Hafrannsóknastofnunarinnar, Stofnfisks og fleiri eldisaðila. Seiða- eldi hefur farið fram í tilraunaeld- isstöðinni, en seiði síðan nýtt til prófana í strandeldi og sjókvíum við íslenskar aðstæður og til kynbóta. Fyrstu þorskseiðin seld úr landi Þorskseiðafram- leiðsla Hafrann- sóknastofnunar og Stofnfisks gengur vel í ár SJÓMENN verða oft ánægðir er þeir fá vænan fisk eins og Freyr Jónsson, sem rær á Ólöfu Ríku frá Grundarfirði. Gat Freyr ekki stillt sig og lyfti þessum fallega þorski á loft svo hægt væri að festa þá á filmu. Var Freyr ánægður með aflabrögð dagsins en hann hafi náð sér í 500 kg á skömmum tíma, og þykir það ágætis afli á dag í Breiða- firðinum því aflabrögð hafa farið minnkandi og er nánast ördeyða á víkinni við Ólafsvík. Því þurfa handfærabátar að sækja langt eftir þeim gula. Þeim gula hampað Í FYRRA fékk lögfræðingur Alþjóðahússins 803 heimsóknir. Þar geta útlendingar búsettir á Ís- landi fengið upplýsingar um réttindi sín og skyldur samkvæmt íslenskum lögum og ráðgjöf um ýmiss konar málefni sér að kostnaðarlausu. „Útlendingar búsettir hér á landi geta leitað til okkar með alls konar mál og fengið lög- fræðilega ráðgjöf. Við höfum líka oft aðstoðað við að skrifa bréf varðandi margvísleg málefni,“ segir Margrét Steinarsdóttir, lögfræðingur Al- þjóðahússins. Hún segir að flest erindin varði at- vinnu- og dvalarleyfi sem og atvinnumál al- mennt. Sifjamál eru einnig stór flokkur, en í þann flokk falla skilnaðarmál, forsjármál, eignaskipti og annað í þeim dúr. Margrét segir að leiða megi getum að því að ástæða þess að málaflokkurinn sé svo stór sé að ekki sé völ á túlkaþjónustu hjá sýslumannsembættum og ráðuneytum. Aðspurð segir hún að upp hafi komið tilvik sem tengist heimilisofbeldi og ofbeldi í hjónabandi. Fjármál og skattamál skipa einnig stóran sess. „Við fræðum fólk um rétt þess, hvaða lög gilda á viðkomandi sviði, aðalákvæði laganna og svo framvegis . Við reynum að vera til aðstoðar og upplýsingar en tökum ekki að okkur lögmanns- störf. Við aðstoðum þó við bréfaskriftir, sér- staklega þegar mikið liggur við eins og þegar það þarf að kæra innan ákveðins tíma eða maður sér að það varðar manneskjuna miklu og ljóst er að hún tjáir sig ekki vel á íslensku,“ segir Mar- grét. 50 tungumál töluð af túlkum Túlkar sem tala alls 50 tungumál starfa á veg- um Alþjóðahússins og getur fólk þannig talað sitt eigið tungumál í samskiptum við lögfræðing- inn. Þessi þjónusta er fólki að kostnaðarlausu og stendur til boða milli klukkan 9 og 17 alla virka daga. Hægt að hringja í síma 530-9300 og ræða við lögfræðing eða panta tíma, koma í Alþjóðahúsið við Hverfisgötu eða senda tölvupóst. Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands rekur Alþjóðahúsið og hefur þjónustusamningur verið gerður við Reykjavík, Seltjarnarnes, Hafn- arfjörð og Kópavog sem greiða fyrir þjónustuna. „Hingað kemur og hringir fólk alls staðar að af landinu og við vísum engum í burtu á þeim grundvelli að hann sé ekki búsettur í þessum sveitarfélögum,“ segir Margrét. 803 leituðu ráðgjafar í Alþjóðahúsi í fyrra Morgunblaðið/Sverrir Í Alþjóðahúsinu að Hverfisgötu 18 býðst útlend- ingum búsettum á Íslandi ókeypis lögfræðiráð- gjöf. Fólk hringir einnig þangað með erindi. ÆSKILEGT væri að breyta nýsam- þykktum lögum um þjóðgarðinn á Þingvöllum, nú þegar þeir hafa verið samþykktir inn á heimsminjaskrá UNESCO. Þetta er mat Aðalheiðar Jóhannsdóttur, lektors í umhverfis- rétti við lagadeild Háskóla Íslands, sem telur að setja þurfi skýrari ákvæði, m.a. um gerð verndaráætl- ana og markmið þeirra. Það muni auðvelda alla ákvarðanatöku í fram- tíðinni um Þingvelli, sem og aðkomu almennings og félagasamtaka að þeim. Aðalheiður segir það ánægjulega þróun að Þingvellir hafi komist á heimsminjaskrána og vonandi muni fleiri merkileg náttúruverndarsvæði á Íslandi komast þangað í náinni framtíð. Ísland gerðist aðili að stofnsamn- ingi UNESCO um verndun menning- ar- og náttúruarfs árið 1995, tuttugu árum eftir að hann tók gildi, en heimsminjaskráin er sett á grund- velli þess samnings. Að- alheiður segir nauðsyn- legt að gera sér grein fyrir því hvaða skuld- bindingar fylgja því að Þingvellir séu komnir á skrána. Samkvæmt samningnum hvíli rík verndarskylda á við- komandi stjórnvöldum, m.a. með tilliti til hags- muna komandi kyn- slóða. Auk aðildar að samningnum þurfi ríki að samþykkja það sér- staklega að fá staði sína inn á skrána. Með slík- um samningi fái ákvörðunin þjóðréttar- legt gildi. „Að þjóðarrétti þýðir þetta að Ís- land undirgengst ákveðnar verndar- skyldur. Þær eru nokkrar. Í fyrsta lagi setur ríkið fram heildarstefnu og áætlun um verndun svæðisins, í öðru lagi hefur ríkið eftirlits- skyldu svo að svæðið haldi einkennum sínum og í þriðja lagi hefur það rannsókna- og vöktunarskyldu, meðal annars til að bregðast við hugsanlegri vá sem steðjar að svæðinu og gæti rýrt gildi þess. Jafnframt hefur ríkið skyldu til skýrslugerð- ar um ástand svæðisins og áætlanir um löggjöf og fleira,“ segir Aðal- heiður um skuldbind- ingar að þjóðarrétti. Varðandi réttaráhrif hér innanlands af því að Þingvellir séu komnir á heimsminja- skrána þá segir Aðalheiður þau engin vera, umfram það sem kveðið sé á um í gildandi lögum, bæði nýjum lögum um Þingvelli (nr. 47/2004) og almenn- um lögum eins og lögum um náttúru- vernd, skipulagsmál og hollustuhætti og mengunarvarnir. Réttarbót fyrir verndun Þingvalla Aðalheiður segir að ný lög um Þingvelli séu tvímælalaust réttarbót fyrir verndun þjóðgarðsins, einkum fyrir vatnsvernd og vernd lífríkis Þingvallavatns. Að öðru leyti séu lög- in almenn, til dæmis 3.–5. grein þeirra. Væru þau efnismeiri væri auðveldara að taka ákvarðanir í framtíðinni sem miðast að því að upp- fylla alþjóðlegar skuldbindingar. Laga þurfi nýju lögin betur að þess- um skuldbindingum samningsins um heimsminjaskrána, sem og betur að þeim breytingum sem orðið hafi á umhverfisrétti á liðnum árum. Sömu- leiðis hafi aðrir alþjóðasamningar ekki skilað sér nógu vel í íslenska lög- gjöf, t.d. samningur um líffræðilega fjölbreytni, sem skipti máli í þessu sambandi. Lektor í umhverfisrétti við lagadeild HÍ um Þingvelli á heimsminjaskrá Endurskoðun nýrra laga æskileg Aðalheiður Jóhannsdóttir FYLLILEGA er lögmætt að fella fjölmiðlalögin svokölluðu úr gildi og leggja fram nýtt frum- varp að mati Davíðs Þórs Björgvinssonar, prófessors við lagadeild HÍ og verðandi dómara við Mannrétt- indadómstól Evrópu. Framlagning frumvarps felur ekki í sér stjórnskrárbrot Á fundi með allsherjarnefnd í gærmorgun sagðist Davíð Þór telja að ákvörðun forsetans um að neita að staðfesta fjölmiðlalögin gæti ekki leitt til þess að takmark- aður væri réttur þingmanna til þess að flytja lagafrumvörp um málefni fjölmiðla; stjórnarskráin gerði ráð fyrir frumkvæðisrétti þingmanna til þess að flytja þing- mál og þótt forsetinn hefði synjað þessum lögum staðfestingar þá takmarkaði það ekki rétt þing- manna til þess að flytja þingmál um sama efni, skyld efni eða önnur efni. Framlagning frumvarpsins gæti því ekki falið í sér stjórnarskrár- brot að mati Davíðs Þórs. Davíð Þór tók hins vegar fram á fundinum með allsherjarnefnd Al- þingis að aðrar umræður um það hvort þetta væri skynsamleg leið eða ekki væru pólitískt mat sem hann hefði ekkert um að segja. Álit hans væri eingöngu byggt á þröngri lögfræðilegri nálgun á við- fangsefnið. Takmarkar ekki frum- kvæðisrétt þingmanna Davíð Þór Björgvinsson Nýtt frumvarp lögmætt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.