Morgunblaðið - 10.07.2004, Síða 34

Morgunblaðið - 10.07.2004, Síða 34
MINNINGAR 34 LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta Kársnesbraut 98 • Kópavogi • 564 4566 • www.solsteinar.is SÓLSTEINAR erum fluttir á KÁRSNESBRAUT 98 Í PERLUNNI Erfidrykkjur Upplýsingar og pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.250 kr. á mann. ✝ Steinunn Guð-rún Björnsdóttir fæddist í Björnskoti á Skeiðum 4. októ- ber 1944. Hún varð bráðkvödd 3. júlí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Björn Ingimar Valdimarsson, f. 11. nóv. 1907, d. 2. ágúst 1985 og Sig- ríður Guðmunds- dóttir, f. 11. júní 1915, d. 18. apríl 2001. Systir Stein- unnar er Þorgerður, f. 23. mars 1948. Hinn 15. maí 1969 giftist Steinunn Sveini Sig- urgeiri Guðmundssyni, f. 17. des. 1938, þau skildu. Synir þeirra eru: Björn Ingi, f. 19. júlí 1970, Sigurbergur, f. 19. júlí 1972 og Guðmundur Geir, f. 13. apríl 1974. Sonur Steinunnar og Ólafs Viðars Ólafssonar, f. 21. sept. 1945, er Bjarni Ólafsson, f. 7. ágúst 1966, maki Guðný Ingibjörg Rúnars- dóttir, f. 16. apríl 1969. Börn þeirra eru Eydís Harpa, f. 21. okt. 1990 og Ingimar Óli, f. 18. júlí 1993. Árið 1982 hóf Steinunn sambúð með eftirlifandi sambýlismanni sín- um. Guðmundi Ívari Ívarssyni, f. 18. júní 1930. Dætur hans eru Ingunn Hulda, Harpa, Ólöf Eir og Guðríður Alda. Steinunn vann við ýmis versl- unar- og þjónustustörf á Sel- fossi. Frá árinu 1996 rak hún verslunina Skrínuna. Útför Steinunnar verður gerð frá Selfosskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Elsku mamma. Fá orð geta lýst tilfinningum okkar núna en við hugsum því meira um allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Minningarn- ar eru ótalmargar og góðar. Við gátum alltaf leitað til þín og alltaf gastu leiðbeint okkur. Þú vildir allt- af allt fyrir okkur gera og varst allt- af til staðar hress og jákvæð. Barnabörn ykkar Guðmundar fengu öll notið gæsku þinnar og þau eiga eftir að sakna þín sárt. Guð þig leiði sérhvert sinn sólarvegi alla. Verndarengill varstu minn, vissir mína galla. Hvar sem ég um foldu fer, finn ég návist þína Aldrei skal úr minni mér, mamma ég þér týna. (Jón Sigfinnsson.) Hvíl í friði elsku mamma. Guð styrki okkur öll. Þínir synir Bjarni, Sigurbergur og Guðmundur Geir. Hinn 3. júlí var ég staddur í Dan- mörku í fríi. Það var um kl. 10 um morguninn sem ég fékk símtal frá Gerðu systur hennar mömmu og til- kynnti hún mér að mamma mín hefði verið flutt á sjúkrahús. Það var svo 20 mínútum síðar sem Gummi bróðir minn hringdi og sagði mér verstu tíðindi sem ég hef nokkru sinni fengið. Þau voru þau að mamma okkar væri dáin. Það var enn verra að ég var ekki heima þegar þessi tíðindi bárust. Ég pakk- aði strax saman og hélt ásamt 3 vin- konum mínum sem fylgdu mér til Kaupmannahafnar og fékk flug heim strax um kvöldið. Það voru sennilega erfiðustu klukkutímar á flugi á ævinni. Þá byrjaði allt að rifjast upp fyrir mér, allar stund- irnar sem við höfum verið saman og allt sem þú gerðir fyrir mig og hjálpaðir mér við, sem var ekki fátt. Elsku mamma mín, ég vil þakka þér fyrir allar þær stundir sem við höfðum saman og allt sem þú gerðir fyrir mig. Ég mun alltaf sakna þín. Megi guð geyma þig. Þinn sonur Björn Ingi. Okkur systurnar langar að minn- ast Steinunnar hans pabba eins og við kölluðum hana. Það eru rúm tuttugu ár síðan þau kynntust og hófu sambúð. Steinunn með strák- ana sína fjóra og pabbi með stelp- urnar sínar fjórar. Við vorum vanar að koma á Seljaveginn um helgar og alltaf var vel tekið á móti okkur og vorum við ávallt velkomnar. Steinunn var snillingur í að reiða fram kræsingar af ýmsu tagi og víl- aði ekki fyrir sér að halda veislur fyrir allan skarann. Fljótt komu í ljós mannkostir Steinunnar. Gott var að tala við hana, hún var róleg og yfirveguð og ávallt reiðubúin að hlusta. Ólöf syst- ir okkar hefur oft átt erfitt og tók Steinunn henni ætíð opnum örmum. Ósjaldan veitti Steinunn henni mik- inn styrk og reyndist henni ætíð sem besti vinur og stuðningsaðili. Fyrir þetta viljum við þakka. Pabbi fann í Steinunni góðan félaga og vin. Þau voru mjög samrýnd. Eitt af þeirra áhugamálum var að ferðast um okkar fagra land. Saman áttu þau ferðabíl og margar ferðirnar fóru þau um hálendi Íslands eða á Strandirnar. Steinunn hafði mikið yndi af ferðalögum. Náttúra lands- ins höfðaði til hennar eins og til margra er alast upp í sveit og kynn- ast landinu á æskuárum. Fyrir nokkrum árum stofnaði Steinunn hannyrðaverslunina Skrínuna á Sel- fossi. Sennilega hefur hún látið þar gamlan draum sinn rætast þar sem hún gæti sameinað bæði áhugamál og atvinnu. Öllum þeim mörgu við- skiptavinum sem til Steinunnar leit- uðu veitti hún góða, persónulega og notalega þjónustu. Við sviplegt fráfall Steinunnar hafa ættingjar og vinir misst góða konu sem verður sárt saknað. Við samhryggjumst innilega pabba, sonum hennar, tengdadóttur og barnabörnum. Ekki má gleyma systur hennar Gerðu og börnum hennar en þær systur voru afar samrýndar. Að leiðarlokum viljum við kveðja góða og hjartahlýja konu sem við munum ætíð minnast með þökk og virðingu. Ingunn Hulda, Harpa, Ólöf Eir og Guðríður Alda Guðmundsdætur. Elsku Steinunn amma. Það var erfiður dagur laugardag- urinn 3. júlí þegar við fréttum að þú værir dáin. Það átti engin von á að fá þessar fréttir af þér. Nú sitjum við systkinin og rifjum upp og hugs- um um allar þær stundir sem við áttum með þér. Þær voru bæði margar og góðar. Þú varst svo góð við okkur og alltaf glöð. Alltaf tilbúin að passa okkur ef pabbi og mamma þurftu að fara eitthvert. Við söknum þess að geta aldrei framar bakað með þér skúffuköku eða fengið að dinglast með þér í búðinni. Þú varst alveg ótrúlega þolinmóð við okkur og leyfðir okkur að gera margar til- raunir í eldhúsinu ykkar afa. Stund- um var hægt að borða það sem við gerðum tilraunir með en oftar fór það í ruslið alveg óætt og eldhúsið alveg á hvolfi á eftir en þú hafðir bara gaman af þessu og leyfðir okk- ur að endurtaka leikinn síðar. Við eigum ótal margar svona góðar minningar um þig og höldum áfram að rifja þær upp tvö saman og með hinum í fjölskyldunni. Takk amma fyrir allt sem þú hef- ur verið okkur. Guð geymi þig. Eydís Harpa og Ingimar Óli. STEINUNN GUÐRÚN BJÖRNSDÓTTIR Nú um hásumarstíð þegar angan af gróðri og nýslegnu grasi fyllir vitin af bjartsýni og angurværri nost- algíu, göturnar glæð- ast lífi og mannfólkið opnar sig eins og blómin í garðinum, gerast sorglegir atburðir. Jórunn Pálmadóttir var ekkert venjulegt barn. Hún var óvenju skýr eftir aldri, lærði snemma að tala og vildi sífellt vera þátttakandi í öllu því sem eldra fólkið var að dunda sér við, hvort sem það sneri að til- tekt eða matargerð. Barninu var ekkert óviðkomandi. Það var oft mikið fjör að koma í Garðinn og heimsækja heimili Höllu og Pálma sem iðaði af lífi og fjöri. Þrjár systur, Linda, Jórunn, Finna og svo lítill strákur sem fékk óskipta athygli systranna, hann Tómas. Utan um þennan stóra hóp héldu svo Halla og Pálmi og gerðu það alveg einstaklega vel. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að hafa Jórunni í vinnu hjá mér í flugstöðinni. Á fyrsta degi þreif hún alla verslunina hátt og lágt. Á öðrum degi innréttaði hún búðina uppá nýtt. Á þriðja degi seldi hún allt sem seljanlegt var. Sem sagt Jórunn gerði hlutina hratt en líka vel. Hún var tveggja manna maki til vinnu ef ekki þriggja. Oft þegar ég mætti á morgnana þegar hún hafði átt síð- degisvaktina hafði verslunin tekið slíkum breytingum að það eina sem ég fann var afgreiðsluborðið. Á milli vakta hjá mér seldi hún bland í poka og leigði út spólur í sjoppu bæjarins. JÓRUNN PÁLMADÓTTIR ✝ Jórunn Pálma-dóttir fæddist 7. júní 1981. Hún lést 3. júlí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Keflavíkur- kirkju 9. júlí. Einhver sagði að vinnan göfgaði mann- inn og eflaust er eitt- hvað til í því en of mikil vinna sligar líka manninn og sljóvgar. Sá hraði sem einkenn- ir samfélagið í dag, meira að segja lítið bæjarfélag eins og okkar, er ógnvænleg- ur. Efnishyggjan, út- litsdýrkunin og þessi sykurhjúpaða falsver- öld sem villir manni svo oft sýn hefur grópast inn í sálar- tetrið og gefið okkur ranghug- myndir um það djásn sem lífið raunverulega er. Allt gerist þetta meira og minna ómeðvitað. Mann- gildið virðist hafa sífellt minna vægi og lífsins gæði metin með ólíkum aðferðum. Fyrir utan dugnað og eljusemi hafði Jórunn slíka mannkosti til að bera að tekið var eftir. Hún var einstaklega hjartahlý og tilfinn- inganæm, síbrosandi þannig að geislaði af henni. Hún hafði sterka réttlætiskennd og samkennd með þeim sem minna máttu sín. Hún hafði sem sagt alla þá kosti sem hægt er að óska sér í fari manna. Jórunn var samt ekki gallalaus fremur en við hin sem gistum þessa jörð. Hún var ofur viðkvæm og hafði oft litla trú á þeim frá- bæru eiginleikum sem hún bjó yf- ir. Hún gerði líka miklar kröfur til sjálfrar sín og lagði oft meira und- ir en ástæður og efni stóðu til að standast þær. Hún var óspör á hrós til annarra og hvatti bæði systkini sín og foreldra með ráðum og dáð. Jórunn hafði um nokkurt skeið glímt við illvígan átröskunar- sjúkdóm sem hún átti erfitt með að horfast í augu við. Slíkt sál- armein er fjandsamlegt bæði fyrir sálina og líkamann. Hann brenglar sjálfsímyndina og mengar alla heilbrigða skynsemi með villuboð- andi upplýsingum. Breyskleiki mannsins birtist í svo mörgum myndum. Eðli okkar er svo að reyna að túlka það sem miður fer og leita lausna. Vonin og trúin eru alltaf til staðar auk sterkrar sam- stöðu fjölskyldu og vina sem eru ljósið í myrkrinu í hremmingum sem þessum. Það er bæði með trega og þakk- læti sem ég kveð ástkæra frænku mína, Jórunni Pálmadóttur. Minn- ing hennar og orðstír halda áfram að lifa. Falleg og góðhjörtuð manneskja sem gaf miklu meira en hún þáði í alltof stuttri vist hér á jörðu. Elsku Halla og Pálmi. Þið hafið unnið stórvirki í gegnum ár- in. Alið upp indæla krakka og heimili ykkar oftar en ekki verið athvarf fyrir vinahópa barna ykk- ar sem og aðra fjölskyldumeðlimi. Ég dáist að styrkleika og æðru- leysi ykkar bæði í sorg og sigrum. Linda mín. Þú varst Jórunni alltaf stoð og stytta bæði sem ást- rík systir og vinkona. Finnu og Tómasi votta ég mína dýpstu sam- úð og megi Guð styrkja þau á erf- iðum tímum. Jonni minn. Þinn harmur er mikill og nú reynir á styrk þinn sem aldrei fyrr. Sam- einuð stöndum við. Öllum öðrum skyldmennum og vinum votta ég mína dýpstu sam- úð. Tómas frændi. Ég vil biðja góðan Guð að varð- veita þessa fallegu sál og styrkja fjölskyldu Jórunnar og Jonna á þessum erfiðu tímum. Að endingu vil ég tileinka þetta ljóð minningu hennar: Sólin hefur sest við ólgandi sjóinn og fjarri er gleði og hlátur með henni fór hlýjan og eins manns draumur en eftir standa óráðnar gátur. Eg kveð þig nú elsku snót með veikum raddar minnar rómi og bið að elskuleg minning þín fylli þau hjörtu sem nú synda í tómi. Ég mun alltaf vera þakklát fyrir að hafa kynnst þér, elsku Jórunn. Védís Hervör Árnadóttir. Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígj- ustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (Tómas Guðmundsson.) Droplaug, elskuleg móðir bestu vinkonu minnar, er látin, aðeins 66 ára gömul. DROPLAUG BENE- DIKTSDÓTTIR ✝ Droplaug Bene-diktsdóttir fæddist í Reykjavík 17. október 1937. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Sunnuhlíð í Kópa- vogi 1. júlí síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Hafnarfjarðar- kirkju 9. júlí. Þegar við Andrea vorum á unglingsárum dvaldi ég löngum stundum á heimili þeirra. Þar sem þær mæðgur voru alla tíð mjög nánar kynntist ég Droplaugu talsvert. Hún var mér alltaf góð og yndisleg og ýmis- legt var spjallað í eld- húshorninu. Þá fékk ég oft að vera með í veislum hjá fjölskyld- unni í kring um afmæli og jól. Við Droplaug hitt- umst sjaldnar meðan Andrea bjó erlendis en alltaf var þó jafn gott að hitta hana. Þetta breyttist þó þegar Andrea flutti aftur heim. Ég vil hér og nú þakka Drop- laugu fyrir alla hennar vinsemd og góðsemi í minn garð öll árin. Elsku Andrea, Sissa, Benni, Hannes og fjölskyldur ykkar, ég sendi ykkur mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Ásgerður (Ása).

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.