Morgunblaðið - 10.07.2004, Page 26

Morgunblaðið - 10.07.2004, Page 26
26 LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. S már en hávær hópur með stuðning leiðarahöf- undar Morgunblaðsins berst fyrir einkavæð- ingu grunnskóla. Ég styð heimaskóla í hverfum borg- arinnar og jafnræði milli nemenda. Ég styð í verki: nýsköpun, fjöl- breytni, aukið faglegt og fjárhags- legt sjálfstæði skóla. Einkavæðing? Herferð fyrir einkareknum barnaskólum byggist ekki á vand- aðri greiningu. Hún er pólitísk nauðhyggja: Einkarekstur hlýtur að vera betri, við verðum að styrkja hann með opinberu fé, jafn- vel þótt dýrara reynist þegar upp er staðið. Þetta er kjarninn í Morg- unblaðsræðunni. Gagnrýni byggist ekki á: Lélegum árangri í skólum (þeir standa sig vel í alþjóðlegum samanburði), hún byggist ekki á lé- legum rekstri (skólastjórar sýna rekstrarvitund sem er til fyr- irmyndar); hún byggisr ekki á óánægju notenda (80–90% foreldra eru ánægðir með skóla); hún bygg- ist ekki á mismunun (í Reykjavík er svo mikið jafnræði milli skóla að þykir til fyrirmyndar erlendis). Hvert er vandamálið? Góður op- inber rekstur samræmist ekki póli- tískri hugmyndafræði hægri- öfgasinna í menntamálum! Miðjumoð? Bylting hefur orðið frá því borg- in tók við rekstri af ríkisvaldinu: Einsetning, heitur matur, sam- felldur vinnudagur skólabarna með tengingu skóla og frístundaheimila. Við höfum aukið faglegt og fjár- hagslegt sjálfstæði skóla og viljum sveigjanleika í stjórn og starfi sem býður upp á nýsköpun, framfarir og umbun. Undir merkjum „ein- staklingsmiðaðs náms“, samstarfs við grenndarsamfélag ásamt jafn- rétti fatlaðra og ófatlaðra hefur orðið hljóðlát bylting í skóla- samfélaginu. Fossvogsskóli tekur forystu í umhverfismálum, Hlíða- skóli í listum, Rimaskóli í skák, Austurbæjarskóli í nýbúafræðslu, Breiðholtsskóli og Engjaskóli í samstarfi við foreldra ... listinn er jafn langur og skólarnir eru marg- ir. Fræðsluráð tók upp verðlaun til skapandi skólafólks (70 verkefni tilnefnd í vetur), hefur tvívegis verðlaunað framúrskarandi nem- endur (tilnefnda af skólasamfélag- inu); skipaðir hafa verið á annan tug móðurskóla sem hafa forystu- hlutverk og sérstöðu. Hvar þarf sókn? Fræðsluráð beinir sjónum að þremur umbótaverkum: 1) Skipaði starfshóp sem skilaði vandaðri skýrslu um ,,bráðger börn“ og hlut þeirra í skólakerfinu. Fjöldi nem- enda ræður við meira krefjandi verkefni en þeir fá. Hér er átaks þörf og í það verður ráðist. 2) Ráðið lét vinna ítarlega skýrslu þar sem greindir eru margir þættir sem varða skólastarf og þarf að losa um, t.d. undan valdi ríkisvaldsins. Borgin hefur óskað eftir viðræðum við ráðuneyti um þessa þætti, t.d. að grunnskólanemar taki enn fleiri framhaldsskólaeiningar áður. 3) Fræðsluráð lét vinna nokkur verk- efni í vetur til að virkja þátttöku forráðamanna í skólastarfi og greiða götur með skilgreindum rétti til upplýsinga og samstarfs. Boðað er átak til að byggja upp starfemi foreldraráða í samstarfi við SAMFOK. Félagsauður for- eldra í skólastarfi er örugg fjárfesting sem skilar mest bestum ávinningi á sem sty tíma, og færir okkur það a notenda sem skólum er ho Frelsum skólana Jú, við leggjum stórauki ,,einkaskóla“ og höfðum fy ástæðu til að ætla að þeir g ið sig eftir kostnaðarsamar ir borgarinnar í fyrra. Þeir fimm starfandi í borginni á hugsjónaforsendum. Þeir h mörgu leyti misst sérstöðu bættum almennum skólum er að því að bæta svo mikil Stefán Jón Hafstein skrifar um einkaskóla ’Jú, tónlistarskarnir í borginni e stærsta einkask kerfi landsins og veita margir gæð þjónustu.‘ Einkavæðing barnaskóla? Á dögunum hittust ráð- herrar EFTA- ríkjanna, þ.e. Íslands, Liechtenstein, Noregs og Sviss, í Montreux í Sviss. Á fundinum tók Halldór Ás- grímsson, utanríkisráðherra, við formennsku í EFTA fyrir Íslands hönd. Ætlunin er að setja aukna frí- verslun á oddinn næstu mánuði og leitast við að ljúka sem flestum þeirra samninga sem nú eru á teikniborðinu og opna viðræður fyr- ir nýjum samningum. Auk reksturs EES-samningsins hefur samstarf EFTA-ríkjanna í seinni tíð einkum beinst að gerð frí- verslunarsamninga. Áður en Ísland gerðist aðili að EES-samningnum var hagur okkar af EFTA- samstarfinu fyrst og fremst sá að tryggja samkeppnisstöðu Íslands og markaði í þeim ríkjum Evrópu þar sem við áttum mestra hags- muna að gæta. Frá árinu 1992 hafa á vegum EFTA verið gerðir frí- verslunarsamningar við fjölda ríkja. Þó gerð fríverslunarsamn- inga við ríki utan EES-samstarfsins eigi sér ekki langa sögu hafa þeir opnað mikilvæga markaði fyrir ís- lenskar afurðir. Þeir veita íslensk- um útflytjendum tollfrjálsan að- gang að mörkuðum og opna möguleika á gagnkvæmum fjárfest- ingum og þjónustuviðskiptum. Sér- stakt einkenni samninganna er að fríverslunin nær ávallt til sjávaraf- urða, eins og í viðskiptum milli EFTA-landanna, gagnstætt því sem er t.d. í samningum Íslands við Evrópusambandið. Þar var ein- ungis samið um tollaívilnanir þann- ig að ýmsar fisktegundir og sjáv- arafurðir bera misháa tolla við útflutning til sambandsins. Reynsl- an hefur kennt okkur að innan EFTA-samstarfsins höfum við átt tiltölulega auðvelt með að beita okkur í málum sem varða hagsmuni okkar miklu, svo sem fríverslun með fisk. Hefur það verið algert grundvallaratriði í afstöðu íslenskra stjórnvalda að tryggja ávallt frí- verslun með fisk í samningum um tollalækkanir. Fjöldi fríverslunar- samninga framundan Ísland hefur lagt á það áherslu að horft sé til tveggja meginþátta við val á ríkjum sem leitað er eftir að gera fríverslunarsamninga við. Annars vegar sé horft til stefnu- mörkunar Evrópusambandsins og leitast við að skapa viðskiptalífinu innan EFTA-samstarfsins sam- bærileg kjör við þau sem samið er um fyrir viðskiptaaðila innan Evr- ópusambandsins. Þetta er mik- ilvægt til þess að tryggja jafnvægi á innri markaði EES þannig að fyr- irtæki innan EES-EFTA ríkjanna sjái sér ekki í hag í því að flytja starfsemi sína frá EFTA-ríkjunum vegna þess að innan ESB-svæðisins byðust betri kjör og tollfríðindi. Á hinn bóginn er ekki síður mikil- vægt að líta til sérstakra viðskipta- hagsmuna EFTA-ríkjanna sjálfra sem oft eru frábrugðnir hags- munum ESB-ríkja. Má þar nefna samning við Kanada sem verið hef- ur í burðarliðnum um allnokkurt skeið. Evrópusambandið hefur ekki náð að gera samning við Kanada um tollfríðindi og fríverslun, en EFTA-ríkin hafa náð að ljúka við- ræðum um langflesta þætti fríversl- unar, þrátt fyrir að dregist hafi að slá smiðshöggið á verkið vegna þátta sem eru mjög viðkvæmir fyrir kanadíska hagsmuni. Vonast er til þess að skriður komist á þau mál á næstunni, en kosningar eru fyr- irhugaðar í Kanada í lok þe aðar. Á ráðherrafundinum var undirritaður fríverslunarsa ingur EFTA-ríkjanna við L og er sá samningur hluti af markmiði að samræma viðs kjör fyrirtækja EFTA-ríkj þeim kjörum sem fyrirtæk ESB njóta. Samningaviðræ fóru fram með formennsku og tókst að ljúka þeim á mj skömmum tíma. Jafnframt irritaður tvíhliða fjárfestin ingur milli Íslands og Líban iðnaðar- og viðskiptaráðun ur unnið að og mun, ásamt unarsamningnum, tryggja stöðu fjárfesta og viðskipta löndunum. Samningurinn v anon tekur gildi 1. janúar 2 felur í sér fulla fríverslun m arafurðir á næstu fjórum á og krafa Íslands er ávallt. Þ samningurinn í sér lækkun iðnaðarvörur og reyktan la um frá gildistöku, samkom meðferð hugverkaréttinda tvíhliða samningi var samið tollalækkun landbúnaðarfu svipuðum hætti og í öðrum búnaðarsamningum okkar Formennska Íslands í og EES-samstarfi Ísland tekur ekki einung formennsku í EFTA almen Formennska Ísland Eftir Björn Inga Hrafnsson ’Öflugt net frívehagsmuni íslens ist gleymast sá m ur er viðskiptum borð við þá sem EFTA-ríkjunum, m samninga við Me VERÐMÆTASKÖPUN, VINNA OG FRÍSTUNDIR Miklar umræður fara nú fram ílöndum Evrópusambands-ins um að lengja vinnuvik- una á ný eftir að hún hafði víða verið stytt, ekki sízt til að leitast við að draga úr atvinnuleysi. Í Morgun- blaðinu undanfarna daga hefur verið sagt frá tillögum bæði í Frakklandi og Þýzkalandi um að lengja vinnuvik- una á ný – til að draga úr atvinnu- leysi. Rök þeirra sem vilja fara þá leið er að stutt vinnuvika og mikil frí hafi stuðlað að háum launakostnaði fyrirtækja og þannig dregið máttinn úr atvinnulífinu. Samanburður við Bandaríkin, þar sem vinnuvikan er mun lengri, er algengur; þannig kem- ur fram í frétt Morgunblaðsins sl. fimmtudag að Evrópumenn vinna að jafnaði 10% færri stundir á viku en Bandaríkjamenn, hins vegar eru sumarleyfisdagar í Þýzkalandi að jafnaði 30 á ári en 12 í Bandaríkjun- um. „Við höfum skapað frístunda- samfélag en Bandaríkjamenn at- vinnusamfélag,“ er þar haft eftir Klaus Zimmermann, yfirmanni rann- sóknastofnunar efnahagsmála í Berl- ín. Hagvöxtur hefur verið mun meiri í Bandaríkjunum en í ríkjum Evrópu- sambandsins undanfarin ár og jafn- framt hefur framleiðni vinnuaflsins verið meiri; Bandaríkjamenn bæði vinna lengur og afkasta meiru á hverri vinnustund en Evrópumenn að jafnaði. Þar við bætist að atvinnu- þátttaka er meiri í Bandaríkjunum en í Vestur-Evrópu. Bandaríkin náðu forskoti á Evrópu hvað framleiðni varðar strax um miðja síðustu öld en á tímabilinu frá 1970 og fram undir aldamót drógu Evrópuríkin stöðugt á Bandaríkin vegna þess að vöxtur framleiðni var þar hraðari. Það breyttist á nýjan leik á tíunda ára- tugnum og vöxtur framleiðni varð meiri vestra, ekki sízt vegna þess að Bandaríkjamenn gátu hagnýtt sér nýja upplýsingatækni með skilvirkari hætti en Evrópumenn. Og allan tím- ann hefur landsframleiðsla á mann verið mun meiri í Bandaríkjunum en Evrópu. Það er samt ekki endilega hægt að halda því fram að lífskjör séu svo miklu betri í Bandaríkjunum en í Evrópu; það er líka hægt að halda því fram að Vestur-Evrópubúar hafi tek- ið hluta verðmætaaukningarinnar sem átt hefur sér stað út í fríi en Bandaríkjamenn valið að fá pening- inn í vasann. Sumum finnst það ekki síðri lífsgæði að eiga frístundir til að sinna fjölskyldu og áhugamálum en að hafa hærri laun. Vestur-Evrópuríkin eru hins vegar í þeirri stöðu að samkeppni frá lönd- um þar sem fólk gerir hvorki kröfu um há laun né langan frítíma ógnar fjárfestingum stórra fyrirtækja þar. Í Morgunblaðinu í gær er sagt frá því að starfsmenn verksmiðju Siemens í Þýzkalandi tóku fremur á sig meiri vinnu fyrir sömu laun en að missa störfin sín til Ungverjalands. Nú get- ur því verið að Vestur-Evrópa sé komin að þeim mörkum að frítíminn verði tæplega lengdur meira á kostn- að vinnutímans nema til komi mun meiri framleiðniaukning. Þá þarf líka að draga úr alls konar hömlum á sveigjanleika vinnumarkaðarins sem hafa ekki sízt hrjáð lönd á borð við Þýzkaland og Frakkland en þar er fyrirtækjum t.d. gert mjög erfitt um vik að fækka fólki ef þau lenda í erfið- leikum og fyrir vikið eru fyrirtækin líka treg að fjölga fólki þegar betur gengur. Vinnumarkaðurinn á Íslandi er að sumu leyti mitt á milli annarra Vest- ur-Evrópuríkja og Ameríku í þessum efnum. Við vinnum einna lengstan vinnudag í Vestur-Evrópu og at- vinnuþátttaka er með því mesta sem gerist en framleiðni er hér miklu minni en í Bandaríkjunum. Við höfum ekki enn náð því stigi að vera „frí- stundaþjóðfélag“ fremur en „at- vinnuþjóðfélag“. Æskilegast væri auðvitað að við gætum lært nokkuð af reynslu beggja – lengt frítímann eins og gerzt hefur í Evrópu fram til þessa og jafnframt aukið verulega fram- leiðni vinnuaflsins eins og Banda- ríkjamenn hafa gert. UPPSVEIFLA Á AUSTURLANDI Áhrifa hinna miklu framkvæmda áAusturlandi er farið að gæta verulega. Í fyrradag voru teknar fyrstu skóflustungur að álveri Fjarðaáls í Reyðarfirði. Umsvif hafa nú þegar stóraukizt á Austurlandi vegna framkvæmdanna við Kára- hnjúkavirkjun. Fasteignaverð hefur hækkað veru- lega, fjöldi íbúða og húsa er í bygg- ingu. Fyrirsjáanlegt er að lagt verður í margvíslegar framkvæmdir til þess að tryggja þá þjónustu sem fjölmenn- ara samfélag á Austfjörðum mun þurfa á að halda. Augljóst er að mikil bjartsýni ríkir meðal Austfirðinga. Ekkert er ókeypis og þessar fram- kvæmdir hafa kostað umtalsverðar fórnir í náttúru landsins. Fyrirsjáan- legt er að landsmenn ná seint sáttum um hið hæfilega jafnvægi sem þarna þarf að ríkja á milli. En það er óneitanlega skemmtilegt að fylgjast með því hvílík gjörbreyt- ing hefur orðið á viðhorfi Austfirð- inga til framtíðarinnar. „Nú streymir unga fólkið á nýjan leik heim á æskustöðvarnar. Nú fær það tækifæri til að nýta menntun sína á heimaslóðum,“ segir Guðmundur Bjarnason, bæjarstjóri Fjarðabyggð- ar. Fyrir alla þá sem hafa fylgzt með svartsýni Austfirðinga á undanförn- um árum er alla vega ánægjulegt að fylgjast með þeirri bjartsýni sem nú ræður ríkjum á Austurlandi. Jafnframt hljóta að vakna spurn- ingar um hvernig hægt sé að ná áþekkum árangri í þeim tveimur landshlutum sem nú þurfa á auknum krafti að halda við uppbyggingu at- vinnulífs en það eru Norðurland vestra og Vestfirðir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.