Morgunblaðið - 10.07.2004, Page 22

Morgunblaðið - 10.07.2004, Page 22
DAGLEGT LÍF 22 LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ iðunn tískuverslun Útsala Kringlunni, s. 588 1680 Seltjarnanesi s. 561 1680 Útsala Útsala Útsala Eykur orku, flrek og vellí›an Rannsóknir dr. Sigmundar Gu›bjarnasonar sta›festa a› Angelica jurtaveig inniheldur mjög virk heilsubótarefni. „Ég hef nota› Angelicu me› rá›lög›um hvíldum í eitt ár og finn mikinn mun á flreki og úthaldi. Ég flarf á hvoru tveggja a› halda í áhugamáli mínu, langhlaupum, og mæli ég hiklaust me› vörunni fyrir hlaupara og a›ra sem hug hafa á a› auka kraft og flol.“ Bryndís Magnúsdóttir www.sagamedica.com Íslenskt náttúruafl veggjum hanga þar myndir málaðar af honum og tónlistina, sem spiluð er, hefur hann samið. Spelt og hrásykur Matarkistan fékk á dögunum ábendingu um að í Garðinum væri hægt að fá sérlega góða spergilkáls- súpu, sem fram hafi verið borin með afar ljúffengu heimabökuðu brauði. Guðný og Leó létu af hendi upp- skriftir svo að aðrir mættu njóta, en Leó sér alfarið um brauðbaksturinn. Í allt brauð notar hann spelt í stað hveitis, lyftiduft í stað gers og soja- mjólk í stað mjólkur. Í kökum og öðru kaffimeðlæti er hunang eða Tæp fjögur ár eru liðin síðanhjónin Guðný Jónsdóttirog Leó Torfason opnuðuKaffihúsið Garðinn sem fyrir utan að vera kaffihús býður á hverjum degi upp á einn grænmet- isrétt og súpu og brauð. Matseðill er settur upp fyrir eina viku í senn, en að sögn Guðnýjar hafa þau um þrjá- tíu fjölbreytilega rétti að velja úr og því sé engin vika eins. „Við erum sjálf grænmetisætur frá árinu 1986 og borðum því hvorki fisk né kjöt. Okkur langaði til að setja á stofn lítinn veitingastað í takt við okkar lífsstíl og má því rekja til- urð staðarins til þess. Við höfum undanfarin átján ár verið nemendur hjá hugleiðslukennaranum Sri Chinmoy, sem búsettur er í Banda- ríkjunum, og erum ásamt um tutt- ugu öðrum Íslendingum í hópi, sem kemur saman tvisvar í viku til að hugleiða og stunda jóga. Okkur finnst fiskur og kjöt ekki hafa góð áhrif á hugann og ekki passa við þann lífsstíl, sem við viljum tileinka okkur,“ segir Guðný. Fjölbreytt vöruúrval Hún segir að í dag sé engum vand- kvæðum bundið að vera grænmet- isæta á Íslandi. Úrvalið í búðunum sé nú til fyrirmyndar. Hins vegar hafi þau reynt að gerast grænmet- isætur á árunum 1974–76, en það hafi hreint ekki gengið vegna fá- breytilegs vöruúrvals. „Þá lifði mað- ur helst á tei, ristuðu brauði og mjólkurvörum.“ Hugleiðslukennarinn Sri Chinmoy hefur borðað í Garðinum hjá þeim Guðnýju og Leó, en á hrásykur notaður í stað hvíts syk- urs. Spergilkálssúpa 1 stór eða 2 litlir hausar spergilkál 1 stór laukur 1–2 púrrulaukar 2 stilkar sellerí 2 kartöflur 6 msk. smjör 2 lítrar grænmetissoð úr gerlausum súputeningi 2 hvítlauksrif 1/2 tsk. salt 1/4 tsk. svartur pipar Grænmetið skorið niður. Allt inni- hald súpunnar sett í pott og soðið í u.þ.b. 30 mínútur, en suðutíminn fer eftir því hversu smátt grænmetið er skorið. Síðan er súpan maukuð í mat- vinnsluvél. Bæta má salti og pipar við ef þurfa þykir. Spelt-brauð með lyftidufti 3 bollar spelt 2 bollar sigtað spelt 5 tsk. vínsteinslyftiduft 2 tsk. salt 2 bollar sojamjólk 1 msk. olía 1 msk. agave-síróp eða ahorn-síróp Hrært vel saman í hrærivél og bakað í smurðu formi í 150–175°C heitum ofni í klukkustund. Þegar brauðið er tekið úr ofninum er það vafið í rakt viskastykki og geymt í bréfpoka í a.m.k. 15 mínútur.  MATARKISTAN | Kaffihúsið Garðurinn við Klapparstíg Spergilkáls- súpa og heima- bakað brauð Morgunblaðið/Eggert Starfsfólkið: Hjónin Guðný Jónsdóttir og Leó Torfason sitjandi ásamt syn- inum Torfa og kokkinum Andres Ramon frá Kólumbíu. Kaffihúsið Garðurinn, sem tekur um tuttugu manns í sæti, er til húsa að Klapparstíg 37 í Reykja- vík. Opið er frá kl. 11.00 til 20.00 virka daga, en til 18.00 á miðvikudögum og frá 12.00 til 17.00 á laug- ardögum. join@mbl.is Heildsalan Karonhefur hafið inn-flutning á kolvetnasnauðum mat- vælum og sætindum sem ætluð eru þeim sem vilja draga úr kolvetna- neyslu. Að sögn Árna Jensen, sem sér um innflutning á vörunum, kynnt- ist hann kolvetnasnauðum matar- venjum í Bandaríkjunum, þar sem hann segir kolvetnasnautt fæði njóta sífellt aukinna vinsælda. Árni kveðst sjálfur vera sannfærður um jákvæð áhrif þess að draga úr kolvetnaneyslu og nefnir í því sambandi vestræn heil- brigðisvandamál á borð of- fitu og sykursýki sem verða æ algengari. Um 2.000 mismunandi vöruflokkar af kolvetna- snauðri fæðu eru nú á boð- stólum vestanhafs, og flyt- ur Karon inn um 80 þeirra. Kolvetnasnauðu vörurnar fást í verslunum Hag- kaupa, undir merkinu Low Carb. Rjómalíki frá Maizena Cremefine-vörurnar frá Maizena eru nýjung á mark- aðnum sem er ætluð þeim sem kunna vel að meta rjóma í mat, en vilja engu að síður spara við sig hita- einingarnar. Engin mjólkurfita er í Cremefine-vörunum sem til eru í þremur ólíkum útgáfum. Cremefine Fraiche er ætlað í staðinn fyrir sýrðan rjóma og hentar vel í heita og kalda rétti, sem og allar sós- ur, Cremefine til mat- reiðslu hentar þá í heita rétti, súpur og sósur og skilur sig ekki við suðu. Að lokum má svo nefna Cremefine til þeytingar, sem er með helmingi minna fituinnihald en rjómi. Cremefine- vörurnar hafa þá lengra geymsluþol en rjómi og henta því ekki síður vel í útileguna og sum- arbústaðinn.  Á RÖLTINU Morgunblaðið/Eggert Kolvetnasnauð pastasósa, hlynsýr- óp, pasta, pönnukökublanda og svo súkkulaðikonfekt. Kolvetna- snauðar matvörur Nú er rétti tíminn til að nýta sér ferskar íslenskar agúrkur í salöt, sem meðlæti eða bita á milli mála. Grænmetisborð mat- vöru- verslananna eru full af þessu góðgæti um þess- ar mund- ir og hægt er að nota gúrkur á marga vegu. Ídýfa með gúrkum 1 dós (200 g) hreint skyr (eða sýrð- ur rjómi, 18%) 1 hvítlauksgeiri, pressaður 2 msk. graslaukur eða vorlaukur (saxaður smátt) 1 tsk. ferskt timjan, saxað, eða 1/4 tsk. þurrkað 3–4 msk. steinselja, söxuð 2 msk. ólífuolía 1/2 tsk. dijon-sinnep 1/2 tsk. hunang eða 1 tsk. sykur 1/4 tsk. kóríanderfræ, möluð (má sleppa) nýmalaður pipar salt 1–2 gúrkur Allt nema gúrkurnar hrært saman, smakkað til og látið standa í kæli í a.m.k. hálftíma. Gúrkurnar skornar í 5–7 cm búta og hver bútur síðan í mjóa stafi. Ídýfan sett í skál og gúrkustautunum raðað eða dreift í kring. Gúrkur eru góð- gæti Ídýfa: Gúrka er góður biti á milli mála og ídýfan bragðbætir. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111  GRÆNMETI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.