Morgunblaðið - 10.07.2004, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.07.2004, Blaðsíða 23
FERÐALÖG MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 2004 23 Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga. Bílar frá dkr. 1.975,- pr. viku. Innifalið í verði; ótakmarkaður akstur, allar tryggingar, engin sjálfsábyrgð. (Afgr. gjöld á ugvöllum). Höfum allar stærðir bíla, 5 – 7 manna og minibus 9 manna og rútur með/án bílstjóra. Sendum sumarhúsaverðlista; Dancenter sumarhús Lalandia orlofshver , Danskfolkeferie orlofshver Hótel. Heimagisting. Bændagisting. Ferðaskipulagning. Vegakort og dönsk GSM símakort. Fjölbreyttar upplýsingar á heimasíðu; www.fylkir.is www.fylkir.is sími 456-3745 Bílaleigubílar Sumarhús DANMÖRKU Trönuhrauni 6, 220 Hafnarfjörður • sími: 565-1533 www.polafsson.is TRAMPÓLÍN Læ kkað verð 3,96m / 13fet, yfi rbreiðsla, örugg skemmtun. Góður leikur fyrir alla fjölskylduna. Í fyrsta skipti. Varalitur og gloss sameinað í eitt. High Shine Lip Cream Veitir vörum þínum kremkennda áferð vara- litarinns með fallegum silkimjúkum glansáhrifum glossins. Þú verður að prófa þetta. w w w .g o sh .d k - w w w .elem en tm o d els.is Vagnhöfða 5 • sími: 553 2280 Alhliða áhalda- og tækjaleiga fyrir byggingar-, jarðvegs- og garðaframkvæmdir. Mjög hagstæð verð Mikið úrval verkfæra 1 4 4 4 w w w. g u l a l i n a n . i s LÍFSSTÍLL jezera-vatnanna í samnefndum þjóð- garði rétt vestan við bosnísku borg- ina Bihac. Kóróna sköpunarverksins Eyjarnar meðfram ströndinni eru hver annarri fallegri. Áður hefur verið minnst á Brijuni-eyjarnar. Stærsta eyjan og áður sumarleyf- isstaður Titós, fyrrverandi forseta Júgóslavíu, er opin ferðamönnum allan ársins hring. Hægt að skoða safn til minningar um Tító og saf- arígarð með framandi dýrum eins og fílum, dádýrum og sebrahestum. Upphaflegu dýrin í garðinum voru öll gjafir frá ýmsum þjóðarleiðtog- um til Títós, t.d. var fyrsta fílaparið gjöf frá Indiru Gandi, fyrrverandi forsætisráðherra Indlands til Títós. Rithöfundurinn George Bernard Shaw féll kylliflatur fyrir Kornati- eyjaklasanum í Mið-Króatíu. Haft hefur verið eftir honum um eyj- arnar: „Á síðasta degi sköpunar- innar ákvað guð að kóróna verk sitt og skapaði Kornati-eyjaklasann úr tárum, stjörnum og andardrætti.“ Á eyjunni Hvar fá hótelgestir afslátt ef samtals rignir meira en fjórar klukkustundir á einum sólarhring. Ef snjóar fá gestir fría gistingu (að meðaltali einu sinni á ári. Fyrir út- lendinga sem vilja helst ekki hitta aðra erlenda ferðamenn er eyjan Brac kjörið skjól undan öðrum en heimafólki og hvergi er meiri frið- sæld en á eynni Vis. KRÓATÍA (Hrvatska) hefur notið stigvaxandi vinsælda meðal evr- ópskra ferðamanna á síðustu árum. Landið er reyndar gamalt ferða- mannaland. Ferðamenn tóku að streyma til Króatíu af norð- og aust- lægari slóðum uppúr árinu 1960. Ferðaþjónustan byggðist hratt upp og stóð í blóma þegar landið lýsti yf- ir sjálfstæði sínu frá sambandsríkinu Júgóslavíu þann 25. júní árið 1991. Skemmst er frá því að segja að stríðsátökin í fyrrverandi Júgóslavíu ollu umtalsverðum afturkipp í ferða- þjónustu í Króatíu á árabilinu 1991 til 1996. Þó svo flest mannvirki hafi sloppið við skemmdir var ferðaþjón- ustan talsvert lengi að ná sér á strik eftir átökin. Nú má segja að ferða- þjónustan standi aftur í blóma og er Króatíu spáð bjartri framtíð meðal ferðamannalanda í Evrópu á næstu árum. Ferðast á eigin vegum En hvað er það sem lokkar ferða- menn til Krótíu? Svarið er ofur einfalt: ómót- stæðileg náttúrufegurð, stöðugt loftslag, lágt verðlag og ómæld gest- risni heimamanna. Ekki má heldur gleyma að Króatía hefur að geyma ríka menningararfleifð, ekki hvað síst á sviði byggingarlistar, allt aftur til fyrstu samfélaga manna. Ef vel er að gáð ná ummerki eftir forna tíð jafnvel enn lengra aftur því fundist hafa fótspor eftir risaeðlur á Brijuni- eyjum skammt undan ströndum Króatíu. Ferðamenn ættu ekki að vera í vandræðum með að ferðast á eigin vegum í Króatíu. Almennings- samgöngur eru ágætar, t.d. ganga rútur á milli flestra bæja og borga. Lestarteinar hafa verið end- urbyggðir eftir stríðsátökin og lestir ganga reglulega milli höfuðborg- arinnar Zagreb og borganna Rijka, Zadar og Split. Að ferðast um á eigin bíl eða bíla- leigubíl er þó án efa skemmtilegasti ferðamátinn. Flestir vegir eru í góðu ástandi og hraðbrautir milli stærstu borga. Munið bara að hafa meðferðis „klink“ til að greiða með hóflega vegatolla á hraðbrautunum. Um leið og þráin vaknar … Fallegasta ökuleiðin liggur með- fram Adríahafsströndinni, alla leið suður að landamærum Króatíu og Svartfjallalands. Hvítfyssandi öldur, hvítar sand- og klettastrendur blasa við eins langt og augað eygir. Ekk- ert er heldur því til fyrirstöðu að sveigja út af veginum og fleygja sér fyrirvaralaust í kaldan sjóinn. Vanir Króatíufarar eru í sundfötum undir fötunum til að geta stungið sér í sjó- inn um leið og þráin vaknar. Ef erfitt reynist að yfirgefa áningarstaðinn er yfirleitt auðvelt að leigja herbergi hjá heimafólki í næsta nágrenni og staldra við yfir eina eða fleiri nætur. Víða má sjá auglýsingar um her- bergi eða íbúðir á leigu. Ógjörningur er að nefna alla áhugaverða áningarstaði í Króatíu. Hér verður látið nægja að minnast á nokkra á eða við Adríahafsströnd- ina. Ef ekið er suður Króatíu ber fyrst að nefna sjálfan Ístríu-skagann í norðri. Þar leika alþjóðlegir straumar um fagrar strendur og snyrtilega bæi. Fallegur ferða- mannabær á skaganum er Porec. Þangað sækja íslenskir ferðamenn í stríðum straumum á vegum ferða- skrifstofunnar Heimsferða í sumar. Annar dæmigerður króatískur bær í Ístríu er Rovinj. Heildstæður þjóð- legur byggingarstíll, þröngar göngugötur og líflegt götulíf við sjávarsíðuna gera bæinn að kjörnum viðkomustað ferðalanga í Ístríu. Áhugafólk um fornar byggingar ættu að gera sér ferð til að skoða hringleikahús frá tímum Rómverja og fleiri merkar byggingar í Pula, stærstu borginni á Ístríu-skaganum. Eftir að því er lokið er kjörið að njóta einstæðrar fegurðar Plitvièka Dubrovnik – eldri dama Ef ferðinni er haldið áfram suður á bóginn er vel þess virði að taka á sig krók til að skoða Plješac- skagann áður en komið er til borg- arinnar Dubrovnik. „Dubrovnik er borg með sál og útgeislun eldri dömu,“ segir ferðahandbókinni Tur- en går til Kroatien & Slovenien og vissulega má til sanns vegar færa að andrúmsloftið í borginni er í senn fágað og virðulegt. Í Dubrovnik leynist saga við hvert fótmál og inn- an borgarmúranna má m.a. finna tvö klaustur frá 14. öld og höll frá 15. öld. Af öðrum mannvirkjum má nefna dómkirkju frá 17. öld. Du- brovnik hefur verið á heims- minjaskrá UNESCO yfir verðmæt- ustu menningarverðmæti heims frá árinu 1976. Munið svo að hafa alltaf drykkjar- vatn og sólarvörn við hendina. Aldr- ei verður of varlega farið í sterkri sólinni – sérstaklega ekki þegar lítil börn eru annars vegar. Hvítar strendur og hvítfyssandi öldur Náttúrufegurðin í Króatíu er ómótstæði- leg, verðlag er lágt og hvarvetna mætir manni gestrisni, segir Anna Gunnhildur Ólafsdóttir eftir fjórða sumarfríið sitt í Króatíu. Morgunblaðið/Anna G. Ólafsdóttir Fegurð: Ein af perlum Króatíu er Brisovac-klaustrið á eyju í samnefndu vatni í Mið-Króatíu. Dubrovnik: Stundum er hitinn svo mikill að litlar manneskjur þola illa að ganga berfættar á hvítum stein- inum. Þá er gott að geta slappað af í góðum skugga.  KRÓATÍA Frekari upplýsingar má m.a. fá á eftirfarandi heimasíðum: www.croatia.hr www.plavalaguna.hr www.istra.com www.porec.hr ago@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.