Morgunblaðið - 10.07.2004, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 10.07.2004, Qupperneq 47
www .regnboginn.is www.laugarasbio.is Spennutryllir í anda The Sixth Sense og What Lies Beneath Sýnd kl. 3, 5.45, 8 og 10.15. Sýnd kl. 2, 4, 6, 8, 10 og POWERSÝNING KL. 11.30. Sýnd kl. 3, 5.40, 8 og 10.20. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og POWERSÝNING KL. 11 OG 12.30. Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. ETERNAL SUNSHINE ÓHT Rás 2 Hverfisgötu  551 9000 Nýr og betri Power- sýninga r kl. 11 o g 12.30 á miðn ætti Powersýning á stærsta THX tjaldi landsins kl. 11.30 Í Laugarásbíó ÓÖH DV „Tvímælalaust besta sumarmyndin...“ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 2004 47 SPILABANDIÐ Runólfur stendur í stórræðum á tennisvellinum við Víði- staðatún í Hafnarfirði klukkan 14 í dag, þegar hljómsveitin hyggst setja heims- met og spila sama lagið, Chamelion eftir Herbie Hancock, stanslaust í sex tíma. Ragnar Ragnarsson hljómsveit- armeðlimur segir að nokkuð víst sé að um heimsmet verði að ræða. „Að minnsta kosti í flutningi þessa lags. Reyndar hef ég engar heimildir fundið fyrir því að eitt og sama lagið hafi verið spilað svona lengi, en veit þó að hljóm- sveitir hafa spilað mörg lög í langan tíma í senn.“ Að sögn Ragnars hefur sveitin spilað þetta stuðlag á æfingum. „Stundum hef- ur ansi mikið teygst úr því og því feng- um við þessa hugmynd,“ segir hann. Ragnar segir að það verði vonandi stuð á tennisvellinum. „Já, við stefnum að því að grilla pylsur og hafa það nota- legt.“ Heimsmet í að spila lagið Chamelion Hið vaska Spilaband Runólfur í öllu sínu veldi. Ætli Herbie viti af þessu? MAÐUR óttast hið versta þegar menn á borð við Scott Weiland söngvara Stone Temple Pilots og Slash og Duff McKagan úr Guns N’Roses taka sig saman. (Og svo eru Matt Sorum úr G’N’R þarna líka og gítarleikarinn Dave Kushner). Það vill nefnilega oft vera svo að útkom- an úr slíku er verri en innihaldið þegar búið er að blanda öllu saman. Platan byrj- ar á „Sucker Train Blues“, sem er kraft- mikill rokk- slagari og gef- ur tóninn fyrir það sem koma skal. Greinilegt er að strákarnir hafa gaman af þessu, á boðstólum er ekta Jack Daniels-rokk frá L.A. Þarna er allt sem er „hipp og kúl“ ekki í fyr- irrúmi. Plötuumslagið er hallær- islegt og undir geisladisknum er mynd af konu með rautt naglalakk sem heldur á byssu. Ekki er hægt að saka hljómsveitina um að reyna að vera eitthvað annað en hún er. Duff er fantagóður bassaleikari og Slash er einn af þessum gítarleik- urum sem eru algjörlega auðþekkj- anlegir og gladdi það hjarta mitt að heyra í honum. Strákarnir eru inni á milli í rólegri gír og er gítarsólóið í „Fall to Pieces“ mjög fallegt. Weiland kann að syngja en hann hefur aldrei verið mér að skapi þó hann sé í ágætu formi á plötunni. Weiland er vælukjói og heyrist of mikið af þeim tón á plötunni. Endi- lega hættu þessu væli! Þetta er góð plata sem aðdáendur Guns N’Roses ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Það væri ekki verra að heyra í Velvet Revolver á tónleikum þar sem nokkur gömul GN’R-lög eru á prógramminu. Því hvað er Velvet Revolver annað en Guns N’ Roses II? Verst að Axl er í ruglinu og er ekki með en Velvet Re- volver dugar ágætlega í partíinu. TÓNLIST Velvet Revolver CONTRABAND  Inga Rún Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.