Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 24.11.1977, Qupperneq 3

Heimilistíminn - 24.11.1977, Qupperneq 3
Kæri Alvitur! Mig langar mjög mikið til þess aö fá skýr svör við nokkrum eftirfarandi spurningum. Hvertá ég að snúa mér til þess aö fá einhverja vitneskju um það, i hvaða skóla ég get farið, eftir 9. bekk grunn- skóla, og hvaö ég læri i þeim skóla, og hvaða réttindi ég fæ úr honum? £g er búin að standa i miklu basli til að revna að fá að vita það, en er engu nær. Ég er búin að spyrja flest alla kennara, sem kenna mér, um þetta, en fæ alltaf sama svarið: ,,Ja, ég veit það bara ckki.” Svo ef maður gerist nú svo djarfur að spyr ja hver veit það þá, þá segja þeir vanalega, að við verðum bara að skreppa til Reykjavikur og spyrja Menntamálaráðuneytið. (Eöa það felst að minnsta kosti i þessum útúrsnúningum þeirra, að mér finnst.) En ég býst nú við, að það sé hægara sagt en gert. Gætir þú verið svo góður að segja mér, hvort sé betra fyrir mig, að velja I menntaskólanum tungumáladeild eða stærðfræðideild, ef ég ætla aö verða arkitekt? Og síðan ef ég næði þvi nú aö verða stúdent, hvert liggur námsbraut min þá? Og hvað þarf ég aö vera lengi 1 skóia til þess að ná þeim áfanga, sem ég hef sett mér (arkitekt- inn)? Jæja, nóg um aiia skóladeilu. Hvert á ég aö snúa mér ef mig lang- ar að reyna að fá vinnu f skógrækt t.d. I Noregi? Hvaða blað er bezt fyrir mig aö gerast ákrifandi að, til þess að fá sem mcst af myndum og þess háttar um kvikmyndir? Ég er ineð algjöra kvik- myndadeilu. Ég sá fyrir nokkru eld- gamalt blaö, sem mig minnir að hafi heitið Stjörnur kvikmyndanna. 1 þvi blaði voru æviágrip nokkurra kvik- myndaleikara, sagt frá myndum, sem þeir eða þær höfðu ieikið í. Þaö er þannig blað sem mig vantar, ef þetta blað fæst þá ennþá. Jæja, nú skal ég ekki þreyta þig meira, nema bara eitt enn, hvað lestu úr minni fáguðu skrift? Svo þakka ég bara kærlega fyrir, Tobba. Niundi bekkur grunnskóla veitir fólki aðgang að flestum framhalds- skólum, eftir því sem næst verður komist, og er skilyrði fyrir inngöngu I þá flesta. Réttindin, sem fólk fær, með prófi úr 9. bekk eru víst heldur lltil önnur. Þetta er einna líkast og gagn- fræðaprófið hér áður fyrr. Þú getur skrifað Menntamálaráðu- neytinu og beðið þá að senda þér bækl- ing, sem heitir Nám að loknum grunn- skóla. 1 þeim bæklingi er nákvæmlega skýrt frá inntökuskilyrðum I flesta ef ekki alla skóla landsins. Þeir senda þennan bækling áreiðanlega um hæl, ef þú skrifar þeim. \ Ég held að réttast sé fyrir þig að fara I stærðfræðideild, ef þú ætlar að verða arkitekt. Held m.a.s., að þú fáir vart inngang i arkitektaskóla, nema með stærðfræðiundirstöðu á borð við stærðfræðideildarnámiö. Arkitektanámið tekur mislangan tima eftir því i hvaða landi það er stundað. Það mun vera frá fjórum upp i ég veit ekki hvað mörg ár. Margir fara héðan til Danmerkur, Þýzkalands Noregs og Finnlands i þetta nám. Skrifaðu Skógræktarfélagi Islands eða Skógræktarfélagi Reykjavikur, ef þið eruð ekki með álika fyrirtæki á Akureyri, og biddu um upplýsingar um vinnumöguleika I Noregi. Hingað koma norskir hópar til skógræktar, svo það hlýtur að vera töluvert sam- band milli þessara félaga og skóg- ræktarfólks i Noregi. Ekki þekki ég þetta leikarablaö sem þú nefnið. Bezt væri liklega fyrir þig að gerast áskrifandi að erl. blaöi. Það ættir þú að geta gert i gegnum bókaverzlun á Akureyri, eðá þá i gegn um Braga Brynjólfsson — bókabúð, hér í Reykjavik. Þeir hafa annað slag- ið sent út lista yfir blöð sem þeir geta útvegað. Skrifaðu þeim og biddu um aðstoð. Skriftin er ekki svo galin, og það sem meira'er réttritunin er bara góð. Þú ert liklega mesta myndarkona. ........... — ' ' ' Meðal efnis í bls. Linda McCartney...........................4 Feröafélaginn ............................8 Eldhuginn............................... 10 Áralía................................... 15 Neyðarkalltæki fyrir gamalt fólk.........14 þessu blaöi: bls. FNI prjónaður úr garnafgöngum 16 Goða-léttpylsan góði i megrunarkúrinn....18 Steiktur humar...........................19 Hvernig þú átt að segja dóttur þinni/ að hún sé kona....................20

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.