Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 24.11.1977, Qupperneq 27

Heimilistíminn - 24.11.1977, Qupperneq 27
una sina. Hún var úr svörtu leðri og með öl utan um. — Og það er einmitt það, sem mér likar allra bezt, sagði hann, og leit djúpt i augu hennar. Fúlk á að geta hitzt, talað saman, gefið hvert öðru eitthvað til minningar og svo skilið, rikara en áður. Ég hef alltaf verið viss um, að allt fólk getur átt eitt- hvað sameiginlegt, það gildir aðeins að hitta á rétta lykilinn, og vingjarnleikinn er sá lykill i flestum tilfellum. Réttur og sléttur vingjarnleiki eins og þér hafið nú sýnt mér. Ég get sagt yður, að ég ferðast mjög ínikið, og ég hef aldrei setið og liðið af einmanaleik né þegjandahætti á ferða- laginu. Eg hef alltaf getað fundið eitt- hvert umræðuefni. Það hefur aldrei mis- tekizt. Fólki þykir skemmtilegt að tala saman og eyða timanum með skemmti- legum samræðum. Það sem skiptir máli er að taka fyrsta skréfið. Það hef ég lært og það geri ég gjarnan. Húnheyrði hvaðhann sagði. Hún heyrði hvert einasta orð, en það eina, sem hún gat hugsað um, var að þau væru að skilja aftur, og sú hugsun beit sig fasta, og án þess að vita nákvæmlega hvað hún var að gera, stóð hún upp og stillti sér upp beint fyrir framan hann á þröngum ganginum milli sætanna. Hann var kominn i frakk- ann og búinn að setja upp hattinn, og ein- hvern veginn var hann ókunnuglegur og ólikur þó á hinn bóginn hann væri ná- kvæmlega eins og fyrr. Hefði einhver spurt hana, hversu lengi hún hefði þekkt hann, hefði hún svarað, lengi, mjög lengi... Lestin fór að hægja á sér. — Við hittumst ef til vill aftur! sagði hún. Allt i einu varð röddin hás, þótt hún legði sig fram um að láta hana hljóma bliðlega og vingjarnlega. — Hvers vegna ekki? svaraði hann. Og enn kom bros á andlitið, og hann kinkaði kolli, tók töskuna og skjalatöskuna, og gekk i átt til dyranna. Þar sneri hann sér við: — Ég verð að þakka yður fyrir skemmtilega ferð. Þakka yður fyrir sam- fylgdina. Lestin nam staðar. Og orðin streymdu af vörum hennar, lágt en greinilega: — Mikið vildi ég að við gætum hitzt aftur. Þér skiljið, þér hafið gefið mér svo mikið.... Það er langt siðan.... Ef til vill hefur þetta ekki eins mikla þýðingu fyrir yður, en ég myndi verða óendanlega glöð, ef... — Það vona ég lika, sagði hann. — Mér þætti mjög skemmtilegt.... Afsakið, en ég verð að fara að flýta mér! Góða ferð! — En heimilisfa.....! Nafnið yðar, ég veit ekki.... Hann var horfinn. Vonbrigði skinu úr svip hennar. Hún hné niður i sæti sitt og greip um litla borðið viðgluggann. Hún hélt svo fast um borðbrúnina, að hnúarnir hvitnuðu. Þfb JÓLA LJÓS Kerti og ljós tilheyra jólunum, og minna okkur meira á þau en flest annað. Nóg er vist til af kertum i búðunum, en vel getur verið, að einhver hefði gaman af að reyna APPELSINULÝSINGUNA, sem ég ætla að sýna ykkur hérna. Byrjið á þvi, aö fá ykkurappelsinu með þykku hýði. Skerið af henni annan endann og holið hana siðan að innan með skeið, og gætið þess að taka ekki meira en þörf krefur, þvi betra er, að appelsinan, sé sæmilega þykk, og alls ekki má koma á hýðið gat. Þegar appelsinan er oröin hol að innan hellið þið I hana dálitlu af mataroliu, og setjið svo kertakveik ofan i. Kveikið nú á kveiknum, og það kemur skemmtileg gul lýsing úr þessu nýstárlega kerti. Þiö getið alltaf bætt viö mataroliu eftir þörfum, og einnig nýjum kveik, ef hann er brunninn- upp. Appel sínu Ijós 27

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.