Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 24.11.1977, Qupperneq 23

Heimilistíminn - 24.11.1977, Qupperneq 23
kom i ljós, rétt við borðstokkinn, sá stærsti fiskur, sem þeir höfðu nokkurn tima séð, — fiskur sem var að minnsta kosti eins langur og handleggur á fullorðnum manni, og digur að sama skapi. Það var sem afa féllust hendur um stund, hann góndi aðeins hljóður á fiskinn, án þess að hafast nokkuð að. Tóti og Bárður voru einnig hljóðir og undrandi virtust ekki trúa sinum eigin augum. ,,Nú skiptir öllu máli að ná þessum náunga upp í bátinn” sagði afi að lokum. ,,Viltu færa til fæturna litið eitt,” Tóti minn. Siðan fékk hann sér góða viðspyrnu, greip föstum tökum um netið, báðum megin við fisk- inn kippti honum svo inn fyrir borðstokkinn og fleygði niður i bátinn með braki og bægsla- gangi. En i sömu andrá heyrðist nýr hávaði, nýtt skvamp utan við bátinn. Tóti og afi sneru sér báðir snögglega við og sáu sér til mikillar skelfingar, að Bárður var að hverfa i vatnið. ,,Nei hamingjan góða!” kallaði afi. Hann henti netinu frá sér leifturhratt, hallaði sér út yfir borðstokkinn og tókst að gripa i bux- ur Bárðar, rétt áður en hann sökk. Þegar Tóti sá, hve báturinn hallaðist mikið, flýtti hann sér yfir i hina hliðina, til að koma i veg fyrir að honum hvoldi, en það mátti minnstu muna.... Og nú náði afi betra taki á Bárði og dró hann hálfringlaðan inn. Þetta hafði allt gengið svo fljótt, að þeir höfðu tæpast haft ráðrúm til að hugsa neitt. Þeir sátu hljóðir og horfðu hvor til annars. Tóti hugsaði með hryllingi um það, sem hefði getað gerzt, og skalf eins og hrisla. Bárður var i fyrstu ofurlitið ringlaður eftir volkið, en virt- ist ætla að jafna sig fljótt. Afi hugsaði lika sitt af hverju og var náföl- ur. Það leyndi sér ekki, að þetta atvik hafði djúp áhrif á hann. Eftir alllanga þögn s^gói hann ákveðið: ,,Nú er réttast, aö þið lærið báðir að synda. Ég kann það ekki sjálfur, en pabbi ykkar er góður sundmaður og hann verður að kenna ykkur það.” Tóti og Bárður kinkuðu báðir kolli til sam- þykkis. „Nú skulum við halda heim,” sagði afi. Hann dró inn, það sein eftir var-af netinu, settist svo undir árar og réri hljóður og hugsandi um stund. En svo leit hann allt i einu brosandi til drengjanna og sagði: ,,Ég var meira en litið heppinn að fá tvo svona stóra og óvenjulega fiska i dag.” ,,Tvo?” sagði Tóti. ,,Já, tvo,” endurtók afi kankvis, — ,,þann, sem þarna liggur, og svo annan i bláum bux- um. Hvorn þeirra haldið þið, að mér þyki vænna um?” „Ertu kannski......? spurði Bárður. Hann hélt, að afi væri reiður af þvi að hann hafði ekki setið kyrr i bátnum. „Auðvitað þykir méf miklu vænna um Bárð- ar-fiskinn,” sagði afi brosandi. „En þegar við komum,” hélt hann áfram, „er bezt að þið skjótist til Jóns gamla i Seli og bjóðið honum að koma til okkar að skoða stærsta urriðann, sem veiðzt hefur i Bárðarvatni.” Drengirnir voru nýkomnir heim frá þvi að flytja skilaboðin til Jóns gamla, þegar hann kom hlaupandi heim i Bárðarbæ. Gamli maðurinn hélt á langri fjöl, sem var raunar útskorinn fiskur, sem hann hafði veitt fyrir mörgum árum, og var allt til þessa dags sá stærsti, er veiðzt hafði í Bárðarvatni. Hann fleygði tréfiskinum á eldhúsborðið og horfði reiðilega til afa. „Hvar hefurðu svo þennan urriða þinn?” hvæsti hann. „Góði, bezti,” sagði mamma hrædd, — „ég hef ekki látið hann enn i pottinn.” „Ég er ekki hingað kominn, til þess að biðja um mat,” þusaði gamli maðurinn. „Ég vil fá að sjá fiskinn i heilu lagi.” „Hann liggur þarna,” sagði afi og benti á eldhúsbekkinn. Hann gat ekki varizt brosi. Gamli maðurinn tók tréfiskinn sinn og bar hann nákvæmlega saman við fisk afa. Dreng- irnir voru bak við borðið og biðu með mikill eftirvæntingu. Það leyndi sér ekki, að fiskur afa var nokkru stærri. Gamli maðurinn horfði lengi á fiskinn og skeggið var á sifelldri hreyf- ingu. Loksins leit hann til afa og sagði: „Þú vannst!” „Um það er nú liklega ekki hægt að segja með neinni vissu,” mælti afi. „Vel má vera að þinn fiskur hafi rýrnað töluvert, áður en þér tókst að afmarka stærð hans á fjölina.” „Já heldurðu það?” sagði Jón gamli, og það létti augsýnilega mikið yfir honum. ,, Já, það er alls ekki óhugsandi— sagði afi al- varlegur og kinkaði kolli. Slikir fiskar rýrna strax og þeir koma upp úr vatninu. Svo er líka vel hugsanlegt, að fjölin hafi rýrnað eitthvað eftir öll þessi ári. Jón gamli þagði um stund. Svo kinkaði hann 23

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.