Heimilistíminn - 24.11.1977, Side 32

Heimilistíminn - 24.11.1977, Side 32
FRAMHALDSSAGAN 7 Leyndarmál Helenu eftir Jan Roffman — SKRIFBORÐSKUFFAN, SÉRÐU hún er ekki almennilega lokuð, sagði Sigrid. — Ég veit að ég læsti henni, þegar ég var hérna uppi, og eftir að hafa farið i gegnum eigur Helenu. Richard og Sigrid stóðu þarna um hánótt uppi i tómri ibúð Helenu. Fótatakið sem vakið hafði Sigrid var þeim ráðgáta. Það var enginn þarna uppi, og hefði einhver reynt að flýja niður stigann hefðu þau hlotið að mæta honum — eða henni — þegar þau komu þjótandi upp. Þau höfðu farið um öll herbergin og vissu fyrir vist að þarna var engan að finna. — Glugginn í ganginum! sagði Richard. — Hann var opinn þegar við komum Hefði ein hver opnað hann hefðum við heyrt það. Þú hefur auðvitað skilið hann eftir opinn. Hvernig i ósköpunum getur þú verið svona kærulaus þegar þú veizt að stúlkan er á flótta og getur hvenær sem er hleypt hingað inn til okkar ein- hverjum glæpamönnum... — Glugginn var ekki opinn sagði Sigrid, — ég get svarið það. Við hefðum svo sannarlega orðið vör við það i hvert skipti sem við opnuðum útidyrnar i kvöld eins og rokið er mikið. Þú veizt hvernig hurðirnar skellast. Hver svo sem hér hefur verið hefur byrjað á þvi að opna gluggann til þess að eiga örugga undankomuleið ef á þyrfti að halda. — Það hefur greinilega verið einhver, sem þekkir sig vel hérna i húsinu, sagði Richard, kaldranalega. — Hafi þetta ekki verið þessi dásamlega Helena þin, þá hefur það a.m.k. verið einhver sem hún hefur látið hafa góða teikningu af húsinu. Hann beygði sig út um gluggann. — Það er ósköp auðvelt fyrir lipra manneskju að ná taki á greininni þarna fyrir utan og svoleiðis inn. Við hefðum átt að vera búin að höggva þessa grein af fyrir löngu. Há- kon komst út þessa leið einu sinni fyrir nokkr- um árum. Manstu ekki eftir þvi? — Eftir þvi sem ég bezt get séð vantar hér ekkert, sagði Sigrid eftir að hafa farið i fljót- heitum yfir eigur Helenu. Richard var farinn niður, honum hafði allt i einu dottið i hug að ef til vill væri þetta aðeins gildra til þess ætluð að þau færu upp, svo þjófarnir gætu á meðan borið burtu sjónvarpið og silfurstjakana. En það var ekki nokkur mannvera niðri heldur og þaðan hafði ekkert horfið. — Nú skiptum við um lás á morgun, sagði Richard — og svo tilkynnir þú lögreglunni um innbrotið. Ég hef ekki tima til þess að vera að hugsa um, hvað þessir leigjendur þinir taka sér fyrir hendur... — Hvað á ég að kæra? sagði Sigrid — engu hefur verið stolið. Og lögreglan hefur ekki einu sinni tima til þess að koma upp um þau innbrot sem framin eru og þar sem einhverju er stolið. Þau sofnuðu svo að Iokum en i þetta skipti sneru þau þó bökum saman. Sigrid hafði alls ekki hugsað sér að hringja og tilkynna innbrotiðef þetta var þá innbrot, og þess vegna yarð hún dálitið miður sin um morgunin, þegar lögreglan hringdi og spurði um hana. Gæti frú Broman komið niður á lög- reglustöð strax fyrir hádegi? Nýr maður hafði tekið að sér rannsóknina út af hvarfi leigjand- ans hennar og vildi gjarnan hitta hana að máli. — Hafið þið fundið hana? spurði Sigrid og röddin titraði ofurlitið. Hún sá fyrir sér stórar fyrirsagnir i blöðunum um enn eitt konumorðið 32

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.