Heimilistíminn - 24.11.1977, Blaðsíða 8

Heimilistíminn - 24.11.1977, Blaðsíða 8
I — At'sakið, sagði hann. Yður finnst ég ef til vill framhleypinn, en þegar maður á fyrir höndum langa ferð — já, ég veit auö- vitað ekki, hversu langt þér ætliö, en ég verð á ferðinni fram til klukkan sjö — þá finnst mér alltaf skemmtilegt að tala við einhvern, til þess að stytta timann. Hafið þér nokkuð á móti því, að ég setjist hérna? — Að sjálfsögðu ekki! svaraði hún og roðnaði ofurlitið. — Við erum ein i klefan- um. Þér hafið rétt til að sitja hvar sem þér viljið. Ó, þetta hljómaði heldur óvingjarn- lega... ég á ekki við... ég meina... Já, þér skiljið mig! Hún brosti og leit undan, en brosið hvarf jafnskjótt og það hafði komið. Hann flutti sig, tók ofurlítið i buxna- skálmarnar og lagaði þær, og lagði svo annan fótinn yfir hinn. 1 — Já, já. Ætlið þér langt? Þér verðið að segja mér, ef þér víljið ekki að ég sé að tala þetta. Menn eru svo ólikir. Til eru þeir, sem helzt vilja sitja hljóðir, og ég skil það vel... Sjálfum finnst mér það erf- itt. Þér vitiö hvernig það er, þegar maður er i lyftu. Allir standa þétt hver upp að öðrum,og reyna að koma ekki viðhina, og svo starir fólk á hvað svo sem það getur starað á, án þess þó að horfast f augu... Hann brosti. Henni fannst bros hans glaðlegt. — Ég fer miklu lengra en þér, sagði hún lágt. — Ég verð ekki komin á ákvöröunar- staðinn fyrr en klukkan hálf tíu. — Það er nú slæmt! Þykir yður skemmtilegt að ferðast með lest? — Já... það er að segja, það fer eftir... — Já? — Með hverjum maður ferðast. Ég á við... ef maður ferðast þá með einhverj- um. Það varð augnabliksþögn. — Þér eruð ef til vill vanar að ferðast einar? spurði hann Hann talaði lágt og varfærnislega, eins og hann vissi, að hann væri að fara út á hálan is. hún leit ekki á hann. — Já, venjulega... Það er ekki vegna þess að ég vilji það fremur, heldur vegna þess aðég... ég er ein, og þá fer þaö venju- lega svo... já, það sem maður gerir, gerir maður einn. Hún reyndi að brosa til þess að milda það, sem hún hafði sagt. Hún vildi ekki fara nánar út i þetta. Maöur veröur að geta talað um einmanaleikann, hugsaði hún, jafn eðlilega og talað er um veðrið... Hún leit út um gluggann. — Ég held það fari að rigna, sagði hún. — Já, þetta er búið að vera leiöinlegt haust. Engu öðru líkt. Ég man ekki eftir jafnleiðinlegu veðri á jafnskömmum tima... Sumarið var heldur ekki gott. — Já, það er rétt! — Ég vorkenni öllu þvi fólki, sem eyddi sumarfríinu sinu i tjöldum eða á bátum i Sviþjóð i allri þessari rigningu. Þaö getur ekki hafa verið skemmtilegt. Ég er vanur aö fara i fri til útlanda. Eina viku aö vori 8

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.