Heimilistíminn - 24.11.1977, Blaðsíða 9

Heimilistíminn - 24.11.1977, Blaðsíða 9
Smásaga eftir önnu Wahlgren og eina að hausti. Manni er talin trú um, að maður geti notið sumarsólarinnar hér i Sviþjóð... En maður verður greinilega að fara að hugsa málið betur. Það eru þrjú sumur siðan við höfðum almennilegt sumar! HANN VAR MEÐ BLA AUGU. Hún leit nú framan i hann i fyrsta skipti, þegar hann var að tala um veðrið, efni, sem var nokkurn veginn hlutlaust, og þvi gat hún talað um það án þess að það minnti á nokkurn hátt á hana sjálfa. Hann var reyndar heldur laglegur. Ekki voru þó andlitsdrættirnir sérlega reglubundnir, og hlutföllin i andlitinu voru heldur ekki falleg, en vingjarnleikinn skein út úr svipnum, og það var bjart yfir honum. Munnurinn var skarplegur og hakan sterk. Hárið var greitt beint aftur frá enn- inu, sem var hátt og hvelft. Hversu gam- all skyldi hann vera? Fimmtiu ára, ef til vill? Það er erfitt að geta sér til um aldur manna með hans útlit — og yfirleitt allra karlmanna. Hún var ekki vön að hugsa um slikt. Hún togaði pilsið ofurlitið neðar. — Ég fór til Teneriffe haustið 1970, sagði hún. — Virkilega? En skemmtilegt. Það er falleg eyja. Ég hef einu sinni komið þang- að. Þá var það nokkuð dýrt... Hann skellihló, og hún naut þess i þetta skipti að heyra hann hlæja. Hláturinn var svo frjálslegur. Hún fékk meira að segja löngun til þess að hlæja með honum. — Og ég villtist sagði hún. — Ég tók áætlunarbil, og ætlaði að fara i skoðunar- ferð, en fór öfugu megin á eyjuna. Mikið var fallegt þar. Allar þessar bananaekr- ur, öll blómin, fjöllin og hæðirnar og dal- irnir og svo hafið... — Og svo villtust þér? Það kom glampi i augun. Nú hló hún, tisti næstum þvi eins og skólastelpa. — Ég ætlaði að fá mér eitthvað að borða á veitingastað i litlu þorpi, þér getið ekki Imyndað yður, hversu fallegt þar var... Og þeir komu fram við mig eins og drottn- ingu. Þó voru þeir dálitið hissa, skiljið þér... Ég held að þangað hafi ekki komið ferðamaður áður! Já, og svo ætlaði ég að halda heim á leið aftur, en þá var engan áætlunarbil að fá, og ég lagði af stað gangandi, og ekki kom bill, ekki einu sinni 4 f ^ ' einkabill, né heldur nokkur lifandi mann- eskja. Svo skall myrkrið skyndilega á... Þér vitið, að það gerist svo snögglega. Og þarna stóð ég og vissi ekki einu sinni hvar ég var niðurkomin. Framhald á bls. 26. Þetta er brjálæðislegt, hugsaði hún með sjálfri sér,. Við höfum aðeins þekkzt i nokkra klukkutima, og ég veit ekki einu sinni hvað hann heitir. Samt fann hún hvernig örvæntingin greip um sig innra með henni, þegar hann reis upp til þess að fara... 9 I

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.