Heimilistíminn - 24.11.1977, Page 7

Heimilistíminn - 24.11.1977, Page 7
skemmtilegra að gera eitthvað þessu likt, ef það á að fara i þina eigin bók. Ég er meira að segja farin að framkalla minar eigin myndir sjálf. — I New York hafði ég ekki eigið myrkraherbergi, svo ég varð að fara til vina og kunningja og fá að vinna i vinnu- stofum þeirra, þegar þeir voru þar ekki sjálfir, eins og til dæmis á sunnudögum. — Nú hef ég mitt eigið myrkraherbergi, og það er miklu betra, vegna þess að meira en helmingur myndatökuvinnunn- ar er að búa til myndirnar sjálfar. Það er hægt að gera hverja mynd á svo ótal marga vegu, og það er spennandi að finna, hvernig þú vilt hafa hana og sjá hana koma fram. — Þegar ég er að vinna við einhverjar myndir, eyði ég kannski heilum degi i myrkraherberginu — það er á skrifstof- unum okkar niðri i Soho, og vinir minir hjálpuðu mér við að búa það út. Þú ert I þinum eigin litla heimi, og þar blandarðu efnin og vinnur i friði og ró. Til að byrja með vildi Linda ekki koma fram með Paul á tónlistarsviðinu vegna þess að hún óttaðist gagnrýnina. Siðustu árin hefur hún þó bæði samið lög og flutt þau. Eitt fyrsta lag hennar var Reggae Woman, sem Wings fluttu i söngferðalagi sinu árið 1973. En Linda var þá enn ekki viss um, hver hlutur hennar væri á þessu sviði. — Allir aðrir eru svo miklu músikalsk- ari heldur en ég. En svo varð mér ljóst, að gagnrýni hefur áhrif á alla tónlistarmenn, ekki aðeins mig. Ég man eftir þvi, þegar Paul sendi frá sér plötuna með gamla lag- inu Mary Had a Little Lamb, og gagnrýn- endurnir sögðu, að þetta væri okkar stærsta skyssa. Hann hefur ekki sent frá séraðra barnalagaplötu. Á hverju ári för- um við þó til Liverpool um áramótin, og einn af frændum hans segir i hvert einasta skipti: Viltu spila fyrir okkur á gitar, Paul frændi, og þá syngur hann barnasöngva, sem enginn utan fjölskyldunnar hefur heyrt. Dásamlega söngva, en ekki veit ég, hvort nokkurn tima á eftir að taka þá upp á plötu. Enda þótt Linda McCartney sé svona tilfinninganæm hefur hún gert það, sem flestum öðrum myndi þykja ennþá ótta- legra en það, sem hér hefur verið nefnt, og það er að koma fram á sviði og horfast i augu við 20 þúsund áheyrendur, eöa þar um bil, á hverju kvöldi i hverri banda- risku borginni á fætur annarri, þar sem Wings komu fram og skemmtu. — Við skemmtum 67 þúsund manns i Seattle, og ég hafði ekki minnstu áhyggjur af þvi. Ég var miklu taugaóstyrkari, þegar við kom- um fyrst fram i Evrópu, sérstaklega i Bretlandi. Hún viðurkennir, að þá hafi hún skolfið. — Það var það versta. Ekkert hefur verið jafn slæmt siðan. Ég var hrædd um að vera komin of langt út á isinn, en það skiptir mig engu máli lengur. Aöventukransar eru orðnir mjög vin- sælir hér á landi. Flestir eiga aðventu- kransa, sem þeir geyma frá ári til árs, og taka fram og skreyta eða að minnsta kosti setja ný kerti i um hver jdl. Það kemur viss jólastemmning viö það, aö nota aftur ogaftur sömu hlutina 1 sambandi við jóla- haldiö, fremur en að kaupa alltaf eitthvað nýtt um hver jól. Hver man ekki eftir gömlum jólasveinum, eöa einhverri ákveöinni skrautkúlu, sem alltaf hékk á jólatrénu, þegar viökomandi var barn? Hér ætla ég að birta mynd af aðventu- kransi, sem er með nokkuö öðrum hætti, en þeir, sem viö helzt eigum aö venjast. Þessi krans er skreyttur myndakökum. 1 rauöu boröana, sem halda kransinum uppi, eru festar hjartalaga kökur, og svo alls konar aðrar kökur á víö og dreif um kransinn. Margir baka myndakökur fyrir jólin, og þær má nota i þennan krans. Kannski mætti svo hafa þaö aö siö, aö börnin á heimilinu fái sina kökuna hvert sunnudagana fjóra fyrir jólin, rétteins og annars er kveikt á kertum á kertakransi. Svo má lika bæta þessari kökuskreytingu á venjulegan aöventukrans, sem haföur er meö kertum, ogþá má lika éta kökurn- ar um leið og horft er á kertaljósin um aö'- ventuna. Aðventu krans með kökum Þ. fb 7

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.