Heimilistíminn - 24.11.1977, Side 34

Heimilistíminn - 24.11.1977, Side 34
höfðu hugsað mikið um stúlkuna og barnið hennar. Þau höfðu hvað eftir annað sótt hana og barnið og farið með þau siðdegis og um helgar út i einbýlishúsið sem þau bjuggu i. Að lokum hafði verið ákveðið að þau tækju barnið i fóstur á daginn. Hún kom með það til þeirra á hverjum morgni og sótti það aftur á kvöldin og stundum kom lika konan og sótti barnið til hennar. Smátt og smátt fóru hjónin að minnast á það oftar og oftar að þessi flutningur og ferðir á milli væru erfiðar fyrir Súsönnu og ekki hvað sizt fyrir barnið. Susanna sættist á það þó á móti vilja sinum að þau fengju að hafa barnið yfir vikuna en hún kæmi svo og sækti það á föstudagskvöldum. Eitt föstudagskvöldið þegar hún kom til þess að sækja barnið var enginn heima. Húsið var lokað og dregið fyrir alla glugga. Hún sat þarna allt kvöldið og beið en á árangurs. Á laugardagsmorguninn hafði hún farið til lög- reglunnar og fljótlega varð öllum ljóst að fjöl- skyldan hafði horfið sporlaust og tekið barnið með sér. Slóðin varð ekki rakin lengra en að garðshliðinu ef svo mátti að orði komast. Þau höfðu ekki farið frá Sviþjóð að minnsta kosti ekki á sinu eigin vegabréfi. Interpol hafði leitað þeirra um allan heim en án árangurs. — Hún var róleg og hafði stjórn á sér ótrú- lega lengi, sagði Akerström fulltrúi en hún hlýtur að hafa verið með einhverjar áætlanir innra með sér sem enginn vissi um. Dag nokkurn varð hún ofsalega reið við mig vegna þess að ég hafði ekkert getað gert til þess að leysa gátuna og þaut svo út úr skrifstofunni minni. Þar með hvarf hún einnig sporlaust. íbúðin hennar stóð tóm og yfirgefin þar til eig- andinn leigði hana aftur og hún hvarf frá hinni mjög svo góðu vinnu sinni. Við höfum leitað hennar um allt siðan þetta gerðist en árangurs- laust þar til frú Broman kom með kassann og pappirana hennar. Hann lagði höfuðið i hendur sér og leit sannarlega aumkunarlega út. Sigrid velti því fyrir sér eitt augnablik, hvort hann hefði sjálf- ur orðið hrifinn af Susanne — Helenu þessar vikur, sem hann hafði unnið að þvi að leysa vanda hennar og þess vegna væri það ekki að- eins vegna starfs hans sem honum þætti svo miður að hún hafði horfið. — Eitt er vist sagði Sigrid — og það er að i 34 þetta skipti hefur hún ekki horfið af fúsum og frjálsum vilja. Hún hefur skilið allt eftir og meira að segja það, sem hún var að prjóna handa litla barninu. Eitthvað alvarlegt hlýtur að hafa komið fyrir hana. — Ég er lika hræddur um það sagði Aker- ström. — Frú Broman þér eruð eina manneskj- an sem getur hjáipað okkur. Segið mér nú frá öllu sem þér vitið um hana og allt, sem þér hafið hugsað um hana og hina undarlegu hegðunhennar. Látiðþað ekki hafa áhrif á yður að yður kann i fljótu bragði að virðast sem það hafi enga þýðingu eða sé heimskulegt. Einmitt það getur verið hluturinn sem okkur vantar til þess að geta fullgert myndina. Við verðum að leysa þessa gátu við verðum að finna bæði Susanne og barnið hennar. Sigrid sat þana lengi og sagði frá öllu sem henni gat komið til hugar. Þegar hún hélt sig að lokum ekki geta sagt frá neinu fleiru og fór að taka upp hanskana sina og töskuna til þess að fara, sagði Akerström: — Viljið þér lofa mér þvi frú Broman að þér hringið um leið og yður dettur eitthvað fleira i hug. Þér getið alltaf náð til min i þessu númeri. Hann rétti henni kort sem hún stakk i vasa sinn. Yfir hádegisverðinum sagði hún Richard frá öilu þvi sem hún vissi en hann hlustaði aðeins ineð öðru eyranu. — Já ég sagði alltaf að það hlyti að vera eitt- hvað bogið við stúlkuna sagði hann aðeins. — En Richard skilur þú ekki hversu óttalegt þetta hlýtur að hafa verið fyrir hana? sagði Sigrid æst. En Richard var staðinn á fætur og farinn frá mataborðinu: — Ég verð að fara inn i borgina til þess að tala við þá um annan þáttinn í myndaflokkn- um, sagði hann. — Hvað svo sem lögreglan segir um stúlkuna að hún sé hreinasti engill sem illa hefur verið farið með mundu þá eftir þvi að hringja til lásasmiðsins og panta nýj- arlæsingar i allt húsið. Meira að segja fyrir bil- skúrinn.Ég hringdi til þin þegar ég veit hvern; ig mér gengur i dag. Tilfinningalausi þurs, hugsaði Sigrid þegar hún fór að taka af borðinu. Ég er bara að velta þvi fyrir mér hvernig hann hefði brugðizt við ef einhver hefði rænt frá okkur Hákoni, þegar hann var smábarn. Hákon. Hákon! Já, barnið hafði einmitt heitið Hákon og þess vegna hlaut stúlkan að hafa orðið svo hrifin þegar hún sá myndina af Hákoni þeirra...

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.