Heimilistíminn - 24.11.1977, Síða 6

Heimilistíminn - 24.11.1977, Síða 6
Linda situr hér fyrir aftan mann sinn, Paui McCartney, á mótorhjólinu. til London á veturna, til þess að geta haft þar okkar eigin egg. Það er hænsnakofi hjá okkur bak við húsið, og þetta eru lik- lega einu hænsnin á þessum slóðum i London. PAUL OG LINDU MCCARTNEY hefur tekizt að hlifa börnum sinum við flestu þvi, sem fylgir þvi að vera börn frægra skemmtikrafta. — Liklega erum við meira með börnum okkar en flestir for- eldrar, þar sem við erum heima flesta daga, eða við skiptum tima okkar milli heimilisins, skrifstofunnar eða upptöku- salanna. A hverju kvöldi borðum við sam- an kvöldmatinn. Ég er ágætur kokkur, enda þótt mér farist betur úr hendi elda- mennska heldur en bakstur almennt. Flesta daga höfum við einhvers konar súpur og kjötrétti. — Við tökum börnin alltaf með okkur, hvert svo sem við förum. Siðast þegar við fórum i hnattferð, fórum við með kennara með okkur, en það var betra heldur en að skilja börnin eftir heima. Maður verður að reyna að forðast að leggja rangt mat á hlutina, eins og reyndar oft vill verða i þessu starfi. Ég reyni að vera eins góð og ástrik við börnin og ég get. Ég reyni að komast hjá miklu umtali. Margt fólk gerir sér ekki grein fyrir, hversu skaðlegt það er. McCartney-hjónin geta nú oröiö fari ð á hljómleika og i leikhús án þess að mjög margir ráðist að þeim og biðji um eigin- handaráritanir. Lindu finnst samt enn, að skemmtilegt gæti verið að geta gengið eftir götunni og horft á annað fólk, án þess að það horfði á þig, svona til tilbreytingar. — Ef þú ert þekkt manneskja, verður þú að venjast þvi að fólk horfi á þig, og þú kemst að raun um, að þú getur ekki gert hluti, sem annað fólk gæti gert án þess að > vera hegnt fyrir það. Það er stærsta vandamálið i raun og veru, vegna þess að þú reynir að vera tillitssamari en þú vildir þurfa að vera. Linda hefur náð jafnlangt og maður hennar, hvað viðkemur þvi, að bjóða hina kinnina, og láta aldrei á sér sjá, að henni þyki miður. — Ég segi við sjálfa mig, láttu sem ekkert sé, en stundum getur það ver- ið býsna erfitt. Ljósmyndaraferill Lindu, sem varð að vikja fyrir húsmóðurhlutverki og tónlist- inni, hefur nú hafizt að nýju, og það með bók hennar Linda’s Pictures, eða Myndir Lindu. — Mig langar til þess að gefa út fleiri bækur og vinúa að alls konar verkefnum á sviði kvikmyndatöku. Það er miklu Ilér er Mary McCartney að stilla sér upp fyrir framan móöur slna og myndavélina niðri við strönd, einhvers staðar. 6

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.