Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 24.11.1977, Qupperneq 37

Heimilistíminn - 24.11.1977, Qupperneq 37
og ákveðnar venjur varðandi jólaborðið og er það vel, þvi fátt er skemmtilegra en setj- ast niður við jólaborð sem er með hefðbundnum ákveðnum svip sem allir kannast við. Sé út af breytt finnst manni jafn- vel að ekki séu jól heldur kannski bara venjulegur sunnudagur, eða einhver ann- ar hátiðisdagur. Þvi miður getum við ekki prentað myndina af jólaborðinu sem hér fylgir með i litum, en það væri að sjálfsögðu miklu skemmtilegra. Þetta er nokkuð ný- tizkulegt jólaborði enda er myndin af sænsku jólaborði og Sviar eru þekktir fyrir einfaldleika og hreinan stil. Kertastjakinn fyrir enda borðsins er úr ljósum við og kertin i honum eru hvit. Kertin tvö sem á borðinu standa með plastgreinakransa utan um eru rauö og á grænum greinunum eru rauð beð. Krans- ar sem þessir eru nú heldur hættulegir þess að virkilega sé hægt að mæla með notkun þeirra. Eitt er vist að notið þið eitthvað þessu likt þá er um að gera að fara varlega og f ylgjast vel með að kertin verði ekki það lág i stjökunum að kviknað geti i krönsunum. A borðinu er fyrst hvitur hördúkur með mjóum rauðum röndum en ofan á hann hefur verið lagðurrenningur sem klipptur hefur verið úr rauðum einlitum vaxdúk. Undir hverjum diski er svo rautt hjarta klippt úr sama efni. Servietturnar sem stungið hefur verið niður i glösin eru allar einlitar rauðar. Kannski getið þið notaö að einhverju þessa hugmynd að jólaborðinu sem hér birtist. Það er sjálfsagt að breyta út af eftir smekk hvers og eins og einmitt smá- breytingar gera hlutina oft geðfelldari og skemmtilegri. Þið, sem ekki hafið lagt á jólaborð áður gerið það sem sagt I fyrsta sinn nú um þessi jól ættuð að gera það af mikilli kostgæfni og natni og skapa ykkur ákveðna mynd af þvi hvernig þið viljið hafa jólin i framtiðinni. Það gefur þeim aukna þýðingu i hugum allra á heimilinu. J Hættu nú pabbi. Min kynslóðog þin munu aldrei skilja hvor aðra. Menn geta oft sýnt það bezt með þvi að þegja að þeir skilja móðurmál sitt vel. Áætlanagerð er aðferð sem veldur þér höfuðverk fyrirfram en ekki eftir á eins og annars hefði verið. Heimurinn er fullur af fólki sem elskar vinnu sumt vill vinna sjálft, annað láta þig gera það. Það eina sem skyggir á gleði mína á sumrin er að ég á ekki nema eina konu . sem ég get sent í burtu frá mér út á land. Hugsa sér gömlu góðu dagana, þegar hægt var að brjóta grammófón- plötur. Það er enginn stigsmunur á heiðarleika. Annað hvort er maður heiðar- legur, eða ekki. Reyndu að vera þú sjálf- ur. Ef þér líkar það ekki, reyndu þá að bæta þig. Maður getur alltaf greint heppni frá hæfileikum með þvi að sjá, hversu lengi ástandið varir. 37

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.