Heimilistíminn - 24.11.1977, Blaðsíða 22

Heimilistíminn - 24.11.1977, Blaðsíða 22
/ Berit Brænne: Þýðing: Sigurður Gunnarsson: 1 1 Sagan um Tóta og systkin hans 4 AFI VAR HEPPINN AÐ ÞESSU SINNI, þvi að margir fallegir urriðar voru i netinu. Og drengjunum fannst ákaflega gaman, þegar afi dró þessa glitrandi, fjörugu fiska inn bátinn og greiddi þá úr netinu. Og auðvitað var afi mjög ánægður með þessa veiði. En allt i einu hætti hann að draga og horfði undrandi niður i vatnið. ,,Hvað getur nú þetta verið?” sagði hann. Bárður hallaði sér út yfir borðstokkinn. ,,Hvað áttu við, afi?” ,,Sittu rólegur, drengur minn,” sagði afi. „Annað hvort hlýt ég að hafa fengið gamla trjárót i netið, eða þá óvenjuloga...” Hann sagði ekki meira, en hélt áfram að draga netið inn með mikilli varfærni. Dreng- irnir fylgdust spenntir með honum. Það leyndi sér ekki, að drátturinn var erfiður. Allt i einu gaf afi frá sér hátt hljóð og sagði siðan: ,,Það er fiskur, — ég sé glytta þarna i hann.” Nú hafði afi hröð tök, og eftir skamma stund 22

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.