Heimilistíminn - 24.11.1977, Síða 20

Heimilistíminn - 24.11.1977, Síða 20
HVERNIG I»Ú ÁTT AÐ SEGJA DÓTTUR ÞINNI, AÐ HÚN SÉ KONA Flestar stúlkur hafa blæðingar f fyrsta sinn einhvern tima frá þvi þær eru ellefu ára og fram til fimmtán ára aldurs. Þetta getur þó gerzt fyrr jafnvel hjá 9 ára telp- um og siðar, allt fram til sautján til átján ára aldurs. Fyrstu merki um að blæöing- ar séu I þann veginn að hefjast eru, að brjo'stin taka aö verða þrýstnari og mjaömirnar verða ávalari. Einnig getur nokkur breyting orðið á framkomu stúlknanna, þær verða ekki eins fyrir- ferðarmiklar og taka að liggja uppi í rúm- inu sinu eöa i sdfanum i þungum þönkum. Þá binda þær gjarnan tryggð við eina vinkonu, fremur en halda sig i hópi margra, eða skipta titt um, eins og háttur eryngri barna. Þegar þú hefur orðið vör við öll þessi merki um að breyting sé i að- sigi, og þtí hefur góðan tima, og telpan virðist vera róleg og I göðu skapi ættir þú að gefa þér tima til þess að taka hana tali, ogsegja henni, að þú haldir, að hún muni áður en langt liður fara að fá blæðingar. Einnig skaltu segja henni, að þú viljir að hún sé vel undir slikt búin, og þess vegna sértu að tala um þetta við hana. Þegar hér er komið sögu mun hún án efa vita sitthvað um kynlif og þaö, hvernig börn verða til, annaö hvort frá sjálfri þér, frá skólanum, úr bókum, eða það sem si'zt er af þessu, frá tali leikfélag- anna á leikvellinum. Vel getur þó verið, a6 hún hafi aldrei hugsaö um neitt af þessu með tilliti til sjálfrar sin, eöa likama sins, og þess vegna sé hún ef til vill dálltiö óttaslegin yfir þvi, sem kann að vera að gerast. Segðu henni, að einn gdðan veðurdag komi ef til vill dálitið blóð út úr leggöng- um hennar — hafðu ekki áhyggjur af þvl aö nota réttu orðin um llkamshlutana. Hún mun skilja þig, jafnvel þótt hún sé ekki nema níu eða tlu ára gömul. Hún get- ur átt eftir að sjá slóð, þegar hún fer á sal- ernið, eða I náttfötunum sinum, þegar hún vaknar einhvern morguninn. Segðu henni frá því, svo hún verði ekki hrædd, þegar þar að kemur. Keyptu lika handa henni bindi eða bómull, sem halda henni hreinni yfir daginn og á nóttunni. Sýndu henni þessa hluti og útskýrðu nákvæmlega hvernig á að nota þá. Vel getur verið, að telpan sé þegar búin að tala við skólasystur sinar um þessa hluti, og þess vegna getur verið ágætt að hlusta á hvað hún hefur um þetta að segja sjálf, vegna þess að börn vilja gjarnan vera sem líkust félögum sinum, á þennan hátt sem á annan. Vel getur verið, að þú notir sjálf tappa. Margar stúlkur geta notað þá frá byrjun, en aðrar eiga I nokkrum erfiðleikum með að koma þeim fyrir. Venjulega er Ilka betra aö stúlkur venjist þvl að hafa tíðir áður en þær fara að hafa áhyggjur af enn öðru, eins og því að koma töppunum vel fyrir. Kenndu telpunni að henda ekki bindum I salernisskálina, þar sem það getur orðið til mikilla vandraeða og valdið stiflun I öllu frárennsli hússins. Flestar stúlkur bera nú með sér stórar töskur, svo þær eiga auðvelt með að hafa með sér varabirgöir af þessum nauösynjum, hvert sem þær fara. Ef t elpan er hrædd um, að blæðingarnar byrji einhvern tima, þegar hún ekki er heima, t.d. I skólanum, I feröalagi eða heima hjá vinum sinum skaltu segja henni að leita ráða hjá fullorðinni konu, ef hún er einhver nálæg. Geröu henni ljóst, að allar konur hafa blæðingar, og full- orðnar konur muni einungis gleðjast yfir þvi að geta hjálpað henni, ef eitthvaö bjátar á. Stúlkan mun vilja fá að vita, hvers vegna hún þurfi að hafa þessar mánaðar- legu blæðingar. Þú getur sagt henni, aö þegar hún sé orðin eða að verða full- þroska kona, þá þykkni sllmhúðin innan á leginu og I þetta festist frjógvað eggið, ef hún væri I þann veginn að veröa barnshaf- andi. Eggið myndi sfðan breytast I fóstrið og síðan I fullburða barn. Þar sem ekki hafi verið um frjógvun eggsins aö ræða hjá henni, þá hreinsist blóðið og vökvinn, sem setzt hafi innan I legið út á hverjum mánuði, og það séu blæöingarnar. Þetta endurtekur sig siðan I hverjum mánuði. Reyndu að gera barni þínu ljóst, að I rauninnisé þetta kraftaverk náttúrunnar, ekki einhver bölvun, sem hún verði að þola. Þetta getur veriðóþægilegt, en þetta er eina leiðin til þess að sjá egginu fyrir forðanæringu þangað til þaö er orðið aö barni, og þvi' sé þetta I raun og veru kraftaverk. Það hjálpar mikið til, ef hún Ef þú átt dóttur, þá hefur þú ákveðnu hlutverki að gegna þegar hún er að verða fullþroska kona 20 y

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.