Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 24.11.1977, Qupperneq 4

Heimilistíminn - 24.11.1977, Qupperneq 4
Linda-kona Bítilsins Paul McCartney Henni hefur verið kennt um, að hún hafi orðið til þess að eyðileggja Bitlana, fólk hefur öfundað hana af þvi að giftast Paul, og það hefur fyrirlitið hana fyrir að hún skuli hafa reynt að taka þátt i tónlistinni með honum. Hver er þessi hún? Það er engin önnur en Linda McCartney, eiginkona Paul McCartney, eins af Bitlunum. Hún hefur látið sér allt þetta lynda, og virzt á yf- Fjölskyldan hefur mjög gaman af hest- um, og þessi mynd er af Paul, Ruth og Heather á hestbaki. irborðinu að minnsta kosti, vera ósköp róleg og i miklu jafnvægi, jafnvægi, sem Bandarikjamenn telja vera af enskum uppruna, en satt bezt að segja er Linda fædd og upp- alin i New York. Linda McCartney er nú 35 ára gömul, og hún er aftur farin að taka myndir, en hún vareinmittljósmyndari, þegar hún giftist fyrir átta árum, og þá bjóst enginn viö, að hún ætti eftir að sinna þvi hugðarefni sfnu á nýjan leik. Linda stundar myndatökurnar af mikíu kappi, og lætur alls ekki þátttöku sina i hljómsveitinni Wings (sem sögð er hafa hærri tekjur en jafnvel Bitlarnir höfðu á sinum tima), húsmóðurstörfin né móður- hlutverkið draga úr þeim á nokkurn hátt. Þau Paul og Linda eiga nú fjögur börn, það fjórða fæddist nú i haust. McCartney-hjónin hafa hóp aðstoðar- manna i kringum sig. Þeir annast bók- haldið, reka fyrir þau skrifstofu, veita þeim góð ráð, og svo er lika hópur ritara, sem vinnur fyrir þau. Allt þetta starfsfólk léttir þeim hin daglegu störf, en þó ein- ungis hvað við kemur starfi þeirra i við- skiptalifinu. A heimilinu hafa þau aðeins einn að- stoðarmann, Rose, sem kemur og hjálpar þeim við húsverkin hálfan daginn. Linda annast sjálf matreiðsluna með hjálp elztu dóttur sinnar, Heather. Hún hefur verið talin hreinskilin, og ef til vill einum um of orðhvöss á almanna- færi, en þannig kemur hún ekki fyrir, ef maður hittir hana eina. — Mér fellur ekki þetta auðmannalif, segir hún. — Flesta hluti gerir maður ósjálfrátt, og þannig finnst mér maður eigi að ala upp börnin sin. Mér finnst ég ekki skipuleggja lif mitt nægilega vel, en samt eru börnin einhvern veginn alltaf komin á fætur á morgnana og i þann veginn að leggja af stað i skól- ann, eins og allt gangi sjálfkrafa. — Ég nýt lifsins svo sannarlega, en ég býst ekki við of miklu. Ég er snortin af hverjum degi sem liður, og dögginni sem fellur á grasið og i rauninni er lif mitt ó- sköp einfalt. Þótt undarlegt megi virðast hafði frægðin ekki eins mikla breytingu i för með sér fyrir Lindu og fyrir Paul. Faðir Pauls var bómullarsölumaður i Liver- pool, móðir hans yfirsetukona, sem dó, þegar hann var 14ára. Linda á ætt sina að rekja til þekktra lögfræðinga innan skemmtanaiðnaðarins i New York, en

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.