Heimilistíminn - 24.11.1977, Síða 18

Heimilistíminn - 24.11.1977, Síða 18
t I léttpylsan þörf nýjung á dögum megrunarkúra Alltaf er eitthvað nýtt að koma á markaðinn frá Kjöt- iðnaðarstöð Sambandsins. Að þessu sinni er það ný pylsa, svokölluð léttpylsa, sem bæt- ist i pylsufjölskylduna frá GOÐA. I vörukynningu frá Goöa segir, aö létt- pylsan sé fitulitil pylsa, og sé henni ætlaö aö koma til móts viö óskir þeirra fjöl- mörgu, sem takmarka vilja fituneyzlu sina. Léttpylsan er framleidd úr kálfa- kjöti, ásamt mögru nauta- og svinakjöti. Mjög er I hóf stillt notkun bindiefnis (mjöls) og árangurinn er hin lúffengasta pylsa, sem jafnvelþeir, sem vilja megra sig, mega boröa. í vörukynningunni segir ennfremur, aö pylsan sér fremur bragömikil, og þvi muni eflaust mörgum finnast bezt, aö hita hana i vatni. Þannig tilreidd nær hún auö- vitaö lika bezt tilgangi sinum sem megrunarfæöa, þvi hitaeiningarnar eru fljótaraö komaí alls kyns steikingu, meö smjöri eða smjörliki. En þaö ætti llka aö vera óhætt að glóðarsteikja léttpyls- una, ekki aukast hitaeiningarnar viö þá matreiösluaöferö, fremur minnka, ef eitt- hvaö er, ef einhver fita sigur úr þvi sem glóðarsteikt er. Léttpylsan, eins og reyndar allflestar pylsur nú til dags, er i plastgöm,og ætliö þiö aö glóðarsteikja hana, brúna eöa baka, verðiö þiö aö sjálfsögöu aö taka plastgörnina utan af fyrst. Og svo eru þaö tvær uppskriftir, sem GOÐI mælir meö fyrir léttpylsuna: Léttpylsa með osti 500 til 600 grömm af GOÐA-Léttpylsu, 75- 100 grömm ostur, 1/4 til hálf púrra. Skerið pylsurnar aö endilöngu, eins og þiö væruö aö skera sundur pylsubrauö, þannig aö þær tolli saman aö neöan. Hreinsiö púrruna, skerið hana i þunnar sneiöar og látið ofan i skuröinn. Stráiö rifnum osti ofan á, bakið i ofni eða glóðið unz pylsurnar eru heitar I gegn og ostur- inn bráðinn. Agætt er aö bera fram grænmeti meö þessum rétti, ásamt hræröum kartöfium og tómatsósu, ef vill. Léttpylsa með reyktu fleksi 500-600 grömm GOÐA-léttpylsa, franskt sinnep eöa tómatsósa, 2laukar eöa 2 epli, 2-3 sneiðar GOÐA-reykt flesk úr grisa- hnakka. Skeriö reykta fleskið i ræmur og brúnið það. Saxiö lauk og epli, bætiö út i og látiö krauma unz laukurinn er mjúkur. Skeriö pylsurnar aö endilöngu, hitiö þær i vatni, brúnið eða glóðiö og raðið þeim á fat. Smyrjiö þær meö sinnepi eða tómat- sósu og hellið laukblöndunni yfir, Berið fram grænmeti með réttinum eöa gróft brauö. Fyrir skömmu birtum viö tvær upp- skriftiraö pylsuréttum. Ekki er aö efa, aö léttpylsan myndi hæfa vel I þá báöa. Næringargildi léttpylsunnar, sam- kvæmt vörulýsingu, sem er utan á hverj- um pylsupakka er sem hér segir i 10 grömmum af pylsu: 11 grömm protein, 6 grömm fita, 4 grömm kolvetni og 114 hita- einingar. Spurt um efni i uppskrift Eldhúskróknum hefur borizt bréf frá Alfhíldi, sem segist ekki vera allt of vel aö sér um bakstur, og biður okkur um nánari skýringar á þremur atriöum, sem fram komu nýlega i uppskrift aö súkkulaöi köku. Spurningar Alfhildar eru þessar: 1. Rasp:er átt við brauörasp, t.d. Paxo, eða eitthvaö allt annað? Svar: Paxo kemur vel til greina, eða einhver önnur tegund af raspi. 2. Möndiumassi: fæst hann tilbúinn i búðum, eöa er það eitthvað, sem maöur býr til? Svar: Ég viðurkenni, að liklega hefði ég átt aö segja marsipan i þessu til- viki, þvi hann hlýtur þú að þekkja, Alf- hildur, og hann er til i búöum. I mat- reiðslubókinni Matur og drykkur eftir Helgu Sigurðardóttur er þetta kallað möndludeig, og sagt frá þvi, hvernig það má búa til heima. Eflaust er uppskrift að þvi að finna i öðrum matreiðslubókum. 3. Dökkt vinberjahlaup: Hvaö er það? Svar: Vinberjahlaup er sama og það sém við köllum lika ,,séli”, og oft er búið til úr rifsberjum. I þessu tilfelli er það búið til úr dökkum vinberjum, og er sem sagt berjahlaup, en ekki venjuieg sulta. Eins og svo oft endranær vil ég minna á, að ekki fer alveg nauðsynlegt að fara i öllum atriðum eftir uppskriftunum. Þá á ég við, aö vel má nota eitthvertannaö hiaup, ann- að hvort sem þið eigið til heima, eða fáið með auðveldu móti i næstu verzlun. Eins má oft breyta til um ávexti i kökum, eftir smekk og aðstæðum, skipta á perum og ferskjum sem dæmi, eða efnum, en þaö ættu bakararnir eða kokkarnir að gera sér ljóst áður en tekið er til við matseld- ina. Alfhildur þakkar allt gott efni, sem birzt hefur i blaöinu og óskar þvi langra lif- daga, og þökkum viö þessar góðu óskir.

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.