Heimilistíminn - 24.11.1977, Side 24

Heimilistíminn - 24.11.1977, Side 24
glaðlega kolli. ,,Ég skal hjálpa þér til að skera þennan fisk á fallega fjöl,” sagði hann ákveðinn. ,,Þú mátt til með að hafa mynd af honum uppi á vegg. Vafa- samt er, hvort slikur fiskur verður nokkurn tima veiddur oftar hér i Bárðarvatni, — að minnsta kosti verður það ekki á meðan við lif- um.” Þvi næst gengu þessir gömlu vinir inn i smiðastofuna. Nokkrum dögum seinna býrjaði pabbi að kenna þeim Bárði og Tóta að synda. Það var nám, sem ekki var hægt að ljúka á einum degi, og þeir gátu ekki heldur stundað það lengi hverju sinni, þvi að fjallavötnin voru köld. En þeir fundu brátt skjólgóða vik, með sandbotni, þar sem ágætt var að æfa sig. Og eftir þvi sem þeir vöndust vatninu betur, þoldu þeir að æfa lengur. Amma hristi höfuðið, þegar hún heyrði þetta. Skoðun hennar var sú, að það gæti ekki haft góð áhrif á heilsuna að sulla lengi i köldu vatni. En pabbi huggaði hana með þvi, að læknirinn ungi hefði sagt, að sundiþróttin væri i eðli sinu ákaflega heilsusamleg, en auðvitað þyrfti að iðka hana með gát og taka tillit til veðurs og varma. Og þá hætti amma alveg að malda i móinn, þvi að hún treysti fullkomlega á hinn unga sérfræðing, eftir að hann hafði læknað mömmu svo fljótt og vel. Þetta sumar lærði Tóti að synda, og hann var ekki litið hreykinn, þegar honum tókst að synda þvert yfir vikina. Bárður náði hins vegar ekki fullum tökum á sundinu þennan stutta tima, sem þeir höfðu til námsins, enda Vár hann tveim árum yngri en Tóti, og þvi töluvert þrekminni. ,,Þú kemst yfir víkina næsta sumar, Bárður minn,” sagði pabbi, ,,þá verður þú orðinn stærri og þrekmeiri, — og ef þú hefðir ekki dottið i vatnið, hefði liklega hvorugur ykkar Iært að synda i sumar. ,,Það er ekki fátt, sem fólki dettur i hug, nú á þessum siðustu timum,” sagði Jón gamli, — ,,það er engan veginn eðlilegt, að menn séu að sprikla i vatni eins og fiskar. Bezt gæti ég trú- að, að einn góðan veðurdag tækju þeir upp á þvi að vilja fljúga eins og fuglarnir,” „Já, hver veit?” sagði pabbi og hló. „Mönn- unum tekst býsna margt, ef þeir aðeins vilja.” „0, svei!” fnæsti Jón gamli. 12. kafli Hvar er Þytur? Dag einn um haustið gerðist óvæntur at- burður i Bárðarbæ. Öllu bústangi var lokið i selinu að þessu sinni og þau höfðu flutt allt niður eftir bæði dýr, mat og muni. Hins vegar skruppu þau aftur upp eftir skömmu seinna til að slá nokkra smábletti sem vel voru sprottnir og fá þannig nokkra bagga af góðu heyi i viðbót til vetrar. Heyið fluttu þau svo heim á þeim Brún og Þyt. Jón gamli og litli Jón voru einnig upp frá við sömu störf þessa daga og gengu á kvöldin yfir i Bárðarbæjarselið til að spjalla um stund. Þannig liðu þrir dagar sem urðu öllum til ánægju þvi að veðrið var gott og haustið skartaði i sinum fegurstu litum. Amma var með eins og við mátti búast, hugsaði um mat- inn og tindi þess á milli mikið af multuberjum með Bárði. Tóti hjálpaði pabba og afa við að raka og Brúnn og Þytur reikuðu ofurlitið um, til að leita að beztu beitartoppunum. Venjulega komu þeir aftur heim, þegar liða tók nokkuð á daginn. Hvorugum þeirra virtist detta i hug að strjúka. En eitt kvöldið kom Þytur ekki heim. Tóti gat ekki áttað sig á þessu eins og vænta mátti. Hann reyndi oft að kalla en það bar eng- an árangur. Þytur sást hvergi. „Hvers vegna kemur Þytur ekki, pabbi?” spurði hann órólegur. Hann vissi, að jarfi og skógarbjörn áttu heima hér upp til fjalla og honum datt i hug, að þeir ættu sök á hvarfi Þyts. „Vertu nú ekki að imynda sér það versta,” sagði pabbi. „Ég skal bráðum leggja á Brún og leita að honum hérna i nágrenninu.” Pabbi fór strax eftir kvöldmatinn. En nú dimmdi fljótt svo að hann gat ekki leitað lengi og hann kom aftur án þess að hafa orðið nokkuð var við Þyt. „Hann kemur áreiðanlega aftur á morgun,” sagði pabbi hughreystandi, „hann hefur bara langað til að fara i stutta kynnisferð.” Tóti gat lengi ekki sofnað. Hann var alltaf að hugsa um Þyt. Það var svo margt, sem gat komið fyrir. Fyrst og fremst var hann i mikilli hættu vegna rándýranna stóru. En svo gat hann lika hafa dottið i gjá eða sprungu og bein- 24

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.