Heimilistíminn - 24.11.1977, Blaðsíða 12

Heimilistíminn - 24.11.1977, Blaðsíða 12
Hinir fengu embætti, og Madvig kirkju- málaráðherra kom i veg fyrir þaö, aö prestarnir væru sviptir embættum. Samkomulagið milli Jóns Guömunds- sonar og Trampe greifa var þannig, aö þeir ræddust ekki viö. Áriö 1854 sakar Jón greifann um, aö hann tef jifyrir bréfum og pósti til sin. En allur pdstur fór þá um hendur stiftamtmanns. Birti Jón um- kvörtun sína i Þjóöólfi undir fyrirsögn- inni: „Gullvæg embættisskil.” Pétur Guðjohnsen skrifstofumaöurhjá stiftamt- manni svaraöi Jóni i blaöinu Ingólfi og var greinin blandin hinum verstu fúkyrö- um, sem minntu á miöur góöan málstaö. En danska valdið tók Jón Guðmundsson aldrei i sátt. Þaö var alveg sama, þó Trampe greifi hyrfi úr embætti. Hann fékk aldrei embætti. Að visu fékk hann skipun sem málfærslumaöur við Yfirrétt- inn, en þaö var mjög illa launaö, og varla hægtaö kalla þaö litilfjörlegan náöarmola af borði yfirvaldanna. 3 En brátt uröu atburöir er breyttu lifi og starfi Jóns Guðmundssonar. Hann fékk starf,sem var við hans hæfi og af sönnum anda þeirra hugsjóna, sem hann unni mest. 1 ágúst 1852 komu menn enn saman á Þingvöllum til fundar til að ræða málefni lands og þjóöar I anda stefnunnar frá 1848 Þarvar meöalannars rætthvemig þjóöin gæti bezt styrkt þá nafnana, Jón Siguðrs- son og Jón Guömundsson. Þar var ákveö- iö að styrkja þá, svo þeir fengju aö ein- hverju leyti bættan skaöann er danska stjórnin bjó þeim. Stofnað var til sam- skota og voru tryggöár talsveröar upp- hæöir. Áriö 1848 var stofnaö i Reykjavfk frjálslynt blaö, og var þaö að nokkru af áhrifum frá Þingvallafundinum. Blaöiö hét Þjóðólfur og var ritstýrt af séra Svein- bimi Hallgrimssyni fyrstu árin. Ritstjór- inn haföi lent i höröum deilum viö yfir- völdin, og var blaöið bannaö um stund, og er óþarft aö rekja það mál hér. Þegar hér var komið sögu, vildi séra Sveinbjörn hætta ritstjórn við blaðiö og fá þaö I hendur annars. Það réöist svo á Þingvallafundinum 1852, aö Jón Guö- mundsson tæki viö Þjóðólfi. Var þessi á- kvöröun þýöingarmikil fyrir Jón, þvi blaöamannastarfiö var lifsstarf hans upp frá þessu. Mörgum þótti það liggja I loftinu, aö Trampe greifi og stiftamtmaöur, myndi veröa Jóni óþægur ljár í þúfu meö blaöa- mennskuna. Það kom lika I ljós. Jón ritaöi honum fljótlega og gerði fyrirspurn til hans, hvort möguleiki Væri á þvi, að hann fengi blaöið prentað áfram I prentsmiöju landsins. Jón fékk ekki svar fyrr en 5. nóvember um haustið og voru honum sett eftirfarandi skilyröi og voru þau alls ekki aögengileg. 12 * 1. Prentun var heimiluö þegar ekki er nauösyn á prentun annars efnis. 2. Greiðslu fyrir prentun 13 1/2 skilding- ur fyrir hverja örk, svo og pappir, skyldi inna af hendi fyrirfram, áður en fariö væri að setja nokkurn staf. 3. Blaöiö sé skyldugt aö birta hverja þá ritgerð eöa skýrslu, sem stiftyfirvöldin óskuöu eftir, tafarlaust og án nokkurrar greiðslu. Sjáanlegt er, aö greifinn hefur talið þetta afkosti og myndu þeir veröa Jóni erfiður þröskuldur yfir aö stíga. En hann athugaöi ekki, aö Jón Guömundsson var maöur sem hvergi lét bugast. Hann gafst aldrei upp. Eins og nærri má geta, var Jón fyrst I stað imiklum erfiðleikum með blaðiö. En hann var viljafastur og ákveðinn og lét aldrei bugast, hvaö sem á dundi. Hann varð allan timann, sem hann gaf Þjóðólf út, að borga prentun og pappir fyrirfram. Þetta voru óvenjuleg viöskipti og sannar- lega ósanngjörn. Jón varö að taka peningalán fyrst i stað til aö halda blaðinu úti. Hann fékk nokk- um stuðning hjá ýmsum velunnurum blaösins, og á stundum fékk hann gjafir frá bændum, sláturfé og sauði. Voru Ar- nesingar þar fremstir i flokki. 4 Jón Guömundsson hóf mikið brautryöj- endastarf meö þvi aö hefja þjóöfreisis- baráttuna áriö 1848, og knýja á dönsk stjórnvöld að gefa islenzku þjóöinni aukið þingræöi og frjálsari stjórnarhætti I anda lýðræöis. Aldrei hefur orðið til jafnáhrifa- mikiö skeið i félagsmálaþróun I landinu ogá árunum 1848 til 1851. Þjóöin Jærði að skipa sér i sveitir, halda fundi gera kröfur samþykkja ályktanirum áhugamálsin og rita og undirrita bænaskrár til yfirvald- anna. Island var aö vakna af aldalöngum svefni.En i kjölfar þessafylgdi fleira og Jón Guömundsson varö þar lika i hlut- verki brautryöjandans. Hann hóf starf sem blaðamaður og fylgdi þar fram ákveðinni stjórnmála- stefnu, þjóöfrelsisstefnunni, og var þaö nýlunda hér á landi, aö blaö var stofnað um ákveðina stefnu i þjóömálum. Þetta var nútimalegt og I raun og sann alveg á heimsmælikvarða. Með starfi sinu viö Þjóðólf hóf Jón Guðmundsson blaða- mennskuna til vegs i islenzku þjóölifi. Hann sannaöi þaö f raun með starfi slnu sem ritstjóri Þjóðólfs, aö islenzkur al- menningur var fær um aö fýlgja ákveð- inni stefnu i þjóðmálum eins og gerzt hafði í nágrannalöndum okkar. Jón túlkaöi málefnin á mannlegan og rökrænan hátt. Hann var boöberi réttinda til handa vinnandi fólki, frelsi i athafnalff- inu,frelsii verzlunarmálum, framförum i landbúnaöi og sjávarútvegi, bættum sam- göngum innan lands og milli landa, aukn- um og fullkomnari póstgöngum. Meöan hann var ritstjóri Þjóðólfs náöist aö t nokkru sigur i sumum þessum atriðum. Verzlunin var gefin frjáls 1. april 1855 og prentfrelsi fékkst litlu siöar. Blað hans varð vekjandi og sannfærandi. Hann rit- aöi um málefnin á rökrænan og skynsam- legan hátt, án öfga og helypidóma. Hér kom honum að notum hin langvinna og mikla reynsla i málfærslu. Jóni Guðmundssyni hefur veriö þaö vel ljóst við upphaf ritstjórnar sinnar viö Þjóðólf, aö fram undan var kyrrstöðu- og afturhaldstimabil f islenzkum stjórnmál- um. Hann kynntist vel sjónarmiðum danskra stjórnmálamanna, meöan hann dvaldist i Kaupmannahöfn þrjá vetur, og hafði viö þá náin viðskipti. Hann vissi aö meðan Friðrik 7. var konungur i Dan- mörku, þurfti ekki að bú ast við miklum breytingum. Enda var raunin sú. En hitthefur Jón Guðmundsson ekki ór- að fyrir, aö bráðlega kæmu upp málefni i islenzka þjóðfélaginu, er sundruðu fylk- ingu þjóðfrelsismanna og gjörbreyttu sjónarmiðum manna.En þetta varö raun- in, og bar það að á undarlegan hátt. Skal það nú rakiö i stuttu máli. Fyrra málið var kláöamálið. Fjárkláð- inn siöari gaus upp siöla árs 1855. Flestir telja aö hann hafi borizt til landsins með hrUtum, er séra Sigurður Thorarensen, prestur i Hraungeröi, flutti inn frá Skot- landi. En aðrir telja, aö hann hafi alltaf verið i landinu frá þvi hann barst hingaö fyrst upp úr 1760. Rök eru gild fyrir báö- um þessum skoðunum, en veröa ekki rak- in hér. Fjárkláöinn olli fljótlega allmiklum deilum og skiptust menn i tvo andstæöa flokka. Annars vegar niöurskurðarmenn en hins vegar lækningamenn. Meiri hluti bænda á Suðvesturlandi, I Borgarfiröi og á Noröurlandi, uröu eindregnir niður- skurðarmenn að fáum undantekningum. Danska stjórnin greip til þess ráös aö nota tæplega aldagamla reglugjörð frá fyrri fjárkiáðanum og hóf niðurskurö. Þaö var gert á vissum svæöum en mis- heppnaðist. Lækningamenn hófu baráttu sina og varö litt ágengt, þviraunin var, aö aðferðir þeirra voru ófullnægjandi eins og reynsla siðari tima hefur leitt i ljós. Fjárkláöinn boöaði mikla vá i islenzku fjárhags- og atvinnulifi. Mikill hluti landsmanna átti mikiö undir sauðfjárbú- skapnum komið. Hann var liftaug þjóöar- innar. Svo háttaöi til, að Þjóöólfur var Ut- breiddastur á þvi svæöi þar sem niöur- skurðarmenn voru fjölmennastir, þaö er I Arnes- og Borgarfjarðarsýslu. Þetta leiddi til þess, aö Jóni Guömundssyni var nauðugur einn kostur aö fylgja þeim aö málum að mestu, enda höföu bændur I uppsveitum Arnessýslu styrkt hann dyggilega á fyrstu árum hans viö Þjóöólf. Hann studdi þvi málstaö þeirra, en varö Framhald á bls. 25

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.