Heimilistíminn - 24.11.1977, Side 11

Heimilistíminn - 24.11.1977, Side 11
§á*Si HUs Jóns Guðmundssonar að Aaðalstræti 6 (fyrir miðju). Teikning eftir dr. Harald Krabbe. og varð að endurgreiða það, er innheimzt hafði. Jón Sigurösson var kosinn forseti Hafn- ardeildarBókmenntafélagsins 1851. Hann fékk Jóni Guðmundssyni þaö verkefni um veturinn að ritstýra Skfrni og ritaði Jón fréttirnar ihann ogtókst það með miklum ágætum. Um veturinn ræddu þeir nafnarnir mál- efni lands og þjóðar og skipulögðu vænt- anlegan málflutning og stefnu sina i þjóðmálum. Þeirgáfu lít skýrslu um þjóð- fundinn og birtu þar tillögur sinar um væntanlega stefnu i þjóðmálum landsins og frelsismálinu. Þeir sendu þetta öllum fylgismönnum sinum á þjóðfundinum. Aöalatriöi hennar eru i stuttu máli: 1. Hvatning til þingmanna um að standa saman og leitast viö að upplýsa alþýðuna sem allra bezt og hvetja hana til sam- heldni og þolgæði á hættusömum timum er framundan væru. 2. Þingmenn skýri fyrir landsmönnum hugmyndir urn stjórnarmálefni landsins og uppástungur þær, sem fram hafa kom- ið um það. 3. Þingmenn treysti sem bezt samband milli sln, og móti um það ákveönar að- ferðir og reglur, og jafnvel að þeir geti hitzt á ákveðnum timum. 4. Rituð veröi á komandi sumri bænar- skrá, og sem allra flestir riti undir hana, um verzlunarfrelsi við allar þjóðir, sam- kvæmt ætlun þjóðfundarins. 5. Fundir veröi haldnir alls staöar i þessu skyni, og svo jafnframt til að glæöa hjá mönnum áhuga á öðrum mikilvægum málefnum. 6. Fleiri bænarskrár um stjórnbótarmál ið verði sendar, einkum úr þeim sýslum, sem ekki hafa sent þær i vetur. 7. Þeir brýna sérstaklega fyrir þing- mönnum, að þeir geri allt til þess, að, al- þýöa hvorki láti skelfast né hugfallast. Þessi atriði eru pll mjög mikilvæg þeg- ar ævi Jóns Guðmundssonar er athuguð og stefna hans á komandi árum, og er í raun og veru sú stefnuskrá sem hann fylgdi á löngum stjórnmálaferli sinum og ritstjórnarstarfi við áhrifamesta blað landsins um rúm 20 ár. 2. Um vorið 1852 sigldi Jón Guðmundsson frá Kaupmannahöfn og varö vel reiðfari. Hann kom tilReykjavikur 1. mai. Það var ekki bjart framundan hjá honum við kom- una til Reykjavikur þetta vor. Hann var atvinnulaus og i atvinnubanni dönsku stjórnarinnar.en það var úrskurðaö 8. júli 1852. Þannig var ævistarf hans fram að þessu aö nokkru eyöilagt og lagt I rúst. Hann haföi með ærinni fyrirhöfn búiö sig undir embættisstarf með dýrri menntun og náð réttindum til að gegna embætti sýslumanns. En nú var allteyðilagt fyrir honum, vegna þess hann fylgdi fram kröf- um þjóðar sinnar. En Jón Guömundsson hafði áöur séö það dökkt 1 áiinn. Hann gafst þvi hvergi upp. Hann var ákveöinn að yfirbuga erfiöleikana. Það hefur þegar verið greint frá þvi, hvernig dönsku yfirvöldin reyndu að koma Jóni Guðmundssyni á kné. En nú hófust ofsóknir af hendi Trampe greifa, óvenjulegar og illskeyttar ofsóknir. Hér var ófagur leikur settur á svið af danska valdinu i landinu. Voldugur og slægvitur ráðamaöur erlendur hóf aö ofsækja fá- tækan og veikbyggðan mann, meina hon- um um llfsframfæri af menntun sinni og starfi, er hann átti rétt á samkvæmt lög- um rikisins. Hér var ofurvald erlendrar þjóðar beitt gegn umkomulausum ein- staklingi. Hér var sannarlega um aflsmun að ræða og hann ekki litinn. En engum dylst, sem kannar þessa sögu, að sigurinn varð Jóns Guömundssonar. Jón Guðmundsson hefur alls ekki óraö fyrir þvi, að hann yröi eins hart úti um at- vinnu og raunin varö. Hann sótti um Gull- bringu- og Kjósarsýslu.Danska stjórnin hafði mælt með honum, að hann fengi þessa sýslu áöur en til átakanna kom. En nú var annað hljóð komiö i strokkinn. Og var ekki um að ræða aö hann fengi sýsl- una né annaö embætti. Það var greinilegt, að það átti að svelta hann til hlýöni. Jón var alvanur málflutningi siöan hann vann á skrifstofu bæjarfógetans I Reykjavik. Hann gerði sér ral vonir um, að hann fengi að flytja mál fyrir Yfirrétt- inum. En hann komst flótlega um raun um það, aö þessi leið var honum einnig lokuö. kn I stað hans voru teknir ólög- læröir menn, jafnvel guöfræöingar. Trampe greifi reyndi jafnvel að banna Jóni málfærsluieinkamálum, og visaöitil úrskurðar stjórnarinnar um atvinnu- bannið, er þegar var getiö. Þaö stóð ekki á röddum sem hvisluðu að Jóni, að sættast við yfirvöldin, og var Pétur Pétursson, siðan biskup, þar fremstur i flokki. En Jón hlustaði ekki á slikt. Ekkert var honum jafnfjarlægt. Hann var ákveðinn I þvf að gefast ekki upp. Hann segir i bréfi: „Ég lifi vel á blautum fiskieinmata hvern miðdag og er jafnkátur og hress og fyrri, ef ekki betur, þvi ekki bogna ég fyrir þeim”. Jón Guðmundsson var eini af embættis- mönnum á þjóöfundinum, sem þar sýndi mótstööu er settur var 1 atvinnubann. 11 f v

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.