Heimilistíminn - 24.11.1977, Síða 5

Heimilistíminn - 24.11.1977, Síða 5
móðir hennar fórst í flugslysi. Linda ólst upp i Scarsdale, einni af betri útborgum New York, og þar vandist hún þvi að sjá frægar stjörnur á borð við Hopalong Cassidy eða Hoagy Charmichael við kvöldverðarborðið heima hjá henni. — Skemmtanaiðnaðaurinn fannst mér svo sem ekki nema hversdagslegur og eðli- legur lifsmáti fyrir fólk, og góð til þess að sjá sér farborða i lifinu, segir hún. Þrátt fýrir það, lágu leiðir hennar ann- að eftir skólanáminu lauk. Eftir að hún hafði lokið háskólanámi (hún lærði þar listir og sögu) giftist hún og eignaðist sina fyrstu dóttur, Heather, sem Paul hefur nú ættleitt formlega. Þegar þetta fyrsta hjónaband endaði með skilnaði, fluttist hún til Tucson, Arizona, og þar fór hún að læra myndatökur. Timinn, sem hún dvaldist i Tucson, breytti lifi hennar á margan hátt. Þar komst hún i kunningsskap við skapandi fólk, rithöfunda, listamenn og leikara, og þegar hún kom aftur til New York, fór hún að leggja stund á rokktónlist. Hún fór að fara á blaðamannafundi og taka myndir, og fór einnig að fara út meö ýmsum tón- listarmönnum Þegar hún kom til London árið 1967, var fariö með hana i Bag o’Nails klúbbinn til þess aö hlusta á Georgie Fame, og þar hitti hún i fyrsta skipti Paul McCartney. — Við veittum hvort öðru athygli, þarna strax, og okkur leizt vel hvoru á annað, sagði hún siðar. En ekkert gerðist þó fyrr en ári siðar. Lennon og McCartney voru i NewYork og héldu þar blaðamannafund i sambandi við stofnun hljómplötufyrir- tækis sins, Apple. Linda sat þarna á fremsta bekk meö Pentax-myndavélina sina. Þegar Paul gekk i saiinn sagði hann: — Hæ, hvernig hefurðu það? Þau tóku tal saman og eyddu saman kvöldinu, og næsta morgun ók hún út á Kennedy-flug- völl til þess að kveöja hann. Þegar hann kom aftur til New York fáeinum dögum siðar, bauð hann henni til London. Þau hafa verið saman upp frá þvi. Heimili McCartney-hjónanna i London er stórt viktorianskt hús, skammt frá Regent’s Park. Paul keypti þaö áriö 1965 fyrir 40þúsund sterlingspund,endurbætti það, og næstum byggöi að nýju, og er nú að byggja viö það, til þess að fjölskyldan, sem stöðugt vex, komist þar öll fyrir. Dæturnar þrjár eru Heather, Mary og Stella, og svo nýfædda barniö. í Skotlandi eiga þau hjón 600 ekra sauö- fjárjörð, en húsiö á jörðinni segir Linda aö sé aöeins tvöherbergi og eldhús. Svo eiga þau hús i Sussex, og að lokum sumar- heimili á Sardiniu. — Við förum til Skotlands hvenær sem viö höfum tima til vegna vinnunnar, en viö komumst helzt þegar börnin eru i skólafriunum, segir hún. — Venjulega reynum viö að haga þvi svo, að við séum i London á meðan skólinn stendur. Ég hef gert heimili okkar bæði vinaleg og hlýleg á allan hátt. Það má sjá, að þau eru að okkar smekk bæði tvö. — Viö ræktum mikiö af okkar eigin mat, hvair svo sem við dveljumst.Ég rækta til dænns alla tómata sjálf, og i Skotlandi rækta ég það dásamlegasta grænmeti, sem hugsazt getur. Ég var til dæmis að Mikiöer af skemmtilegum myndum 1 fjöl- skyldualbúmi McCartncy fjölskyidunnar. Þar eru myndir af foreldrunum og börn- um þeirra. Þessi mynd er af Paul, Lindu og Mary, og var hún tekin árið 1972. taka upp hvitkál, og rauðbeður sauö ég niður, sem ég sjálf hafði ræktaö. Ég bý sjálf til alla sultu sem viö notum, og allt súrsað grænmeti. Duncan garðyrkju- maðurinn okkar, aðstoðar okkur viö rækt- unina og hugsar um garðana, á meöan viö erum i burtu, en ég vil helzt sjálf fá að setja niður. — Svo erum við lika með hænsni, og viö förum meira að segja með þau með okkur Þau hafa nú verið gift í átta ár, og lifa hamingj usömu lífi með börnum sínum f jórum 5

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.