Morgunblaðið - 17.07.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.07.2004, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 193. TBL. 92. ÁRG. LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Upplifanir á Íslandi Séverine Daucourt-Friðriksson fær ljóðaverðlaun Menning Lesbók, Börn og Íþróttir Lesbók | Saga um tangó  Sárt grátinn sjómaður Börn | Grísku guðirnir og Herkúles  Ungir leikarar Íþróttir | Árni Gautur til Vålerenga  Valsstúlkur töpuðu stigi í Frostaskjólinu VIRTUR súnníklerkur í Írak, Sheikh Akram Ubayed Furaih, skoraði í gær á fylg- ismenn sína að hefja heilagt stríð gegn bandaríska herliðinu í landinu, og hótaði því að borgin Ramadi yrði að „grafreit“ fyrir bandaríska hermenn. „Ég skora á bræður mína, sjíta og alla aðra trúarhópa að hefja heilagt stríð (jihad) gegn bandaríska hernum og hrekja hann á brott frá Írak,“ sagði Furaih í vikulegri bænastund í borginni, sem er um 100 km vestur af Bagdad. „Ég hvet alla írösku þjóðina til að heyja heilagt stríð gegn Bandaríkjamönnum,“ sagði Furaih ennfremur. Hann sat í þrjá mánuði í fangelsi eftir að bandaríski herinn handtók hann, og í síðustu viku réðust her- menn inn á heimili hans. Áhyggjur Bandaríkjastjórnar Varnarmálaráðherra Taílands sagði í gær, að síðustu taílensku hermennirnir hyrfu á brott frá Írak 20. september, og lyki þá umdeildri eins árs veru þeirra í landinu. Fjögur þeirra 32 ríkja sem sent hafa mannskap til Íraks hafa nú kallað lið sitt heim eða sagst munu gera það. Er Banda- ríkjastjórn sögð hafa nokkrar áhyggjur af þessari þróun, því vera alþjóðlegs herliðs í Írak er forsenda þeirrar fullyrðingar Bandaríkjamanna að alþjóðasamfélagið styðji herför þeirra til Íraks. Klerkur í Írak hvetur til stríðs Ramadi, Washington. AFP, The Washington Post. BANDARÍSKA kaupsýslukonan og lífs- stílsfrömuðurinn Martha Stewart var í gær dæmd í fimm mánaða fangelsi fyrir innherjasvik. Hún hlaut ennfremur fimm mánaða stofufangelsisdóm fyrir að hafa logið að lögreglumönnum, og var gert að greiða 30 þúsund dollara sekt, eða sem svarar rúmum tveimur milljónum króna. Stewart hefur þegar áfrýjað dómnum og mun ekki þurfa að byrja afplánun fyrr en áfrýjunin hefur verið tekin fyrir. Stew- art og verðbréfamiðlarinn hennar, Peter Bacanovic, voru í mars fundin sek um samsæri, hindrun á framgangi réttvís- innar og ljúgvitni í tengslum við sölu Stewarts á hátt í fjögur þúsund hlutabréf- um í líftæknifyrirtækinu ImClone. Reuters Martha Stewart kemur úr réttarsal í gær. Stewart í fangelsi New York. AP. HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTIÐ og lyfjahópur Félags íslenskra stórkaupmanna freista þess að ná samkomulagi um frekari lækkan- ir á lyfjaverði, en allt útlit er fyrir að hækkun á lyfjakostnaði Trygg- ingastofnunar milli áranna 2003 og 2004 verði að minnsta kosti átján prósent miðað við núver- andi forsendur en ekki níu pró- sent eins og ráð var fyrir gert. Að sögn Eggerts Sigfússonar, deildarstjóra á skrifstofu lyfja- mála í heilbrigðisráðuneytinu, var áformað að spara 450 milljónir á lyfjareikningi TR í ár miðað við fjárlög en sá sparnaður þyrfti í dag að vera nær milljarði, að hans sögn vegna aukinna út- gjalda. Samkomulag lyfjaverðsnefndar og FÍS, sem kom til framkvæmda að fullu 1. júlí sl., gerði ráð fyrir 300 milljóna króna sparnaði á ári miðað við heildsöluverð og 500 milljónum í smásölu. Reglugerð um viðmið- unarverð í gildi 1. ágúst „Það samkomulag sem þarna náðist var ekki þægilegt miðað við forsendur fjárlaga fyrir þetta ár og það þyrfti að ná meiri sparnaði, þannig að þeir samn- ingar eru í gangi,“ segir Eggert. Gildistöku reglugerðar um við- miðunarverð lyfja í þremur kostnaðarsömustu flokkunum, sem taka átti gildi 1. maí, var frestað í kjölfar samkomulagsins, en hún tekur gildi að óbreyttu 1. ágúst. Kostnaðarhlutdeild TR miðast við ódýrasta lyfið í hverj- um flokki. Útlit fyrir minnst 18 prósenta hækkun á lyfjakostnaði Tryggingastofnunar Spara þyrfti milljarð í kaupum á lyfjum HJÓLREIÐAKAPPARNIR sem nú reyna með sér í Tour de France, þekktustu hjólreiða- keppni heims, geystust um sól- blómabreiður í 12. áfanga keppninnar, sem hjólaður var í gær. Ítalinn Ivan Basso var sig- urvegari dagsins, en Banda- ríkjamanninum Lance Arm- strong, sem sigrað hefur í keppninni undanfarin fimm ár, gekk vel og færðist nær sínum sjötta sigri, en enginn hefur náð að sigra svo oft í keppninni. Hafa einhverjir gárungar því gefið keppninni nafnið „Tour de Lance“. Síðasti áfanginn verður hjólaður 25. júlí, og lýkur í Par- ís. Reuters Armstrong þokast nær nýju meti HAGFRÆÐINGAR í Finnlandi sögðu í gær, að vægi Nokia-fjar- skiptafyrirtækisins í finnsku efnahagslífi væri orðið hættulega mikið. Er gengi þessa eina fyrirtækis, sem nú á í nokkrum erfiðleik- um, farið að ráða miklu um það hvort um er að ræða hagvöxt eða sam- drátt í landinu. Á síðustu árum hefur Nokia staðið undir rúmlega 5% af vergri þjóðarframleiðslu í Finnlandi og til þess mátti rekja 0,4 prósentustig af hag- vexti áranna 2001 og 2002. Á síðasta ári sló hins vegar í bakseglin hjá því og þá var hagvöxturinn í Finnlandi 2% en ekki 2,2% eins og ella hefði orðið. Síðan hefur staðan versnað enn. Salan í mars til júní minnkaði um 5%. Nokia hefur brugð- ist við erfiðleikunum með því að flytja hluta framleiðslunnar til lág- launalanda eins og Eistlands en efnahags- sérfræðingar segja, að það auki enn hin nei- kvæðu áhrif á efna- hagslífið. Anthony de Carv- alho, hagfræðingur hjá rannsóknastofnun efnahagslífsins í Finn- landi, sagði í gær, að það væri brýn nauðsyn að skjóta fleiri stoðum und- ir efnahagslífið en bætti við, að nýir vaxtarbroddar væru þó ekki í aug- sýn. Taka vara fyrir of miklu vægi Nokia Finnskt efnahagslíf rís og hnígur með gengi eins fyrirtækis Helsinki. AFP. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.