Morgunblaðið - 17.07.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.07.2004, Blaðsíða 24
DAGLEGT LÍF 24 LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga. Bílar frá dkr. 1.975,- pr. viku. Innifalið í verði; ótakmarkaður akstur, allar tryggingar, engin sjálfsábyrgð. (Afgr. gjöld á ugvöllum). Höfum allar stærðir bíla, 5 – 7 manna og minibus 9 manna og rútur með/án bílstjóra. Sendum sumarhúsaverðlista; Dancenter sumarhús Lalandia orlofshver , Danskfolkeferie orlofshver Hótel. Heimagisting. Bændagisting. Ferðaskipulagning. Vegakort og dönsk GSM símakort. Fjölbreyttar upplýsingar á heimasíðu; www.fylkir.is www.fylkir.is sími 456-3745 Bílaleigubílar Sumarhús DANMÖRKU iðunn tískuverslun Útsala Kringlunni, s. 588 1680 Seltjarnanesi s. 561 1680 Útsala Útsala Útsala 1 4 4 4 w w w. g u l a l i n a n . i s LÍFSSTÍLL Hundasúru- og skarfakálssalat, njólasúpa, birki-kryddaðar fjallakótilettur, hvannar- og agúrku-dúet, fjallakaffi og fleira er meðal kræsinga sem bornar eru á borð í nýju matreiðslukveri fyrir ferðamenn „Með veislu í farangrinum“. Þær Ingibjörg Guðrún Guðjónsdóttir og Ragnheiður Ingunn Ágústsdóttir kynntust á fjöllum fyrir tæpum tveimur áratugum en þær hafa báðar starfað við leiðsögn og kokkamennsku í fjallaferðum. „Fátt er ánægjulegra á ferðalögum en að elda góðan mat með skemmtilegu fólki. Því fannst okkur upplagt að taka saman uppskriftir sem okkur hefur fundist þægi- legt að nota í tjaldútilegum, fjallaskálum eða sumar- bústöðum og gefa þær út á bók svo þær verði aðgengi- legar fyrir sem flesta,“ segja þær m.a. í inngangi að bókinni. Ragnheiður segir að þær hafi viljað gefa út bók með sínum uppáhaldsfjallauppskriftum en grilluppskriftir mæta afgangi í þessari bók og áhersla lögð á uppskriftir af mat sem eldaður er á prímus. „Við vildum víkka sjón- deildarhringinn og sýna uppskriftir sem við notum alltaf, því það er nóg til af bókum með grilluppskriftum. Við notum mikið úr náttúrunni og blöndum hinum og þess- um kryddum við,“ segir Ragnheiður sem sjálf bjó í Frakklandi og N-Afríku um nokkurra ára skeið. Ragnheiður segir að bókin geti nýst hverjum sem er og uppskriftirnar séu alls ekki flóknar. Fremst í bókinni eru listar yfir útbúnað sem hugsaðir eru til stuðnings. „Það er ágætt að hafa þá til hliðsjónar svo fólk sé ekki að taka of mikið með sér í ferðalagið,“ segir hún. Í bókinni eru skondnar sögur af uppákomum með hópa erlendra ferðamanna á fjöllum og góð ráð gefin hér og þar um síðurnar, ásamt girnilegum uppskriftum. „Allt er leyfilegt í eldamennsku utandyra og bara spennandi og ævintýralegt ef maturinn verður öðruvísi á bragðið en til stóð,“ segja þær einnig í innganginum. Fjallabrauð 5 dl ylvolgt vatn 50 g pressuger (1 bréf þurrger) 2 tsk salt 2 tsk olía eða smjör 8 dl rúgmjöl/heilhveiti 8 dl hveiti Blandið öllu saman og látið hefast í hálftíma. Rúllið deiginu upp á dauðar greinar sem búið er að skera börkinn af og bakið yfir eldi eða á grilli. Njólasúpa Njólablöð geta komið í staðinn fyrir spínat, sér í lagi nýsprottin, þá má sjóða þau og hafa sem meðlæti eða út í salat. 200 g njólablöð 1 blaðlaukur 2 l vatn 3 grænmetisteningar 3 msk smjör 4 msk hveiti pínulítið af blóðbergi salt og pipar Saxið njólablöðin og blaðlaukinn, sjóðið í vatni ásamt grænmetisten- ingunum þar til laukurinn er meyr. Bakið upp smjörbollu, bætið soðinu af njólablöðunum og lauknum í þar til súpan hefur þykknað. Hellið  MATARKISTAN|Með veislu í farangrinum Ýsa með hunda- súrum og njólasúpa Njólasúpa: Herramannsmatur í ís- lenskri náttúru.Með hundasúrum: Ýsan undirbúin og laukurinn á pönnunni á prímusnum. Veisluréttur: Smjörsteikt fíflablóm. Morgunblaðið/Árni Torfason Ljósmynd/Ragnheiður Ágústsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.