Morgunblaðið - 17.07.2004, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 17.07.2004, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2 og 10. KRINGLAN Sýnd kl. 12, 3, 5.30 og 8. STÆRSTA MYND ÁRSINS Í BANDARÍKJUNUM. STÆRSTA TEIKNIMYND ALLRA TÍMA. STÆRSTA GRÍNMYND ALLRA TÍMA. STÆRSTA MYND ÁRSINS Í BANDARÍKJUNUM. STÆRSTA TEIKNIMYND ALLRA TÍMA. STÆRSTA GRÍNMYND ALLRA TÍMA. STÆRSTA MYND ÁRSINS Í BANDARÍKJUNUM. STÆRSTA TEIKNIMYND ALLRA TÍMA. STÆRSTA GRÍNMYND ALLRA TÍMA.  HL Mbl Kvikmyndir.is Frumsýning Sýnd með íslensku og ensku tali.  Allt er vænt sem vel er grænt. KD. Fréttablaðið. Ó.H.T Rás 2 ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2, 4, 6 og 8. Íslenskt tal. / Sýnd kl. 6, 8 og 10. Enskt tal. AKUREYRI Sýnd kl. 4.10. HÁDEGISBÍÓ MIÐAVERÐ KR. 400 Á ALLAR MYNDIRKL. 12 Í SAMBÍÓUM, KRINGLUNNI SV.MBL Ó.H.T Rás 2 SV Mbl Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. Kvikmyndir.is Sýnd í stórum sal kl. 9.Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 10.15. Sigurvegari CANN ES og EVRÓPSKU KVIKMYNDAVERÐ LAUNANNA, bráðfyndið meista rastykki. STÆRSTA MYND ÁRSINS Í BANDARÍKJUNUM. STÆRSTA TEIKNIMYND ALLRA TÍMA. STÆRSTA GRÍNMYND ALLRA TÍMA. Frábær ný gamanmynd frá Coen bræðrunum.  HL Mbl Kvikmyndir.is Kvikmyndir.is Frumsýning Sýnd kl. 3, 8 og 10. Sýnd með íslensku og ensku tali. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. Enskt tal. / Sýnd kl. 3, 5, 7. Íslenskt tal. Sýnd kl. 3 og 8. „Ansi fyndin mynd, uppfull af myndlíkingum og húmor.“ - Ó.Ö.H., DV  Allt er vænt sem vel er grænt. KD. Fréttablaðið. Ó.H.T Rás 2 Sýnd kl. 3 og 5.30. SV.MBL Og svar þeirra félaga var:„með tveimur gíturum,trommum, bassa og smáhljómborði“. Óþolandi. Þetta hefðu Bítlarnir sagt líka. Frumburður Franz Ferdinand, sem kom út í febrúar síðastliðnum, er hins vegar svo góð plata að maður varð bara að spyrja. Mig rekur ekki minni til að hafa heyrt jafngóðan frumburð sveitar lengi vel. Franz Ferdinand er fullkomlega mótuð, skínandi af öryggi, frumleg og list- ræn, um leið og hún er óendanlega grípandi og „grúví“. Semsagt, of gott til að vera satt. Á vel sóttum tónleikum þeirra fé- laga á Hróarskeldu varð manni ljóst að það væri hægt að gefa hvert og eitt einasta lag þeirra út á smáskífu. Lag ársins er enda seinni smáskífa sveitarinnar, „Matinee“. Hvílík snilld! Franz Ferdinand er besta ný- rokkssveit í heimi í dag, það sver ég og sárt við legg. Það var því gleðilegt að fá tæki- færi til að ræða við tvo meðlimi sveitarinnar, þá Bob Hardy bassa- leikara og Paul Thomson trommara. Viðtalsaðstæður í Hróarskeldu eru nú ekki glæstar og var okkur húrrað inn í ámátlegan og lítt vistvænan skúr. Þar settumst við niður, supum á Tuborg og gerðum að gamni okk- ar. Bob og Paul reyndust ljúflings- piltar og greinilega ekki búnir að átta sig á þeirri „rennireið“ sem sveitin er búin að vera í síðastliðna mánuði. Enda á sveit eins og Franz Ferdinand ekki að geta selt plötu í 1,2 milljónum eintaka. Það á bara ekki að vera hægt. Leiddist í listaskóla Það var líka erfitt að skilja hvað þeir félagar voru að segja. Skoski hreimurinn getur verið allsvaka- legur en af honum átti Paul nóg. En hér kemur það helsta: „Það geta allir gert þetta,“ segir Bob og heldur áfram að svara spurn- ingunni sem ég byrjaði á. „Æfingin skapar meistarann,“ bætir Paul við. Svo hlæja þeir báðir. Þið hittust allir í listaskólanum í Glasgow, er það ekki? Bob: „Við búum þar allir núna, já. Við hittumst í gegnum félagslífið í listaskólanum sem er mjög öflugt. Ég flutti til Glasgow frá Bradford til að læra við skólann. Ég útskrifaðist í fyrra!“ Paul: „Ég var hins vegar að vinna í skólanum. Ég lærði í listaskólanum í Edinborg og hafði lítið gaman af því. Ég fór til Glasgow í þeim til- gangi að komast í hljómsveit og komst í kynni við Bob, Alex (Kapranos, söngvara og gítarleik- ara) og Nick (McCarthy, gítarleik- ara, söngvara og hljómborðleik- ara).“ Bob: „Ég rakst inn í þetta band fyrir hreina tilviljun. Ég ætlaði ekk- ert að vera í henni lengi (þögn). Get- ur þú hjálpað mér út úr þessu rugli (allir hlæja)?“ Það hlýtur að vera skrýtið að vera í þeirri stöðu sem þið eruð í núna? Paul: „Þetta er sannarlega stór- furðulegt. Ég átti engan veginn von á því að þetta færi svona.“ Bob: „Stóra hugmyndin hjá okkur var að láta pressa 500 sjötommur í Tékklandi og selja. Svo fer allt í gang. Vúbbs!“ Þið eruð væntanlega búnir að vera stanslaust á tónleikaferðalagi … Paul: „Við erum búnir að vera að síðan í september. Tókum okkur smá frí um jólin en þetta er búið að vera mjög stíft. En mjög skemmti- legt líka.“ Bob: „Þetta er skrýtið. Maður er orðinn vanur því að aðrir hugsi fyrir mann. Ég verð pirraður ef það er ekki til sódavatn baksviðs og svoleið- is (hlær).“ Snilldaruppfinningar Eruð þið farnir að semja fyrir næstu plötu? Paul: „Já. Við reynum að nýta hljóðprufurnar í það. En svo þurfum við tíma til að fínpússa hugmynd- irnar. Ætli við byrjum ekki að taka upp snemma á næsta ári.“ Eruð þið miklir áhugamenn um tónlist? Bob: „Ó, já. Við erum tónlistar- nerðir. Hljómsveitin er tilkomin vegna þess. Við erum alltaf að kaupa plötur og tala um tónlist. Snilld- arlegasta uppfinning mannsins er i-pod (MP3-ferðaspilari, framleiddur af Macintosh). Og líka farsímar og Netið.“ Myndböndin ykkar eru nokkuð svöl. Gerið þið þau sjálfir? Paul: „Hugmyndirnar koma frá okkur og við erum með puttana í þessu. T.d. í myndbandinu við „Take Me Out“ þá erum við að vísa í Bau- haus-stefnuna, rússnesk auglýs- ingaplaköt frá fjórða áratugnum og bara allt það sem okkur finnst svalt.“ Þeir félagar verða hvumsa þegar ég segi þeim að þetta sé fínt, nóg sé komið. Við tekur afslappað spjall þar sem Bob sérstaklega fer á kostum og breytir mér í sendiherra fyrir Ís- land. Öllum hefðbundnu spurning- unum rignir yfir blaðamann (hvað búa margir á Íslandi, hvað eru margar hljómsveitir í Reykjavík, hvaða tungumál er talað o.s.frv.). Sönn ástríða Bobs gerir þetta hins vegar skemmtilegt, hann talar t.d. æstur um hvernig húsþökin í Reykjavík eru mismunandi á litinn. Svo gloprar hann því út sér að hann haldi að þeir séu að fara til Íslands. Sem er og raunin. „Hér áður fyrr voru það bara þrír staðir sem mig langaði að fara til í heiminum; New York, Moskva og Ís- land,“ segir Bob hróðugur að lokum. „Og nú er ég á leiðinni!“ Franz til Íslands Og nú er semsagt hægt að stað- festa fréttina um að Franz Ferdin- and sé á leið hingað til lands en hún birtist í fyrradag. Hr. Örlygur mun halda tónleika með Franz Ferdinand þann 18. desember í Kaplakrika. Líkast til verður boðið upp á aðra hljómsveit einnig og segir talsmaður Hr. Örlygs að hún verði af svipuðum toga og Franz Ferdinand. Og getiði nú … Tónlist | Spjallað við meðlimi Franz Ferdinand Snilld hertogans Franz Ferdinand: „Æfingin skapar meistarann.“ Besta nýbylgjusveit heims í dag er Franz Ferdinand frá Skotlandi. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við þá Bob og Paul úti í Hróarskeldu og spurði: Hvernig fóruð þið eiginlega að þessu? www.franzferdinand.co.uk arnart@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.