Morgunblaðið - 17.07.2004, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.07.2004, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 2004 31 Notkun sagnarinnar út-hluta e-m e-u og orða-sambandsins fá e-ð út-hlutað virðist talsvert á reiki í nútímamáli. Dæmi í seðla- safni Orðabókar Háskólans sýna að fallstjórn sagnarinnar úthluta hef- ur reyndar alllengi verið nokkuð breytileg. Flestir munu þó vera sammála um að í nútímamáli sé rétt að segja úthluta einhverjum ein- hverju en ekki ?úthluta einhverjum eitthvað. Því kjósa flestir að segja t.d.: Stjórnvöld úthlutuðu útgerð- inni miklum kvóta eða nefndin út- hlutaði listamanninum háum styrk. Málnotkun virðist vera í föstum skorðum í germyndarsetningum sem þessum en svo er hins vegar ekki í samsvarandi þolmyndarsetn- ingum. Rétt notkun er: Útgerðinni var úthlutað miklum kvóta [ekki ?Útgerðinni var úthlutaður mikill kvóti] og Listamanninum var út- hlutað háum styrk [ekki ?Lista- manninum var úthlutaður hár styrkur]. Sú breyting, eða öllu heldur tilhneiging til breytingar, sem fram kemur í dæmunum innan hornklofa, felst í því að þar er mynduð svo kölluð persónuleg þol- mynd – eins og gert er af öllum þeim sögnum er stýra þolfalli. Ástæða þessa er vafalaust sú að fjölmargar sagnir taka með sér andlag í þágufalli og þolfalli (af- henda e-m e-ð; bjóða e-m e-ð; færa e-m e-ð; gefa e-m e-ð; senda e-m e-ð; rétta e-m e-ð) en þær sagnir sem taka með sér tvö andlög í þágufalli (úthluta e-m e-u; skila e-m e-u; svara e-m e-u; lofa e-m e-u) eru miklu færri. Breytingin felst því í því að sögnin úthluta skiptir um flokk (úthluta einhverjum ein- hverju > ?úthluta einhverjum eitt- hvað). Í orðasambandinu fá e-ð úthlutað stýrir sögnin fá þolfalli og lýsing- arhátturinn af sögninni úthluta tek- ur ekki þátt í fallstýringu, heldur er hann sagnfylling með sögninni fá. Af þessu leiðir að eðlilegt er að segja (dæmin innan hornklofa sam- ræmast ekki málvenju): Sjónvarps- stöðin fékk 16 örbylgjurásir úthlut- aðar [?fékk úthlutað 16 rásum]; þeir fá þennan rétt úthlutaðan til fjögurra ára [?fá þessum rétti út- hlutað til fjögurra ára]; taka sér hlutverk dómarans rétt eins og þeir hafi fengið úthlutað hið guðlega vald [? … fengið úthlutað hinu guð- lega valdi]; Útgerð skipsins fékk úhlutuð tæp 64 tonn af þorski [? … fékk úthlutað tæpum 64 tonnum af þorski] og menn fengu úthlutaða olíu [?… fengu úthlutað olíu]. Um- sjónarmanni þykir reyndar orða- sambandið fá e-ð úthlutað ekki fag- urt en það er auðvitað aukaatriði. Hitt hlýtur hins vegar að vera mik- ilvægt að það sé notað í samræmi við málvenju. Við þetta er loks því að bæta að talsverður merkingarmunur er á orðasamböndunum fá e-ð úthlutað og fá (ekki) úthlutað e-u. Í síðara tilvikinu stendur sögnin fá sem hjálparsögn í merkingunni ‘geta’, sbr.: Ég fæ ekki séð að …; fá ekki að einhverju gert; fá ekki vatni haldið og Hann fær ekki skilið hver vegna … Þessi munur veldur því að eftirfarandi setning verður enn fráleitari en ella: ?Útgerðin fékk ekki út- hlutað neinum kvóta (‘fékk ekki neinn kvóta úthlutaðan’). Hún er málfræðilega röng og merkingin stenst ekki. Sama á við um sögnina fá e-ð ávísað, t.d.: ?Fjölmargir sjúklingar fengu lyf- inu ávísað (‘fengu lyfið ávísað’). Íslensk tunga breytist vitaskuld og svo hefur ávallt verið. Sumum finnst vafalaust nóg um hve örar og miklar breytingarnar eru í hraða nútímans. Umsjónarmaður telur að það hafi ávallt verið aðal okkar Ís- lendinga hve vel okkur hefur tekist að laga menningu okkar og tungu að breyttum aðstæðum. Í þessu sambandi má minna á kristnitök- una á 11. öld, upphaf ritaldar (12. öld), siðaskiptin á 16. öld og prent- öld frá sama tíma. Í öllum þessum tilvikum varð íslensk menning og tunga fyrir miklum erlendum áhrif- um en íslensk menning hélt sínu ef svo má að orði komast og auðgaðist jafnframt að ýmsu leyti. Sama virð- ist uppi nú á tölvuöld. Margir menn vinna óeigingjarnt starf á sviði orð- fræði og eiga þeir þakkir skildar. Þeir leitast við að smíða ný orð eða nota gömul orð í nýrri merkingu til að Íslendingar geti tjáð sig á móð- urmálinu um hvað sem er. Í flestum tilvikum tekst vel til um nýmæli og nýjungar en málkennd almennings sker úr um það hvaða orð eru sett á og hver deyja drottni sínum. Eitt þeirra nýmæla sem virðist hafa náð að lauma sér inn í íslensku er orðasambandið skipta um hend- ur, t.d.: ?þúsundir hluta skiptu um hendur á verðbréfamarkaðnum. Að því er best verður séð er hér um að ræða óþörf, erlend áhrif (e. change hands). Það er alkunna að menn geta skipt um skoðun eða skipt um hjólbarða en vandséð er hvernig eitthvað getur skipt um hendur. Um þetta segir Eiður Guðnason: ‘þessi óværa virðist vera að festa rætur í íslensku, svei attan.’ Um- sjónarmaður hefur engu við orð Eiðs að bæta. Annað nýmæli sem skotið hefur upp kollinum í nútímamáli er orða- sambandið skauta fram hjá e-u, t.d.: Hann kýs að skauta algjörlega fram hjá umfjöllun minni. Í sjálfu sér er ekkert rangt við að komast svona að orði í merkingunni ‘líta fram hjá e-u; hunsa e-ð’ en umsjón- armaður þekkir þetta orðafar ekki og hann grunar að hér kunni að liggja að baki enska: skate over sth. Tíminn mun leiða í ljós hvort þetta orðasamband nær að festa rætur. Úr handraðanum Orðasambandið vasast í e-u/(e-ð) merkir ‘stússast í e-u, fást við e-ð (oft lítilræði eða smáerindi) á hlaupum, snattast í e-u; hnýsast í, skipta sér af’, t.d.: Hún mun leggja starf okkar í rúst ef hún fer að vas- ast í okkar málum; Hann ætlar að nota daginn til að vasast í ýmsu ‘sinna snatterindum’ og vasast í mörgu ‘hafa mörg járn í eldinum’ (Blöndal). Orðasambandið er m.a. kunnugt úr Njáls sögu: Þetta mál kemur ekki til þín, nema þú vilir vasast í með þeim (Nj, 139.k) og Hænsa-Þóris sögu: Fátt er hér verkmanna, segir Þórir, en eg nenni lítt ferðum, og vil eg eigi vas- ast í slíku ‘starfa í, snattast í’ (5.k.). Grunnmerking sagnarinnar vasa/ vasast virðist vera ‘hlaupa/fara hratt fram’, sbr. vas, hk., ‘hlaup fram og til baka’; vasaði svo [þessi vondi maður] út úr káhyttunni með illu geði (17. öld); vasa ‘geisast’ (Blöndal) og vasa inn (18. öld), og kemur hún vel heim við fornmáls- dæmin, þ.e. ‘hlaupa í’ > ‘hafa af- skipti af’. – Elstu dæmi um vasa (á flík) eru frá því um 1400. Því kemur ekki til greina að sú merking geti legið til grundvallar í fornmáls- dæmunum en hún gæti verið kveikjan að síðari merkingunni ‘hnýsast í’, þeirri merkingu kunn er í nútímamáli. Í flestum til- vikum tekst vel til um nýmæli og nýjungar en málkennd almennings sker úr um það hvaða orð eru sett á og hver deyja drottni sínum jonf@hi.is ÍSLENSKT MÁL Jón G. Friðjónsson 32. þáttur Í LOK árs 2004 eru horfur á að um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fari 1.460 þúsund farþegar. Forsvars- menn ferðaþjónustunnar spá því að komu erlendra ferðamanna fjölgi um 30 þúsund og áætla að fjöldi þeirra verði þá um 350 þús- und. Það vekur athygli að mesta aukning farþega um flugstöð- ina er farþegar til og frá Íslandi, um 26%, sem kannski kemur ekki á óvart þegar þess er jú gætt að flugferðum hefur fjölgað mjög og far- gjöld stórlækkað frá því sem áður var. Ferðamálafröm- uðir horfa fram veg- inn og eru sammála um að haldi fram sem horfir verði mikil aukning ferðamanna til landsins næstu ár- in. Þú tekur leigubíl aðra leiðina en borgar báðar Þrátt fyrir miklar umbreytingar sem átt hafa sér stað í þjóðfélag- inu frá því malarvegur var aflagð- ur milli Keflavíkur og Reykjavíkur og mikilli uppbyggingu vegna ferðaþjónustunnar, er enn við lýði nærri tvöfalt gjald vegna leigu- bifreiðaaksturs að eða frá Flug- stöð Leifs Eiríkssonar. Byggist þessi forneskja m.a. á viðjum vanans og reglugerð sem margir leigubifreiðastjórar vilja halda dauðahaldi í. Aukinheldur hefur verið um langt árabil ákvæði laga um fjölda leigubifreiða á ákveðnum svæðum sem nánar hefur verið skilgreint í reglugerð að fenginni umsögn við- komandi sveitarstjórna, héraðs- nefnda og félaga leigubifreiða- stjóra. Leigubifreið kostar um kr. 8.000 krónur frá Reykjavík að Flugstöð Leifs Eiríkssonar, en væri engin svæðaskipting (sem nú miðast við Straum) kostaði aksturinn um 4– 4.500 krónur. Eitt atvinnusvæði Í ræðum og riti kemur fram sú af- dráttarlausa skoðun að atvinnu- svæðið sé eitt frá Kjalarnesi til Suðurnesja og þannig á það auð- vitað einnig að vera hvað leigu- bifreiðaakstur varðar. Mér er það til efs að lögum um leigubifreiðar þurfi að breyta, en það er ljóst að sú reglugerð sem í gildi er gagnvart leigubifreiðum og byggð er á 80. gr. laga nr. 134 frá 21. desem- ber 2001 með gild- istöku 15. mars 2002 þarfnast breytingar, m.a. vegna skilyrða er tengjast leigu- bifreiðastöðvunum. Núverandi staða þess- ara mála er þannig að leigubifreið sem kem- ur úr Reykjavík með farþega að Flugstöð Leifs Eiríkssonar má ekki taka nýja farþega þar, nema komuf- arþegi hafi sérstaklega pantað leigubifreið úr Reykjavík. Það sama á við leigubifreið úr Keflavík, engan far- þega má taka í Reykjavík. Góð og örugg þjónusta Í 2. málsgrein 3. gr. laga um leigu- bifreiðar segir svo: „Leigu- bifreiðastöðvar skulu í samráði við félög leigubifreiðastjóra skipu- leggja starfsemi sína með þeim hætti að almenningi verði veitt góð og örugg þjónusta.“ Yfirleitt verð- ur ekki annað sagt en að ofan- greindum þætti hafi verið vel sinnt. En almenningi yrði veitt enn betri þjónusta ef girðingin við Straum yrði rifin niður og leigu- bifreiðastjórar á Stór-Reykjavík- ursvæðinu störfuðu í sátt og sam- lyndi á starfsvæði sem flestir líta á sem eitt. Það myndi án efa veita nýju lífi í starfsemina, við nærri helmingslækkun fargjalds, í ljósi þess mikla fjölda farþega sem fer um Flugstöð Leifs Eiríkssonar og vildi helst skilja einkabílinn eftir heima ef verð leigubílsins yrði skaplegt. Keflavík – úrelt fyrirkomulag leigu- bifreiðaaksturs Guðmundur Hallvarðsson skrifar um leigubíla Guðmundur Hallvarðsson ’Það myndi ánefa veita nýju lífi í starf- semina …‘ Höfundur er alþingismaður. ÞAÐ hefur verið fróðlegt að fylgj- ast með framgöngu sjónvarpsstjóra Skjás eins, Magnúsar Ragnarsson- ar, upp á síðkastið. Mörg undarleg ummæli hafa komið frá Sýnarbark- anum fyrrverandi allt frá því að Skjár einn fékk vilyrði frá Premier League fyrir réttinum á að sýna frá ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Hvert gullkornið á fætur öðru hefur ratað af vörum Magnúsar. Ekki ætla ég þó að rekja allt sem hann hefur látið frá sér fara varðandi þetta mál. Það væri ósanngjarnt gagnvart hon- um. Skjár einn skrifaði loksins undir samninginn við Premier League fyr- ir nokkrum dögum eftir mikla þrautagöngu. Magnús Ragnarsson og félagar hjá Skjá einum, sem að eigin sögn eiga aðeins eitt og hálft eftir í starfi ef fjölmiðlalögin verða ekki samþykkt, skrifuðu undir þriggja ára samning. Sýna á allt að sex leiki í viku frá ensku úrvalsdeild- inni í opinni dagskrá, reyndar ekki alla í beinni útsendingu. Íslenskir lýsendur munu lýsa einhverjum leikjum og síðan hyggjast Magnús Ragnarsson og félagar nota enska lýsendur í öðrum leikjum. „Fólkið vill enska þuli,“ segir Magnús. Hvaða fólk? Hefurðu talað við börn sem byrja ekki að læra ensku fyrr en í 5. bekk? Hvað með fólk sem tal- ar ekki ensku? Hefurðu talað við það líka? Magnús trúir kannski þeirri flökkusögu að enskir lýsendur séu betri en þeir íslensku. Eflaust eru einhverjir betri en þegar á heildina er litið tel ég ekki svo vera. Ísland verður væntanlega eina landið í heiminum sem hefur útsend- ingarrétt frá ensku úrvalsdeildinni sem ekki er eingöngu með lýsingu á móðurmálinu. Skjár einn með Magnús Ragnars- son í broddi fylkingar vílar ekki fyrir sér að bjóða útvarpslögunum byrg- inn. Þar segir í áttundu grein: Tal og texti á íslensku „Efni á erlendu máli, sem sýnt er á sjónvarpsstöð, skal jafnan fylgja ís- lenskt tal eða texti á íslensku eftir því sem við á hverju sinni. Það á þó ekki við þegar fluttir eru erlendir söngtextar eða þegar dreift er viðstöðulaust um gervitungl og mót- tökustöð fréttum eða fréttatengdu efni sem sýnir að verulegu leyti atburði sem gerast í sömu andrá. Við þær aðstæður skal sjón- varpsstöð, eftir því sem kostur er, láta fylgja endursögn eða kynningu á íslensku á þeim atburðum sem orðið hafa. Skal lögð áhersla á að allt tal og texti sé á lýta- lausu íslensku máli.“ Getur þetta verið skýrara, Magn- ús? Þið verðið annaðhvort að hafa mann sem endursegir lýsinguna eða hafa einn sneggsta og besta þýðanda sem sögur fara af og vera með skjá- texta. Þú segir í Morgunblaðinu mið- vikudaginn 14. júlí síðastliðinn að þú teljir að Skjá einum sé heimilt að senda út óþýtt efni á meðan efni frá Eurosport sé sent út án íslenskrar þýðingar. Þessi undarlegu rök fá engan veginn staðist því í áttundu grein útvarpslaganna segir enn- fremur: „Ákvæði greinar þessarar eiga ekki við þegar um er að ræða endur- varp frá erlendum sjónvarpsstöðv- um, enda sé um að ræða viðstöðu- laust, óstytt og óbreytt endurvarp heildardagskrár sjónvarpsstöðva. Þau eiga ekki heldur við þegar út- varpsstöð hefur fengið leyfi til út- varps á öðrum tungumálum en ís- lensku, sbr. 1. mgr. 7. gr.“ Ekki er Skjár einn erlend sjónvarpsstöð? En hver skyldi ástæðan vera fyrir þessum einbeitta brotavilja Skjás eins? Koma til móts við þarfir fólks- ins? Nei, sú skýring sem mér finnst líklegust er sparnaður. Skjár einn borgaði hæstu fjárhæð sem þekkist í heiminum fyrir sýningarréttinn ef miðað er við höfðatölu. Komum aðeins aftur að fyrr- greindum ummælum Magnúsar, „Fólkið vill enska þuli.“ Af hverju eru RÚV og Stöð 2 með erlendar fréttir í fréttatímum sínum? Er ekki hægt að spara þar? Hafa einvörð- ungu innlendar fréttir og skipta svo bara yfir á Sky News eða CNN sem sjá um erlenda pakkann? Þarna gætu íslensku stöðvarnar sparað mikla peninga. Svo væri líka hægt að flytja inn enska leikara og nota þá í Hárinu eða Fame. Vill fólkið ekki frekar heyra ensku og sjá erlenda leikara? Eru þeir ekki betri en þeir íslensku hvort eð er? Eitthvað myndi heyrast í okkar ágætu leik- urum ef þessi rök hins leiklærða Magnúsar Ragnarssonar væru not- uð í leiklistargeiranum. Þetta eru rök til að blekkja fólk svo Skjár einn geti sparað. Ég vona svo sannarlega að menntamálaráherra og/eða útvarps- réttarnefnd stöðvi þessa fyrirætlun Skjás eins. Ég vona einnig að Sam- tök íþróttafréttamanna láti til sín taka í þessu máli en hvorki hefur heyrst hósti né stuna frá þeim sam- tökum sem ég er reyndar félagi í. Það sem Skjár einn ætlar að gera varðandi útsendingar frá ensku úr- valsdeildinni er ólöglegt, siðlaust og metnaðarlaust. Ólöglegt, siðlaust, metnaðarlaust Hörður Magnússon fjallar um enska þuli í knattspyrnu- lýsingum ’Þið verðið annaðhvortað hafa mann sem end- ursegir lýsinguna eða hafa einn sneggsta og besta þýðanda sem sög- ur fara af og vera með skjátexta.‘ Hörður Magnússon Höfundur er íþróttafréttamaður á Sýn, Stöð 2 og Bylgjunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.