Morgunblaðið - 17.07.2004, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.07.2004, Blaðsíða 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 2004 15 AÐ MINNSTA kosti 80 börn brunnu inni þegar eldur gaus upp í barna- skóla í Tamil Nadu-ríki á Indlandi í gærmorgun. 34 önnur börn urðu fyr- ir alvarlegum brunasárum. Talsmaður lögreglunnar í bænum Kumbakonam sagði að um 80 lík hefðu fundist í skólanum sem var fyr- ir börn á aldrinum sex til þrettán ára. Grátandi foreldrar söfnuðust sam- an við skólann og fylgdust með slökkviliðsmönnum sem báru líkin út úr byggingunni. Mörg barnanna brunnu svo illa að ekki var hægt að bera kennsl á þau. „Það er átakanlegt að sjá þessi litlu lík svona hræðilega illa brunnin og borin út á sjúkrabör- um,“ sagði kona sem býr nálægt skól- anum. Eldurinn kom upp á þriðju hæð byggingarinnar. Embættismenn sögðu að upptök eldsins væru ókunn en leiddu getum að því að hann hefði kviknað í eldhúsi, þar sem verið var að elda hádegismat handa börnun- um, eða vegna skammhlaups. Skólastjórinn handtekinn Eldurinn las sig mjög hratt um stráþak á byggingunni. Þakið hrundi, þannig að allar útgönguleiðir lokuð- ust strax. Nokkrir eldri nemendur, sem voru á neðri hæðunum, reyndu að bjarga börnunum en komust ekki til þeirra. Lögreglan handtók skólastjórann og sagði að hann yrði sóttur til saka fyrir að virða ekki reglur um bruna- varnir. Fræðslustjóri héraðsins var leystur frá störfum og sakaður um vanrækslu í starfi. Slökkviliðsmönnum tókst að slökkva eldinn tæpum tveimur klukkustundum eftir að hann bloss- aði upp. Læknar voru sendir til bæj- arins til að aðstoða við aðhlynningu 34 barna sem fengu alvarleg bruna- sár. Eldsvoði hefur ekki orðið svo mörgum börnum að bráð á Indlandi frá desember 1995 þegar 178 börn voru á meðal 578 manna sem fórust er eldur kviknaði í tjaldi á hátíð í Haryana-ríki. Þrátt fyrir kröfur um betri eldvarnir í opinberum bygging- um á Indlandi hafa hundruð þúsunda skóla og annarra stofnana ekki önnur slökkvitæki en vatnsfötur. 84 börn farast í eldsvoða á Indlandi Madras. AFP, AP. AP Ættingjar og hjúkrunarfólk sinna börnum sem lifðu af bruna í indverskum barnaskóla í bænum Kumbakonam í gær. 84 börn dóu og yfir 100 særðust. BOBBY Fischer, fyrrverandi heims- meistari í skák, var handtekinn í Jap- an síðastliðinn þriðjudag. Sagt er, að honum hafi verið tilkynnt, að hann yrði framseldur til Bandaríkjanna. Fischer, sem hefur verið eftir- lýstur síðan hann virti ekki alþjóð- legar refsiaðgerðir gegn Júgóslavíu og tók þátt í skákmóti þar 1992, var handtekinn í Narita-flughöfninni í Tókýó er hann var á leið til Filipps- eyja. Er það haft eftir Miyoko Watai hjá japanska skáksambandinu og vini Fischers, að bandarísk yfirvöld hafi þá verið búin að ógilda vegabréf- ið hans. Ræddi hann við Fischer eftir handtökuna og hafði eftir honum, að til stæði að framselja hann til Banda- ríkjanna. Fischer varð heimsfrægur 1972 er hann bar sigurorð af Sovétmann- inum Borís Spasskí í Reykjavík og varð þá fyrstur Bandaríkjamanna til að vinna heimsmeistaratitilinn í skák. Segja má að alla tíð síðan hafi hann að mestu farið huldu höfði og einkum eftir 1992 er hann var ákærð- ur í Bandaríkjunum fyrir einvígið við Spasskí í Júgóslavíu. Hefur frést af honum hér og þar, til dæmis í Ung- verjalandi um tíma og stundum í Japan. Undarlegur í háttum Framkoma Fischers og allt hans æði hefur á stundum verið mjög und- arlegt og versnað heldur með ár- unum. Eftir hryðjuverkin 11. sept- ember 2001 sagði hann, að „tortíma“ ætti Bandaríkjunum öllum og hann hatast við gyðinga, kallar þá „þjóf- ótta lygara“, en móðir hans var gyð- ingur. 1996 tilkynnti Fischer, að hann hefði sagt skilið við skákina og kynnti um leið nýtt afbrigði, sem hann sagði mundu leysa hana af hólmi og koma í veg fyrir allt svindl. Bobby Fischer. Bobby Fischer handtekinn í Japan Segir að hann muni verða framseldur til Bandaríkjanna Tókýó. AP. BRESKI Verkamannaflokkurinn tapaði þingsæti, sem var áður talið á meðal öruggustu þingsæta hans, í aukakosningum í Leicester í fyrra- dag. Flokkurinn hélt hins vegar naumlega þingsæti í Birmingham þótt hann tapaði þar miklu fylgi. Fylgistapið var rakið til óvinsælda Tonys Blairs forsætisráðherra vegna stríðsins í Írak. Sigurvegarinn í kjör- dæminu Leicester Suður, frjálslyndi demókratinn Parmjit Singh Gill, var mjög andvígur innrásinni í Írak. Verkamannaflokkurinn hafði haft þingsætið í þessu kjördæmi nær sam- fellt í fimm áratugi. Þótt hann héldi þingsætinu í Birmingham minnkaði fylgi hans þar um 26 af hundraði. Íhaldsflokkurinn í þriðja sæti John Reid, heilbrigðisráðherra í stjórn Verkamannaflokksins, sagði að úrslitin í aukakosningunum væru „viðunandi“ í ljósi þess að þær fóru fram tæpum sjö árum eftir að Verkamanna- flokkurinn komst til valda og daginn eftir að birt var skýrsla um rannsókn á upplýsing- um bresku leyniþjónust- unnar um meint gereyð- ingarvopn Íraka fyrir innrásina í Írak. Reid benti ennfremur á að Íhaldsflokkurinn, stærsti stjórnarand- stöðuflokkurinn, fékk lítið fylgi í aukakosning- unum og lenti í þriðja sæti í báðum kjördæm- unum. Hann lýsti þessu sem „hörmulegri“ út- komu fyrir Íhaldsflokkinn og leiðtoga hans, Michael Howard. Liam Fox, annar formanna Íhalds- flokksins, sagði hins vegar að úrslitin væru „eðlileg“ þar sem flokkurinn hefði aldrei haft mikið fylgi í kjördæmunum. Charles Kennedy, leiðtogi Frjálslyndra demókrata, sagði að úr- slitin í aukakosningun- um væru „mjög þýðing- armikill sigur“ fyrir flokkinn. Ljóst væri að Íraksmálið ylli stjórn Verkamannaflokksins miklum vandræðum, líkt og hneykslismálin stjórn Íhaldsflokksins áður en hún féll. Efnt var til auka- kosninganna vegna andláts þingmanns og afsagnar annars. Marg- ir kjósendanna í Leicester og Birm- ingham eru múslímar, hindúar eða sikhar af suður-asískum ættum og á meðal þeirra var mikil andstaða við innrásina í Írak. Flokkur Blairs tapar þingsæti og miklu fylgi London. AFP. Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands. ÖLL vinna var stöðvuð á fimmtu- dag í kjarnorkurannsóknastöð- inni Los Alamos í Bandaríkjun- um þegar í ljós kom að tvo tölvudiska var hvergi að finna í þeim hluta stöðvarinnar þar sem kjarnorkuvopn Bandaríkjahers eru hönnuð og prófuð. Diskarnir innihéldu að öllum líkindum leynilegar kjarnorkuupplýsingar. Forstjóri stöðvarinnar, Peter Nanos, sagði stjórnendum Kali- forníuháskóla frá þessu á fundi í gær en háskólinn hefur rekið stöðina allt frá stofnun hennar í seinni heimsstyrjöldinni. „Slíkir atburðir eru óviðunandi og þá verður að stöðva strax,“ sagði rektor háskólans, Bob Dyn- es, að fundinum loknum, en þetta er í þriðja sinn sem leyniupplýs- ingar hverfa þar á einu ári. 20 starfsmönnum rannsókna- stöðvarinnar hefur verið meinað- ur aðgangur að henni á meðan rannsókn fer fram og leit gerð að diskunum. Chris Harrington, talsmaður stöðvarinnar fyrir hönd háskól- ans, sagði að til stæði að innleiða nýja öryggisáætlun m.t.t. upplýs- ingahvarfsins. Hún fæli meðal annars í sér endurþjálfun ákveð- inna starfsmanna í meðferð á leynilegum, rafrænum gögnum og ðarar aðgerðir til eflingar ör- yggis innan stöðvarinnar. Þjóð- aröryggi væri þó ekki stefnt í hættu því ákveðnir lykilstarfs- menn yrðu í stöðinni á meðan á rannsókn stæði. „Við munum ekki stefna kjarnorkubirgðum okkar í hættu,“ sagði Harring- ton. Los Alamos hefur sætt ásök- unum fyrir veika öryggisgæslu, njósnir og þjófnað. Árið 1999 var starfsmaður hennar til 20 ára, kjarneðlisfræðingurinn Wen Ho Lee, handtekinn og sakaður um að hafa stolið kjarnorkuupplýs- ingum og fært Kínverjum en sannanir þóttu ónægar til máls- höfðunar. Rannsóknarstöðin sæt- ir þar að auki rannsókn vegna meints hvarfs á 243 tölvum, sem innihéldu leyniupplýsingar, og tækjum upp á tæpa þrjá millj- arða dollara eða um 210 milljarða íslenskra króna. Los Alamos er einna þekktust fyrir að hafa framleitt og prófað fyrstu kjarnorkusprengju heims- ins árið 1945. Leyniupplýsing- ar hverfa í kjarnorkurann- sóknastöð San Francisco. AFP. ALAIN Juppe, fyrrverandi for- sætisráðherra Frakklands, sagði í gær af sér sem formaður Lýðfylk- ingarinnar (UMP), flokks Jacques Chirac, forseta landsins. Opnaði hann um leið fyrir harðan slag um formannsembættið. Búist hafði verið við, að Juppe, náinn bandamaður Chirac, myndi segja af sér en í janúar sl. var hann fundinn sekur um að hafa tekið við ólöglegum framlögum í flokkssjóð- inn. Í bréfi til flokksfélaga sinna kvaðst hann ætla að draga sig í hlé til að fá frið í sálinni eftir það, sem hann hefði mátt ganga í gegnum. Margir líta á formannsembættið í UMP sem stökkpall fyrir næstu forsetakosningar og Nicolas Sark- ozy fjármálaráðherra hefur ekki farið leynt með löngun sína til að taka við af Chirac. Chirac hefur aft- ur gert það lýðum ljóst, að hann muni reka Sarkozy úr ríkisstjórn- inni reyni hann að gegna báðum embættunum samtímis, formanns- embættinu í flokknum og fjár- málaráðherraembættinu. Má því búast við hörðum átökum milli þeirra. Juppe lætur af embætti París. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.