Morgunblaðið - 17.07.2004, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.07.2004, Blaðsíða 28
FERÐALÖG 28 LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Það eru þrjátíu ár síðan égkom fyrst til LignanoSabbiadoro á Ítalíu, þásem unglingur á þeim tíma þegar Íslendingar flykktust á stað- inn. Og það er allt þarna ennþá, Luna eða Lúnan, hótelið sem Íslend- ingarnir gistu á, Laugavegurinn, að- algatan sem hýsir allar verslanirnar, og meira að segja starfsfólkið á Lún- unni man enn eftir okkur og er ekki búið að gleyma orðunum sem það lærði í íslensku. Að þessu sinni fór ég ásamt manni og börnum til Lignano og gisti auð- vitað á Lúnunni. Fyrsta morguninn fór ég snemma morguns að kaupa brauð og álegg í matvöruversluninni á fyrstu hæðinni. Ég var að velta fyrir mér skinkunni þegar kaupmað- urinn sagði kankvís á íslensku: Þessi er betri. Hann var ekki búinn að gleyma Íslendingunum og það átti einnig við um nokkra aðra sem ég hitti í nágrenni hótelsins. En þó að þetta sé þarna allt ennþá hefur margt bæst við. Lignano er orðin sannkölluð fjölskylduparadís. Þar er nú búið að byggja upp afþrey- ingu fyrir alla fjölskyldumeðlimi, skemmtigarðinn Parco Junior fyrir litlu börnin, tívolí, þemagarð, vatns- rennibrautagarð, dýragarð, sæ- dýrasafn, hoppukastalagarð fyrir yngstu börnin og svo er hægt að bregða sér í körtubílaakstur, míní- golf, á hjólaleigu, í ýmiskonar leik- tæki, leigja sér hjólabát með renni- braut niðri á ströndinni eða sjóskíði og svo mætti áfram telja. Hreinasta ströndin Elísa Ólöf Sigurðardóttir hefur verið búsett á þessum slóðum á þriðja áratug. Hún kom fyrst sextán ára til að vinna á Lúnunni, kynntist Ítala síð- ustu vikuna sína það sumarið og flutti tveimur árum síðar til hans. „Mig dreymir um að fá Íslend- ingana aftur til Lignano því hér er allt til alls. Í sumar hefur Terranova boðið upp á ferðir til Trieste og það- an til Lignano og það er frábært ef tekst að halda þessum ferðum áfram. Í átjánda skipti hefur strandlengj- an fengið bláa fánann sem þýðir að sjórinn er tær og engin mengun og strendurnar hafa verið kosnar þær hreinustu á Ítalíu tvö ár í röð. Hér eru gistimöguleikarnir ótelj- andi og fólk getur fengið lítil sum- arhús, verið á tjaldsvæði, leigt sér íbúð, fengið sér hótelherbergi eða gist hjá ítölskum fjölskyldum í heimagistingu. Þegar fólk er búið að fá nóg af því að liggja á ströndinni eru afþreying- armöguleikarnir óteljandi, skemmti- garðar, kaffihús og veitingastaðir, verslanir og næturlíf fyrir þá sem það kjósa. Það er líka tilvalið að leigja sér bílaleigubíl í nokkra daga og fara í dagsferðir til að skoða sig um.“ Hvítvín, skinka og ostar Elísa segir að frá Lignano sé stutt til Króatíu, Slóveníu og Austurríkis og þar er margt að skoða. En það þarf ekki að fara út úr héraðinu Friuli sem Lignano tilheyrir, segir Elísa. „Það þarf ekki að aka nema í tæpa klukkustund til að vera komin í ítalska sveit þar sem hægt er að setj- ast niður á veitingahúsi hjá bónd- anum og snæða ekta ítalskan sveita- mat. Í héraðinu eru vínbændur sem gaman er heim að sækja og þeir eru sérstaklega frægir fyrir hvítvíns- framleiðsluna. Colli Orientali del Friuli-hvítvínin eru þekkt um allan heim. Síðan er heimsþekkta, vind- þurrkaða hráskinkan San Daniele framleidd á þessu svæði, frábært hunang, svokallaðir Propoli-dropar sem eru allra meina bót og ýmsir góðir ostar líka. Þá er stærsti stóla- framleiðandi í Evrópu í Manzano og hjá honum er hægt að skoða ótrúlegt úrval af stólum. Feneyjar eru stutt frá og bæði hægt að aka þangað eða sigla með bát en reglulegar ferðir eru frá Lignano. Udine er falleg, sögurík borg með um 150.000 íbúum. Þar eru flottar búðir og nokkrar verslunarmið- stöðvar ef fólk vill kíkja í þær og þar eru líka margir góðir veitingastaðir. Það er ekki heldur langt til Cividale sem er sögufrægur bær Langbarðanna. Aquileia er sögu- frægur bær í héraðinu en þar eru rómverskar rústir og fallegustu mósaíkverk sem til eru. Þá þykir mörgum skemmtilegt að koma til Palmanova, borgarinnar sem byggð var stjörnulaga, og flest- ir hafa gaman af því að heimsækja Bordano eða Fiðrildabæinn.“ Íslendingarnir eftirminnilegastir Árið 1974 hóf Útsýn að bjóða ferð- ir til Lignano með gistingu á Lún-  ÍTALÍA|Starfsfólkið á íbúðarhótelinu Luna man enn eftir þeim Þessi skinka er betri, svarar kaupmaðurinn á íslensku þegar Guð- björg R. Guðmunds- dóttir stendur við kjöt- borðið í ítalskri mat- vöruverslun og veltir fyrir sér hráskinkunni. Morgunblaðið/GRG Vatnsrennibrautagarður: Þeir sem heimsækja Aquasplash-garðinn eyða þar gjarnan heilum degi, kaupa sér veitingar, liggja í sólbaði og kæla sig í laugum þar sem eru rennibrautir af öllum tegundum og gerðum. Íbúðarhótelið: Eflaust muna margir eftir Lúnunni en þúsundir Íslendinga gistu þar á sínum tíma. J ohn Gabríel Borkmann, aðalpersónan í sam- nefndu leikriti Ibsens, er hrörnandi stórmenni. Hann er að visna upp vegna þess að hann skortir nær- inguna sem stórmenni þurfa lífs- nauðsynlega á að halda til að geta verið stórmenni: Meðalmenni. En Borkmann segir sjálfum sér að bráðum muni þetta lagast: „Ég trúi svo staðfastlega á það. Veit það með svo óyggjandi vissu – að þeir koma. – Hefði ég ekki verið sannfærður um það – þá hefði ég fyrir löngu skotið kúlu í gegnum hausinn á mér.“ En þeir koma ekki og Bork- mann deyr. Að vísu ekki fyrir eig- in hendi, enda trúði hann því til hinstu stundar – vegna þess að hann var í rauninni stór- menni – að þeir myndu koma. Hann gerði sér líka fullkomlega grein fyrir því hversu lífsnauðsyn- legt það var honum að þeir leituðu til hans, þyrftu á stórmennsku hans að halda. Því að án meðal- menna er stórmennið tilgangs- laust rekald, rétt eins og meðal- mennin eru stefnulaus og frum- kvæðislaus ef stórmennisins nýtur ekki við. Stórmennið er forystusauður- inn sem setur hjörðinni kúrsinn; leiðtoginn sem mótar stefnu flokksins. Án almennra flokks- félaga er leiðtoginn ekki leiðtogi vegna þess að það sem gerir hann að leiðtoga er ekki það að hann hafi framtíðarsýn og viti hvert er í rauninni rétt að stefna, heldur er það afstaða hans til annarra og tengsl hans við þá sem gerir hann að leiðtoga. Það er sú sannfæring hans – í flestum tilvikum ómeðvituð – að hann sé í rauninni öðrum fremri og því sé eðlilegt að hann fari á undan þeim. Það er svo aftur alveg hendingu háð hvort hann hefur einhverja fastmótaða hugmynd um hvert beri að fara, eða veit yfirleitt hvert hann er að fara. (Oftar en ekki eru það einfaldlega duttlungar hans sem ráða för). En ef stórmennið – leiðtoginn, foringinn – er ekki leiðtogi neinna (ef engin meðalmenni koma til hans) þá er hann ekki fremstur í neinum flokki; þá er hann ekki í þeirri stöðu sem honum finnst eðlilegt að hann sé í; sem hann þarf að vera í til að finnast hann vera fyllilega hann sjálfur. Það er að segja, stórmennið sækir stað- festinguna á sjálfsmynd sinni til meðalmennanna og er þannig háð þeim. Þessi gagnkvæmu tengsl stór- mennisins og meðalmennisins (í viðskiptaumhverfi nútímans væri kannski réttara að tala um for- stjóra og launþega) hafa líklega hvergi verið jafnítarlega greind og í Fyrirbærafræði andans eftir þýska heimspekinginn Hegel, þar sem hann fjallaði um samband herra og þjóns, og hvernig þeir eru háðir hvor öðrum með þeim hætti að þeir þiggja staðfestingu á sjálfsmynd sinni og tilvist hvor frá öðrum. Það er ekki erfitt að koma auga á hvernig þjónninn er háður herr- anum; launþeginn forstjóranum; meðalmennið stórmenninu. En hvernig er hægt að halda því fram, svo vit sé í, að stórmennið sé háð meðalmenninu; herrann þjón- inum? Herra sem er háður þjóni sínum, er hann ekki hættur að vera eiginlegur herra – hafa ekki hlutverkin snúist við? Það hafa ýmsir sótt í þessi skrif Hegels innblástur í róttækar hug- myndir um öreigaalræði, en það er innblástur á misskilningi byggður. (Því miður hefur líklega enginn misskilningur í mannkyns- sögunni orðið jafndýrkeyptur og þessi). En Hegel var einungis að benda á að tengslin á milli herra og þjóns væru ekki jafneinföld og einhliða og virðist við fyrstu sýn, og að ef grannt er skoðað væri harla jafnt á komið með þeim, þótt hlutskipti þeirra í lífinu og afstaða þeirra til annars fólks væri gjörólík. (Enda hefur Hegel stundum verið kall- aður fyrsti jafnaðarmaðurinn.) Báðir – herrann og þjónninn, stór- mennið og meðalmennið – sækja staðfestingu á tilvist sinni og sjálfsmynd til annarra. Þeir gera það með ólíkum hætti, og sjálfs- myndin sem þeir leita staðfest- ingar á er gerólík, en markmið þeirra er hið sama: að fá staðfest- ingu á eigin tilveru. Þörfin fyrir þessa staðfestingu er sammann- legt hlutskipti og sýnir fram á, að þegar öllu er á botninn hvolft er það misskilningur að mannamun- ur sé einfaldlega áskapaður. (Kannski var Hegel með þessu að andæfa þeim hugmyndum sem löngum virðast hafa verið lífseigar meðal landa hans, að þeir séu í eðli sínu einhvers konar herraþjóð.) Það er líka harla algengur mis- skilningur að Hegel hafi verið að halda því fram, að á endanum myndi þjónninn óhjákvæmilega ná tökum á herranum og brjóta hann undir sig. Hegel var alls eng- inn byltingarsinni. Hann felldi heldur engan dóm um það hvort hlutskipti herrans eða þjónsins væri með einhverjum hætti göf- ugra. Samt er óneitanlega útlit fyrir að hlutskipti stórmennisins sé erf- iðara. Ekki vegna ábyrgðarinnar sem á herðum þess hvílir, heldur vegna mótsagnarinnar sem fólgin er í hlutskipti þess. Það þarf á meðalmenninu að halda, en um leið verður það að afneita þessari staðreynd því að annars er hætt við að sannfæring stórmennisins um eigin yfirburði bíði hnekki. Og þá er sjálfsvitund þess í bráðri hættu. Þessi mótsögn kemur vel fram í leikriti Ibsens um Borkmann, sem þráir komu meðalmennanna, en talar um þau af megnustu fyrir- litningu. Og hann hrindir frá sér eina meðalmenninu sem þó kemur til hans, ljúflingnum Vilhelm Foldal, sem gengur með skálda- grillur og leitar viðurkenningar Borkmanns á hæfileikum sínum. Það er líklega vegna þessarar innbyggðu mótsagnar í hlutskipti stórmennisins sem myndir af stór- mennum geta verið svo forvitni- legar. Stórmenni og hinir „Nei, það er verkurinn. Það er bölið sem við sumir, við hinir útvöldu, verðum að dragnast með. Múgurinn eða fjöldinn – allir miðlungsmennirnir – þeir skilja okkur ekki.“ VIÐHORF Eftir Kristján G. Arngrímsson kga@mbl.is Henrik Ibsen: John Gabríel Borkmann. (Þýð. Einar Bragi.) Nýr ferðamálavefur Opnaður hefur verið nýr og skemmtilegur ferðamálavefur: www.eyjafjoll.is Vefur þessi er mjög ítarlegur og tæmandi fyrir það svæði sem hann nær yfir og leitast er við að tengja saman ólíka þætti menningar og afþreyingar svo sem gönguleiðir, náttúru og dýralíf, sögu og þjóð- sögur og sagnir svo eitthvað sé nefnt. Á vefnum er mikið af efni frá Þórði Tómassyni, safnstjóra í Skógum, gert aðgengilegt fyrir ferðafólk og tengt við ákveðin svæði og eða staði. Sandaragleði 2004 Hellissandi Í dag er lokadagur Sandaragleð- innar sem Sandarar og Rifsarar halda. Ýmislegt verður á dagskránni: Sig- urður Kristjónsson skipstjóri vígir nýjan fána Sjómannagarðsins á Hellissandi, gönguferðir, ratleikur, krakkar fá að fara á hestbak, myndlistarsýning, markaður, létt- messa, minningatónleikar, popp- söngleikur, götugrill, unglinga- tónleikar og dansleikur þar sem gamlar og nýjar hljómsveitir spila úti eða í Röst. Grettisdagurinn Hólum Fjölskyldu- og Grettisdagurinn er haldinn á Hólum í Hjaltadal í dag. Gengið verður í fótspor Guð- mundar góða, farið í gönguferð í Gvendarskál með leiðsögn. Björg- unarsveitin Grettir kemur í heim- sókn og sýnir hvað þeir kunna og gestir taka þátt. Einnig verður fornleifarölt með leiðsögn forn- leifafræðings um Hólastað hinn forna. Boðið verður upp á andlits- málun, ratleiki, hestar verða teymdir undir börnum og fleira skemmtilegt. Ókeypis fyrir alla í sundlaugina frá 10.00–18.00. Á morgun verður guðsþjónusta í Hóladómkirkju og veitingastað- urinn Undir Byrðunni býður súpu og brauð í hádeginu og kaffihlað- borð síðdegis. Nánari upplýsingar um Sand- aragleði www.snb.is Nýr ferðamálavefur: www.eyjafjoll.is Morgunblaðið/Einar Falur Lignano fyrir fjölskylduna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.