Morgunblaðið - 17.07.2004, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 17.07.2004, Blaðsíða 42
DAGBÓK 42 LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Farðu varlega í að lofa börnum einhverju í dag því þau ætlast undantekningarlaust til þess að loforð standi. Gættu þín einnig á öllum blekkingum í ástarmálunum. Naut (20. apríl - 20. maí)  Hugleiddu vandlega hvernig þú ætlar að taka á vandamálunum innan fjölskyld- unnar. Það er mikil óvissa í loftinu og hætt við að áætlanir þínar gangi ekki upp. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Farðu sérlega varlega í umferðinni í dag hvort sem þú ert akandi, gangandi eða á hjóli. Gættu einnig að því hvað þú segir því það er mikill ruglingur í loftinu sem getur hæglega leitt til misskilnings. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Farðu varlega í fjármálunum í dag og reyndu að eyða ekki um efni fram. Það er einhver ruglingur í loftinu og því er hætt við að þú ofmetir eignir þínar. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Reyndu að forðast líkamlegt álag í dag. Líkami þinn hefur óvenju lítið mót- stöðuafl og því þarftu á meiri hvíld að halda en venjulega. Það er einnig hætt við að samskipti þín við aðra gangi ekki sem skyldi. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Vertu á verði gagnvart hvers konar leyndarmálum og leynimakki. Ef þú færð það á tilfinninguna að ekki sé allt með felldu þá er það sennilega rétt hjá þér. Þú gætir einnig þurft að taka afleiðingum gamalla misgjörða. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það eru miklar líkur á því að vinur þinn fari á bak við þig í dag. Vertu á verði þótt þú vitir ekki endilega hvers vegna. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þetta er ekki rétti dagurinn til að koma sjónarmiðum þínum á framfæri. Það er þó óþarfi að láta yfirmann þinn eða full- trúa yfirvalda telja úr þér kjarkinn. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þetta er ekki góður dagur til að kaupa farmiða. Þú ert hreinlega ekki nógu viss um hvað það er sem þú vilt. Bíddu með aðgerðir þar til hlutirnir skýrast í huga þér. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú gætir orðið fyrir óþægindum vegna einhvers úr fortíð þinni Reyndu að láta þetta ekki slá þig út af laginu. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Það er hætt við að samskipti þín við aðra séu á einhvern hátt letjandi í dag. Það er eitthvað að angra þig en þú gerir þér ekki alveg grein fyrir því hvað það er. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Varastu að sýna öðrum yfirgang í vinnunni í dag. Það er hætt við að það sé ekki allt sem sýnist. Stjörnuspá Frances Drake Krabbi Afmælisbörn dagsins: Eru metnaðargjörn og sjálfsörugg og ætla sér ákveðna hluti í lífinu. Þau þurfa að taka mikilvægar ákvarðanir á árinu. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Árnaðheilla dagbók@mbl.is 80 ÁRA afmæli.Í dag, 17. júlí, er áttræð Jóhanna M. Árnadóttir, Blesugróf 29, Reykjavík. Hún tek- ur á móti ættingjum og vinum á afmæl- isdaginn á Grand Hótel, Sigtúni, milli kl. 13 og 15.  Evrópumótið í Málmey. Norður ♠ÁD76 ♥D3 ♦KD6 ♣ÁDG6 Vestur Austur ♠K52 ♠10843 ♥ÁK6 ♥85 ♦Á9 ♦G853 ♣109832 ♣K64 Suður ♠G9 ♥G109742 ♦10742 ♣7 Á Evrópumótinu í Svíþjóð var Standard langvinsælasta grunnkerfið og mátti heita að sama kerfiskortið dygði fyrir 80% keppenda. En þar fyrir er ekki sagt að stöðnun hefði hlaupið í sagnvísindin. Þvert á móti. Sagnbaráttan hefur hlotið verðskuld- aða athygli og margar nýjungar á því sviði komu fram í dagsljósið. Eitt vakti sérstaka athygli – vörn við opn- un á einu grandi. Margar sterkustu þjóðirnar hafa lagt niður dobl í merk- ingunni „góð spil“ og nota doblið til að sýna skiptingarspil, einn eða tvo liti. Í þeim flokki eru bæði Ítalir og Frakkar, sem mættust í fyrstu um- ferð. Austur gefur; enginn á hættu. Opinn salur: Vestur Norður Austur Suður Quantin Bocchi Multon Duboin 1 grand Pass Pass 2 tíglar * Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Lokaður salur: Vestur Norður Austur Suður Versace Rambaut Lauria Palau 1 grand Pass Pass 2 hjörtu Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Þetta eru furðulegar sagnir. Norð- ur passar yfir grandinu með 20 há- spilapunkta, en suður kemur inn á með tvo gosa! En á báðum borðum enda sagnir á réttum stað. Ítalinn Duboin kom inn á nokkurs konar „multi“ sögn, sem sýnir sex-spila há- lit, en Frakkinn Palau meldaði ein- faldlega hjartað. Duboin hitti á að trompsvína fyrir laufkóng og vann geimið, en Palau fór niður eftir miklar flækjur í úrspilinu. En það er auka- atriði – það eru sagnir sem þarfnast skýringa. Og þær eru þessar: Norður gat ekki doblað því það hefði sýnt ein- lita hönd (og hugsanlega mun veikari spil). Því kom það í hlut suðurs að vernda út á skiptinguna, þrátt fyrir rýran kost í punktum talið. Þetta virðist ganga ágætlega upp, en skrítið er það. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/f olk/krossgata/index.html Lárétt | 1 skinnpoka, 4 húsdýra, 7 ekki gáfnaljós, 8 býsn, 9 liðin tíð, 11 kná, 13 eldstæði, 14 fyrirgefn- ing, 15 málmur, 17 mæla, 20 regn, 22 guggin, 23 kvendýrið, 24 gabba, 25 líkamshlutar. Lóðrétt | 1 beiskur, 2 taugaáfalls, 3 þolin, 4 rispa, 5 ber, 6 Mundíufjöll, 10 meinsemdin, 12 frost- skemmd, 13 títt, 15 stól- arnir, 16 sjófuglar, 18 hagnaður, 19 mannsnafn, 20 þyngdareining, 21 gangflöturinn. Lausn síðustu krossgátu Lárétt |1 skapvonda, 8 sópur, 9 notar, 10 tía, 11 rorra, 13 reiða, 15 hæsin, 18 sagga, 21 enn, 22 storm, 23 úlpan, 24 fiðringur. Lóðrétt | 2 kopar, 3 parta, 4 ofnar, 5 dotti, 6 ásar, 7 erta, 12 rói, 14 eta, 15 hosa, 16 svoli, 17 nemur, 18 snúin, 19 göptu, 20 agna. 60 ÁRA afmæli.Hinn 16. júlí varð sextugur Hall- grímur Marinósson húsasmiður. Af því tilefni býður hann vinum og vanda- mönnum að koma og gleðjast með sér í sumarhúsi fjölskyldunnar í landi Ferjubakka í Borgarfirði í dag, laug- ardag, frá kl. 15. Hallgrímur og eig- inkona hans, Arndís Kristín Sig- urbjörnsdóttir, fagna einnig 40 ára brúðkaupsafmæli. 75 ÁRA afmæli.Í dag, 17. júlí, er 75 ára Andrea Tryggvadóttir, Foss- vegi 6, Selfossi. Af því tilefni taka hún og eiginmaður henn- ar, Sigurður Þórð- arson, á móti vinum og ættingjum í Tryggvaskála á milli kl. 15 og 18 á afmælisdaginn. Félagsstarf FEBK | Púttað á Listatúni kl. 10.30. Norðurbrún 1 | Hárgreiðslustofan lokuð til 10. ágúst, Gigtarfélagið | Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Uppl. á skrifstofu GÍ. Hana-nú | Morgunganga kl. 10 frá Gjá- bakka, krummakaffi kl. 9. Hraunsel | Flatahrauni 3. Kl. 9–12 pútt á Ásvöllum. Vesturgata 7 | Fimmtudaginn 29. júlí kl.13 verður farið um Selfoss, Þjórsárdal og Reykholtslaug. Virkjanir, fossar o.fl. skoð- að. Kaffihlaðborð í Hrauneyjum. Fararstjóri Ólafur Sigurgeirsson. Skráning hafin. Sunnuhlíð | Kópavogi. Söngur kl. 15.30. Fréttir Tehús ágústmánans | Feng Shui-húsinu, Laugavegi 42b (gengið inn frá Frakkastíg). Kynning á verðlaunatei frá Golden Moon fyrirtækinu kl. 15. Unnur Guðjónsdóttir frá Kínaklúbbi Unnar kynnir og fjallar um kín- verska tesiði. Frístundir Fundir Leikfélag Hafnarfjarðar | heldur aðalfund kl. 17 í húsnæði leikfélagsins í gamla Lækj- arskóla. Fundurinn er öllum opinn. Ásatrúarfélagið | Grandagarði 8. Opið hús frá kl. 14. GA-Samtök | spilafíkla. Fundur kl.10.30 í Kirkju Óháða safnaðarins, Reykjavík, Gler- árkirkju, Akureyri, og kl. 19.15 Seljavegi 2, Reykjavík. Oa samtökin | Átröskun, matarfíkn, ofát. Nánari upplýsingar www.oa.is. Kvikmyndir Leiklist Austurbær | Söngleikurinn Hárið verður sýnt kl. 20. Mannamót Hólar í Hjaltadal | Fjölskyldu– og Grett- isdagurinn. Gönguferð um Gvendarskál með leiðsögn kl. 13. Fornleifarölt með leið- sögn fornleifafræðings um Hólastað hinn forna kl. 15. Andlitsmálun, hestateyming, ratleikur o.fl. Krókur | á Garðaholti er opinn almenningi kl. 13–17 á sunnudögum í sumar. Aðgangur er ókeypis. Klink & Bank | Haldinn verður markaður í Klink og Bank í dag og á morgun, sunnu- daginn 18. júlí. Öllum er frjálst að mæta og setja upp sinn eigin bás án endurgjalds eða meðan húsrúm leyfir. Sölufólk mætir kl. 11.00 en Markaðurinn verður opinn frá 13-18. Myndlist Listasafni Árnesinga | Sýningin Sum- ardagur verður opnuð kl. 16. Safnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13.30–17. Gallerí Tukt | Hinu húsinu. Anja Theós- dóttir opnar sýningu kl. 16. Anja sýnir myndir úr barnabókinni Meðan þú sefur. Sýningin stendur til 31. júlí. Námskeið Grasagarðurinn | í Laugardal. Námskeið um menningarsögu, ræktun, umhirðu, notkun og matreiðslu grænmetis– og kryddjurta. Leiðb.: Þráinn Lárusson mat- reiðslumaður, höfundar bókarinnar Krydd og Auður Jónsdóttir garðyrkjufræðingur. Námskeiðið verður í nytjajurtagarðinum og í Laugatungu kl. 10–17. Skemmtanir Amsterdam | Buff Ari í Ögri | Acoustics. Búálfurinn | Hólagarði. Hermann Ingi úr Logum. Cafe Kósý | Reyðarfirði. Sent. Classic | Ármúla 5. Trúbadorinn Þór Óskar. Catalína | Hamraborg 11, Kópavogi, Guð- mundur Rúnar. De Boomkikker | Hafnarstræti. Ozzy og Black Sabath kvöld. De Palace | Hafnarstræti. Dj. Devius. Félagsheimið | Blönduósi. Skítamórall. Félagsheimilið | Ýdölum. Papar. Gaukur | á Stöng. Á móti sól. Grandrokk | Spilabandið Runólfur, Barbar- ella. Græni hatturinn | Akureyri. Stulli og Sæv- ar Sverrisson. Gullöldin | Sín. Herðubreið | Seyðisfirði Í svörtum fötum, 16 ára aldurstakmark. Hótel Búðir | Snæfellsnesi. Tónleikar með Súkkat. Höllin | Vestmannaeyjum. Jómfrúin | Lækjargötu. Kvartett Andreu Gylfa. Félagsheimilið Klif | Ólafsvík. Mannakorn með dansleik. Kaffi Mjódd | Njáll Víkingur. Kaffi Sólon | Svali í búrinu. Kringlukráin | Upplyfting. Laugavegur 22 | Palli og Biggi Maus. Leikhúskjallarinn | Gullfoss og Geysir. Nasa | Stuðmenn. Palace | Sigga Beinteins og Grétar Örvars. Players | Kópavogi. Sigga Beinteins, Grét- ar Örvars & Co Sirkus | Klapparstíg 30. „Tom Selleck Competition“ keppni um fallegasta yf- irvaraskeggið 2004, kl. 20.30. Sjallinn | Akureyri. Land og synir og Nylon. Verslunin Illgresi | Hljómsveitin Isidor, sem er að gefa út sína fyrstu plötu, flytur tón- list sína kl. 14. Söfn Tónlist Hallgrímskirkja | Á Hádegistónleikum leik- ur Douglas A. Brotchie þrjú verk frá end- urreisnartímanum og lýkur tónleikunum með verki eftir Buxtehude. Café 67 | Akranesi. Ragnheiður Gröndal og hljómsveitin Black Coffe. Auk hennar skipa hljómsveitina Sigurður Þór Rögn- valdsson gítar, Pétur Sigurðsson bassa og Kristinn Snær Agnarsson trommur. Reykjahlíðarkirkja | Kvartettinn Dísurnar leikur tónlist eftir W.A.Mozart, Nino Rota og Jean Francaix. Kvartettinn skipa:Eydís Franzdóttir, óbó, Bryndís Pálsdóttir, fiðla, Herdís Jónsdóttir, viola, Bryndís Björgvins- dóttir, selló. Tónleikarnir hefjast kl. 21. Útivist Móskarðshnjúkar | Göngugarpar ÍT ferða ganga á Móskarðshnjúka á morgun. Hist verður við Vetnisstöðina (Skeljung/Skalla) við Vesturlandsveg kl. 10. Nánar á www.it- ferdir.is. Heiðmörk | Gönguferðir, leikir og þrautir fyrir alla aldurshópa á vegum Skógrækt- arfélags Reykjavíkur og M16.is í Heiðmörk kl. 12–16. Í Furulundi verða grillaðar pylsur og gos selt. Farið verður frá Borg- arstjóraplaninu, sem er við Heiðarveg. Múlakot | Skógarganga kl. 14. Vaðlaskógur | Skógardagur hefst kl. 14. Hrútey | Hrúteyjarhátíð kl. 11–17. Staðurogstund idag@mbl.is Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund á forsíðu mbl.is. Meira á mbl.is Djassbandið Glymskrattarnir treður upp á Kaffi Rósenberg í kvöld. Sveitin hefur ver- ið starfandi á vegum Hins Hússins og Reykjavíkurborgar í sumar og hefur spilað á ýmsum stöðum, s.s. á elliheimilum, í leikskólum og við sundlaugar. Í hljóm- sveitinni eru þau Sigríður Thorlacius (söngur), Hildigunnur Einarsdóttir (söng- ur), Grímur Helgason (klarinett), Andri Ólafsson (kontrabassi), Magnús Tryggva- son (trommur og slagverk) og Stein- grímur Karl Teague (hljómborð). Glymskrattarnir á Kaffi Rósenberg www.thjodmenning.is Rangt var farið með föðurnafn Pét- urs Kristjónssonar í frétt um 30 ára afmæli hringvegarins í Morg- unblaðinu í gær. Beðist er velvirð- ingar á þessum mistökum LEIÐRÉTT Rangt föðurnafn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.