Morgunblaðið - 17.07.2004, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.07.2004, Blaðsíða 18
Höfuðborgin | Akureyri | Árborgarsvæðið | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Gróðursæld er mikil á Héraði eins og al- kunna er og trjávöxtur ríkulegur. Íbúar í bænum eiga orðið í vök að verjast fyrir mik- ilfenglegum trjágreinum sem slúta langt of- an í gangstéttar og varna mönnum vegar. Þannig má sjá heimamenn og túrista sikk- sakka inn og út af gangstéttum til að sneiða hjá laufskrúðinu, sem og bílum sem lagt er á gangstéttar, en það er hvimleiður vani hjá ökumönnum. Auðvitað er þó gróðurinn að langmestu leyti til yndisauka og gamli bær- inn sem er grónastur, minnir að mörgu leyti á evrópskt smáþorp hvað útlit og veð- ursæld varðar. Enda segin saga að veðrið á Egilsstöðum og veðrið í t.d. Hollandi er næstum alltaf á sömu nótum.    Barnafólk sem flytur til Egilsstaða er steinhissa á því að finna hvergi smíðavöll, skólagarða né almennilegan opinn róluvöll fyrir krakkana. Tveir slíkir voru nýverið teknir niður, annar var gamlaður mjög en hinn vék fyrir byggingarframkvæmdum. Einn róluvöllur stendur eftir í útjaðri bæj- arins og því hefur verið fleygt að setja eigi upp leiktæki í lystigarði aftan við pósthúsið. Skólagarðar voru lagðir af fyrir fáeinum ár- um og sömuleiðis smíðavöllur. Þá virðist einnig dottið upp fyrir að almenningur geti fengið aðgang að kartöflugörðum á vegum sveitarfélagsins og sakna menn þess.    Góðæri ríkir eystra um þessar mundir og teygir anga sína hvarvetna í atvinnu- og mannlífið. Þó fylgja skrítnar skrúfur þessu góðæri, eða öllu heldur skuggahliðar. Þeir heimamenn sem rekið hafa sérvöruversl- anir í leiguhúsnæði, neyðast nú hver á fæt- ur öðrum til að flytja sig um set eða leggja reksturinn af. Stórar verslunarkeðjur og aðilar sem hafa fjárhagslegt bolmagn byggja yfir sinn rekstur og leigja öðrum að- stöðu á verði sem smærri verslanir ráða engan veginn við. Eldra húsnæði er selt og leigutökum sagt upp geti þeir ekki greitt hærri leigu eða keypt hlut í húsnæðinu á svimandi verði. Verslunarhúsnæði er boðið til kaups fyrir allt að 170 þúsund krónur á fermetra og til viðmiðunar segja fast- eignasalar algengt verð á Laugaveginum í Reykjavík á bilinu 100 til 150 þúsund krón- ur, þó það geti bæði farið upp og niður fyrir eftir staðsetningunni. Samtök kvenna í at- vinnurekstri hafa reynt að sameinast um tilboð í húsnæði, því þessi þróun virðist koma harðast niður á konum í atvinnu- rekstri. Hætt er við að vaxandi vöruúrval og verðgæði stærri aðila kveði heimamenn í smærri rekstri í kútinn. Úr bæjarlífinu EGILSSTAÐIR EFTIR STEINUNNI ÁSMUNDSDÓTTUR BLAÐAMANN Það er gaman að blaðaí ljóðum Ásjóns ávefnum Ljóð.is. Þar tekur hann fyrir alþekkt kvæði skáldsins Steins Steinarr sem er svohljóð- andi: Ég geng í hring í kringum allt sem er og innan þessa hrings er veröld þín. Minn skuggi skein um stund á gluggans gler. Ég geng í hring í kringum allt sem er og utan þessa hrings er veröld mín. En Ásjón skoðar yrkisefnið út frá nýju sjónarhorni: Ég sá þig gegnum glerið gægjast hingað inn. Af hverju kemur þú ekki inn í bústað minn. Ég hef beðið og beðið bakvið þetta gler, þú hefur skinið og skinið skammt frá mér. Gengið í hring ÞAÐ viðraði ekkert allt of vel á hann Halldór Grétar Svansson, starfsmann Hafnasamlags Norðurlands, þar sem hann var við vinnu sína í Krossanesi, enda blés frekar svalur vindur að norðan. Halldór var þar með pensilinn á lofti og bar efni á undirstöður bryggjupollanna á staðnum. Hann lét veðrið ekk- ert á sig fá, enda geta Akureyr- ingar ekki kvartað yfir veðrinu það sem af er sumri þótt hita- stigið sé frekar lágt þessa dag- ana. Morgunblaðið/Kristján Bryggjupollar í Krossanesi Blástur STOFNAÐ hefur verið félag um uppbygg- ingu menningarseturs á Útskálum í Garði. Markmiðið er að endurbyggja gamla prestssetrið og koma þar upp sýningum um prestssetur. Sóknarnefnd Útskálakirkju stofnaði Menningarsetrið að Útskálum ehf. ásamt Sveitarfélaginu Garði. Jón Hjálmarsson, formaður sóknarnefndar, segir að gert sé ráð fyrir því að Sparisjóðurinn í Keflavík og fleiri aðilar gerist aðilar að félaginu og leitað verði eftir samvinnu við þjóðkirkjuna. Þá sé vonast eftir að stuðningi ýmissa sjóða og stofnana. Prestshúsið á Útskálum var byggt 1890 og þar hafa margir merkir klerkar búið. Það hefur ekki verið notað um tíma. Prests- setrasjóður hóf viðgerðir á húsinu en þegar í ljós kom hversu dýrar þær yrðu var keypt nýtt íbúðarhús fyrir Útskálaprest. Jón segir ljóst að viðgerðin og bygging skála við húsið kosti marga tugi milljóna kr. Hugmyndin er að koma þar upp sýning- um um presta og prestssetur og þýðingu þeirra fyrir menningu staðanna og landsins í heild. Tekist hefur samstarf við tvö söfn í Þýskalandi, Lúterssafn og prestssetrasafn og munu þau veita ráðgjöf við uppbygg- inguna á Útskálum. Félag um menningarset- ur á Útskálum OPNUNARHÁTÍÐ „Opins skógar“ í Eyj- ólfsstaðaskógi á Völlum á Héraði verður í dag kl. 14–16. Hátíðarhöldin verða í sam- komurjóðrinu fyrir neðan Blöndalsbúð og mun Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra opna skóginn. Þá verður hljóðfæraleikur og gengið verður um skóginn undir leiðsögn Sigurðar Blöndal, fyrrverandi skógræktarstjóra. Boðið upp á léttar veitingar eftir gönguna. Einnig hefur verið gerður upplýsinga- bæklingur um Eyjólfsstaðaskóg. Opinn skógur er samstarfsverkefni skógræktarfélaganna og fyrirtækjanna Ol- ís og Alcan á Íslandi. Opnunarhátíð í Eyjólfsstaðaskógi Blöndalsbúð í Eyjólfsstaðaskógi. pebl@mbl.is BLÓMIN eru mörg, þétt saman í einu endastæðu axi á stinnum sívölum stöngli og er því stundum kölluð einhneppa. Í stað blómhlífar (krónu- og bikarblaða) eru blómin umkringd hvítum hárum sem lengjast við aldin- þroskun og verða að löngum svifhárum. Þannig þekkja flestir fífuna þegar aldinin eru þroskuð og fífan fær hvítan hárkoll. Blöðin eru mjó og þykk og ganga fram í flatan odd. Hrafnafífa er norðlæg tegund og finnst allt í kringum norðurheimskautið og í Ölpunum. Hún er algeng um allt land á hálendi og láglendi og finnst í mýrlendi, blautum flögum, sendnum áreyrum, við uppsprettur og annað votlendi. Blómgast í maí og júní en er mest áberandi eftir aldinþroskun seinni partinn í júní og fram í júlí. Heimild: Hörður Kristinsson 1986. Plöntuhandbókin. Blómplöntur og byrkningar. Íslensk náttúra II. Örn og Örlygur, Reykjavík. 306 bls. Hrafnafífa Ljósmynd/Jóhann Óli Hilmarsson (Eriophorum scheuchzeri) af staraætt „HVARVETNA þar sem hrafna- fífa sprettur set- ur hún sterkan svip sinn á um- hverfi sitt með hinum hvíta lit. Hún er því vel að því komin að vera nefnd þjóðar- blóm Íslands,“ segir Sigurður G. Tómasson útvarpsmaður. Nefnir hann sérstaklega fallegar breiður hrafnafífu á Mosfellsheiði. Stað- setning skipti hér þó líklega minnstu máli. Blómið sé hvarvetna fallegt. Sigurður segist telja að hrafnafíf- an, sem og klófífan eigi sterkar rætur í þjóðarsálinni. Margir hafi dáðst að fegurð hennar og einnig sé þetta gömul nytjajurt. Fyrrum hafi verið talað um fífukveik sem not- aður var í ljóskolur. Af því sé komin hin alþekkta hending úr þulunni góðu; um ljósið sem komi langt og mjótt, logandi á fífustöngum. „Ég minnist þess að hafa í ferð með fjölskyldunni tínt hrafnafífu í fallega vendi. Vissulega sóma fal- legar fífur sér vel í vasa á stofu- borði, einsog blóm gera alltaf,“ seg- ir Sigurður og bætir við að hver einasti landsmaður eigi úr íslensku flórunni sitt eftirlætisblóm og hafi sannfæringu og gild rök fyrir því að þar sé komið hið sanna þjóðarblóm. Hrafnafífan er falleg. „Setur sterkan svip á umhverfið,“ segir Sigurður G. Tómasson Ljós hrafnafífunnar Sigurður G. Tómasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.