Morgunblaðið - 17.07.2004, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.07.2004, Blaðsíða 29
FERÐALÖG MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 2004 29 Hvaðan ertu að koma? H vaðan ertu að koma? Frá Hróarskeldu. Var þetta fyrsta Hróars- kelduhátíðin þín? Nei, þetta var mín þriðja en fyrsta hátíð Palla. Fórstu með stórum hópi? Við flugum þrjú saman út en svo voru nánast allir af bestu vinum okkar á hátíð- inni í nokkrum hópum. Hvernig var hátíðin í ár? Alveg mögnuð, eins og allt- af. Það var mikið um góða tónlist, gaman að sjá til dæmis Pixies, Morrisey og N*E*R*D og einnig er alltaf gaman að kynnast nýjum böndum líkt og Swan Lee og Joss Stone. Svo rættust líka gamlir draumar hjá sumum okkar síðan á unglingsárun- um að fá loks að sjá Wu-Tang Clan á sviði. Það var líka nóg af rokki, líkt og Kings Of Leon sem enginn ætti að geta sofnað yf- ir sem og Korn og Slipknot en sú síðarnefnda fyllti upp í skarð Davids Bowie og hræddi líftóruna úr mannskapnum sem kunni því vel. Nú rigndi mikið á hátíðargesti. Skemmdi það eitthvað fyrir? Það jafnast ekkert á við að vaða leðju upp að hnjám til þess að fá sér morgunmat. Hún hafði að minnsta kosti ekki slæm áhrif, mað- ur lét veðrið ekkert trufla sig meðan á hátíðinni stóð enda nóg annað að gera. Hvernig lítur farangurinn ykkar út eftir ferðina? Við skildum þann hluta farangursins sem fór verst úti eftir á svæðinu en það sem bjargaðist var í ansi misjöfnu ástandi. Bak- pokinn var einnig töluvert þyngri á heimleið og ekki var það vegna verslunaræðis. Sækir fólk á öllum aldri Hróarskelduhátíðina? Já, fólk á öllum aldri, þjóðerni, stærðum og gerðum. Maður sér allt frá frá ellilífeyrisþegum með heyrnartæki niður í ungbörn með eyrnahlífar og heilu fjölskyldurnar að vaða leðjuna, þó mest sé auðvitað af ungu fólki. Það eru sér tjaldsvæði fyrir fjölskyldufólk og einnig sértjaldsvæði fyrir fólk í hjólastól og aðgengi til fyrir- myndar. Öllum er því mögulegt, gott og skylt að sækja hátíðina. Árlega fer fjöldi Íslendinga til Hróarskeldu í Danmörku til að upplifa stemninguna á tónlistarhátíðinni sem þar er haldin. Brynja Björnsdóttir og Páll Eiríkur Kristinsson voru meðal Íslendinganna á hátíðinni. Morgunblaðið/Árni Torfason Brynja Björnsdóttir og Páll E. Krist- insson skildu þann hluta farangurs síns sem hvað verst var leikinn eftir í leðjunni á Hróarskeldu. Leðja upp að hnjám I : + 0 N )    Vefslóð þar sem hægt er að fá upplýsingar um gististaði á Lign- ano: www.ltl.it Ferðamálaráð Lignano: http:// www.aiatlignano.it Gististaðir í eigu Nadalini- fjölskyldunnar: www.agenzianadalini.it Skemmtisiglingar frá Lignano: www.saturnodageremia.it Siglingar til Feneyja frá Lignano: Þemagarður: www.gulliverland- ia.it Vatnsrennibrautagarður: www.aquasplash.it Fiðrildagarður: www.casaperlefarfalle.it Tjaldsvæði á Lignano: www.campingsabbiadoro.it unni sem enn er í eigu sama manns- ins, Isidoro Nadalini. „Hótelið var nýtt á þessum tíma og við vorum með skrifstofu fyrir ís- lenska starfsfólkið á fyrstu hæðinni. Í fimmtán ár komu pakkaðar vélar af Íslendingum til okkar, þúsundir á hverju sumri,“ segir hann. Nadalini segir að Íslendingar séu mikil menningarþjóð, fallegt fólk, heiðarlegt og opið og hann vill gjarn- an fá til sín íslenska gesti. „Ég hef verið í ferðaþjónustu í fimmtíu ár og verð að segja að Íslendingarnir eru mér minnisstæðastir.“ Nadalini býður upp á ýmsa gisti- möguleika, hann rekur orðið sjö hót- el á Lignano, bæði íbúðir og hót- elherbergi, með eða án fæðis. Hann segir að í sumar hafi komið til sín farþegar með Terranova og af og til komi til hans Íslendingar á eig- in vegum. Þá koma íslenskir gestir til hans í gegnum þær íslensku kon- ur sem búa á svæðinu og ílentust annaðhvort þegar þær voru að vinna á Lúnunni á sínum tíma eða eiga ítalska eiginmenn. „Ég mun taka vel á móti gestum frá Íslandi og mikið væri það skemmtilegt ef Lignano gæti aftur orðið vinsæll sumarleyfisstaður Ís- lendinga,“ segir Idodoro Nadalini. Mér fannst Lignano virkilega notalegur fjölskyldustaður og hefði alveg getað hugsað mér að dvelja lengur. Margir sem fóru þangað fyr- ir tuttugu eða þrjátíu árum munu hafa gaman af því að koma þangað aftur núna. þúsundum Íslendinga sem eyddu sumarfríinu á Gullnu ströndinni Prúttað: Vikulega er haldinn risastór markaður í Lignano. Hér er Elísa Ólöf Sig- urðardóttir að spjalla við einn sem selur búsáhöld. gudbjorg@mbl.is Lignano: Í átján ár hefur strandlengjan fengið bláa fánann sem er merki um hreinan sjó. Lið-a-mót FRÁ Extra sterkt H á g æ ð a fra m le ið sla Nr. 1 í Ameríku -fyrir útlitið www.urvalutsyn.is ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S U R V 2 53 51 07 /2 00 4 21. - 28. ágúst Einstök ferð með viðkomu í Madrid, Toledo, Salamanca og Segovia, í fylgd hins snjalla útvarpsmanns og fararstjóra, Kristins R. Ólafssonar. Örfá sæti laus vegna forfalla! Nánari ferðatilhögun á www.uu.is og í sérferðabæklingi Úrvals-Útsýnar. Verð: 103.320 kr. á mann í tvíbýli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.