Morgunblaðið - 17.07.2004, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.07.2004, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 2004 33 Þegar við systur setjumst hér nið- ur til að skrifa minningargrein um Jón frænda okkar, eigum við erfitt með að koma minningum okkar á blað, einfaldlega vegna þess að þær eru svo margar góðar, en Jón átti stóran þátt í æskuminningum okkar og hann á stóran hluta af hjarta okk- ar systra. Enda erum við ekki aðeins að kveðja frænda okkar heldur mann sem í okkar augum var og verður alltaf eins og afi okkar. Hann átti að meira segja sín eigin nöfn yfir okkur en hann var vanur að kalla okkur Róssllu og Mæsu, en hann var líka sá eini sem fékk leyfi til þess. Við systurnar vorum vanar að keppast um að fá að ná í Jón í mat því það brást ekki að sú sem fyrri var til, kom til baka með fullan munninn af tópasi, móðir okkar til mikillar mæðu. En Jóni tókst svo oft gleðja okkur systur, ef súrar voru fyrir, með því að bjóða okkur tóp- asinn fræga eða að fá okkur eina ,,bolsiu“. Fátt fannst okkur þægilegra en að sofna á kvöldin við að Jón var að spila á harmonikkuna sína, hann spilaði okkur í svefn. Við vorum van- ar að fylgjast með Jóni tefla skák við félaga sína og þó við segjum sjálfar frá erum við nokkuð seigar í skák- inni í dag og megum við það þakka Jóni, en hann var mikill skákmaður. Jóni þótti vænt um dýrin sín og dæmi má nefna að eitt sinn þegar maturinn var byrjaður og Jón ekki kominn, vorum við systur beðnar að athuga hvað orðið væri af honum, datt okkur þá strax í hug að hann væri niðri í fjárhúsum og ekki skjátl- aðist okkur þar, því þar fundum við Jón frænda með allar ærnar sínar í JÓN ÁRNASON ✝ Jón Árnasonfæddist á Þverá í Eyjafjarðasveit 12. október 1923. Hann lést á Hornbrekku í Ólafsfirði 7. júlí síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Þóra Jónsdóttir frá Þverá í Eyjafjarðarsveit, f. 10. júní 1898, d. 18. maí 1989 og Árni Jó- hannesson frá Kuss- ungsstöðum í Fjörð- um, f. 2. september 1892, d. 30. desem- ber 1970. Systur Jóns eru Anna, f. 30. ágúst 1920, d. 22. apríl 1999, Guðrún, f. 14. desember 1924, Guðbjörg, f. 5. júní 1929, Helga, f. 5. maí 1932, Sigríður, f. 14. júlí 1935 og Rósa Elín, f. 7. október 1939. Jón var ókvæntur og barnlaus. Hann var bóndi á Þverá alla sína starfsævi en dvaldi á Hornbrekku í Ólafsfirði síðustu æviárin sín. Útför Jóns var gerð frá Munka- þverárkirkju 16. júlí. kringum sig, hann gleymdi sér aðeins með þeim, en engin af dýr- unum sínum þótti Jóni eins vænt um og ærn- ar, enda alveg ótrúlegt hve hændar þær voru að honum en margar voru einmitt vanar að elta hann hvert sem hann fór. Jón var mjög spar- samur á hrósyrðin en þegar hann hrósaði manni gat maður verið viss um að maður hefði skilað verki sínu vel. Eins þegar önnur okkar var byrjuð að vinna sem vinnukona í sveitinni og tók sig til og mjólkaði allar kýrn- ar sjálf meðan karlarnir kláruðu að koma heyinu inn í hlöðu og urðu allir mjög stoltir af henni, en það sem skipti hana mestu máli var þegar Jón sagði ,,að hún væri nú bara orðin þessi ágætis mjaltakona“. Það sem mín ljómaði af stolti, því fátt fannst henni eins merkilegt og að fá hrós frá Jóni. Það er ekki beint hægt að segja að Jón hafi verið strangur en þó þegar við vorum eitthvað tregar við að borða matinn okkar, heyrðist stund- um í Jóni, ,,hvað er þetta, ætliði ekki að eta þetta“, þá tókum við systur upp gaffalinn og hámuðum í okkur, án frekari mótmæla. Eins var að annarri okkar fannst ostur ekki það besta sem hún fékk, en þá leyfði Jón henni ekki að komast upp með neitt múður og gaf henni auka sneiðar og sagði að annars yrði hún ekki svona stór og sterk eins og Jón frændi, í dag finnst henni osturinn eitt það besta sem hún fær. Eins var að Jón var ekki vanur að skamma okkur, nema þegar vorum með mikil læti á meðan hann horfði á íþróttir eða fréttir í sjónvarpinu en þá áttum við líka að þegja. Mörgum þótti sú sjón skemmtileg að fylgjast með Jóni og pabba ganga úti á hlaði, mörgum fannst erfitt að sjá hvor var hver, enda göngulagið eins, en hvað þá að sjá tvær litlar verur labba á eftir þeim nákvæm- lega eins, en við systur tókum víst upp á því að herma eftir göngulagi þeirra frænda. Enn í dag erum við systur víst þær einu, burt séð frá pabba sem getum stælt það hvernig Jón var vanur að standa og ganga. Með þessum minningum viljum við kveðja mann sem var okkur mjög kær, ekki aðeins frænda heldur í okkar augum afa og viljum við þakka honum fyrir allt það góða sem hann kenndi okkur og þær góðu minning- ar sem við eigum frá Þverá. Minn- ingin um góðan mann lifir með okk- ur. Elsku Jón, þakka þér fyrir allt. Þínar frænkur Rósella og María Pétursdætur. Yndislegi Kristófer minn. Mikið óskaplega sakna ég þín. Þrátt fyrir veikindi þín gafstu mér svo mikið, það er ótrúlegt hvað svona lítil sál gat gefið mér. Þú ert allt sem að ég hef þráð, að halda á þér er það ynd- islegasta sem að móðir gæti upplifað. Mamma grætur ekki, það er eins og sársaukinn sé svo djúpur og óyfirstíg- anlegur að hann komist ekki út. Þú ert og verður það fallegasta og mik- ilvægasta í mínu lífi. Þegar þú kvadd- ir þennan heim í örmum mínum var sem tíminn stæði í stað, ég fann líf þitt fjara út. Það var ólýsanlega sárt en þó fann ég hvað sársaukinn sem þú þurftir að bera hvarf. Mamma er ekki bitur. Það var gott að þú kvaddir í hlýjum móðurfaðminum og ég gat sagt þér hvað Guð elskaði þig mikið. Þessi lífsreynsla að eignast svona fal- legan dreng og að þurfa að kveðja þig engillinn minn er svo mikil og svo ótrúleg. Ég sit eftir með aðeins helm- inginn af hjarta mínu en ber þó mun meiri kærleika í brjósti mínu en áður en þú fæddist. Þegar þú horfðir á mig með stóru, tindrandi augunum þínum, sem sögðu svo margt, var sem allt annað í kringum mig hyrfi. Þvílík feg- urð, þú varst svo mjúkur og ilmaðir svo dásamlega. Þetta mun ég alltaf bera í hjarta mínu, alla mína ævi. Ég veit að nú finnur þú ekki lengur til, mamma er þakklát Guði fyrir það. Engin móðir vil horfa á barnið sitt þjást en þó hélt ég alltaf í vonina um að þú kæmir heim til mín. En einn daginn sjáumst við aftur í eilífðinni. Ég finn hreinlega ekki orð sem lýsa því hvað ég elska þig. Líf mitt varð fallegt um leið og þú komst í þennan heim. Að þú skyldir þurfa að kveðja mun ég aldrei skilja að fullu en ein- hver er tilgangurinn, já, vegir Guðs eru órannsakanlegir barnið mitt. Að missa fyrsta og eina barnið sitt er svo óraunverulegt. Þú ert og verður alltaf í huga mínum og hjarta gullið mitt. Þú ert svo einstakur, ástin mín. Mamma veit að þér líður betur núna. Ég mun alltaf biðja heitt og innilega fyrir þér Kristófer, drengurinn hennar mömmu. Ég elska þig, hvíldu í friði með englum Guðs. Þín mamma. Elsku litla hetjan hans pabba. Nú ertu kominn til Guðs í faðmi langömmu þinnar Jónu. Þú ert full- kominn, elskan mín, eins og við mamma þín höfum alltaf sagt. Ég elska þig meira en orð fá lýst. Pabbi kemur seinna til þín í himnaríki og þá verðum við saman eins og ég talaði alltaf um við þig. Sofðu vært, elsku litli engillinn minn. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Pabbi. Það er ekki alltaf fyrirséð hvað ævi- sporin verða mörg hjá hverjum ein- KRISTÓFER GUÐMUNDSSON ✝ Kristófer Guð-mundsson fædd- ist 11. febrúar 2004 og andaðist 30. júní 2004 á vökudeild Barnaspítala Hrings- ins. Foreldrar hans eru Guðmundur Njáll Guðmundsson og Svala Hauksdótt- ir. Foreldrar Guð- mundar eru Guð- mundur Þórmunds- son og Katla Krist- insdóttir. Foreldrar Svölu eru Haukur Arnarr Gíslason og Kristín Pét- ursdóttir. Útför Kristófers fór fram frá Selfosskirkju 8. júlí í kyrrþey. staklingi sem lítur dags- ins ljós hér á jörð. Þannig var með ást- kært barnabarn okkar hann Kristófer sem fæddist svo agnarsmár en með svo mikið bar- áttuþrek að aðdáun vakti. Eftir alltof stutta meðgöngu þurfti að flýta fyrir komu elsku drengsins í heiminn. Hann háði hetjulega baráttu við óyfirstígan- legan lungnasjúkdóm en lífslöngunin var mikil og þannig komu góðir dagar og þá fylltumst við bjartsýni og von um að hann næði bata. Foreldrar hans, þau Svala og Gummi, sýndu líka mikið baráttuþrek og dugnað og umvöfðu frumburð sinn með allri ást sinni. Læknar og starfsfólk vökudeildar Barnaspítala Hringsins önnuðust Kristófer af stakri fagmennsku og al- úð þar til yfir lauk. Þakka ber sér- staklega fyrir þá kveðjustund sem fjölskyldan öll fékk til að kveðja litla ljúfinn, áður en hann sofnaði svefn- inum langa í faðmi móður sinnar og í nærveru föður síns. Þessari stuttu jarðvist sem var Kristófer svo erfið, er lokið og er hann nú kominn í eilífa sæluvist Himnaföð- urins sem alla umvefur með kærleik sínum. Hjartans litli ljúfurinn, hann kom okkur öllum í skilning um hvað lífið er sterkt og mikilvægt. Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Benediktsson.) Hvíl í Guðs örmum, litli engill. Amma og afi, Selfossi. Tíminn sem við aldrei áttum. Þú litla barn sem ég þráði að faðma umvefja elsku, vaxa með þér. Líf þitt var svo stutt. Hér er ég eftir og hugsandi um það, sem hefði getað orðið. Kannski í eilífðinni fáum við að hlæja og gráta, faðmast og vaxa. Og vinna upp þann tíma, sem við aldrei áttum (Sr. Bragi Skúlason.) Sofðu rótt, elsku litli Kristófer, minningin um þig, elsku litla barn, mun ávallt lifa með okkur. Guð gefi foreldrum þínum og okkur öllum styrk í þessari miklu sorg. Amma Katla og afi Guðmundur Kristinn. Elsku Kristófer. Það er svo erfitt og hræðilega sárt að þú skulir vera farinn, elsku barn. Þú varst svo fallegur í alla staði með stóru yndislegu augun þín. Þú barðist hetjulega í þínum veikindum og núna ertu lítill, fallegur engill og ég veit að þú ert hjá okkur alla daga. Þegar ég var hjá þér þá langaði mig að taka þig í fangið, hugga þig og segja að allt yrði í lagi en ég gat ekk- ert gert, þú varst svo veikur. Minningin um þig mun lifa með okkur Hrafnkötlu litlu sem biður bænina sína fyrir þig á hverju kvöldi: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Sofðu vært, litli frændi. Kolbrún Ýr og Hrafnkatla Líf. Hann Kristófer fæddist löngu fyrir tímann og þurfti sannarlega að berj- ast fyrir lífi sínu. Framfarir voru hægar og bakslögin mörg, þrátt fyrir að allir legðust á eitt til hjálpar. Fremst í þeim flokki voru foreldrarn- ir sem dvöldu hjá honum langar stundir og margar. Þeir veittu honum alúð og umhyggju með snertingu, söngvum og bænum. Þungt lóð á vog- arskálarnar setti líka starfsfólk vöku- deildar Landspítalans er það reyndi að gera líf Kristófers bærilegt. Einnig allir bænahringirnir landið um kring sem báðu fyrir anganum og þúsundir uppörvandi kveðja sem komu inn á síðu Kristófers á Netinu. Það er sann- arlega til mikið af samúðarfullu og óeigingjörnu fólki sem er tilbúið að létta náunganum lífið. Tilfinningar okkar sveifluðust upp og niður eftir því hvort vel gekk eða miður í ferlinu en engin leið er að setja sig í spor for- eldranna ungu, leið þeirra þessa mán- uði í tilfinningarússíbananum. Ég dá- ist að því hve æðrulaus og vongóð þau voru. Mér finnst líka aðdáunarvert raunsæi þeirra og sterk trú móður- innar. Það sem reynsla þessi kennir okkur, móðursystur Kristófers og fjölskyldu hennar, er fyrst og fremst þakklæti og auðmýkt. Þakklæti fyrir börnin okkar, því hvert barn er í raun kraftaverk og aukabónus séu þau heilbrigð. Auðmýkt gangvart gang- verki lífsins og Guði, vel sannast hve maðurinn má sín lítils gegn afli nátt- úrunnar og í vídd vitundarinnar. Kristófer fékk loks næði til að hvíl- ast. Í útförinni var mikill friður yfir fallega snáðanum. Athöfnin var lát- laus og presturinn, sr. Gunnar Björnsson, frábær. Orð hans og lát- æði gerðu mann sáttari við missinn. Nú hvílir Kristófer hjá ömmu Jónu og er samvistum við aðra sem lausir eru við amstur jarðlífsins. Elsku Svala og Gummi, ömmur og afar okkar dýpstu samúð vottum við ykkur sem mest mæddi á, við líðum með ykkur. Finnum tilgang með lífi og dauða Kristófers og látum hann þroska okkur persónulega og til sam- líðunar með manneskjunni á jörðinni. Þórunn Jóna, Hallgrímur, Hrafnhildur og Haukur Páll. Eiginkona mín, KRISTÍN ÞORSTEINSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur, Blásölum 22, Kópavogi, er látin. Jarðarförin auglýst síðar. Sigurjón Ingi Hilaríusson. Systir okkar. ANNA ÁSGEIRSDÓTTIR FRY, er látin í Saint Louis í Bandaríkjunum. Útförin hefur farið fram. Systkini hinnar látnu. Ástkær eiginmaður minn, EINAR SIGURJÓNSSON fyrrum bóndi á Lambleiksstöðum, lést fimmtudaginn 15. júlí. Fyrir hönd aðstandenda, Unnur Kristjánsdóttir. Áskær móðir okkar, amma og langamma, GRÓA ÞORGEIRSDÓTTIR-LAWRENCE frá Lambastöðum, Garði, andaðist á Englandi miðvikudaginn 14. júlí. Þorgeir Lawrence Helga Hughes. barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.