Morgunblaðið - 17.07.2004, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.07.2004, Blaðsíða 32
UMRÆÐAN 32 LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is KOSNINGARÉTTUR er réttur okkar, almennings í þessu landi, til að ráða. Við eigum rétt á að ráða því hver er forseti Íslands og við eigum rétt á að ráða því hverjir setji land- inu lög. Þessi réttur okkar er bund- inn í stjórnarskrá og enn sem komið er hefur framkvæmdavaldið á Ís- landi ekki reynt að hafa af okkur þennan rétt með því að halda ekki lögboðnar kosningar. Stjórnarskráin segir einnig að ef sú staða komi upp að löggjafinn setji landinu lög sem forsetinn synji stað- festingar skuli fara fram þjóðar- atkvæðagreiðsla. Við þær aðstæður eigum við kosningarétt. Ef framkvæmdavaldið ætlar að hunsa þessi skýlausu stjórnarskrár- ákvæði er komin upp býsna alvarleg staða. Engu skiptir þó að löggjafar- valdið felli umrædd lög úr gildi eins og það hefur rétt til. Framkvæmda- valdinu ber að halda þessar kosn- ingar svo fljótt sem auðið er. Þann kosningarétt eigum við. BJÖRN BR. BJÖRNSSON, Túngötu 41, 101 Reykjavík. Við eigum kosningarétt Frá Birni Br. Björnssyni kjósanda og auglýsingagerðarmanni: ER ekki óæskilegt að kirkjan taki afstöðu til þjóðfélagsmála? Það er hættulegt að blanda saman trúarlegri hugmyndafræði og pólitískum mál- um. Spurningar og staðhæfingar sem þessar koma fljótt upp á yfirborðið þegar rætt er um samband kirkju, stjórnmála og sam- félagsins og því langar mig að velta yfir þeim vöngum. Hvað er spádómsgáfa? Ég er á þeirri skoðun að þjóðkirkjuna skorti spádómsgáfu en hvað er spádómsgáfa. Í stuttu máli má segja að spádómsgáfa sé sú gáfa að sjá fyrir vilja Guðs sem ekki kann að hafa ræst og óska eftir því að sá vilji verði eða eins og við segjum í bæninni Faðir vor: ,,Verði þinn vilji svo á jörðu sem á himni.“ Spádóms- gáfan leitar því eftir þeim vilja Guðs sem enn hefur ekki birst á jörðinni og boðar hann opinberlega. Það má segja að hún birti manni ,,ófullkom- leika“ heimsins og að í huga manns slái niður setningunni: Þetta á ekki að vera svona. Og svo framarlega sem heimurinn okkar er ekki himnaríki er slík spádómsgáfa sjálfsögð og beinlín- is nauðsynleg. Í kirkjunni megum við reyndar ekki sjá veröldina okkar sem himna- ríki. Kristin trú er ekki trú sem er al- gjörlega háð aðstæðum í veröldinni, hvort sem þær eru góðar eða slæmar. Kristin trú er trú manna sem lifa þessu lífi með gleði og þakklæti ein- mitt vegna trúarinnar á vilja Guðs, sem við höfum ekki enn í hendi okkar. Það sem fullkomnar heiminn eða til- veru okkar er nefnilega í höndum Guðs, ekki okkar. Spádómsgáfa gerir greinarmun á raunveruleikanum og því hvernig hann ætti að vera og leiðir okkur í þá átt sem Guð býður. Við viðurkennum t.d. flest kennisetningar eins og ,,allir eru jafnir sem manneskjur“ en á sama tíma vitum við að raunveruleik- inn er annar. Það er hins vegar okkar hlutverk að óska þess að þessi sann- leikur verði að staðreynd, sem sagt að láta hann með Guðs hjálp og trú ræt- ast. Spádómur sem þessi er ekki póli- tísk stefna kirkjunnar í samfélögum manna heldur í eðli sínu trúarlegt við- horf til heimsins, bæði á jörðu sem á himni, þrátt fyrir að það kunni að skarast að vissu leyti við pólitísk mál. Kirkjan og stjórnmál Það er óæskilegt og hættulegt að kirkjan fari að blanda sér í pólitík. Þessi skoð- un er samtvinnuð sög- unni og ég er fylgjend- um hennar sammála ef átt er við að kirkjan myndi haga sér eins og stjórnmálaflokkur. Ástæðuna fyrir því að fólk í dag hræðist af- skipti kirkjunnar af stjórnmálum má ef til vill rekja til stöðu mála á alþjóðavettvangi. Það var gagnrýnt í fjöl- miðlum að George Bush Bandaríkjaforseti skyldi beita fyrir sig „vilja Guðs“ þegar hann réttlætti árásina á Írak og við gagnrýnum líka hræðilega hegðun ofstækismanna í nokkrum múslimahópum sem m.a. myrða í nafni Guðs. Slíkt samband á milli trúar og stríðsátaka er að sjálfsögðu ekki gott, en er engu að síður hluti af raunveru- leikanum hvort sem okkur líkar betur eða verr. Hvernig getum við dregið línu á milli almennrar spádómsgáfu trúarinnar annars vegar og misnotk- unar trúarlegra hugmynda í stjórn- málum hins vegar? Hér verð ég að einskorða hug- myndir mínar og skoðanir við kristni. Það má segja að kristin spádómsgáfa virki yfirleitt aðeins fyrir þá sem eru valdalausir og búa við einhvers konar kúgun í samfélaginu. Spádómsgáfan virkar til þess að styðja fólk sem mætir óréttlæti í lífinu, upplifir beiskju og sorg og þarfnast stuðnings annarra og samstöðu. Jesús sýnir svo glögglega með hegðun sinni sem skráð er í guðspjöllunum. Spádóms- gáfan getur einnig neytt fólk sem þjakað er af yfirlæti, sjálfsdýrkun og sjálfsánægju til þess að iðrast eins og þegar Jónas var sendur til Níníves og Natan til Davíðs konungs. Þeir sem búa við kúgun og misrétti eru ekki alltaf fámennur hópur í sam- félaginu þótt oftast sé vísað til þeirra sem minnihlutahóps. Samfélagsvöld eru nátengd því að vera í meirihluta- hóp. Ég vil gjarnan vekja athygli á því að í Nýja testamentinu er oftast talað út frá afstöðu minnihluta eða valdalausra. Stór kirkja eins og þjóð- kirkjan, sem er meirihluti og hefur jafnframt ákveðið vald í samfélaginu, á að íhuga það vel. Út frá þessu ætti síðan að vera skiljanlegt hvers vegna sú hugmynd Bush Bandaríkjaforseta um vilja Guðs um að gera árás á Írak flokkast ekki undir spádómsgáfu. Ákvörðun Bush og Bandaríkjastjórnar snerist ekki um annað en að nýta hernaðar- lega yfirburði sína gegn minni þjóð. Það var gjörð þeirra sem höfðu mikil völd gegn öðrum völdum. Þess vegna var árásin pólitísk gjörð og hafði ekk- ert með spádómsgáfu að gera. Það má oftast kanna hvort spá- dómsgáfan virki á réttan hátt eða ekki með því að skoða við hverja hún styður, fólk sem býr við kúgun eða misrétti eða þá sem hafa völdin, fólk í minnihlutahóp eða fólk í meirihluta- hóp. Lokaorð Með þeirri tillögu minni að þjóð- kirkjan reyni að styrkja spádómsgáfu sína á ég ekki við að kirkjan eigi bein- línis að blanda sér í stjórnmál heldur að kirkjan viðurkenni hlutverk sitt sem henni var gefið af Guði, ekki af þjóðfélaginu, og að hún beri orð Guðs til samfélagsins svo það megi rata rétta leið. Þurfum við í kirkjunni ekki að velta fyrir okkur því hlutverki? Spádómsgáfa kirkjunnar og þjóðfélagið Toshiki Toma fjallar um trú og stjórnmál ’Það er óæskilegt oghættulegt að kirkjan fari að blanda sér í pólitík.‘ Toshiki Toma Höfundur er prestur innflytjenda. ÓLAFUR Hannibalsson birti stutta hugleiðingu hér í blaðinu 15. júlí um „litlu, ljótu klíkuna“. Í henni eiga Davíð Oddsson og Jón Steinar Gunnlaugsson að vera auk mín. Helsta áhugamál klíkunnar er að sögn Ólafs að koma höggi á hann. Var á honum að skilja, að klíkan mætti hafa sig alla við að leysa það tröllaukna verkefni. Ég skal játa, að ég klóraði mér undr- andi í kollinum, þegar ég las grein Ólafs. En auðvitað er það rétt, að heimarnir eru jafnmargir mönn- um, og Ólafi finnst eflaust, að lífið sé eins og sól, sem snúist í kring- um hann sjálfan. Það er að minnsta kosti ljóst, að ekki snýst Ólafur í kringum annað fólk. Eins og ég upplýsti hér á dögunum, var Ólafur fyrir löngu ráðinn til þess vegna fjölskyldutengsla að skrifa sögu Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna. Hann var á fullum laun- um við þetta í mörg ár, en sinnti því lítt. Þá var annálaður dugnað- arforkur, Jón Hjaltason sagn- fræðingur, fenginn til að ljúka því. Sagan kom síðan út í þremur bind- um 1996, og átti Ólafur óverulegan þátt í verkinu, eins og blasir við af lestri þess, þótt greiðslur til hans fyrir það hafi numið hátt í þrjátíu milljónum króna samtals. Í sakleysi mínu gat ég mér þess til, þegar ég sá um daginn Ólaf Hannibalsson sitja á kaffistofu Þjóðarbókhlöðunnar, að hann hefði skammast sín fyrir verkleys- ið, sem valdið hafði vandamönnum hans í Sölumiðstöðinni miklum ama. Hann stundaði nú af kappi rannsóknir fyrir Sölumiðstöðina og ætlaði að bæta henni það upp, sem á vantaði forðum. Ólafur brást illa við þessari tilgátu minni, eins og lesendur Morgunblaðsins hafa séð, og hótaði mér jafnvel kæru fyrir siðanefnd Háskólans. Mér þykir leitt, ef ég hef styggt Ólaf, og skal nú gera tillögu, sem ég vona, að hann verði ánægður með. Því má halda fram með góð- um rökum, að þingmenn séu því varasamari sem þeir eru vinnu- samari. Dugnaðarforkar á þingi láta rigna yfir okkur skæðadrífu af þingsályktunartillögum og laga- frumvörpum, sem allt kostar morð fjár, og afleiðingarnar eru jafnan hærri skattar og minna svigrúm einstaklinga og fyrirtækja. En Ólafi má treysta til að sitja frekar og skrafa í hliðarsölum Alþingis en þrengja að okkur borgurunum með óhóflegum dugnaði. Það, sem er löstur frá sjónarmiði Sölumið- stöðvarinnar, getur orðið dygð í stjórnmálum. Kjörorðið ætti því að vera: Ólaf Hannibalsson á þing! Höfundur er prófessor í stjórn- málafræði í félagsvísindadeild Háskóla Íslands. Hannes Hólmsteinn Gissurarson Ólaf Hannibals- son á þing! KÆRI fjölmiðlaheimur. Það var á síðasta ári sem mér varð ljóst hversu mikið borgarar þessa lands þurfa að treysta á blaðamenn, fréttamenn og ritstjórnir hins ís- lenska fjölmiðlaheims. Mér varð einnig ljóst hversu ótrúlega hroð- virknisleg vinnubrögð viðgangast í íslenskum fjölmiðlum. Núna sýnist mér starf fréttamanna felast að- allega í því að þýða fréttir frá „al- vöru“ fjölmiðlaveldunum úti í heimi, oftar en ekki bandarískum eða breskum og líma þær inn í íslenska fjölmiðla. Gagnrýnin fréttamennska tíðkast ekki á Íslandi í dag nema í örfáum tilvikum og þá einungis varðandi innlend atvik. Sjálfstæði fjölmiðla getur þannig verið dregið verulega í efa þar eð að- stæður til sjálfstæðra vinnubragða íslenskra fréttamanna úti í heimi eru afskaplega þröngar; við erum til dæmis aldrei með okkar mann á vettvangi í Írak eða öðrum svæðum þar sem þörfin er mest á að koma hlutum fram í dagsljósið. Þetta er skiljanlegt með tilliti til hversu fámennt lið fréttamanna starfar á Íslandi miðað við risaríkin úti í heimi. Hins vegar setur það fréttamönnum hér á eyjunni því þyngri ábyrgð á herðar hvað varðar vinnubrögð hér heima og þeim kröf- um er að mínu og annarra mati ekki mætt. Mig langar að spyrja fjölmiðla- heiminn hvort honum finnist ekki dálítið hæpið að treysta fullkomlega og algjörlega á fréttastofur eins og Reuters og fleiri stórar í þeirri trú að þær hafi alltaf rétt fyrir sér og segi satt og rétt frá öllu sem gerist? Er ekki rétt að hafi útlendu frétta- stofurnar rangt fyrir sér í einhverju máli, hljóti það að koma niður á ís- lenskum fréttaflutningi? Ég er ekki að skrifa þetta vegna míns einka- pirrings heldur er málum nú svo komið að hinn íslenski fjölmiðla- heimur virðist ætla að þegja gjör- samlega um allar efasemdir þess efnis að al-Qaeda hafi stjórnað hryðjuverkaaðgerðunum í Banda- ríkjunum 11. sept. 2001. Fólk getur kynnt sér allt um þær efasemdir á Netinu, svo sem á gagnauga.net og öðrum raunverulega frjálsum fjöl- miðlum. Mergur málsins er að þrátt fyrir yfirþyrmandi sannanir þess að bandarísk stjórnvöld ljúgi um og haldi leyndum upplýsingum um hryðjuverkin, þá þrjóskast íslenskir fjölmiðlar enn við og neita að birta stafkrók um málið. Á hverju máli eru hundrað hliðar og það er al- gjörlega óásættanlegt að fjölmiðla- heimur heils lands hafi ákveðið að birta bara eina. Sérstaklega þegar málið varðar fjöldamorð og stríð. FINNUR GUÐMUNDSSON, Skeiðarvogi 135, 104 Reykjavík. Sjálfstæði fjölmiðla Frá Finni Guðmundssyni: UNDANFARNA mánuði og vikur hafa lögspekingar og stjórnmálavík- ingar keppst við að skemmta skratt- anum með þrasi um fjölmiðlalögin og allt sem þeim tengist. Þetta mál- róf er orðið svo langdregið og flókið, og um fram allt leiðinlegt, að ég held að mörgum hafi farið eins og mér: Ég er löngu hættur að líta á þessa pistla, það liggur við að mér verði óglatt þegar ég sé sömu þvæluna breiðast yfir síður blaðanna dag eft- ir dag. Líklega er það ekki á færi neinna manna, þótt sæmilega greindir og menntaðir séu, að setja saman ótvíræðan texta sem miður velviljaðir menn geti ekki mistúlkað endalaust og snúið út úr. Út yfir tekur þó þegar löglærðir menn atyrða hver annan og væna hver annan um lygar og útúrsnúninga. Getur einfalt alþýðufólk fellt nokk- urn dóm um mál sem sprenglærðir lögmenn geta túlkað hver á sinn hátt? Ég sé ekki að ég og þeir og þær sem botna ekki lengur í neinu og eiga engin orð um þennan sand- kassaleik stóru barnanna, eigi ann- ars úrkosti en lofa þeim að leika sér áfram án okkar íhlutunar – sitja bara heima á kjördag, ef einhvern tíma skyldi til hans koma. Eða koma á fót revíu, eins og gert var í gamla daga, og henda bara gaman að til- burðum þessara galgopa sem vilja endilega láta taka sig alvarlega. TORFI ÓLAFSSON, Melhaga 4, IS-107 Reykjavík. Um leiðindaþras Frá Torfa Ólafssyni: ÞESSA dagana er Alþjóðahafrann- sóknarráðið að komast að því að Færeyingar eru búnir með allan fisk á Færeyjabanka. Sá litli fiskur sem veiðist er smár, allt vegna ofveiði. Frjálslyndi flokkurinn er stofnaður til að koma í veg fyrir að kvótakerfið legði hér allt í rúst. Kvótakerfið er sú veiðiaðferð sem allar fiskveiðiþjóðir eru að öfunda okkur af. Spæling, herra Guðjón Arnar? Frjálslyndi flokkurinn er reyndar ekkert annað með á stefnuskrá sinni, svo nú getur hann pakkað saman og látið þá sem vit hafa á, stjórna fiskveiðum okkar. KARL JÓHANN ORMSSON, fv. fulltrúi. Frjálslyndi flokkurinn óþarfur? Frá Karli Ormssyni: Nýbýlavegi 12 • 200 Kópavogi • Sími 554 4433 Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-16 Útsala

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.